Leita í fréttum mbl.is

Skýrslan sem Árni Páll óskar eftir

Mér finnst þessi umræða um tillögur ríkisstjórnar Sigmundar Davíð Gunnlaugsson um úrræði vegna verðtryggðra húsnæðislána alltaf verða furðulegri og furðulegri.  Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, krefst ítrekað að fá upplýsingar um hvernig væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mun skiptast niður á tekjuhópa.  Alveg fínt að Árni Páll vilji fá upplýsingarnar, en hann hefði átt að búa sjálfur yfir þessum upplýsingum sem félagsmálaráðherra og síðar efnahags- og viðskiptaráðherra.  En látum það liggja á milli hluta. 

Nú vill svo til að haustið 2010 skipaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur "sérfræðingahóp" til að fara yfir skuldastöðu heimilanna.  Sat ég í hópnum fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna.  verkefni hópsins var að fara yfir þær hugmyndir sem settar höfðu verið fram til lausnar vegna greiðslu- og skuldaerfiðleika heimilanna.  Ein leiðin sem var skoðuð, var flöt 15,5% lækkun á höfuðstóli verðtryggðra lána. 

Hópurinn fékk fjármálaráðuneytið til að framkvæma reikna úr hvernig upphæð lækkunar lánanna um 15,5% kæmi út miðað við tekjudreifingu.  Voru niðurstöður þeirra útreikninga birtar í skýrslu "sérfræðingahópsins", en hún var birt með pomp og prakt í Þjóðmenningarhúsinu 10. nóvember 2010 (ef ég man dagsetninguna rétt).  Þar sem upplýsingarnar eru birtar í myndriti í skýrslunni, þá birti ég hér tölurnar að baki myndritinu:

Árstekjur

Fjöldi heimila

Niðurfærsla - meðaltal

Alls á tekjuhóp

500.000

597

2.361.520

1.409.827.395

1.000.000

687

2.490.428

1.710.924.169

1.500.000

1.170

2.210.041

2.585.748.328

2.000.000

2.450

1.984.571

4.862.199.463

2.500.000

5.425

1.695.285

9.196.922.735

3.000.000

5.500

2.001.550

11.008.524.913

3.500.000

5.892

2.185.560

12.877.317.819

4.000.000

5.522

2.273.166

12.552.422.038

4.500.000

5.070

2.443.281

12.387.436.546

5.000.000

4.609

2.476.317

11.413.345.858

5.500.000

4.719

2.587.177

12.208.889.224

6.000.000

4.782

2.638.176

12.615.756.822

6.500.000

4.626

2.783.975

12.878.668.076

7.000.000

4.106

2.915.411

11.970.679.409

7.500.000

3.626

2.985.480

10.825.350.314

8.000.000

2.828

3.114.597

8.808.080.202

8.500.000

2.176

3.109.478

6.766.224.896

9.000.000

1.820

3.219.787

5.860.013.210

9.500.000

1.314

3.132.935

4.116.676.160

10.000.000

1.028

3.219.297

3.309.437.669

10.500.000

798

3.233.848

2.580.610.609

11.000.000

674

3.418.390

2.303.995.190

11.500.000

529

3.419.573

1.808.954.373

12.000.000

376

3.061.643

1.151.177.631

12.500.000

348

3.308.227

1.151.262.893

13.000.000

274

3.675.223

1.007.011.064

13.500.000

200

3.369.944

673.988.712

14.000.000

156

3.299.385

514.704.009

>14.000.000

1.460

3.414.406

4.985.032.739

 

72.762

2.828.575

185.541.182.467

Alls reyndist 15,5% lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána leiða til þess að lán að fjárhæð 1.197 ma.kr. ættu að lækka um 185,5 ma.kr.  Meðaltal niðurfærslu reiknaðist til að vera 2.828.575 kr., en sveiflur eftir tekjubilum voru frá -40% og upp í +30%.  Þar sem fjöldi í hópum er mjög mismunandi, þá er ekki hægt að gera beinan samanburð á milli hópa.  Sé allur hópurinn með tekjur upp á 8,5 m.kr. og meira tekinn saman, þá er meðalleiðrétting hans 14,8% yfir heildarmeðaltali.

Þá höfum við það.  Þeir tekjuhæstu hefðu fengið meira í krónum talið en þeir tekjulægri.   Allir hefðu fengið sama hlutfall af verðtryggðu skuldunum, en það sem skiptir hins vegar þá tekjulægri mestu máli, er að greiðslubyrði lánanna hefðu minnkað meira sem hlutfall af tekjum.  Heimili með 2,0 m.kr. í árstekjur hefði samkvæmt þessu fengið árstekjur sínar í lækkun lánanna meðan heimilið með 9,5 m.kr. væri að fá þriðjung árstekna sinna.

Já, þeir tekjuhæstu fengju mest.  Eigum við ekki að segja sem betur fer.  Heldur væri staðan furðuleg í þjóðfélaginu, ef heimili með árstekjur upp á 2.000.000 kr. skuldaði meira í húsnæðislánum, en heimili með 8.000.000 kr.  Líklegt er að heimili með litlar tekjur sé fámennara en heimili með hærri tekjur.  Þetta er þó ekki einhlítt.  Hjón með börn hafa bæði þörf fyrir stærra húsnæði og hærri tekjur en einstaklingur sem býr einn.  Sé miðað við framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins, þá þurfa hjón með tvö börn að vera með um 700.000 kr. á mánuði til að geta staðið undir meðalneysluútgjöldum, eins og ráðuneytið hefur reiknað þau (eða starfshópur á vegum ráðuneytisins gerði).  Raunar er það áhyggjuefni hvað tekjulægstu hóparnir þrír eru með háar húsnæðisskuldir sem hlutfall af tekjum.  Hér gæti verið sú skekkja, að verið er að nota tekjur ársins 2009 sem segir ekki til um meðalheimilistekjur yfir lengra tímabil.  Stöðu þessara hópa þarf að skoða nánar, eins og ég mælti með í sínu séráliti, og hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann.

Hafa skal í huga að tölurnar að ofan voru fengnar úr skattskýrslum fyrir framtalsárið 2009.  Upphæðir eru því ekki þær sömu og sérfræðingahópur núverandi ríkisstjórnar vann með.  Hlutföllin ættu að vera þau sömu.  Tölurnar að ofan eru án úrræða sem síðar komu og ættu því að sýna "hreina" leiðréttingu meðan úrræði núverandi ríkisstjórnar er ætlað að taka tillit til alls konar úrræða sem heimilin hafa fengið.  Hægt er að skrifa langa ritgerð um hugmyndaauðgina að baki þeirri hugsun, þar sem stærsti hluti þeirra úrræða voru aðgerðir bankanna til að skila til baka til viðskiptavina sinna afslætti sem þeir fengu frá gömlu kennitölunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Arnarson

Það er afar undarlegt að skýrsla sú sem Helgi Hjörvar og Árni Páll hafa ítrekað spurt um hafi ekki verið gerð.Reyndar er það í samræmi við gang málsins að öðru leiti.300 mmilljarða svigrúm varð að 80 milljarða bankasskatti á fjórum árum.Óvíst hvort tekst að innheimta. Hókus pókus. Spilaborgin er löngu hrunin, sumir vilja ekki og geta ekki séð það.

Hrafn Arnarson, 22.1.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband