8.8.2007 | 11:31
Barry Bonds - Kóngur hafnaboltans
Í nótt gerðist það sem hafnaboltaaðdáendur hafa beðið eftir. Barry Bonds, leikmaður hafnaboltaliðs San Francisco Giants, bætti met Hank Aarons ,,sleggjunnar", þegar hann náði ,,heimhlaupi" (,,home run") nr. 756. Methlaupið, sem jafnframt var 22. heimhlaup Bonds á tímabilinu, kom í 5. lotu leiks Giants gegn Washington Nationals, þegar hann sló boltann út af vellinum og upp í stúkuna fyrir aftan hægri útherjann (right outfielder). Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á AT&T leikvanginum, heimavelli Giants, og tafðist leikurinn um 10 mínútur á meðan Bonds var fagnað. Þetta var í þriðja sinn í leiknum, sem Bonds náði höggi (hit), en hann hafði áður náð tveimur höfnum (double) og einni höfn (single). Honum var skipt út af eftir methlaupið. Giants töpuðu leiknum 8 - 6.
Aðeins eru fjórir dagar síðan Bonds jafnaði met Hank Aarons (sett árið 1976) sem átti að standa um aldur og ævi. Hlaupi nr. 755 náði hann sl. laugardag í leik á móti San Diego Padriates. Þriðji maður á listanum er hin goðsagnakenndi Babe Ruth með 714. Eru þeir einu mennirnir sem náð hafa að slá yfir 700 heimhlaup á ferlinum. Hank sló sitt 715. heimhlaup árið 1974 og hélt því metinu í 33 ár.
Það hefur tekið hinn 43 ára gamla Bonds 22 ár að ná metinu. Á leiðinni að metinu hefur Bonds sett fjölmörg önnur met eða er meðal efstu manna. Þar má nefna að hann á met fyrir 40 ára og eldri, enginn hefur fengið fríaferð á 1. höfn (göngur/walks) eins oft og hann eða 2.540 og viljandi göngur, 679, hvoru tveggja sem gerir heimhlaupsmetið hans ennþá merkilegra. Þá er Bonds aðeins annar maðurinn í sögu hafnaboltans til að eiga bæði heimhlaupsmetin, þ.e. heildarfjölda heimhlaupa og fjöldi heimhlaupa á einu tímabili (73, sett árið 2001). Babe Ruth hélt þessu meti frá 1921 til 1961 eða í rúm 40 ár. Bonds hefur sjö sinnum verið valinn besti leikmaður Þjóðardeildarinnar, mun oftar en nokkur annar leikmaður í sögu hafnaboltans. Hann hefur 14 sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar.
Það fer ekkert á milli mála að Barry Bonds er einn merkilegasti íþróttamaður sögunnar. Vissulega hefur skugga borið á feril hans, vegna ásakana um steranotkun, sem hann hefur ávalt neitað. Hefur hann af þeim sökum verið ákaflega óvinsæll meðal aðdáenda annarra liða en á sama hátt elskaður og dáður af aðdáendum Ginats. Á þessu virðist hafa orðið breyting sl. laugardag, þegar áhorfendur í San Diego stóðu þrisvar á fætur til að hylla Bonds eftir að hann jafnaði met Hank Aarons, en eins einkennilegt og það virðist kom eftir kast frá kastara sem var fyrir nokkrum árum dæmdur í 15 leikjabann vegna steranotkunar.
Hægt er að lesa meira um Barry Bonds og ótrúlegan feril hans með því að smella hér.
Barry Bonds setur nýtt met í bandaríska hafnaboltanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Vissulega frábært hjá BB. Óneitanlega stendur þetta þó í skugga meintrar steranotkunar og fjölmiðlar hafa td ekki fylgst með þessu merkilega afreki af eins miklum áhuga fyrir vikið. Auk þess hefur BB alla sína tíð farið sínar eigin leiðir og seint verið talinn til "media favorites" allar götur frá því hann hóf ferillinn hjá Pittsburgh.
Það verður gaman að sjá á næstu árum hvort gerð verður atlaga að þessu meti en telja verður möguleika A-rod nokkuð góða sem kominn er í 500stk rétt rúmlega þrítugur. Eins ,ætti velta fyrir ér hvort Ken Griffey Jr. væri ekki kominn með fleiri, er í rétt rúmlega 600 ef hann hefði verið hraustari.
Jón Skúli Indriðason (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:26
Ég sé fyrir mér að fleiri en A-rod geri atlögu að metinu, en hann er vissulega næstur í röðinni. Mistakist honum, þá má nefna A. Pujols, sem er sá leikmaður sem er með flest home run að meðaltali á ári eða 39,1 fyrir fyrstu tæpu sjö ár sín í deildinni samanborið við 35,7 hjá A-rod og 34 hjá BB.
Varðandi óvinsældir BB, þá segja margir að hann sé dálítið góður með sig, en ég mundi nú segja að hann hefði alveg efni á því. Hann var að vísu ljúfur sem lamb í San Diego eftir að hann jafnaði met Hanks Aarons. Fengu sumir blaðamenn samúð með honum og hafa ákveðið að nóg sé komið. Héðan í frá verði * sleppt og Bonds látinn njóta árangurs síns, sem er jú stórkostlegur. Það þarf svo sem engan snilling til að sjá að hann væri kominn upp fyrir Babe Ruth, þó hann hefði eingöngu náð í kringum 50 HR árið 2001. Annað er líka, að þó svo að hann hefði notað stera á þessum tíma, þá var það ekki bannað í hafnaboltanum. Það var ekki fyrr en eftir BALCO skandallinn kom upp, sem notkun stera var bönnuð, og jafnvel þá var ekki hægt að skikka menn í lyfjapróf. Það síðan kaldhæðni að kastarinn sem kastaði gegn honum sl. laugardag fékk 15 leikjabann fyrir steranotkun fyrir nokkrum árum. Segjum sem svo að BB hefði fengið álíka bann. Það hefði nákvæmlega engu breytt varðandi metið.
Marinó G. Njálsson, 8.8.2007 kl. 20:36
Gaman að sjá menn loksins tala um hafnabolta.
A-Rod nær þessu meti léttilega, Pujols er einnig líklegur og svo er spurning með Miguel Cabrera.
Nonni (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.