9.6.2007 | 22:38
Dćmisaga 4: Hjóliđ og ljósiđ
Ţetta er fjórđa af fimm austurlenskum dćmissögum sem lýsa ţví sem góđur stjórnandi ţarf ađ búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam hérađi í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublađi 1992.
Hjóliđ og ljósiđ - the Wheel and the Light
Ţađ var á ţriđju öld fyrir Krist. Átökin eftir fall Qin ćttarinnar voru rétt ađ ljúka. Han ćttin međ Liu Bang sem keisara, hafđi náđ ađ sameina Kína í eitt keisaradćmi í fyrsta sinn. Til ađ halda upp á atburđinn, hafđi Liu Bang bođiđ háttsettum ađilum frá hernum og úr röđum stjórnmálamanna, skáldum og kennurum til mikils fagnađar. Á međal ţeirra var meistari Chen Cen, sem Liu Bang hafđi oft leitađ til eftir ráđgjöf međan barátta hans viđ ađ sameina Kína stóđ yfir.
Hátíđarhöldin voru í fullum gangi. Veislan var sú mikilfenglegasta sem haldin hafđi veriđ. Viđ háborđiđ sat Liu Bang ásamt ţremur ćđstu ráđherrum sínum: Xiao He, sem sá um ađ skipuleggja sameininguna, Han Xin, sem stjórnađi öllum hernađarađgerđum og Chang Yang sem mótađ hafđi diplómatíska- og pólitískastefnu. Viđ annađ borđ sátu Cheng Cen og ţrír lćrisveinar hans.
Međan maturinn var borinn á borđ, rćđur haldnar, menn heiđrađir og skemmtiatriđi fóru fram skein stolt og gleđi úr hverju andliti, allra nema lćrisveinanna ţriggja sem voru međ Chen Cen, en ţeir litu út fyrir ađ vera furđulostnir. Hátíđarhöldin voru ţví nćst hálfnuđ, ţegar ţeir loks komu upp orđi. ,,Meistari", sögđu ţeir, ,, allt er stórfenglegt, allir hafa unun af, en miđpunktur hátíđarhaldanna er okkur ráđgáta." Ţar sem meistarinn skynjađi hik ţeirra, hvatti hann ţá til ađ halda áfram.
,,Viđ háborđiđ situr Xiao He," héldu ţeir áfram, ,,Skipulagshćfileikar Xiao He eru óumdeildir. Undir hans stjórn skorti hermenn aldrei mat eđa vopn, sama hvar ţeir voru. Viđ hliđina á honum er Han Xin. Herkćnska Han Xins er meiri en orđ fá lýst. Hann veit nákvćmlega hvar er best ađ sitja fyrir óvininum, hvenćr á ađ sćkja fram og hvenćr er best ađ hörfa. Hann hefur leitt heri sína til sigurs í öllum orrustum sem hann hefur stýrt. Loks er ţađ Chang Yang. Chang Yang áttar sig fullkomlega á pólitískum hreyfingum og diplómatískum samskiptum. Hann veit viđ hvađa ríki á ađ mynda bandalag, hvernig á ađ öđlast pólitískan velvilja og hvernig á ađ króa af ţjóđhöfđingja ţannig ađ ţeir sjái sitt óvćnna og gefist upp án bardaga. Ţetta skiljum viđ allt. Ţađ sem viđ getum ekki skiliđ er sá sem situr í öndvegi viđ borđiđ, keisarinn sjálfur. Liu Bang getur ekki stćrt sig af ađ vera ađalborinn og ţekking hans á skipulagningu, orrustum og ríkiserindrekstri mun minni en sessunauta hans. Hvernig stendur ţá á ţví ađ hann er keisari?
Meistarinn brosti og bađ lćrisveina sína ađ ímynda sér vagnhjól. ,,Hvađ er ţađ sem ákvarđar styrk hjólsins svo ţađ geti boriđ vagninn áfram?" spurđi hann. Eftir andartaks umhugsun, svöruđu lćrisveinarnir. ,,Meistari, er ţađ ekki styrkleiki píláranna?" ,,En hvernig stendur ţá á ţví tvö hjól gerđ međ sams konar pílárum geta haft mismunandi styrk?" Eftir stutta stund hélt meistarinn áfram, ,,Horfiđ umfram ţađ sem sést. Gleymiđ ekki ađ hjóliđ er gert úr fleiru en pílárum, ţví biliđ á milli píláranna skiptir líka máli. Sterkir pílárar sem eru illa stađsettir gera hjóliđ veikt. Hvort eiginleikar ţeirra nýtast veltur á samhljóman ţeirra. Kjarninn í vagnhjólasmíđi felst í getu handverksmannsins til ađ sjá fyrir sér og mynda biliđ sem heldur og jafnar út pílárunum í hjólinu. Hugleiđiđ nú, hver er handverksmađurinn hér?
Skíma af tunglsljósi sást handan dyranna. Ţögn ríkti uns einn lćrisveinanna tók til máls, ,,En meistari, hvernig tryggir handverksmađurinn samhljóman međal píláranna?" ,,Hugsađu um sólarljósiđ," svarađi meistarinn. ,,Sólin nćrir og lífgar trén og blómin. Hún gerir ţađ međ ţví ađ gefa af sér ljós. En ţegar allt kemur til alls, í hvađa átt vaxa ţau? Sama á viđ handverksmann eins og Liu Bang. Ţegar hann hefur sett hvern einstakling í ţá stöđu sem dregur fram hćfileika hans ađ fullu, ţá tryggir hann samhljóman ţeirra međ ţví ađ láta hvern og einn eiga heiđur af ađgreindum afrekum sínum. Og á sama hátt og trén og blómin vaxa í átt til gjafara síns, sólarinnar, vaxa einstaklingarnir međ lotningu í átt til Liu Bang."
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.