Leita ķ fréttum mbl.is

Feršin į EM 2016

Strax og ljóst var aš ķslenska karlalandslišiš ķ fótbolta hafši tryggt sér žįtttökurétt ķ śrslitakeppni EM 2016, žį var byrjaš aš velta fyrir sér aš fylgja lišinu eftir.  Žaš er meira en aš segja žaš aš fara į svona keppni og žvķ žurfti aš skoša żmis atriši.  Fyrsta var nįttśrulega aš fį miša į leiki lišsins, ekki sķšur žurfti aš įkveša į hve marga leiki ętti aš fara (mišaš viš įrangur lišsins) og sķšan var žaš feršamįtinn.

Af žessu žrennu var feršamįtinn įkvešinn fyrst.  Taka įtti hśsbķl į leigu og aka į honum milli keppnisstaša.  Alls voru eknir yfir 6.700 km eša um žreföld fjarlęgš milli Parķsar og Reykjavķkur.  Fyrst ętlušum viš bara žrķr strįkanir ķ fjölskyldunni, en žegar ljóst var aš einhverjum dögum yrši eytt ķ Parķs, žį vildi kvenfólkiš koma meš.  Reyndin varš žvķ aš viš fórum fimm ķ žessa ferš.

Nęst var sótt um miša og įkvešiš aš fara į fjóra leiki, ž.e. kęmist Ķsland ķ 16 liša śrslit, žį yršum viš į žeim leik.  Žaš reyndist léttara en viš héldum aš fį mišana og žeir voru tryggšir strax ķ febrśar. Tekiš skal fram, aš ég reiknaši meš frį byrjun aš Ķsland myndi leika ķ 16-liša śrslitum ķ Nice, ž.e. lenda ķ öšru sęti ķ sķnum rišli.  Ég bjóst aš vķsu viš aš mótherjinn yrši Wales.  Ég var lķka bśinn aš sjį fyrir mér möguleikann į aš męta Frakklandi ķ 8-liša śrslitum, eins og reyndin varš.

Feršabyrjun

Hśsbķlinn var tekinn į leigu ķ Hamborg og žangaš fórum viš tveir frį Danmörku meš lest, en restin kom fljśgandi beint til Hamborgar.  Föruneytiš sameinašist svo į Hamborgarflugvelli aš morgni 10. jśnķ.

Frį Hamborg var stefnan tekin į Lśxemborg, žar sem elsta barniš bżr meš eiginmanni og barni.  Sś keyrsla įtti eftir aš sżna okkur aš hśsbķlar komast hęgar yfir en Google Maps gerir rįš fyrir.  Fagnašarfundir uršu eins og bśast mįtti viš ķ Lśx, žegar afi, amma og móšursystkinin žrjś komu.  Dvölin žar įtti žó eftir aš breytast ķ hįlfgerša martröš, žar sem bķllinn bilaš og žurfti aš koma honum į verkstęši.  Tókst žaš meš hjįlp neyšaržjónustu Fiat, en žarna tapašist dżrmętur feršatķma.  Ętlunin hafši veriš aš leggja af staš til Frakklands snemma į mįnudagsmorgni 13. jśnķ, en klukkan var aš ganga fimm sķšdegis, žegar viš loksins gįtum lagt af staš.

Sem betur fer var fyrsti leikur Ķslands kl. 21:00 14. jśnķ, žannig aš viš höfšum rśmlega sólarhring til aš koma okkur til St. Étienne.  Ekiš var ķ hendingskasti ķ įttina aš Lyon og gist į tjaldstęši ķ sveitasęlunni talsvert fyrir noršan borgina.  Verš bara aš višurkenna, aš flest tjaldstęšin, sem viš yfirleitt römbušum į fyrir tilviljun, voru alveg einstaklega skemmtileg, ķ falllegu umhverfi og vel śtbśin žjónustu. 

Tveir augljósir ókostir voru viš aš vera į hśsbķl.  Sį fyrri hįši okkur nokkuš allan tķmann, en hann er hve erfitt er aš fį bķlastęši ķ borgum og bęjum ętli mašur bara aš skoša stašina fótgangandi eša kķkja ķ verslanir.  Hvernig sem į žvķ stendur, žį eru hęšarslįr į öllum helstu stęšum og śtiloka žęr aš hęgt sé aš aka hśsbķlum inn į žau.  Hinn er aš leikir Ķslands voru alltaf nema einu sinni kl. 21.00 aš kvöldi og žvķ var veriš aš koma af vellinum žegar klukkan var aš nįlgast mišnętti.  Tjaldstęšin loka hins vegar almennt fyrir umferš frį kl. 19.00-22.00.  Žaš var žvķ ekki hęgt aš fara į bķlnum į leikina, heldur žurfti aš nota annan samgöngumįta.

Ķsland - Portśgal

20160614_201209.jpg

Viš męttum į Fanzone ķ St. Étienne frekar snemma.  Vissum svo sem ekki viš hverju įtti aš bśast en viš uršum ekki fyrir vonbrigšum.  Frómt sagt var žetta besta Fanzoniš ķ feršinni og fékk öll önnur til aš blikna.  Žarna var besta stemmningin, mestur fjöldi Ķslendinga, aušveldast aš sękja žjónustu og styst į völlinn.  Bęši ķslenskir og portśgalskir stušningsmenn voru ķ góšu skapi og fór vel į meš fólki.

Stemmningin į vellinum var einstök og kom vel ķ ljós į žessum fyrsta leik hve öflugt stušningsmannališ Ķslands var.  Žaš er svo sem erfitt aš gera sér grein fyrir, žegar mašur er ķ mišjum hópum, hve vel heyrist ķ honum, frį mér séš var öskraš og kallaš allan leikinn.  Viš vorum aš vķsu svo heppnir aš vera meš algjöra stušbolta fyrir framan okkur sem sįu til žess aš aldrei var tekin pįsa.  Er žetta jafnframt fyrsti leikur sem ég hef nokkru sinni fariš į, žar sem keyptur var miši ķ sęti sem aldrei var nota!  Var žaš sammerkt meš öllum leikjunum, aš sętin voru bara notuš ķ leikhléi og kannski fyrir leik.  Annars var stašiš og hoppaš allan tķmann.

Ég hef ekki upplifaš sętara jafntefli en ķ žessum leik (žó žaš hafi veriš ķ samręmi viš žaš sem ég bjóst viš).  Fżlusvipurinn į leikmönnum Portśgals sįst langar leišir og var ekki erfitt aš glešjast yfir žvķ.  Žaš sem mestu mįli skiptir var aš Ķsland var bśiš aš stimpla sig inn į EM 2016 sem liš sem yrši ekki fallbyssufóšur.

Ķsland - Ungverjaland

20160627_135332.jpgNęsti leikur var ķ Marseille og var žaš stysta feršin į milli valla.  Žaš gaf okkur fęri į aš kanna Frönsku Riverķuna.  Ekiš var til Mónakó nišur hlykkjótta og žrönga vegi.  Ķ borgrķkinu var ekiš eftir sömu götum og formślukappaksturbķlar aka, žó hrašinn hafi veriš mun minni.  Frį Mónakó var ekiš eftir ströndinni aš tjaldstęšinu um żmsar žekktar borgir, eins og Cannes, Nice og St. Tropez.  Gert var nokkurra tķma stopp ķ Nice sem įtti eftir aš koma okkur til góša, žegar kom aš leiknum viš Englendinga.

Nice er einstaklega falleg borg meš sķna ótrślegu strönd.  Er hśn į lista yfir staši sem žarf aš heimsękja aftur undir öšrum kringumstęšum.

Tjaldstęšiš sem viš vorum į fyrir Ungverja-leikinn var talsvert fyrir austan borgina.  Tókum viš žvķ lestina inn ķ borg.  Sem betur fer vorum viš žaš langt frį borginni, aš viš komumst um borš.  Hśn alveg stśtfylltist og fengu ekki allir far sem vildu.

Fanzoniš ķ Marseille var gjörsamlega misheppnaš.  Žaš var alveg nišur viš strönd og žvķ langur gangur aš žvķ og einnig frį žvķ į völlinn.  Žaš var auk žess tvķskipt, žannig aš fólk skiptist į milli hólfa.  Myndašist engin stemmning žar.  Einu tók ég sķšan strax eftir, aš žaš voru nęr engir Ungverjar į svęšinu.  Įstęšan kom ķ ljós žegar viš komum aš vellinum.  Žeir voru žegar komnir žangaš og voru til tómra vandręša.

Žó viš hefšum komiš nokkuš tķmanlega aš vellinum var allt ķ stöppu.  Skipulagiš sem bśiš var aš lżsa, ž.e. aš stušningsmenn lišanna yršu skildir aš viš hringtorg į leišinni, gekk greinilega ekki eftir.  Allt of fjölmennum hópi var beint aš inngangi okkar Ķslendinganna og žar myndašist risa žvaga.  Greinilegt var aš eitthvaš var ķ gangi og fréttum viš ekki af žvķ fyrr en sķšar.  Viš komumst sem betur fer ķ sętin okkar vel fyrir leik, en sętin viš hlišina į okkur voru auš alveg žar til 30 mķnśtur voru lišnar.

20160618_175815.jpgŽaš getur vel veriš aš minna hafi heyrst ķ ķslenskum stušningsmönnum, en žeim ungversku.  Svo var žó ekki aš heyra, žar sem ég stóš.  Stušningurinn śr ķslenska hluta stśkunnar var engu minni en ķ St. Étienne, hann var skipulagšari, ef eitthvaš var og aš vera yfir nįnast fram į loka mķnśtu fyllti held ég flesta eldmóši ķ stušningi sķnum.  Vonbrigšin meš jöfnunarmark Ungverja voru aš sama skapi ótrśleg.  Žaš var eins og viš hefšum tapaš leiknum.  Ungverjar įttu alveg skiliš žetta stig, en žaš var hvernig žeir nįšu žvķ į sķšustu andartökum leiksins sem gerši žaš einstaklega sśrt.  Ungverji sem var viš hlišina į okkur į tjaldstęšinu sagši žegar ég hitti hann morguninn eftir:  "You were all to kind to us!"  Segir žaš kannski allt sem segja žarf.

Stund milli leikja

Žjóšvegahįtķšin mikla hélt įfram, žvķ nęsti leikur var ķ 788 km fjarlęgš ķ St. Denis, śtborg Parķsar.  Viš höfšum įkvešiš fyrir keppnina aš foršast hrašbrautirnar, en fyrir utan aksturinn frį Mónakó eftir ströndinni daginn fyrir Ungverjaleikinn, žį höfšum viš nęr eingöngu ekiš hrašbrautir.  Verš ég aš višurkenna aš hafa žetta langt į milli leikstaša tók virkilega į.

20160620_115138.jpgĮšur en stefnan var sett į Parķs, var dagstund notuš til aš skoša Lyon.  Žar eru ótrślegar rómsverskar rśstir frį žvķ fyrir okkar tķmatal, rétt hjį rśstunum er Frśarkirkja žeirra ķ Lyon meš styttu af Jóhannesi Pįli pįfa II. og mögnušu śtsżni yfir borgina.  Gengum viš um žröngar götur gamla borgarhlutans og skošušum żmsar merkar byggingar. Į myndinni hér til hlišar sést aš įin Rhone var ķ miklum vexti.  Lyon bęttist į lista yfir borgir sem žarf aš skoša betur sķšar.

Parķs er einstök borg.  Ég held aš allir geti veriš sammįla mér um žaš.  Viš ętlušum aš eyša nokkrum dögum žar, en allt valt žaš nįttśrulega į śrslitum leiks Ķslands og Austurrķkis.  Ég hafši enn fulla trś į aš ķslenska lišiš myndi enda ķ 2. sęti ķ rišlinum og žvķ gęfist ekki langur tķmi ķ Parķs.  Viš komum žangaš auk žess aš kvöldi dags degi fyrir leikdag og endušum į tjaldstęši talsvert fyrir noršan borgina.  Į leišinni žangaš höfšum viš komiš viš ķ Versailles og skošaš höllina og umhverfi hennar. 

Ķsland - Austurrķki

20160622_135056.jpgŽaš var um langan veg aš fara frį tjaldstęšinu til aš komast inn ķ borg og sķšan žurfti aš finna bķlastęši sem tęki hśsbķl!  Žaš fannst į Charles de Gaulle flugvelli og lest tekin žašan. Stefnan var sett beint į Raušu mylluna (Moulen Rouge), enda ętlušu ķslenskir stušningsmenn aš hittast žar.  Er óhętt aš segja, aš Rauša myllan hafi veriš böšuš blįum lit.  Į svęšinu fyrir framan mylluna myndašist grķšarlega góš stemmning og aldrei betur en žegar tśristarśturnar keyršu framhjį.  Var mašur farinn aš žekkja mörg andlit ķ hópi stušningsmanna til višbótar viš žį sem mašur žekkti fyrir.  Hef ég ekki ķ mörg įr hitti fleiri Blika į einum staš en į Quick viš hlišina į Moulen Rouge (og svo Fanzoninu ķ St. Étienne).

Ég hafši žaš aldrei į tilfinningunni aš Austurrķki myndi nį einhverju śt śr leiknum viš Ķslendinga.  Lišiš var alveg gersneytt sjįlfstrauti.  Jafnvel žó žeir jöfnušu leikinn, žį vantaši allan brodd ķ leik lišsins, en aušvitaš var žetta bara óskhyggja og žeir hefšu alveg getaš sent okkur heim.  Dómari leiksins gerši żmislegt til aš hjįlpa žeim og bętti viš tķma til aš leyfa žeim aš taka örlagarķkustu hornspyrnu leiksins, žó višbótartķminn vęri bśinn.  Upp śr henni kom brjįlęšislegasta augnablik mótsins.  Sigurmark ķ skyndisókn meš sķšasta skoti leiksins.  Ķslenska stśkan gjörsamlega sprakk.  Fólk hoppaši til og frį.  High fęfaši alla ķ kringum sig, fašmaši ókunnuga, brjįlast af fögnuši.  Ķsland var ekki bara komiš ķ 16-liša śrslit, žaš nįši 2. sęti af Portśgölum. (Mašur var nįttśrulega bśinn aš fylgjast meš leik Ungverja og Portśgala og žeirri ótrślegu markasśppu sem žar var ķ gangi.  Fagna ķ hvert senn sem Ungverjar komust yfir og baula žegar Portśgalar jöfnušu.)

Sigurinn setti upp leik ķ 16-liša śrslitum gegn Englendingum af öllum žjóšum.  Viš vorum einmitt ķ Nice fyrir utan ašal Englendingabarinn, žegar Englendingar skorušu sigurmarkiš gegn Wales og nś įttum viš fyrir höndum leik į móti žeim.  Engin įstęša var til bjartsżni, žvķ sķšasti leikur gegn žeim ensku hafši endaš meš 6-1 tapi.  Žaš var samt eitthvaš sem sagši manni aš žessi leikur yrši jafnašir.

Tśristast ķ Frakklandi

Fimm dagar voru ķ leik, žannig aš tķminn var nżttur til aš gerast tśristi.  Daginn eftir Austurrķkisleikinn fór aš hluta ķ aš skoša Chantilly höllina.  Ótrślega glęsileg höll.  (Tilviljun aš bśšir Englendinga voru ķ Chantilly.)  Sķšan var allt of stuttur tķmi notašur til aš skoša Parķs, žó žaš hafi teygst upp ķ heilan dag.

20160627_105822.jpgMilli Parķsar og Nice eru 932 km ef fariš er eftir ašalhrašbrautum Frakklands.  Žaš er tveggja daga akstur į hśsbķl.  Vegatollar į leišinni eru um 120 evrur, ef ekki meira.  Žetta stefndi žvķ ķ enn eina óspennandi žjóšvegahįtķšina.  Kvenfólkiš įkvaš aš žaš vęri of mikiš og tók lest til Lśx. Fannst tķmanum betur variš meš litlu fjölskyldunni žar. Viš strįkarnir vorum žvķ einir eftir.  Mišarnir voru sóttir į Stade de France įšur en lagt var af staš, žannig aš ekki žyrfti aš standa ķ žvķ ķ Nice (vissum aš žaš vęri langt aš fara til aš sękja žį žar).

Žaš skemmtilega, viš ekki of vel undirbśnar feršir, er aš mašur rambar į alls konar staši.  Žannig var žaš meš tjaldstęšiš į leišinni til Nice.  Žaš var viš eldgamlt žorp ķ fjöllunum rétt hjį Lyon.  Minnti helst į bęjarhluta śr Hróa hetti eša Jóhönnu af Örk.

Route Napoleon

img_7621.jpgEin ósk hafši komiš fram fyrir feršina, en hśn var aš aka Route Napoleon (Napóleon-leišina) sem fylgir leišinni sem Napóleon fór meš heri sķna įriš 1815.  Žvķ var hśn farin frį Grenoble til Grasse/Nice.  Ég hef nś ekiš margar stórbrotna vegi, en žessi fer į toppinn. 

20160626_145909.jpg

Vissulega ókum viš leišina ķ vitlausa įtt sem gerši žaš aš verkum aš hśn varš sķfellt stórbrotnari eftir žvķ sem okkur bar sunnar.  Hér eru nokkrar myndir af žvķ sem fyrir augum bar.

img_7674.jpg

img_7703.jpg

Route Napoleon liggur upp og nišur, um fjallaskörš og gróna dali.  Hęšarmunur gat veriš mikill.  Hęst fórum viš ķ hįtt ķ um 1300 m yfir sjįvarmįli og nokkur skörš ķ višbót nįšu yfir 1000 m.  Vorum viš žvķ ansi oft aš aka vel fyrir ofan hęsta punkt Esjunnar!  Męli hiklaust meš žessari leiš, en kannski betra aš vera ekki į hśsbķl!

Ķsland - England

Viš endušum ķ Nice daginn fyrir leik.  Į tjaldstęšinu var nokkur fjöldi Englendinga sem hafši marga fjöruna sopiš į stórmótum.  Einn, eldri herramašur, hafši sķšustu 20 įr keypt "follow your team" miša alla leiš įn žess aš geta notaš žį aš nokkru viti.  Hann var enn einu sinni męttur meš miša alla leiš og var ekki viss um aš žaš gengi ķ žetta sinn heldur.  Greinilegt var į öllum žeim Englendingum sem ég talaši viš, aš žeir voru mjög įhyggjufullir og ekki örlaši į žvķ aš žeir teldu žetta öruggt fyrirfram.  Žekktu sķna menn nógu vel til aš vita aš allt gęti gerst.  Allir vissu aš samkvęmt bókinni ęttu Englendingar aš vinna, en stórmótaframmistaša enskra gerši allt svona "samkvęmt bókinni" gjörsamlega marklaust.  Žeir voru sem sagt meš minna sjįlfstraust fyrir hönd landslišs sķns, en landslišiš reyndist hafa eftir mark Kolbeins ķ leiknum daginn eftir.  Viš ręddum lišsuppstillingar og žeir töldu RH hefši enga hugmynd hvernig ętti aš stilla upp lišinu.  Ég sagši žeim aš ég teldi best aš vera meš Kane, Vardy og Rushford uppi į toppi gegn Ķslandi, fjóra į mišjunni og žrjį aftast.  Held ég aš Englendingar hefšu įtt meiri möguleika į aš vinna hefši Roy įttaš sig į žvķ :-)

20160627_165053.jpgMorguninn eftir gengum viš śt į strętóstoppistöš til aš taka strętó inn ķ bę.  Ekki lišu nema 3 mķnśtur, žį hafši Frakki stoppaš og bošiš okkur far nišur į lestarstöš.  Žannig var žetta.  Viš vorum meš bķlinn okkar merkta meš ķslenskum fįnum og af og til var flautaš į okkur, menn opnušu öskrušu "Iceland" eins og žeir gįtu eša blikkušu ljósin.

Ķ Nice var fullt af Ķslendingum.  Fólk kom saman į börum og veitingahśsum, žar sem hvatningarhróp heyršust og söngvar sungnir.  Mešan einn veitingarmašur baš um meira, žį kom annar ķ öngum sķnum og baš okkur um aš hętta.  Žį nįttśrulega bara fęršum viš okkur.

Viš vorum komnir tķmanlega į völlinn.  Žar var hörkustemmning hjį stušningsmönnum beggja liša.  Allir voru aš skemmta sér.  Ķslensku stušningsmennirnir voru meš frį upphafi.  Žeir létu ekki mark Englendinganna slį sig śt af laginu, žó svo aš hugsanir um 6-1 tapiš hafi lęšst aš manni. (Shit, žetta tók ekki langan tķma!)  En engu myndi skipta hvernig leikurinn fęri, viš vorum komnir til aš skemmta okkur. Allt breyttist viš jöfnunarmarkiš.  Enginn įtti von į žvķ svona snemma en ekki kvörtum viš.  Nokkrum mķnśtum sķšar erum viš komnir yfir.  Ķslenska stśkan gjörsamlega ęršist.  Var žaš óhugsandi aš fara aš gerast?  Var Ķsland aš fara aš vinna England?  Sjįlfstraust enska lišsins hvarf og žaš var eins og žaš hafši misst lķfsandann.  Allt fór ķ handaskol eša a.m.k. flest.  Ķ yfir 75 mķnśtur gįtum viš fagnaš žvķ aš vera yfir gegn Englendingum.  Ekki 5 sekśndur eins og į móti Austurrķki.  Nei, ķ 75 mķnśtur meš višbótartķmanum.  Žaš sem meira var, aš Joe Hart kom ķ veg fyrir aš leikurinn fęri 3-1 eša jafnvel 4-1.  Mašur hafši žaš aldrei į tilfinningunni aš Englendingar myndu jafna.  Žį skorti allt sjįlfstraust til žess og hugmyndaflug.  Ég ętla ekki aš neita žvķ, aš tķminn var talinn nišur og örugglega hafa einhverjir nagaš neglurnar.  Tķminn sem var eftir styttist meš hverri mķnśtu og loksins var leikurinn flautašur af.  Ķsland hafši unniš England!

Fagnašarlįtunum ętlaši aldrei aš linna eftir leik.  Hópur trimbla hafši byrjaš aš fagna meš okkur ķ hįlfleik og slegiš fjörlega į trommur sķnar sušur-amerķska takta.  Žau héldur žvķ įfram eftir leik viš góšar undirtektir fjölžjóšlegs hóps stušningsmanna ķslenska lišsins.  Ótrśleg stemmning.  Ógleymanleg stund.  Ógleymanlegur leikur.  Viš höfšum lagt Englendinga aš velli og vorum į leišina ķ 8-liša śrslit.  Flestir žurftu aš klķpa sig ķtrekaš ķ kinnina eša handlegg til aš vera vissir um aš vera vakandi.  Hafši žetta virkilega gerst eša var okkur bara aš dreyma.  Ég held aš allir Ķslendingar hafi fyrst og fremst veriš aš rifna śr stolti.  Aš ég tali nś ekki um įnęgjunni aš hafa oršiš žess heišurs ašnjótandi aš vera į "Stade de Nice" og hafa tekiš žįtt ķ žessum leik, žó "bara" vęri śr įhorfendastśkunni.

Alls stašar sem viš fórum aš okkur óskaš til hamingju.  Ķslenska landslišiš hafši sżnt sig og sannaš.  Žaš hafši öšlast višurkenningu og viršingu.  Var hęgt aš bišja um meira.

Žó Englendingum hafi fundist tapiš sśrt, žį klöppušu žeir okkur lof ķ lófa.  Vęnst fannst mér, žegar žaš var gert į einni žjóšvegabensķnstöšinni.  Žeir žurftu ekki aš veita okkur neina athygli, en samt fóru hendur upp fyrir höfuš og žaš var klappaš.  Ég held aš žessi sigur hafi lyft ķslenskum fótbolta upp um margar deildir.  Hann sżndi žaš og sannaši aš Ķsland įtti heima į svona stórmóti, en ekki bara meš til aš fylla upp ķ töluna į allt of mörgum lišum.  Og eins og žżski žulurinn sagši į leik Ķslands og Frakklands, žį var sigur Ķslands į Englandi viss uppreisn ęru fyrir Hollendinga.  Žaš hafši eftir allt ekki veriš nišurlęgjandi skömm aš tapa fyrir Ķslandi.  Lišiš var einfaldlega gott.

Annecy - Feneyjar Frakklands

20160629_105835.jpgFrį Nice var stefnan tekin į Annecy, Feneyjar Frakklands, žar sem ķslenska lišiš dvaldi.  Ekki til aš reyna aš hitta į Ķslendingana, heldur til aš skoša žessa mögnušu borg.  Vatniš Grand Lac, fjöll ķ kring, svęšiš og borgin eru einu orši sagt stórfenglegt.  img_7952.jpgŽangaš veršur alveg örugglega fariš fljótlega aftur og dvališ ķ viku, ef ekki lengur.  Ég skil alveg hvašan strįkarnir fengu alla orkuna sem žeir höfšu ķ leikjunum.  Žeir hreinlega öndušu henni aš sér.

Ég męli meš ferš til Annecy.  Yfir sumartķmann er žarna greinilega hrein paradķs.  Vatniš, ströndin mešfram žvķ, śtivistarsvęšin og sķšan er borgin alveg einstök, eins og mešfylgjandi myndir sżna. Sś fyrst sżnir hluta af śtsżninu frį tjaldstęšinu sem viš dvöldum į um nóttina.  Hinar eru innan śr borginni.

Ķimg_7960.jpg Annecy stoppaši okkur blašamašur frį hinu žekkta "ķžróttafréttablaši" Wall Street Journal.  Spjallaši hann viš okkur drjśga stund, en ég hef ekki enn séš vištališ į vef blašsins.  Ég vęri nś alveg til ķ aš fį tilvitunin ķ mig į WSJ, en įtti ekki von į aš žaš yrši um fótbolta.

Ķsland - Frakkland

Eldri sonurinn nįši ķ miša į leik Ķslands og Frakklands og fór meš mįgi sķnum į leikinn.  Ég žurfti hins vegar aš skila fólki ķ flug til Ķslands (frį Hamborg) og skila af mér bķlnum, žannig aš ég varš aš sętta mig viš aš horfa į leikinn ķ žżsku sjónvarpi.  Mér fannst sigur Frakka vera allt of stór mišaš viš frammistöšu beggja liša og tek ekki undir aš fyrri hįlfleikur hafi veriš ömurlegur hjį ķslensku strįkunum.  Menn mega ekki leggja aš jöfnu óheppni og vera lélegir.  Žżskir lżsendur voru nś ekki sannfęršir um aš Giroud hafi veriš réttstęšur ķ fyrsta markinu og įttu ekki orš yfir aš Ķsland hafi ekki fengiš vķti, žegar Evra notaši hendurnar ķ meira en taka innköst ķ sķšari hįlfleik.  En allt gott tekur enda og ég held aš lišiš, KSĶ og žjóšin öll geti veriš óendanlega stolt af frammistöšunni ķ Frakklandi.  Žetta var įrangur sem byggšur var į žrautseigju, śtsjónarsemi, skipulagi, lišsheild og barįttuvilja, en fyrst og fremst vinnu og aftur vinnu! 

Takk fyrir aš fį aš taka žįtt ķ žessu ęvintżri, žó rödd mķn śr stśkunni hafi lķklegast ekki haft mikiš aš segja.  Takk, takk, takk!

Feršalok

Eftir leikinn móti Englandi var tekin stefnan į Lśx.  Fékk ég žį aftur tękifęri til aš knśsa afastrįkinn og hitta žį sem žar voru.  Fariš var ķ stutta heimsókn til Trier, en svo var stefnan sett į Hamborg.  Žar snerist allt viš frį žvķ sem var ķ upphafi.  Fólki var skilaš ķ flug, mešan ašrir tóku lest til Danmerkur.

Undanśrslitaleikirnir eru aš baki og til śrslita leika žau tvö liš sem Ķsland mętti ķ sķnum fyrsta og sķšasta leik ķ keppninni.  Ómögulegt er aš segja til um hvernig sį leikur fer, en ég vona aš heimamenn fari meš sigur af hólmi.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Helga Kristjįnsdóttir

Skmmtileg feršasaga,takk fyrir hana.          Ég vona innilega aš Portugal vinni,en verš ekki fśl žótt leikurinn fari į hinn veginn.

Helga Kristjįnsdóttir, 10.7.2016 kl. 03:59

2 Smįmynd: Mįr Elķson

Frįbęr og vel śtfęrš feršasaga - Įgętt aš taka hśsbķlaęvintżriš fyrir. - Žaš mį heilmikiš lęra af žessu.

Takk fyrir.

Mįr Elķson, 11.7.2016 kl. 19:49

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband