15.11.2014 | 18:26
Er óréttlæti í lagi vegna þess að ég lifði það af?
Á Íslandi er víða grasserandi brjálæðislegt óréttlæti. Misskipting er víða byggð á furðulegum rökum. Fólk hefur látið ótrúlegustu hluti yfir sig ganga og svipugöngurnar verið margar. Ár eftir ár, kynslóð eftir kynslóð, bítur fólk á jaxlinn og mokar skaflinn sem óréttlætið hleður sífellt fyrir utan dyrnar hjá því. "Ég ætla ekki að láta þennan andsk.. buga mig", sagði maðurinn stuttu áður en hann hné örendur til jarðar.
Það er margur góður maðurinn (konur meðtaldar) sem fallið hefur í valinn í þessari baráttu þrjóskunnar við óréttlætið án þess að óréttlætið hafi látið undan síga. Baráttan virðist álíka vonlaus og glíma Þórs við Elli kerlingu eða þegar hann reyndi að drekka hafið úr horni Útgarða-Loka.
Undanfarin ár hef ég oft fengið að heyra það, að hinir og þessir hafi tapað öllu sínu í verðbólgubálinu á 8. og 9. áratugnum og við séum bara ekkert of góð að borga okkar skuldir. Vegna þess að þessir einstaklingar hafi mátt skerða lífskjör sín í fleiri ár eða áratugi, þá sé alveg réttlætanlegt að börnin þeirra, barnabörn og við hin tökum líka svipugönguna. Mikil göfgi í þessu eða hitt þó heldur. Maður hefði frekar haldið, að þetta fólk skildi manna best mikilvægi baráttunnar. Að koma í veg fyrir að fleiri gengu í gegn um það sama og það. Nei, því miður, þá hefur biturðin orðið of oft ofan á. Biturðin gagnvart því að öðrum verði bjargað, þegar þeim var ekki bjargað á sínum tíma.
Unglæknar hafa í áratugi mátt sætta sig við óásættanleg starfsskilyrði. Um leið og þeir eru hættir að vera unglæknar, þá gera þeir lítið til að styðja unglækna í baráttunni fyrir réttlæti. Mér heyrist ástæðan oftast vera. "Við lifðum þetta af, þannig að þið munuð lifa þetta af."
Já, hann er merkilegur samstöðuandi þjóðarinnar. Um leið og einhverjum hefur með hörkunni og herkjum tekist að þreyja Þorrann og Góuna, þá gleymir viðkomandi gjörsamlega allri hugsun um réttlæti. Vegna þess að viðkomandi lifði óréttlætið af, þá er bara sanngjarnt að aðrir, sem á eftir koma, þurfi að upplifa sama óréttlæti.
Óréttlætið er mannanna verk. Taka má á þeim þáttum í þjóðfélaginu þar sem óréttlæti ríkir og gera breytingar. Alveg eins og bruni innlána og útlána var mikið óréttlæti á 8. áratugnum, þá er áhættuleysi fjármálafyrirtækja með verðtryggingunni óréttlátt í dag. Alveg eins og hægt var að píska verkafólki út fyrir innleiðingu vökulaganna, þá er vinnuálag unglækna mikið óréttlæti í dag.
Líklegast er ástæðan fyrir því hve sterk ítök óréttlætið hefur í þjóðfélaginu, að við höfum ekki ákveðið hvers konar réttlæti við viljum sem þjóð. Engin framtíðarstefnumótun hefur átt sér stað sem stendur af sér einar þingkosningar. Við höfum látið hagsmunasamtök fyrirtækja ákveða allt of margt fyrir okkur. Við höfum látið misvitra framapotara í stjórnmálum ákveða allt of margt fyrir okkur. Við höfum ekki verið virk í því að taka þátt í því að skilgreina í hvernig þjóðfélagi við viljum lifa. Almenningur er nánast alltaf hafður til hliðar í mikilvægum ákvörðunum. Álit og ályktanir hópa einstaklinga mega sín lítils gagnvart rödd stórfyrirtækja og misvitra stjórnmálamanna.
En hvað viljum við sem þjóð? Hvernig þjóðfélag viljum við? Hvernig getum við komið böndum á óréttlætið? Það hefur verið nokkuð gott að brjóta af sér fjötrana hingað til, því það eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í að veita því liðsinni. Sérstaklega, ef stuðningur við óréttlætið gæti komið höggi á pólitískan andstæðing.
Nú er þjóðin búin að vakna til vitundar um að samtakamáttur getur breytt hlutunum. Sameinaðar raddir heyrast betur en hver úr sínu horni. Þó þinginu hafi ekki borið gæfa til að ljúka nýrri stjórnarskrá, þá er ekki þar með sagt að sú vinna hafi verið til einskis. Að þessi leið hafi ekki skilað okkur á leiðarenda, þýðir ekki að við náum ekki þangað, bara að við þurfum að prófa einhverja aðra. Bara með því að hætta aldrei að reyna, sendum við þau skilaboð að óréttlætið verður ekki liðið. Spurningin er eingöngu hvenær það víkur fyrir réttlætinu!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
aðein utan efnis , bæri hægt að láta bónusa bankamannfara í sérstakan eftirlaunasjóð í bankanum sem væri háð afkomu bankans ef bankarnir fara á hausin misaa bónusmennirnir allan bónusin og kominn hvati til að láta bánkana ganga vel
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 09:06
Við skrif þín er eingu að bæta svo rétt eru þau......................................
Kristinn J (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.