12.6.2007 | 17:54
Vinsælir, en eru þeir bestir?
Mig langar að spyrja: Hvaða skóli er bestur:
a) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 8,5 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,25
b) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 7,0 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,25
c) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 5,5 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,00
Skólar sem falla undir a) eru t.d. MR, Versló, MH og Kvennó, undir b) falla t.d. MS, FÁ, Borgarholt og FB og undir c) falla m.a. IR og IH.
Í mínum huga eru það þeir skólar sem ná mestri getuaukningu út úr nemendunum sem eru bestir.
Ég var í mörg ár kennari og aðstoðarstjórnandi við Iðnskólann í Reykjavík. Þangað inn komu mjög margir nemendur sem höfðu misstigið sig á samræmdum prófum og áttu því ekki möguleika á að komast inn í ,,góðu" skólana. Þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli höfnuðu ,,góðu" skólarnir þessum nemendum, þannig að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sumir stoppuðu bara við rétt á meðan þeir voru að rétta sig af og fóru síðan í MH um áramót. Aðrir ílengdust og tóku miklum framförum.
Ég man sérstaklega eftir einum nemanda. Hann var í húsasmíði, frekar en húsgagnasmíði. Hann var einn af þessum sem hafði lent í ógöngum í grunnskóla og kom til okkar með fall í öllum áföngum á samræmdu prófi. Hann útskrifaðist með 9 og 10 í öllum áföngum á síðasta skólaárinu. Framför hans í námi var ótrúleg. Að byrja í fjórum núll-áföngum og fá síðan verðlaun skólans fyrir frábæran námsárangur er að sjálfsögðu meira en að segja það.
Þetta kalla ég góðan nemanda.
Þetta kalla ég góða kennslu.
Og þetta kalla ég góðan skóla.
Svo langar mig að benda þeim á sem ætla að fara í rafmagnsverkfræði, að það er ekki til betri undirbúningur en að fara í rafeindavirkjun eða rafvirkjun og ljúka svo stúdentsprófi samhliða því. Og fyrir þá sem ætla í tölvunarfræði, þá er tölvunám við Iðnskólann í Reykjavík sem lokið er með stúdentsprófi besti undirbúningur sem hægt er að hugsa sér.
Vinsælustu framhaldsskólarnir þurfa að vísa 400 nemendum frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 14.12.2007 kl. 14:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 1679948
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 196
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sigurður, ert þú að gefa í skyn að það sé auðveldara að fá háa einkunn í Iðnskólanum, en MR? Ef svo er, þá er það rangt. Námsefni allra framhaldsskóla byggir á námskrá sem menntamálaráðuneytið gefur út. Nemendur þurfa því að öðlast sömu þekkingu til að standast áfanga. Þegar ég var að kenna, svo dæmi sé tekið, þá samdi ég próf sem endurspegluðu það efni sem farið var yfir. Ekki getu nemenda. Nemendur þurfa að sanna getu sína gagnvart prófinu. Það er ekkert til í framhaldsskóla sem heitir einstaklingsmiðað próf. Ég get alveg fullvissað þig um að próf í STÆ623 var alveg jafnþungt í IR og MH. Og ég get líka fullvissað þig um að það er jafnerfitt að fá 10 í áföngum í húsasmíði og í áföngum í eðlisfræði I í MR.
Marinó G. Njálsson, 12.6.2007 kl. 20:16
Sigurður, mér yfirsást þetta atriði með bestu launin og hæfustu kennarana. Það er tvennt við þetta:
1. Ég er viss um að ef þú skoðar launatölur framhaldsskólakennara, þá muntu komast að því að fleiri kennarar við Iðnskólann í Reykjavík eru í top 10 yfir þá sem eru með bestu launin en eru frá Versló. Raunar held ég að enginn kennari frá Versló eða MR sé meðal 30 best launuðu framhaldsskólakennara. Á móti spái ég því að af 10 launahæstu séu 6 frá Iðnskólanum, 2 frá FB og 2 frá MH.
2. Ég held að það þurfi hæfari kennara til að kenna þeim sem standa höllum fæti en þeim sem eiga tiltölulega auðvelt með nám. Þannig að ég held það sé minna krefjandi að kenna í Versló en Iðnskólanum, bara svo dæmi sé tekið. Ég er ekki með þessu að gera lítið úr kennarastarfinu í Versló. Langt frá því.
Þú talar líka um að skala niður próf. Þegar ég var í MR, sem nemandi, gerðist það oftar en einu sinni, að skólinn ákvað að skala upp próf, vegna þess að kennari felldi of marga nemendur og einu sinni var heilum bekk ,,bjargað" í útskrift eftir að tiltekinn kennari hafði gengið of langt í námsmati sínu. Á þeim 6 árum sem ég var við Iðnskólann man ég ekki eftir neinu slíku tilfelli. Auðvitað komu upp mál þar sem nemendum fannst kennari vera of strangur, en munurinn á bekkjarskóla og áfangaskóla er að falli nemandi í áfanga í bekkjarskóla gæti hann þurft að endurtaka allt skólaárið. Í áfangaskóla er það bara áfanginn sem er ónýtur og hann má oft taka upp í sumarskóla eða skrá sig í hann án mætingar.
Marinó G. Njálsson, 12.6.2007 kl. 20:59
Veit bara að sonur minn kom vel út úr grunnskóla. Síðan valdi hann sér framhaldskóla. Hann fílaði alls ekki skólann og rétt slefaði. Suma kennara var hann að fíla í botn og fékk þar mjög góðar einkunnir ( 9 - 10) Aðrir voru hundleiðinlegir að hans mati, og rétt slefaði ( 5-7) Þannig að okkar mat er að kennarinn er númer 1, 2 og 3 í náminu hjá unglingunum okkar.
Fishandchips, 12.6.2007 kl. 21:30
Sigurður, þetta byggist á möguleikum manna til að vinna. Iðnskólinn í Reykjavík er með dagnám og kvöldnám og síðan meistaraskóla. Hefðbundið hefur skólinn verið keyrður á eins miklum fjölda og mögulegt er og því eru kennarar keyrðir á eins mörgum tímum og hægt er og stórum hópum. Allt þetta hækkar launin. FB og MH eru að mörgu leiti með svipað munstur nema þetta með að taka inn allt of marga nemendur og vera með of stóra hópa.
Marinó G. Njálsson, 12.6.2007 kl. 21:41
Fishandchips, það fer ekkert á milli mála að kennarar eru mestu áhrifavaldar í lífi skólafólks. Og þá skiptir aldurinn engu máli.
Hugo Þórisson hefur gjarnan sagt sögu þegar hann heldur fyrirlestur. Hún er um unga stúlku sem kom til hans í viðtal. Hún hafði hætt í skóla og var komin í einhver vandræði. Þegar hún er spurð út í ástæðuna, þá nefnir hún til atvik sem gerðist í grunnskóla. Þannig var að hún og vinkona hennar sátu aftast út í horni og höfðu meiri áhuga á því að tala saman en fylgjast með. Kennarinn hafði því uppnefnt þær ,,druslurnar sínar í horninu". Eitt sinn sem oftar er lagt fyrir verkefni og ákveða þær stöllur að vinna það mjög vel. Kennarinn hrósar verkefninu, en klikkir út með því að segja ,,þetta gátu þær, druslurnar mínar í horninu". Stúlkan sagðist hafa hætt að læra eftir þetta og leiðst út í vitleysu.
Þessi dæmi eru því miður fjölmörg, en það er með kennarastéttina, eins og allar aðrar stéttir, að innan hennar er misjafn sauður.
Marinó G. Njálsson, 12.6.2007 kl. 21:56
Þessi samanburður þykir mér nú dálítið furðulegur. Hvert er markmiðið með því að bera saman einkunnir í iðnnámi annars vegar og bóknámi hins vegar? Ég get ekki séð að það sé hægt að draga neinar ályktanir af slíkum samanburði um gæði skóla, það hlýtur að þurfa að meta miklu fleiri þætti til þess. Hvað varðar einkunnir í einstökum áföngum þar sem þú berð saman húsasmíði og eðlisfræði þá er það vitaskuld afskaplega einstaklingsbundið hvað er erfiður áfangi. Sumir hafa hæfileikann til að læra bókleg fög meðan aðrir geta skapað með höndunum o.s.frv.
Óli Njáll Ingólfsson, 13.6.2007 kl. 00:54
Komdu sæll Marínó.
Ég er alumni af tölvubraut IR class of ´98 og vildi bara koma því á framfæri að ég er afar sáttur við þann undirbúning sem nám við IR gaf mér til áframhaldandi náms og starfa. Get staðfest að flestir kennarar mínir við IR voru vel starfi sínu vaxnir.
Ég skipti úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi yfir í IR vorið ´96, en ég hafði ekki fundið fjölina mína í FSu og kom með miðlungs til slakar einkunnir þaðan. Námið í IR þótti mér hins vegar stórskemmtilegt svo ég lagði það á mig að taka rútuna frá Selfossi í tvo og hálfan vetur og þrátt fyrir snjóþung ár var mætingin bara ásættanleg miðað við aðstæður. Ég á góðar minningar frá þessum árum og sé ekki eftir að hafa valið Iðnskólann í Reykjavík.
Eftir útskrift frá IR fékk ég strax vinnu hjá internetþjónustu í Reykjavík og tveimur árum seinna hélt ég út til Bandaríkjanna til náms í flugrafeindavirkjun (avionics). Eitthvað hlýtur að hafa síast inn í Raf 103 því ég stóð mig betur en ég þorði að vona, ústkrifaðist með hæstu einkunn og fékk nokkrar viðurkenningar fyrir námsárangur. Ég er þess fullviss að ég hefði ekki staðið í þeim sporum hefði ég haldið áfram í FSu á sínum tíma.
Til þess að sleppa við að þurfa að koma heim strax og byrja að borga niður námslánin og yfirdráttinn þá hef ég haldið áfram í námi hérna í Ameríkunni, tók B.S. í flugrekstrarfræði og er að klára master í tæknifræði í haust. Ég vil því bara taka undir þau orð þín að nám við Iðnskólann í Reykjavík var, og er vonandi ennþá, prýðis undirbúningur fyrir framtíðina. Skólinn er laus við allt glys og snobb, og það er óþarfi að tala latínu á göngunum (betra að tala Pascal eða C++)
Ég man ekki hvort þú kenndir mér einhverntíma...ég held ekki en man eftir þér sem aðstoðar-deildarstjóra. Ég á bara góðar minningar frá þessum árum og þakka kærlega fyrir mig.
Róbert Björnsson, 13.6.2007 kl. 06:10
Óli Njáll, við skulum hafa það í huga að vel innan við helmingur þess náms sem fer fram við Iðnskólann í Reykjavík er iðnnám. Stærsta deild, ef svo má segja, skólans þegar ég var þar, var almennt nám, þ.e. nám fyrir þá, sem ekki komust að í ,,eftirsóttari" skólum, í íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Yfirleitt var ríflega fjórðungur nemenda skráður í þetta nám og yfirleitt voru þessir nemendur að endurtaka einn eða fleiri núll-áfanga, þ.e. þurftu að ,,taka upp" eitt eða fleiri grunnskólafag. Þá var tölvubraut skólans nokkuð stór og var á þessu tíma litlu minni en almenna námið. Þessu til viðbótar var tækniteiknun og hönnun.
Marinó G. Njálsson, 13.6.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.