21.10.2013 | 20:32
Skortur á hæfi og ofgnótt af vanhæfi
Þau tíðkast hin breiðu spjót. Vegið er til hægri og vinstri að einstaklingum fyrir að þeir séu þar sem þeir eru en ekki aðrir sem ættu að þykja hæfari.
Ég hef oft sagt að eitt stærsta vandamál Íslands sé skortur á hæfu fólki. Hef ekkert breytt þeirri skoðun minni. En ég hef á móti sagt að ekki sé rétt að vega að því fólki sem er í sínum stöðum, ef það er að gera sitt besta. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar. Ég vil að seðlabankastjóri sé úr hópi okkar bestu til að stjórna þeirri stofnun. Sama á við um háskólarektor, yfirmann Landspítalans, yfirmann Landsvirkjunar og svona kannski aðrar 5 lykilstöður í þjóðfélaginu. Með öðrum orðum, ég vil að í þessar stöður veljist einstaklingar vegna yfirburðarhæfni sinnar til að inna þessi störf af hendi, en ekki einhverjir sem voru næstir í röðinni.
Fullt af hæfu fólki sem valdi annað
Ísland á fullt af vel hæfu fólki til að sinna nánast flestum þeim störfum sem þarf að gegna í samfélaginu. Vandinn er hvort áhugasvið einstaklinga liggi þar samfélaginu nýttust hæfileikar þeirra best, hvort hin krefjandi störf séu ekki fleiri, en þeir sem við þau ráða og að þegar einhver finnst í krefjandi starf, þá þykir viðkomandi svo hæfur að hann fær stöðuhækkun eða er fluttur til í starfi vegna þess að mönnum dettur í hug að nýta viðkomandi í öðru starf sem hæfir viðkomandi alls ekki. Svo er það hæfa fólkið sem fær ekki samþykki dómstóls götunnar.
Í tveimur nýlegum pistlum er farið hörðum orðum um stjórnmálastéttina á Íslandi. Um hana er það að segja, að kjósendur völdu. Þeir meira að segja voru svo galvaskir í vali sínu, að aumingja Framsókn er að senda nánast unglinga á þing. Fólk sem datt alls ekki í hug, þegar það bauð sig fram að 4. sæti lista gæti leitt til þingmennsku. Veit svo sem að annað þeirra sem hamraði hnappaborðið kaus ekki Framsókn og á því ekki beina sök á því að ungliðinn komst á þing, en mér finnst bara allt í lagi, að fólk virði niðurstöður kosninganna.
Í báðum þessum pistlum er tala hátt og mikið um vanhæfi eða óhæfi. Gengið svo langt í síðari pistlinum að tala um óhæfa stjórnmálastétt á Íslandi. Hef ég þó ekki orðið var við að viðkomandi hafi reynt að búa sér til pláss innan þeirrar stéttar og komast því til metorða í þessari ótrúlega óhæfu stétt. Maður með hans hæfileika ætti ekki að vera skotaskuld úr því að komast á toppinn.
Óhæf stjórnmálastétt?
Ég held að það sé alveg rétt, að inn á Alþingi hafa ekki alltaf valist okkar úrvalsdrengir og -stúlkur. Ég sé að Danir eru líka farnir að kvarta yfir svipuðu ástandi, enda valdist einstaklingur í stól ráðherra nýlega sem aldrei hafði fengið alvöru skattkort fyrr en hann varð ráðherra! Sættið ykkur bara við það, að "besta" fólkið hefur ekki endilega áhuga á því að verða "sómi Íslands, sverð og skjöldur" í brjálæðislega vanþakklátu starfi sem þingmaður eða ráðherra. Nú svo vil ég setja spurningamerki við það hvort "besta" fólkið sé endilega best. Er það gott efni í þingmann, að hafa flakkað á milli flokka? Er það vænlegt til farsælla málmiðlana, ef viðkomandi hefur klofið sig frá samstarfi við aðra vegna þess að menn voru ekki sammála um eitt eða tvö málefni? Hvaða hæfileika þarf einstaklingur að hafa til að teljast hæfur í augum bréfritara?
En sem sagt stjórnmálastéttin er óhæf og utanríkisráðherrann er gjörsamlega vonlaus. Hvorugt er nokkuð nýtt og hvorutveggja á eftir að endurtaka sig. Auðvitað hefði verið gott að hafa við höndina reynslubolta í utanríkismálum, en þjóðin kaus hann ekki til valda. Það sem meira er, að "þjóðin" hefur verið með nokkuð háværa kröfum um að allir þingmenn með slíka reynslu, þ.e. Össur Skarphéðinsson, hyrfu af þingi vegna tengsla við hrunstjórnina. Nú og aðrir sem hafa verið háværir um getuleysi núverandi utanríkisráðherra, voru líklegast stuðningsfólk framboða sem ekki komu neinum manni að. Ef viðkomandi flokkar hefðu komist að og myndað ríkisstjórn, þá var nákvæmlega enginn í efstu sætum þeirra lista, sem hefði haft nokkurt vit á utanríkismálum. Fólk verður bara að sætta sig við, að það kaus eins og það gerði og þetta er niðurstaðan. (Tekið skal fram að mitt atkvæði fór ekki til þeirra sem eru á þingi.)
Vanhæfi utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson valdist í stöðu utanríkisráðherra, þar sem það ráðuneyti kom í hlut Framsóknar. Flokkurinn á nokkra reynslubolta sem eru utan þings og hægt hefði verið að leita til þeirra. Halldór Ásgrímsson hefði verið fyrirtaks utanríkisráðherra með alla sína reynslu, enda gegndi hann starfinu í gamla daga. Sæi nú fyrir mér netheima hefði það gerst. Ok, afleit hugmynd að velja einhvern gamlan stjórnmálamann. Þá er að finna einhvern góðan og gegnan Framsóknarmann í starfið, einnig utan þings. Aftur hefði allt orðið klikkað og talað um klíkuskap Framsóknar eða að Sigmundur Davíð treysti ekki sínu fólki. Sem sagt afleit hugmynd. Því var að leita innan þinghópsins. Höfum í huga, að Sigmundur mannaði bara fjórar ráðherrastöður og aðeins einn þingmaður með meira en 4 ára reynslu á þingi fékk ekki ráðherrastól, þ.e. Höskuldur Þórhallsson. Munurinn á honum og Gunnari Braga er í fyrsta lagi að Gunnar Bragi sat í utanríkismálanefnd 2011-13 og að hann er fyrsti þingmaður Norðurvesturkjördæmis. Af þeim sem ekki fengu ráðherraembætti úr ráðherraliði Framsóknar, þá sé ég ekki annan fyrir mér hljóta slíkt embætti en Höskuld út frá þingreynslu sinni. Það sem kom í veg fyrir að Höskuldur fengi djobbið var náttúrulega að Sigmundur hélt að hann næði ekki kjöri í Reykjavík og færði því lögheimilið sitt á eyðibýli á Austurlandi. Þar með endaði Höskuldur sem 3. þingmaður NA-kjördæmis.
Næst er það hvað Gunnar Bragi á að hafa gert af sér. Af lestri greina eftir hælbíta Gunnars, þá er honum talið til tjóns menntunarleysi sitt, að hann hafi mismælt sig í ræðustóli og sagt "kakas" í staðinn fyrir "kasak", að hann hafi mótmælt túlkun stækkunarstjóra ESB og svo náttúrulega þá á hann að vera handbendi Þórólfs Gíslasonar og helst fjarstýrður af honum. Ég segi nú bara, ef þetta er það besta sem fólk getur gert, þá er ástandið ekki svo slæmt.
Lítið land með krefjandi verkefni
Staðreyndin í öllu þessu tali um skort á hæfi og ofgnótt af vanhæfi er að á Íslandi búa rétt rúmlega 320.000 manns. Auk þess er stór hópur Íslendinga sem eru búsettir utan landsteinanna. Er ég einn af þeim. Þeir telja örugglega í tugum þúsunda íslensku ríkisborgararnir sem búa í útlöndum. Sumir fóru þangað í ævintýraleit, aðrir í nám og svo þeir fundu starf, en allir eiga þeir það sammerkt að hafa ekki snúið til baka. Það eru því þessi 320.000 sem þurfa að halda Íslandi gangandi. Og það er ekkert smáverkefni.
Halda þarf úti eins vel og hægt er flóknu og fullkomnu heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi, velferðarkerfi og öllu hinu líka. Gæta þarf réttlætis, jafnréttis og jafnræðis í öllum málum. Samkeppni þarf að vera heilbrigð, atvinnulífið öflugt, lífgæðin góð og framtíðin björt. Til þess að þetta geti virkað hefur verið komið upp umfangsmiklum vef laga og reglna og sé einum bókstaf hnikað til í einni lagagrein einna laga, þá má búast við ekki bara að áhrifa gæti í 10 öðrum lagabálkum heldur flæða yfir Alþingi umsagnir og andmæli óteljandi aðila alls staðar af úr þjóðfélaginu. Sem er hið besta mál. En það er þetta flækjustig þjóðfélagsins sem er að verða því um megn. Þegnarnir krefjast síðan nánast alls sem þekkist í 100 til 1000-falt stærri þjóðfélögum. Allt eykur þetta á flækjustigið, en um leið er gerð krafa um lægri skatta og hærri framlög frá ríkinu.
Í 60 milljón manna þjóðfélagi, þá gengur margt af þessu illa. Horfum bara til Bretlands, þar sem margt virðist vera að fara í hundana. Eða Spánar. Það er einfaldlega orðið flókið og erfitt að reka nútímaþjóðfélag. Þegar það síðan gerist, að fólkið sem fór til útlanda til að ná sér í haldgóða menntun, snýr ekki til bara, þá leggjast verkefnin á þá sem eftir eru. Ísland situr eftir með úrvalið í gömlu merkingu orðsins, þ.e. það sem eftir er þegar búið er að velja það bitastæðasta. (Þetta er nú ekki alveg sanngjarnt, því margt mjög hæfileikaríkt fólk er á Íslandi.) Vandinn er, eins og ég sagði í upphafi, að fjöldi starfa sem krefjast slíkra hæfileika virðist vera meiri en framboð einstaklinga með umbeðna hæfileika og það sem er ekki síður vandamál, að ekki er víst að fólk hafi áhuga á að sinna því starfi sem æskilegt væri út frá þörfum þjóðfélagsins. (Tek það fram, að ég tel ekki gefið að betri menntun geri fólk hæfara.)
Hæfast en ekki hæft
Víða í þjóðfélaginu hefur það gerst að einstaklingar eru í stöðum sem þeir ættu ekki að vera í út frá þeim hæfiskröfum sem eðlilegt er að gera til starfanna. En stóra málið er, að aðrir hæfari einstaklingar eru:
- ekki til;
- vilja ekki starfið;
- uppfylla ekki aðrar kröfur til að geta fengið starfið
- eru óæskilegir til að gegna starfinu
(Atriði þrjú er t.d. að vera þingmaður Framsóknarflokksins sem leiddi lista flokksins í sínu kjördæmi. Atriði fjögur er að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra Framsóknarflokksins fyrir 12 árum eða svo.)
Þegar þetta er staðan, þá er um lítið annað að ræða að velja þann sem kemst næst því að uppfylla hæfiskröfurnar, nema að reynt verði að auglýsa aftur eða hreinlega sleppt að ráða í það.
Ég vil leyfa mér að fullyrða, að stór hluti þjóða heims glímir við þennan sama vanda. Ég get t.d. ekki séð að hin einstöku ríki Bandaríkjanna, að maður tali nú um alríkisstjórnin, séu nokkuð ofklifuð af hæfileikaríku fólki. Líklegast eru Þjóðverjar, Svisslendingar, Austurríkismenn, Norðmenn, Danir, Svíar og Singapore í bestri stöðu hvað þetta varðar. Ætli Ísland komi ekki svona um miðjan pakkann, ef ekki neðar.
Meðan laun eru jafn lág og raun ber vitni á Íslandi, þá mun þetta ekki breytast. Hvers vegna að velja starfs hjá hinu opinbera, þegar bankarnir bjóða betur eða sjúkrahúsið í Bergen eða, eða, eða.. Og varðandi Alþingi. Hvers vegna ætti hæfileikaríkt fólk að komast að á þingi, þegar kjósendur telja flokkshollustuna skipta meira máli en geta og reynsla þess einstaklings, sem verið að kjósa til að takast á við flókin viðfangsefni? Ef ég ætti að segja eins og er, þá finnst mér að það ætti að vera 30-35 ára aldurslágmark vegna framboðs til Alþingis. Með því er ég ekki að gera lítið úr vitneskju eða getu þess unga fólks sem er með metnað til þingstarfa. Ég efast um reynslu þeirra úr þjóðfélaginu til að takast á við þau störf sem bíða þess á þingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2013 kl. 23:38 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marínó!
Mætti kannski skoða þessa leið betur /oftar á vinnumarkaði?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1316704/
Jón Þórhallsson, 22.10.2013 kl. 08:55
Ég held að þetta sé rétt hjá þér, og það er mesta plága. Reyndar held ég að fæstir á Íslandi séu á réttri hillu, svona almennt. Miklum hæfileikum er sóað hér alveg hægri-vinstri... vegna þess að miklu leyti að stjórnendur landsins alls eru gjörsamlega vanhæfir.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2013 kl. 21:03
Ætli vandræðagangurinn í samfélaginu sé ekki vegna þess að fagfólki er ýtt út af vinnumarkaðinum m.a. vegna þess að það er dýrari starfskraftur.
Stjórnmálamenn eru margir hverjir til mikillra vandræða. Nú hefur einn þeirra, yfirmaður lögreglu, sigað lögreglunni í harðar aðgerðir gegn andstæðingum sínum. Þetta er hvarvetna litið með mikillri tortryggni og þekkist aðeins þar sem harðneskjuleg valdaklíka er að styrkja völdin og það er þessi valdaklíka að gera í dag. Með þessari viku erum við komin ansi nálægt fasismanum og þarf að stoppa þetta af enda getur þessi stefna aðeins leitt til aukins glundroða og jafnvel borgarastyrjaldar eins og þekkist t.d. í Grikklandi og Chile á sínum tíma þegar herforingjastjórnir hrifsuðu völdin.
Þessi ríkisstjórn komst til valda með innihaldslausum loforðaflaumi í anda Silvio Berluskoni þar sem engin loforð eru svo mikilvæg að ekki megi svíkja þau. Ekki kæmi mér á óvart að þessi umdeildi stjórnmálamaður sé guðfaðir sitt af hverju sem ille hefur leitt af sér á Íslandi. Hann átti t.d. sinn þátt í að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo tók að sér gerð Kárahnjúkavirkjunar haustið 2002 þegar enginn ærlegur verktaki vildi taka þetta verk að sér. Bæði Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð lofa Silvíó mikið.
Eg vildi sjá Framsóknarflokkinn verða leystan frá ríkisstjórnum um aldur og ævi enda hefur flokkur þessi haft meiri áhuga á að hygla sínum spillingarpiltum en stjórna landinu með réttlæti og skynsemi. Þetta eru fúskarar og fremur lítt menntaðir braskarar.
Guðjón Sigþór Jensson, 25.10.2013 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.