Leita í fréttum mbl.is

Farsímaveirur

Farsímaveirur eru langt frá því að vera nýtt fyrirbrigði.  Fyrstu veirurnar voru upprunar í Suð-austur Asíu og dreifðust þar í frekar takmörkuðu mæli til að byrja með.  Talið er að finnskur símnotandi hafi komið með fyrstu veiruna til Evrópu.

Farsímaveirur dreifast mjög oft með Bluetooth, þegar sýktur sími kemst í samband við aðra síma sem eru með Bluetooth tengið opið.  Það, sem gerist, er að veiran leitar að öðrum Bluetooth símum og sendir þeim boð.  Þessi boð eru oftast þannig að það er ekki hægt að hafna þeim, þannig að þó maður neiti tengingunni, þá heldur veiran áfram að senda boð um tenginguna.   Þegar slík boð berast, þá er aðeins um tvennt að ræða.  Annars vegar að færa sig, því drægi Bluetooth-tengisins er rétt um 20 metrar.  Þegar komið er út fyrir áhrifasvið hins sýkta síma, er hægt að neita móttöku sendingarinnar.  Hitt er að slökkva á símanum, sem mögulega þarf að gera með því að taka rafhlöðuna úr símanum, og síðan færa sig á öruggan stað.  Helsta ástæða fyrir því að símar sýkjast, er að notandi ósýkta símans fær símtal á meðan veiran er að hamast á símanum.  Þar sem ómögulegt er að svara meðan veiran er að reyna að ná sambandi, þá enda notendur yfirleitt á því að samþykja móttöku veirusendingarinnar.

Besta vörnin gegn farsímaveirum er að hafa Bluetooth tengið lokað fyrir óskilgreindum utanaðkomandi tengibeiðnum.


mbl.is Grunaður um að dreifa farsímaveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru alls ekki allir símar svo viðkvæmir fyrir þessari bluetooth veiru. Aðallega voru það Nokia símar en Nokia hefur nú lagað öryggisþætti Bluetooth búnaðarins sem gerði óprúttnum aðilum þetta kleift.

Þór (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bluetooth veirur eru gerðar fyrir sérstök stýrikerfi alveg eins og aðrar veirur.  Af þeim sökum eru símar misviðkvæmir, það er alveg rétt.  Þær almennu ráðsleggingar sem ég gaf eiga samt við í öllum tilfellum þegar óumbeðin boð berast ítrekað þrátt fyrir að þeim sé hafnað.

Marinó G. Njálsson, 26.6.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband