Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð ríkissjóðs á Icesave hafnað

Fagna ber niðurstöðu EFTA dómstólsins í þessu máli og er óhætt að segja að hér hafi Davíð lagt Golíat.  Áhugavert er að sjá, að dómstóllinn heldur sig í rökleiðslu sinni mjög stíft við innihald tilskipunar 94/19/EB.  Þar fer því að mínu viti saman lagahyggja og rökhyggja.

EFTA-dómstóllinn er mjög ákveðinn í þeirri skýringu sinni, að tilskipunin leggur enga ábyrgð á ríki um að greiða.  Hvorki væri ákvæði innan tilskipunarinnar um hvað ætti að gera, ef tryggingasjóð þryti fé, né leið fyrir innstæðueiganda til að sækja á ríki um lágmarkstryggingu í slíku tilfelli.  Innstæðueigandi gæti bara sótt á tryggingasjóðinn í síðara tilfellinu.

Niðurstaða sem ég gerði ráð fyrir

Ég er einn af þeim sem hef tjáð mig ítrekað um þetta mál hér á þessari síðu.   Í öllum mínum pistlum um málið gerði ég ráð fyrir þessari niðurstöðu, hvort heldur var í umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave, um áminningarbréf ESA og síðast ákvörðun ESA um að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.  Skoðum þá punkta sem ég hef nefnt:

Innleiðing á tilskipuninni hér á landi. EFTA-dómstóllinn gerir ekki athugasemd við innleiðingu Íslendinga á tilskipuninni og er það í raun í samræmi við niðurstöðu ESA árið 2002. (Málaferli ESA og Icesave samningurinn eru tvö óskyld mál)

Ábyrgð ríkisins á TIF.   Skýrt er tekið fram í tilskipuninni að engin ríkisábyrgð getur verið á skuldbindingum TIF:

Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;

Vart er hægt að orða þetta skýrar.  Sé fyrir hendi kerfi til að ábyrgjast innlán, þá verða stjórnvöld ekki gerð ábyrg.  Nú kerfið var til staðar. (Hvernig sem fer tapar þjóðin)

Mismunun eftir þjóðerni.  EFTA-dómstóllinn kemst að því að ekki var um slíka mismunun að ræða, en á annarri forsendu en flestir sem fjölluðu um þetta atriði gerðu.  Hann einfaldlega segir að ekki hafi komið til mismununar, þar sem aðstæður voru ekki sambærilegar.  Ég og fleiri byggðum okkar skoðun á því að allir hafi verið varðir með því að færa innstæður til í kröfuröð.  Sama niðurstaða en gjörólík lagarök.

Varðandi þessa síðustu málsástæðu, þá segir þó EFTA-dómstóllinn nánast beint út, að hefðu Bretar og Hollendingar ekki takmarkað málsástæðuna við lágmarkstrygginguna, þá hefði líklegast verið ástæða til að fallast á þess mismunun.  Er það í samræmi við mína skoðun á þessu atriði, þ.e. hér á landi fengu allir aðgang að öllum fjármunum, en erlendis fengu menn bara aðgang að hluta fjármuna.

Góður sigur en er málinu lokið?

Lítið fer á milli mála, að niðurstaðan í morgun er góður sigur.  Við sem voru mótfallin Icesavesamningunum getum núna barið okkur á brjósti og sagt okkur hafa farið með rétt mál.  
Hinir verða að bíta í það súra, að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Í mínum huga er þessu máli þó ekki lokið.  Eftir er að ljúka Icesavesamningunum, þar sem ljóst er að TIF fékk lán hjá Bretum og Hollendingum til að greiða lágmarkstrygginguna.  Á TIF falla líklega háir vextir og spurningin er hvort þeim verður velt yfir á þrotabú Landsbanka Íslands.  Þá er hópur innstæðueigenda, sem ekki fékk greitt út á sama tíma og aðrir.  Þessi hópur gæti sótt bætur til TIF.

Kostnaðurinn sem gæti fallið á TIF er því upp á milljarða tugi.  Þessir peningar verða, samkvæmt tilskipuninni, bara sóttir til fjármálafyrirtækja sem eru aðilar að TIF.  Verum viss um að það mun skila sér í hærri útlánsvöxtum.

Nú er samt rétt að fagna niðurstöðunni frá því í morgun sem sigri þjóðarinnar gegn tilraun ESA, ESB, Breta og Hollendinga til að kúga okkur til undirgefni.


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með innlendar innistæður í gamla Landsbankanum? Hvar standa þær í kröfuröðinni?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 14:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Urðu innlendar innstæður eftir í gamla Landsbankanum?  Ef svo er, þá eru þær meðal forgangskrafna.

Marinó G. Njálsson, 28.1.2013 kl. 15:37

3 identicon

Tók ekki ríkið yfir innistæðurnar (ábyrgðist þær) og öðlaðist þannig sambærilegan rétt og aðrir?

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:39

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nei, innlendar innstæðurnar voru færðar yfir í nýja bankann, þaðan sem innstæðueigendur höfðu fullan aðgang frá fyrsta degi.  Það eiga því ekki að vera neinar innlendar innstæður eftir í þeim gamla.  Á móti þessum innstæðum voru færð útlán.  Hallinn á milli lána og innstæðna var um 288 milljarðar króna, sem er skuldabréfið sem hefur verið í umræðunni síðustu vikur.

Marinó G. Njálsson, 28.1.2013 kl. 15:47

5 identicon

Hvar er landráðamaðurinn og fyrrverandi ráð og sendisveininn Svavar Gestson núna ?

Kristinn J (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:59

6 identicon

Verum alveg róleg yfir þessum Icesave dómi - áræðanlegar heimildir herma að Jóhanna og Steingrímur séu að kanna möguleikann á því að áfrýja ! :P

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:10

7 identicon

Ég skal borga þetta.

Jón Násker (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:32

8 identicon

U ain´t seen nothing yet :)

Skallgrímur júdas og jóa klóa eru reið út af þvi að svavar samninginn er ekki samþykktur eins og hann lág fyrir , þess vegna eru tvi-jólasveinarnir ( leppa luði og gryla) eru að íhuga að ÁFFRÝJA , til þess eru nú þegar háskóla elitan gylfi gósi og hinn krulluhárið matti eru til þjónustu reiðubúin að gera allt í þeirra litla haus (kuðing) að búa til CUBA og héðan í frá heitir Reykjavík ( HAVANA) .

Salah karim (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:19

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þitt framlag í þessum sigri í Icesave málinu Marinó.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 23:51

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir, Friðrik.  Veit þó ekki hvort ég geti eignað mér neitt af þessu.

Marinó G. Njálsson, 29.1.2013 kl. 00:15

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Annars rifjaðist það upp fyrir mér í dag, að eftir að ég skrifaði færslu með nei-i í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni, þá fékk ég nokkrar furðulegar athugasemdir á facebook.  Í einni var ég skammaður fyrir að skipta mér af þessu máli og sagt að halda mér bara við skuldamál heimilanna.  Í annarri var ég kallaður "þjóðhættulegur" maður.  Og í þeirri þriðju sakaður um landráð.  Svo voru nokkrar fleiri upphrópanir, eins og brjálaður, glæpamaður, að ég stefndi þjóðinni í gjaldþrot, o.s.frv.

Nú er sem sagt komið í ljós að ekkert af þessu var rétt.  Nema náttúrulega sú skoðun mín að segja "NEI"!

Marinó G. Njálsson, 29.1.2013 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband