Leita í fréttum mbl.is

1. maí haldinn hátíđlegur í 90 ár á Íslandi

Í dag er 1. maí, frídagur verkalýđsins.  Á ţessum degi hafa fyrst verkalýđur og síđan launţegar safnast saman um allan heim í yfir 120 ár, misjafnlega lengi í hverju landi.  Hér á landi var dagurinn fyrst haldi hátíđlegur 1923.  Já, í 90 ár hefur verkalýđur og síđar almennir launţegar komiđ saman á ţessum degi til ađ krefjast úrbóta.  Oft hefur ţađ gengiđ eftir, en síđustu árin hafa orđ margra verkalýđsleiđtoga veriđ innantómt hjóm, enda eru ţeir flestir orđnir tannlausir og hugsa, ađ ţví virđist, meira um eigin velferđ en velferđ umbjóđenda sinna.  Hvort ástćđan er ađ Samfylkingin hefur veriđ í stjórn ţessi ár, kemur ekki í ljós fyrr en ríkisstjórn án Samfylkingarinnar sest hér viđ völd.

Hátíđarhöldin undanfarin ár hafa fariđ fram í skugga ţeirrar kreppu sem hér skall á fyrir fimm árum.   Kreppunni hefur fylgt meira atvinnuleysi en viđ Íslendingar erum vanir frá ţví ađ flestir núlifandi landsmenn komust á vinnumarkađ.  Fleiri einstaklingar og fjölskyldur eiga í erfiđleikum međ ađ ná endum saman, en tölur Hagstofunnar gefa til kynna ađ hátt í 50% heimila eigi erfitt međ ađ ná endum saman.  Fólk á í vandrćđum međ ađ skaffa mat á borđiđ fyrir sig og börnin sín.  Ţrjár fjölskyldur á dag hafa misst húsnćđiđ sitt undanfarin 4 ár.  Ţćr dreifast út um allt land, en vandinn er mestur á Suđurnesjum.  Kaupmáttarskerđing, hćkkun greiđslubyrđi lána og lćkkun eignaverđs er veruleiki nánast allra.  Aldrei hafa fleiri fjölskyldur veriđ í vanskilum međ lán sín. Greiđsluađlögun og gjaldţrot er veruleiki allt of margra, ef fjármálafyrirtćkin nota ekki nýjasta vopniđ sitt, árangurslaust fjárnám.  Og hvar er verkalýđshreyfingin ţegar öllu ţessu fer fram?

Er von ađ sé spurt.  Allt of margir upplifa verkalýđshreyfinguna ţannig, ađ hún hafi hlaupiđ í felur eđa tekiđ stöđu gegn almenningi.  Ţađ voru forvígismenn Alţýđusambandsins sem lögđust á haustmánuđum 2008 gegn ţví ađ verđbćtur á lán vćru teknar úr sambandi.  Aftur og aftur hafa forvígismenn launţega talađ gegn umbótum og úrrćđum vegna ţess ađ ţeir ţjóna of mörgum herrum.

Höfum í huga á ţessum degi, ţeim fimmta sem haldinn er hátíđlegur í skugga núverandi kreppu, ađ ţau úrrćđi, sem fólki hefur stađiđ til bođa, hafa nćr öll veriđ á forsendum ţeirra sem settu ţjóđina á hliđina, ţ.e. fjármálafyrirtćkjanna og fjármagnseigendanna.  Innan viđ 30 ma.kr. af ţeim úrrćđum sem gripiđ hefur veriđ til, hafa ekki komiđ vegna dóma Hćstaréttar eđa eru afskriftir á töpuđu fé.  Á sama tíma hafa fjármálafyrirtćkin og fjármagnseigendurnir hagnast um hátt í 400 ma.kr. vegna verđbóta af lánum almennings, lána sem bera óheyrilega háa vextir miđađ viđ ađ vextirnir eru án áhćttu.  Lítiđ hefur í reynd veriđ gert til ađ gera líf launţega bćrilegt.  Lítiđ hefur veriđ gert til ađ vinna upp kaupmáttarrýrnun síđustu ára.  Lítiđ hefur veriđ gert til ađ fjölga störfum í landinu.  Tćp fimm ár af allt of litlum framförum hafa liđiđ hjá.  Tćp fimm ár af lélegri varnarvinnu verkalýđshreyfingarinnar hafa liđiđ hjá.  Tćp fimm ár af ofríki fjármálafyrirtćkja og fjármagnseigenda hafa liđiđ hjá.  Fimm töpuđ ár hafa liđiđ hjá.

Hvers vegna hefur verkalýđshreyfingin ekki tekiđ einarđa afstöđu međ launţegum landsins?  Ég verđ ađ viđurkenna, ađ ég skil ţađ ekki.  Hvers vegna rís ekki forystusveit ASÍ upp á afturlappirnar og krefst ţess ađ nýju bankarnir skili til viđskiptavina sinna ţeim 30-40% afslćtti sem ţeir fengu af lánasöfnum sínum, ţegar ţau voru flutt frá hrunbönkunum?  Hvers vegna situr forysta ASÍ hljóđ hjá, ţegar nýju bankarnir tilkynna hagnađartölur sínar?  Hvers vegna hefur ASÍ ekki stađiđ međ umbjóđendum sínum í baráttunni fyrir réttlćti og sanngirni?  Hvar eru tillögur ASÍ um endurreisn heimilanna?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband