23.6.2007 | 20:34
Farsímaveirur
Farsímaveirur eru langt frá því að vera nýtt fyrirbrigði. Fyrstu veirurnar voru upprunar í Suð-austur Asíu og dreifðust þar í frekar takmörkuðu mæli til að byrja með. Talið er að finnskur símnotandi hafi komið með fyrstu veiruna til Evrópu.
Farsímaveirur dreifast mjög oft með Bluetooth, þegar sýktur sími kemst í samband við aðra síma sem eru með Bluetooth tengið opið. Það, sem gerist, er að veiran leitar að öðrum Bluetooth símum og sendir þeim boð. Þessi boð eru oftast þannig að það er ekki hægt að hafna þeim, þannig að þó maður neiti tengingunni, þá heldur veiran áfram að senda boð um tenginguna. Þegar slík boð berast, þá er aðeins um tvennt að ræða. Annars vegar að færa sig, því drægi Bluetooth-tengisins er rétt um 20 metrar. Þegar komið er út fyrir áhrifasvið hins sýkta síma, er hægt að neita móttöku sendingarinnar. Hitt er að slökkva á símanum, sem mögulega þarf að gera með því að taka rafhlöðuna úr símanum, og síðan færa sig á öruggan stað. Helsta ástæða fyrir því að símar sýkjast, er að notandi ósýkta símans fær símtal á meðan veiran er að hamast á símanum. Þar sem ómögulegt er að svara meðan veiran er að reyna að ná sambandi, þá enda notendur yfirleitt á því að samþykja móttöku veirusendingarinnar.
Besta vörnin gegn farsímaveirum er að hafa Bluetooth tengið lokað fyrir óskilgreindum utanaðkomandi tengibeiðnum.
Grunaður um að dreifa farsímaveiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 14:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það eru alls ekki allir símar svo viðkvæmir fyrir þessari bluetooth veiru. Aðallega voru það Nokia símar en Nokia hefur nú lagað öryggisþætti Bluetooth búnaðarins sem gerði óprúttnum aðilum þetta kleift.
Þór (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:12
Bluetooth veirur eru gerðar fyrir sérstök stýrikerfi alveg eins og aðrar veirur. Af þeim sökum eru símar misviðkvæmir, það er alveg rétt. Þær almennu ráðsleggingar sem ég gaf eiga samt við í öllum tilfellum þegar óumbeðin boð berast ítrekað þrátt fyrir að þeim sé hafnað.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.