17.9.2007 | 09:46
Skipulag Vatnsendahlíðar og hækkun lóðarverðs
Í Fréttablaðinu í gær var auglýsing frá Kópavogsbæ um úthlutun lóða í Vatnsendahlíð við Elliðavatn. Sem húsbyggjanda í Þingum, þá vöktu nokkur atriði athygli mína.
- Nýr skóli á að rísa og er hann staðsettur það langt frá aðalbyggingasvæðinu, að það verður styttra fyrir skólabörn af annars vegar vestasta hluta svæðisins og hins vegar nyrsta hluta svæðisins að fara annað hvort í Hörðuvallaskóla eða Vatnsendaskóla. Staðsetning skólans bendir til þess að stefnt er að því að létta vatnsvernd af svæðinu milli þess sem nú er verið að auglýsa til úthlutunar og Heiðmerkur og þar eigi eftir að koma mjög stórt hverfi.
- Aðeins er gert ráð einni umferðaræð út úr hverfinu, þ.e. Þingmannaleið. Er ég ansi hræddur um að hún muni ekki duga, þegar viðbótin sem ég nefni að ofan verður komin. Það væri strax til bóta að gera ráð fyrir annarri tengingu við Vatnsendaveg um svæðið sunnanvert eða um Elliðahvammsveg.
- Verð á lóðum hefur allt að þrefaldast frá því að úthlutað var síðast í Þingum. Árið 2005 kostaði einbýlishúsalóð um kr. 7,2 milljónir, en nú er verð þeirra á bilinu kr. 13 - 20 milljónir. Og þetta er bara grunngjald. Ef reglur eru eitthvað svipaðar nú og áður, þá geta húsbyggjendur átt von á að þurfa að punga út einhverjum milljónum til viðbótar, þegar stærð húsanna er komin á hreint.
- Hylja á Vatnsendahlíðina algjörlega með byggð, þó einhver græn rönd eigi að vera þarna, þá er það reynsla manna í Kópavogi, að það er tímabundið ástand og það er bara tímaspursmál hvenær skipulögð verður byggð á þeim.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þá má bæta við ósköp hógværri spurningu við þær sem fram eru komnar hér að ofan: hvaðan kemur allt þetta fólk sem flytur inn í öll þessi hús, stór sem smá?
Er markaðurinn ekki löngu orðinn mettur? Hvað skyldi Steinn Steinarr skáld segja um öll þessi ósköp: byggingameistrar hver um annan þveran taka handfylli sína af leir og guð almáttugur segir: Gunnar góður - ekki meir - ekki meir!
Eða þannig!!
Mér sýnist á öllu að þetta byggingaæði hafi byrjað í bráðræði og á sjálfsagt eftir að enda í ráðaleysu!
Fyrir rúmum 40 árum plantaði Mosi allmörgum birkitrjáplöntum í dálítið erfðafestulandforeldra sinna spölkorn vestan við Vatnsendabæinn. Þegar Mosi hugðist skoða þessa trjárækt hérna um árið voru skurðgröfur og jarðýtur á vegum bæjarstjórans ofvirka löngu búnar að fjarlægja þessa viðleitni ungs drengs að breyta dálitlu mólendi í sælureit. Trjárækt virðist ekki vera metið upp á marga fiska sunnan Fossvogslækjar um þessar mundir, ekkert líf virðist fá lengur að vera í friði á þeim slóðum. Nú skal byggja og byggja mjög mikið!
En hvaðan kemur allt fólkið? Og hvaðan kemur byggingamönnum þessi mikli auður?
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 17.9.2007 kl. 22:32
Sæll Guðjón
Það er gaman að heyra frá þér eftir öll þessi ár. Já, það er synd að náttúran megi hvergi njóta sín. Ég hefði kosið að haldið væri eins og kostur er í upprunalega gróður svæðisins, en það er bara eins og mönnum detti það ekki í hug. Það hefði líka verið gaman að þarna væri boðið upp á verulega stórar lóðir, þannig að hægt væri að tala um sveit í bæ.
Kv.
Marinó
Marinó G. Njálsson, 17.9.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.