25.9.2016 | 21:57
Ísland er best - Er það satt?
Ég held að fyrir flesta, sem fæðst hafi á Íslandi, hafi það verið blessun. Ég held líka að fyrir marga, sem til Íslands hafa flutt, hafi það verið heillaspor. Ég held að fyrir flesta sé ótrúlega gott að búa á Íslandi.
Kostir lands og þjóðar eru óendanlega margir. Byrjum á friðsældinni og örygginu. Hingað barst vissulega stríðið í seinni heimstyrjöldinni og ógnir þess bitnuðu harkalega á sæfarendum. Þar á undan voru það Alsíringarnir, sem kallaðir voru Tyrkir, sem komu hingað 1627. Þeir herjuðu á landsmenn, drápu suma og hnepptu aðra í ánauð. Síðan var það tímabil ættbálkaerja og héraðshöfðingja sem bárust á banaspjótum á 12. og 13. öld.
Þá er það landið, fegurð þess og náttúruauðævi. Þau eru ekki mæld í gulli og gimsteinum heldur hreinu og tæru fjallavatni, jarðhita, fallvötnum, fengsælum fiskimiðum, lítt snortnu hálendi og óteljandi náttúruperlum. Landið er harðbýlt og hafa þarf fyrir að yrkja það svo það gefi af sér, en til þess höfum við m.a. notað jarðhitann og fallvötnin.
Þjóðin er svo sem ekkert betri eða verri en flestar nágrannaþjóðir okkar. Landið hefur hugsanlega eflt í landanum þrautseigju og útsjónarsemi. Nauðsynlegt hefur verið að vera úrræðagóður og vinnusemi einn af kostum þjóðarinnar. Kannski ekki allt af góðu komið, því fámennið og léleg laun hafa nánast þvingað þjóðina til að vinna langan dag.
Einhvern veginn tókst okkur að byggja hér upp alveg ótrúlegt samfélag. Eitt ríkasta hagkerfi í heimi, sé tekið mið af hinni alræmdu höfðatölu. Land með þjóðarframleiðslu á mann á pari við öflugustu iðnríki og aðeins "fjármálaríki" á borð við Lúxemborg og Sviss standa okkur verulega framar.
Á Íslandi á sér stað verðmætasköpun úr auðlindum sem endurnýja sig stöðug, ef við gætum hófsemi í nýtingu þeirra. Sjálfbær nýting þessara auðlinda getur fært okkur stöðuga uppsprettu tekna um nokkuð langa framtíð.
Menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi eru í fremstu röð, þó það gangi í sveiflum. Nýleg skýrsla segir að við stöndum okkur þjóða best í að ná lýðheilsumarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Já, Ísland hefur upp á svo óteljandi margt að bjóða og hér ættu allir að hafa það gott.
En hvernig stendur á því:
- að stórir hópar landsmanna þurfa að lifa á grjónagraut og núðlum heilum og hálfu mánuðina?
- að kjör stórra hópa lífeyrisþega eru gjörsamlega óviðundandi?
- að stórir hópar eru í stökustu vandræðum með að standa straum af grunnmenntun sinni eða barnanna sinna?
- að stórir hópar hafa ekki efni á grunnlæknisþjónustu vegna þess að kostnaðurinn er orðinn svo mikill?
- að það að fá krabbamein er ávísun á fjárhagsörðugleika, ekki vegna tapaðra launa, heldur kostnaðar við meðferð?
- að búið er að skerða svo heilbrigðisþjónustu víða á landinu, að á þeim svæðum er nánast lífhættulegt að veikjast?
- að tækjabúnaður á heilbrigðisstofnunum er af of stórum hluta úreltur eða bilaður?
- að börn í grunnskóla fá ekki mannsæmandi mat í skólamötuneytum?
- að öryrkja/fatlaðir/þroskaskertir fá ekki búsetuúrræði við hæfi?
- að launamunur kynjanna er enn skakkur sem nemur yfir einum mánaðarlaunum á ári?
- að skortur er á húsnæði fyrir ungt fólk og það sem stendur til boða er óheyrilega dýrt?
- að kostnaður við nám er svo mikill og stuðningur lítill, að það tekur fólk nánast alla ævina að endurgreiða námslán?
- að hið "ókeypis" menntakerfi kostar fjölskyldur og einstaklinga háar upphæðir á hverju ári?
- að hið "ókeypis" háskólanám er með "innritunargjöld" sem jafnast á við skólagjöld víða erlendis?
- að vegakerfi Vestfjarða er verra en fyrir 30 árum?
- að einbreiðar býr, byggða um miðja síðustu öld, eru helstu dauðagildrur vegakerfisins?
- að náttúruperlur liggja undir skemmdum vegna þess að verið er að rífast um hver á að borga?
Ef Ísland er best í heimi, hvernig stendur á því að svona margt er ekki eins og það ætti að vera?
Er ástæðan kannski sú að innan við 1% landsmanna lifa við ótrúlega auðsæld byggða á kerfi sem mokar til þeirra auð teknum af hinum vinnandi stéttum? Er ástæðan kannski sú, að á Íslandi eru vextir í hæstu hæðum? Er ástæðan kannski, að fjármagnseigendur eru með brenglaða mynd af hvaða ávöxtun þeir eigi að fá? Er ástæðan kannski, að ráðandi stjórnmálaflokkar síðustu áratugi eru hallir undir auðmennina eða hafa ekki djörfung til að breyta kerfinu? Er ástæðan kannski, að kjósendur eru eins og klárinn sem sækir þangað sem hann er kvaldastur? Er ástæðan kannski, að kjósendur óttast breytingar? Er ástæðan kannski, að spillingin er svo mikil á Íslandi, að hún kemur í veg fyrir að breytingar geti orðið?
Ég veit ekki svörin við hver ástæðan er, en hvaða gagn er af því, að Íslandi sé hampað sem besta landi í heimi, ef stór hluti þjóðarinnar hefur allt aðra tilfinningu og hlær að þessum fréttum sem kjánaskap og einfeldni rannsakenda.
Svo er hitt, að þó Ísland væri í raun og veru best í heimi, þá eru óteljandi tækifæri til að gera það enn betra. Það getur verið að jafnrétti kynjanna sé hvergi meira en á Íslandi, en það er enn rými til að bæta það. Það getur verið að staða lífeyrisþega sé góð miðað við mörg lönd Vestur-Evrópu, en það vantar mikið upp á að hún sé nógu góð. Það getur verið, að staða í húsnæðismálum sé betri en í flestum viðmiðunarlöndum, en hún er langt frá því að vera ásættanleg. Já, það getur verið að Ísland sé öfundsvert í augum margra þjóða í heiminum, en við getum gert það svo miklu betra!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Verulega góð hugvekja, Marinó, í báða enda!
Augljóst er, að þótt hér hafi orðið til ótrúlega ríkt og þróttmikið samfélag á nánast mettíma, miðað við aðrar þjóðir (fyrir utan nokkur olíuríki), þá er hér ennþá pottur brotinn á ýmsum sviðum, og okkur hefur jafnvel farið aftur á þeim nokkrum, eins og þú rekur, og á núverandi ríkisstjórn sinn hlut í ábyrgðinni á því, rétt eins og Jóhönnustjórn og hin ábyrgðarlausa borgarstjórn vinstri manna.
Velferðin hefur því miður verið á undanhaldi í nokkrum mikilvægustu efnisflokkum, eins og sérstaklega heilbrigðismálum, með stóraukinni kostnaðarþátttöku sjúklinga, eins og til að venja þá við yfirvofandi einkavæðingu stuttbuxnadeildarinnar í Valhöll, og með hraksmánarlegri afturför í tækjabúnaði sjúkrahúsa okkar, svo að blygðun sætir í samanburði við önnur norræn lönd.
En þegar allt þetta ástand er haft í huga, er þá ekki næsta augljóst, að við höfum í reynd ekkert svigrúm til að fara að leyfa sjálfvöldum hælisleitendum frá engum stríðssvæðum auðvelda aðkomu hér og að renna hér beint inn í okkar nú þegar viðkvæma velferðarkerfi?
Er það eðlilegt, að íslenzkum skjólstæðingum Félagsstofnunar Reykjavíkurborgar sé kastað út úr húsnæði til að koma þar fyrir hælisleitendum sem við bárum enga ábyrgð á nokkrum mánuðum áður? Var það æskilegt að gera Arnarholt á Kjalarnesi alfarið að stað fyrir iðjulausa hælisleitendur á framfæri borgar og ríkis? Er það eðlilegt, að fanga sé neitað um reynslulausn vegna þess að borgaryfirvöld eru uppiskroppa með húsnæði, hælisleitenda vegna?
Og síðast en ekki sízt: Var það affarasæl stefna að fylla hér allt af hælisleitendum* og valda með því yfirþrýstingi á leigumarkaðnum og verðbólu á leiguhúsnæði, svo að margir aldraðir og öryrkjar eiga fárra kosta völ vegna hás leiguverðs nema að draga saman beltin í matarinnkaupum og leita til Fjölskylduhjálpar Íslands eða í úrkasts-matargáma í leit að mat?
* "Árið 2014 var fjöldi hælisleitenda 175, en áætlaður fjöldi hælisleitenda verður 700 á yfirstandandi ári, eða 98% aukning frá fyrra ári. Dvalargjöld hælisleitenda, sem ekki fær úrlausn mála sinna, er 7.800 krónur á dag, eða 234.000 krónur á mánuði. 2,8 milljónir á ári. En lágmarksellilífeyrir er þessa dagana 212.766 krónur,“ sagði Ásmundur Friðriksson alþm. í þingræðu, sem hann var þó skammaður fyrir! -- Í reynd talar fulltrúi Rauða krossins um, að gert sé ráð fyrir sjö til átta hundruð hælisleitendum á þessu ári. Um næstu áramót verða útlendingalögin nýju, þau glópabjartsýnu og ábyrgðarlausu,** tekin í gagnið, og þá má kannski búast enn við 50-100% fjölgun í þessum óæskilega hópi hælisleitenda bara á næsta ári, þótt við skuldum borgurum annarra landa í raun ekki neitt. ---Sjá nánar skrif mín á Moggabloggi (smellið á nafn mitt hér), t.d. í þessari nýjustu grein: Tvennt ólíkt: flóttamenn frá stríðssvæðum og hælisleitendur.
** Eini stjórnmálaflokkurinn, sem hafnar þessum nýju útlendingalögum, sem galopnar landið fyrir vegabréfslausum og öðrum hælisleitendum, sem síðan geta kallað eftir endursameiningu stórfjölskyldna sinna, er Íslenska þjóðfylkingin (smellið til að sjá stefnu hennar).
Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 07:37
Æi, láttu ekki svona, Jón Valur. Ég ætlaði að bæta við punktinu:
- að Ísland getur ekki uppfyllt markmið sín um þróunaraðstoð og er langt á eftir nágrannaþjóðum sinum um aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur?
Þér að segja, þá finnst mér málflutningur Íslensku þjóðfylkingarinnar kjánalegur og á köflum hættulegur. Ég tel svo sem að grundvallaratriðið sé að allir séu jafnir fyrir lögum og enginn geti vikið sér undan vilja laganna í nafni trúar. Það á hins vegar jafnt við öll trúarbrögð. Að óttast suma fjölmenningu, en ekki aðra, er svona eins og þegar Reykvíkingar óttuðust sveitamanninn í byrjun síðustu aldar.
Marinó G. Njálsson, 26.9.2016 kl. 07:54
Þegar sagt er, að allir séu jafnir fyrir lögum, merkir það ekki, að allra þjóða fólk eigi að njóta hér allra réttinda. Stjórnarskrá lýðveldisins, með réttindum sínum margs konar, er fyrir íslenzka ríkisborgara sem hafa byggt upp þetta land, ekki ríkisborgara allra landa heims. Sama á við um skattfé okkar.
Lokaorð þín, Marinó, í þessari athugasemd eru í stíl við lopapeysu- og sauðskinnsskóa-"röksemdir" ESB-innlimunarsinna á ýmsum lélegum netmiðlum (dv.is, visir.is, eyjan.is) þar sem æstir vinstri menn hafa skotleyfi á sómakært fólk.
Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 08:15
Og Íslendingar hafa engar skyldur gagnvart Múhameðstrú!
Jón Valur Jensson, 26.9.2016 kl. 08:18
Ekki bætir það ástandið að flytja stöðugt inn múslima sem að kalla á aukið húsnæði og félagshjálp úr sjóðum fátækra KRISTINNA skattgreiðenda.
Jón Þórhallsson, 26.9.2016 kl. 10:31
Ég bara óttast ekki fólk af múhameðstrú, eins og þú gerir. Ég sé vissa hættu í þróuninni, en hún er ekki eins mikil og sú sem ég sé í þjóðernishyggjuflokkum og ég held að hún sé miklu meira en viðráðanleg. Ég vinn með mörgum múslimum og sé ekkert í fari þeirra sem mér finnst ógnvænlegt.
Ég vil gjarnan halda í íslensk gildi í lögum og stjórnarskrá. Ég kannast hins vegar ekki við, að innfæddir Íslendingar hafi þurft að sverja hollustu sína við stjórnarskrána svo eins og maður sér í bíómyndum og sjónvarpi. En eru íslensk gildi í stjórnarskránni? Hún er þýðing á dönsku stjórnarskránni sem sett var árið 1851 eða þar um bil, þegar einræðiskonungur ákvað að gefa frá sér völd. Mjög íslenskt. Stórir kaflar, þ.e. mannréttindahlutinn, er líka kominn utan frá. Þess fyrir utan var hún sögð vera bráðabirgðaskjal í þingræðum árið 1944 og árin þar á eftir.
Íslendingar hafa skyldur gagnvart mannkyni, óháð trúarbrögðum.
Marinó G. Njálsson, 26.9.2016 kl. 12:13
Voðalega ertu grunnur núna Marinó!! Hvaða máli skiptir hvaðan Stjórnarskrá okkar er tilkomin,ertu með þessu að árétta að allt útlent verði/sé lítissvert. Íslendingar eru hluti mannkyns og eru e.t.v. í útrýmingar hættu!
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2016 kl. 19:30
Ég er að svara Jóni, Helga, þar sem hann talar um íslenska stjórnarskrá. Er bara að benda á að hún er mest lítið íslensk. Er ekkert að tala um gæði hennar og alls ekki að gagnrýna þennan uppruna hennar. Nú ert þú að lesa eitthvað annað úr orðum mínum, en ég skrifaði.
Marinó G. Njálsson, 26.9.2016 kl. 19:46
Að óttast trúarbrögð er eðlilegt ... en maður þarf líka að gera sér grein fyrir því, að margt fellur undir trúarbrögð. Og maður þarf líka að gera sér grein fyrir því, að trúarbrögð eru "stjórnarform" ... voru það í Evrópu, og er enn í mörgum stöðum heimsins.
Það tók þúsund ár, fyrir Evrópu að losna undan oki trúarinnar ... og því eðlilegt, fyrir alla sem vit hafa ... að vera tortrygging á slíkum innflutningi.
Og hvað varðar þjóðernighyggju ... að vera "Íslendingur" er þjóðernishyggja. Allt annað, er "andstaða" við stjórn og lög landsins. En síðan má benda á það, að þeir sem elska land sitt ... sjá hjá því gallana. Þeir sem telja "Ísland" best, er ekki fólk sem vill bæta land og þjóð.
Ísland er, og hefur alltaf verið "göllum" orpið ... við getum farið aftur landnámu, til að sjá galla þjóðarinnar. Allir á móti öllum, og öfundið svo afgerandi ... ekki bara á Íslandi, heldur öllum Norðurlöndunum. Og svo draumurinn að Ísland verði eins og Útlandið ... löggunni dreymir um morð og byssur, svo hún geti orðið eins og löggan í útlandinu og skotið til vinstri og hægri. Eða "drykkjuvandi" þjóðarinnar, en mér ungum þau flaut allt í brennivíni ... maður var ekki með, nema maður væri fullur ... og vitlaus. Slagsmálin ... ég gleymi aldrei, að maður gat aldrei komið að götusíma neins staðar ... þeir voru allir eyðilaggðir af skemmdarvörgum.
Og svona má lengi telja ... þannig að þetta "besta" land í heimi, má betrumbæta ... og "þjóðarhöfðingjana", má alvega skipta út með nokkrum útlendingum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 21:31
Ég get tekið undir þetta Bjarne um leið og ég minni á að útlendingar hafa sannarlega auðgað landið okkar.Er undirlögð af espandi bylgjustraumi,eftir að horfa/hlusta á kappræður Hillary og Thrump,s líklega kallað meðvirkni,sem deyr út eins og plokkaður bassastrengur á fáeinum mínútum!!!
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2016 kl. 03:15
Æ,já Marínó, fyrirgefðu.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2016 kl. 03:16
Ég var ekkert að tala um, að séríslenzk gildi væru í stjórnarskránni eða að neita alþjóðlegum uppruna hennar (frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Danmörku o.v.), Marinó, heldur lagði ég áherzlu á hitt, að lögtaka réttinda hennar og réttarákvæða er meint fyrir Íslendinga, ekki allt mannkyn.
Við höfum t.d. ekki ákvæðin um tryggða aðstoð "vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika" (skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar) í þeirri merkingu, að íslenzka ríkinu sé þar með lagt það á herðar að tryggja öllu mannkyni eða hverjum aðkomandi manni sem er þau réttindi; og það sama á við um ákvæðin þar á eftir í sömu grein, um að öllum skuli "tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi," sem og: "Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst."
Með öllum þessum ákvæðum var lýðveldið ekki að taka á sig þær skyldur að veita erlendum ríkisborgurum þessi réttindi, heldur sínum eigin ríkisborgurum.
En hvað varðar orð þín um að þú óttist ekki fólk af múhameðstrú, þá ráðlegg ég þér meðal við hæfi: að lesa bækurnar merku eftir norsku blaðakonuna Hege Storhaug, mikla vinstri konu og kvenréttinda, sem fór að kynna sér skelfilegt hlutskipti margra múslimastúlkna sem flutzt hafa til Norðurlandanna, sem og kvenna í Pakistan og víðar. Tvær bókanna hafa verið þýddar á íslenzku: Dýrmætast er frelsið - innflytjendastefna og afleiðingar hennar (Bókafélagið Ugla, Rv. 2008, 359 bls.) og Þjóðaplágan Íslam (Rv. 2016).
Jón Valur Jensson, 30.9.2016 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.