Leita í fréttum mbl.is

Evrópurdómstóllinn segir að dómastólar skuli fella niður ósanngjarna skilmála

'I máli C-618/10 Banco Español de Crédito SA v Joaquín Calderón Camino komst Evrópudómstóllinn (Court of Justice of the European Union) að því að landréttur (a national court) geti ekki breytt innihaldi ósanngjarns skilmála í samningi gerðum milli seljanda/þjónustuaðila og neytanda ("A national court cannot revise the content of an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer").  Þegar slíkt ósanngjarn skilmáli finnst, ber landsrétti að ýta slíku ákvæði til hliðar ("Where it finds that a term is unfair, the national court is required solely to set that term aside").

Í fréttatilkynningu gefinni út í gær segir:

In its judgment delivered today, first, the Court holds that the national court is required to assess, of its own motion, whether a contractual term in a consumer contract is unfair, where it has available to it the legal and factual elements necessary for that task.

Þá:

..the Court points out, second, that, according to the Directive, an unfair term included in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer does not bind the latter and that the contract containing such a clause remains binding for the parties on the same terms if it is capable of continuing in existence without that unfair term.

Og  svo niðurstaðan:

Consequently, where they find that there is an unfair term, national courts are required solely to exclude the application of such a term in order that it does not produce binding effects with regard to the consumer, without having the power to revise the content of that term. The contract containing the term must continue in existence, in principle, without any amendment other than that resulting from the deletion of the unfair terms, in so far as, in accordance with the rules of domestic law, such continuity of the contract is legally possible.

Vissulega ekki sams konar mál og með gengistryggðu vextina, en snýst um breytingar á skilmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mér finnst síðasta setningin í næst síðustu málsgrein fréttatilkynningarinnar mjög athyglisverð:

"If it were open to the national court to revise the content of unfair terms, sellers or suppliers would remain tempted to use those terms in the knowledge that, even if they were declared invalid, the contract could,
nevertheless, be modified by the court in such a way as to safeguard their interests."

Þarna segir í raun berum orðum að það sé ósanngjarnt af sölu-eða þjónustuaðila að setja skilmála í samning í trausti þess að dómstólar gæti hagsmuna þeirra ef ágreiningur rís um samninginn eða skilmálann síðar.

Að mínu viti má heimfæra þessa túllkun beint á það að dómstóll víki gengistryggingu til hliðar en setji í stað annað vaxtaviðmið en samið var um.  Slíkt megi ekki gera til að gæta hagsmuna sölu-eða þjónustuaðila.

Ég ætla því að fá að halda því aftur á lofti hér að mér finnst eina færa leiðin til uppgjörs bílalána og tækjafjármögnunarsamninga, af hvaða tagi sem er, vera sú að miða við upphaflega greiðsluáætlun.  Þar kom fram sá kostnaður sem aðilar reiknuðu með í upphafi að samningurinn fæli í sér og voru sammála um að neytandinn greiddi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.6.2012 kl. 14:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Erlingur, hví svo hógvær?

Nú eru gengistryggðu lánin vaxtalaus!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2012 kl. 13:14

3 Smámynd: Maelstrom

Guðmundur...með hvaða rökum færðu það út?  Ég hefði lesið út úr þessu að lánin ættu að vera á upprunalegum vöxtum.  Það er ekkert ólöglegt við að lán í íslenskum krónum noti millibankavexti annarrar myntar, svo samningurinn getur vel staðið með þeim skilmálum.  Því segja þessar tilvitnanir að upprunalegu vextirnir hefðu átt að standa óhreyfðir.

Maelstrom, 18.6.2012 kl. 16:12

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér má sjá samantekt um niðurstöðu dómsins:

A national court cannot revise the content of an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer.

Where it finds that a term is unfair, the national court is required solely to set that term aside. 

National courts are required solely to exclude the application of such a term in order that it does not produce binding effects with regard to the consumer, without having the power to revise the content of that term. The contract containing the term must continue in existence, in principle, without any amendment other than that resulting from the deletion of the unfair terms, in so far as, in accordance with the rules of domestic law, such continuity of the contract is legally possible.

Marinó G. Njálsson, 21.6.2012 kl. 14:23

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér er tengill á dóminn sjálfan:  C-618/10

Marinó G. Njálsson, 21.6.2012 kl. 14:27

6 identicon

Samkvæmt dómi hæstaréttar er verðtrygging og vextir bundin órjúfanlegum böndum. Það leiðir því til þess að sé verðtryggingarákvæði samnings ólöglegt og ógilt eru vextirnir einnig úr sögunni. Lántaka beri því að greiða eingöngu höfuðstól lánsins. Þetta væri hæfileg refsing til handa fjármálafyrirtækjum að brjóta lögin. Þau brot voru vísvitandi þar sem það hefur komið skýrt fram í umsögnum um lögin að fjármálafyrirtækin vissu af ólögmæti gengisbindingar í lagasetningu 2001.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 14:40

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú er ég hræddur um að menn muni reyna að bera lög 151/2010 fyrir sig og segja að löggjafinn hafi sett Seðlabankavextina á.  Þ.e. að Hæstiréttur snúi dómi 600/2011.

Annars kemur þessi niðurstaða Evrópudómsstólsins heim og saman við mína túlkun á 2.gr. laga nr. 38/2001, en ég hef sagt að Hæstarétti ahfi verið óheimilt út frá þeim lögum að setja Seðlabankavexti á lánin.

Marinó G. Njálsson, 21.6.2012 kl. 14:46

8 identicon

Það er er í grundvallaratriðum eitthvað bogið við að setja afturvirka vexti á lánasamning og krefjast aukagreiðslu mörg ár aftur í tímann því lántaki hafði aldrei forsendur til að greiða eitthvað sem hann vissi ekki af né hafði samið um! Svo ekki sé minnst á að það er lánveitandinn sem varð uppvís að lögbroti. Hvers vegna geta menn ekki séð að þess konar viðskipti eru í grundvallaratriðum alls ekki í lagi? Hversu lengi þarf að þvæla um þetta?

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 11:54

9 identicon

Gott að vera búin að fá þennan dóm að utan.

Ég var á morgunfundi SA og SÍ i morgun(28/6) þar sem fram kom að niðurstöðu í hæstarétti um vexti er í fyrstalagi að vænnta um sumarið 2013.

Samráðshópur SFF og umba skuld (tafagengið) segir bara partsannleik þegar þeir tala um hvenær dómar eru væntanlegir.

Nú er hægt að nota utandómin til að berja á SFF og er full þörf á.

Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1680030

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband