8.9.2007 | 19:07
Stiglækkandi skattur fyrir alla
Ég er þeirrar skoðunar að þörf er gagngerra breytinga á því skattkerfi sem við búum við hér á landi. Tryggja þarf að allir borgi sama skatt fyrir sömu tekjur burt séð frá því hvaðan tekjurnar eru fengnar. Í núverandi umhverfi fer það eftir eðli teknanna hve hátt skatthlutfallið er. Þetta býður upp á ákveðna hættu að einstaklingar telji fram lægri atvinnutekjur en þarf til framfærslu með vísan til þess að þeir hafi svo og svo miklar fjármagnstekjur. Ég tek það skýrt fram, að mér finnst sjálfsagt, að hver maður leiti allra löglegra leiða til að lækka skattgreiðslur sínar.
Lækkun skatts á lögaðila í 18% og upptaka 10% fjármagnstekjuskatts var mjög stórt framfaraskref og hefur haft gífurleg áhrif á uppgang efnahagslífsins og fyrir alla muni má ekki glata því sem þar hefur áunnist. En nú er tími til að taka næsta skref í skattkerfisbreytingunni og láta fleiri njóta.
Hin almenna hugsun í skattheimtu hefur verið sú að með hækkandi tekjum eigi skattprósentan að hækka. Í okkar umhverfi hefur þessu á vissan hátt verið snúið við, en þó bara fyrir suma. Þ.e. hafi menn nægar tekjur til að leggja til hliðar (eða útsjónarsemi) þá geta þeir látið hluta af eigum sínum vinna sjálfstætt fyrir sig á lægri skattprósentu. Verður þetta til þess að tveir einstaklingar með sömu tekjur eru að greiða mismunandi upphæð í tekjuskatt, vegna þess að uppruni teknanna er mismunandi. Mörgum finnst þetta óréttlátt, sérstaklega þegar menn virðast vera að keppast við að gefa upp sem lægstar launatekjur (sbr. tekjublað Frjálsrar verslunar), en hafa síðan himinháar fjármagnstekjur.
Það er til ein leið gegn þessu. Hún er einfaldlega að taka upp skattkerfi sem er með stiglækkandi skattprósentu án tillits til uppruna teknanna. Þannig gæti upphafsprósentan verið á bilinu 24 - 30% og hún síðan látin lækka niður í 10%. Persónuafslátturinn væri látinn halda sér sem og bótakerfið líka. Útsvar til sveitarfélaganna væri síðan fast hlutfall af skattprósentunni, t.d. 40%, og það á allar tekjur.
Hugmyndin með þessu kerfi er að allir greiði jafnháan skatt af sömu tekjum á tillits til uppruna teknanna. Ég geri mér grein fyrir að þetta fellur ekki að þeirri jafnaðarmennsku skattahugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi síðustu áratugi hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, að hinir ríku eigi að greiða hlutfallslega meira af stigvaxandi tekjum til samfélagsins. Það fellur ekki vel inn í þá mynd, að hinn almenni launamaður greiði 30% af 250 þúsund kr. tekjum meðan hátekjumaðurinn greiðir bara 10% af tekjum yfir 2 milljónum kr. á mánuði. En hafa verður í huga að báðir greiða jafn mikið að sömu tekjum. Tekjutenging bóta gerir það svo að verkum, að láglaunafólk og barnafólk fær meira tilbaka í gegnum barnabætur, vaxtabætur o.s.frv. en þeir sem hafa hærri tekjur.
Þessi aðferð er vissulega flóknari í framkvæmd en núverandi skattkerfi, þar sem skattprósentan breytist sífellt á ákveðnu bili tekjuskalans. Þetta má leysa á einfaldan hátt með því að tilgreina krónutöluna sem á að greiða fyrir tilteknar tekjur í stað prósentunnar sem á að greiða. Vissulega gæti það orðið stór tafla sem væri flett upp í, en flestir nota einhvers konar launaforrit við launaútreikninga og því sæi upplýsingatæknin um úrvinnsluna.
Helstu kostnir við þessa aðferð eru að allir eru að greiða sömu skatta af sömu tekjum án tillits til uppruna þeirra. Kerfið er vinnuhvetjandi, þ.e. fólk heldur meira eftir af stigvaxandi tekjum. Það er gagnsætt, þar sem greiddir skattar endurspegla nákvæmlega allar tekjur en ekki bara sumar tekjur. Ekki þarf lengur að vera með alls konar leikfimi við gerð starfskjarasamninga, svo sem með kaupréttarsamningum, þar sem allar tekjur eru meðhöndlaðar eins.
Ég get alveg skilið að þessi hugmynd stuði einhvern, þar sem lagt er til að heildarskattbyrði þeirra sem lægri hafi tekjur verði meiri en þeirra sem hærri tekjurnar hafa. Málið er að sú staða er þegar komin upp, þar sem ofurtekjurnar í dag koma í gegnum fjármagnstekjur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er eitt, sem menn virðast oft gleyma þegar borin er saman skattprósenta fjármagsntekna og launatekna. Það er sú staðreynd að skattstofn fjármagnstekna er nafnvextir en ekki raunvextir. Ég gæti í sjálfus sér alveg fallist á það út frá sanngirnissjónarmiði að skattprósentan ætti að vera sú sama á fjármagnstekjur og launatekjur svo fremi að skattstofn fjármagnsteknanna væri raunvextir en ekki nafnvextir.
Hitt er svo annað mál að fjármagnstekjur er tekjustofn, sem auðvelt er að fara með annað þannig að ég er ekki viss um að það auki skatttekjur ríkissjóðs að hækka skattpróesngu fjármangstekna mikið. Ég held að hugmyndin um að menn, sem eru með háar fjármagnstekjur en litlar eða engar launatekjur þurfi að reikna sér laun í formi reiknaðs endurgjalds fyrir að höndla með féð.
Sigurður M Grétarsson, 9.9.2007 kl. 16:25
Eðli fjármagnstekna er allt annað en launatekna. Fjármagnstekjur myndast af fé sem þegar hefur verið unnið fyrir og greiddur skattur af. Hækkun fjármagnstekjuskatts dregur úr hvata til sparnaðar og hækkar ávöxtunarkröfu almennt. Það þýðir hærri vexti með tilheyrandi samdrætti. Fleira tengist ávöxtunarkröfu en fólk heldur. Til dæmis myndi leiguverð húsnæðis hækka, og fjárfestar væru síður tilbúnir að leggja fé í sprotafyrirtæki eða áhættusama fjárfestingu. Allt er þetta einföld hagfræði. Fjármagnstekjuskattur er síðan mjög háður Laffer-kúrvunni, þ.e. hækkun prósentunnar skilar engan veginn samsvarandi fleiri krónum í ríkissjóð. Ég held að 10% skatturinn sem núna er sé nálægt besta hlutfallinu, þ.e. framtaki er lítið hamlað en skatturinn skilar sér til ríkisins af því hann er sanngjarn.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 17:02
Ég er alveg sammála þér í því að ekki eigi að hækka skatt á fjármagnstekjur mikið, en það er nauðsynlegt að hætta að gera upp á milli hvernig teknanna er aflað, þegar skattar eru lagðir á.
Marinó G. Njálsson, 9.9.2007 kl. 17:06
Vilhjálmur, þessi áhrif sem þú lýsir velta á þeim mörkum sem miðað væri við. Eins og ég stilli þessu upp, þá væri tekjuskattur kominn niður í 10% við tekjur upp á kr. 2.000.000 á mánuði. Fyrir flesta sem eru að fást í því sem þú ert að lýsa, þá hefur það engin eða mjög lítil áhrif á fjármagnstekjur þeirra, þar sem það er bara lítill hluti fjármagnsteknanna sem verða fyrir áhrifum. Á móti kemur að skattur á almennar launatekjur þeirra lækkar, sem verður til þess að meira verður til ráðstöfunar og þar með í fjárfestingar. Ég held að svona kerfi, sem útfært væri á réttan hátt, muni frekar örva fjárfestingar en draga úr þeim, þar sem þeir sem áður voru að greiða 37% skatt af öllum sínum tekjum hefðu meira til ráðstöfunar og þar með leituðu út í það að leggja til hliðar eða fjárfesta fyrir mismuninn. Það er til hagfræðikenning, sem segir eitthvað á þá leið að peningunum sé alltaf betur komið hjá einstaklingnum en ekki ríkinu, þar sem einstaklingurinn mun leita bestu leiða til að láta peningana vinna fyrir sig. Þetta voru að hluta til rökin fyrir lágum fjármagnstekjuskatti og ég segi að þetta eigi að gilda um launatekjur líka.
Marinó G. Njálsson, 9.9.2007 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.