Leita í fréttum mbl.is

Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls

Á fjörur mínar rak nýlega bók sem mig langar ađeins ađ fjalla um.  Ţessi bók vakti áhuga minn fyrir nokkrar sakir, en ţó sérstaklega ţar sem ég er leiđsögumađur ásamt öllu öđru sem ég geri.  Hér um rćđir endurútgáfa Sigurđar Sigurđarsonar á bókinni Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls.

Ég hef aldrei gengiđ Fimmvörđuhálsinn, en eftir lestur bókarinnar, ţá er ég ákveđinn í ađ gera ţađ fyrr en síđar.  Hana prýđa m.a. myndir af óteljandi fossum sem eru á leiđinni (og ţeir eru í orđsins fyllstu merkingu óteljandi).  Margir ţeirra bera áhugaverđ nöfn međan ađrir eru nafnleysingjar.  Myndir af útsýni frá ólíkum stöđum er einnig ađ finna og flott kort af leiđinni.

kapa_fimmvhals Lýsingu á gönguleiđinni yfir hálsinn er skipt í fjóra áfanga, ţ.e. 1. áfangi er frá Skógum og upp ađ göngubrú yfir Fossá (Fossleiđ), 2. áfangi er frá brú og ađ skála, 3. áfangi er frá skála ađ Heljarkambi (um umbrotasvćđiđ frá 2010) og sá fjórđi frá kambinum niđur í Bása.  Ađ sjálfsögđu er hćgt ađ fara leiđina í öfugri röđ og síđan ganga fram og til baka hafi menn tíma og orku í ţađ.

Auk lýsingar á gönguleiđinni yfir hálsinn er lítillega fjallađ um gönguleiđir á jöklana sem afmarka hálsinn, ţ.e. Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul.  Ţá er fróđleikur um Fimmvörđuskálann og ađ sjálfsögđu um eldsumbrotin voriđ 2010.

Samkvćmt Sigurđi tekur um 9,5 klst. ađ ganga norđur yfir hálsinn, ţ.e. frá Skógum í Bása, en íviđ lengur eđa 10 klst. ef fariđ er suđur yfir hálsinn.  Reikna ég međ ađ inni í göngutímanum sé tekiđ tillit til ţess tíma sem fer í ađ skođa og njóta útsýnisins og náttúrunnar, ţannig ađ röskir göngumenn, sem ćtla bara ađ ţrćđa stíginn komist ţetta ađ mun skemmri tíma.

Ekki er hćgt ađ fjalla um gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls án ţess ađ koma međ ađvörđun til ţeirra sem ţar ćtla ađ fara yfir:

Veđur í byggđ segir ekkert til um veđriđ uppi á hálsinum.  Ţađ hefur oft sannast og kostađ mannslíf.  Óreyndir göngumenn eiga ALDREI ađ fara einir í fyrstu göngu sinni yfir hálsinn.  Menn eiga ALDREI ađ ganga blindandi eftir GPS-punktum.  Bregđist skyggni í ferđinni, ţá er betra ađ setjast niđur á skjólsćlum stađ og bíđa eftir ađ annađ hvort rofi til eđa reyndir göngumenn komi sem hćgt er ađ biđja um ađstođ, en ađ halda göngunni áfram, a.m.k. um Heljarkamb og niđur í Bása.  Ađ sunnanverđu er leiđin almennt mun greiđfćrari og hćttu minni.

Veđurfar á hálsinum getur veriđ stórvarasamt og breyst á skömmum tíma.  Oft liggja vindstrengir yfir hálsinn sem loka leiđinni dögum saman.  Úrkomusamt er ţar og snjóalög geta bćđi veriđ mikil og varađ lengi.

En aftur ađ bókinni.

Mér sýnist bókin geta nýst flestum sem vilja ganga yfir Fimmvörđuháls.  Ég ćtla ekki ađ lýsa henni of ítarlega, en skilst ađ hćgt sé ađ finna hana hjá Útivist, Hagkaup og Útilífi.  Sigurđur á hrós skiliđ fyrir ađ koma ţessu efni á prent og hvet hann til ađ láta snara henni yfir á ensku og jafnvel fleiri tungumál.  Nýlega fékk ég t.d. fyrirspurn til Iceland Guide um gönguferđ yfir hálsinn frá bandarískum hjónum og ţví er ljóst ađ Fimmvörđuháls á sér ađdáendur víđa um heim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norđkvist

Örugglega stórskemmtileg bók og réttmćt viđvörunin hjá ţér til ţeirra sem ćtla ađ ganga ţessa leiđ, eđa nánast hvađa krefjandi gönguleiđ á hálendi sem er.

Velti ţví líka fyrir mér, ef mađur er ađ nota GPS í farsíma á svona göngu, ţá eyđist rafmagniđ fljótt út af símanum og ef rafhlađan tćmist er mađur í enn verri málum. Ţá hefur mađur hvorki GPS né síma.

Theódór Norđkvist, 10.8.2012 kl. 19:08

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sćll Marinó - gaman ađ sjá pósta frá ţér aftur:)

Ég vil taka undir međ Theódór varđandi GPS í símum.  Minn sími (Android) dugar ekki nema kannski klukkutíma međ GPS á.  Alla vega ekki međ "navigation"  Ţađ er aldrei of varlega fariđ og veđur á fjallvegum geta umturnast á svipstundu hvađ svo sem dagataliđ og veđurspáin segja - og ţarf svo sem ekki fjallvegi til, hef reynt ţađ á sjálfum mér oftar en einu sinni! :)

Kveđja

Arnór Baldvinsson, 11.8.2012 kl. 05:39

3 identicon

Sćll.

Lauk nýlega Laugavegsgöngu međ Fimmvörđuhálsi , mćli međ ađ ganga suđur og enda á Skógum (Eddunni)

Fátt er yndislegra en ganga uppúr Ţórsmörkinni í morgunkyrđinni og njóta ţess sem náttúran bíđur uppá, óţreyttur og međ vakandi athygli.

Rétt er ađ gefa sér góđan tíma, byrjuđum viđ félagarnir td. gönguna fyrir rúmum 30 árum og gengum í nokkrum áföngum.

Jónas Jónsson (IP-tala skráđ) 11.8.2012 kl. 10:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband