1.5.2012 | 18:13
1. maí haldinn hátíðlega í 90. sinn á Íslandi
Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins. Á þessum degi hafa fyrst verkalýður og síðan launþegar safnast saman um allan heim í yfir 120 ár, misjafnlega lengi í hverju landi. Hér á landi var dagurinn fyrst haldi hátíðlegur 1923. Að því gefnu að ekki hafi samkomur fallið niður í millitíðinni, þá er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi í 90. skipti frá upphafi. Já, þetta er í 90. skipti sem launafólk kemur saman á þessum degi til að krefjast úrbóta. Oft hefur það gengið eftir, en síðustu árin hafa orð verkalýðsleiðtoganna verið innantómt hjóm, enda eru þeir flestir orðnir tannlausir og hugsa, að því virðist, meira um eigin velferð en velferð umbjóðenda sinna.
Hátíðarhöldin í ár fara fram í skugga þeirrar kreppu sem hér skall á fyrir fjórum árum. Kreppunni hefur fylgt meira atvinnuleysi en við Íslendingar erum vanir frá því að flestir núlifandi landsmenn komust á vinnumarkað. Fleiri einstaklingar og fjölskyldur eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Fólk á í vandræðum með að skaffa mat á borðið fyrir sig og börnin sín. Fjölskyldur út um allt land, en þó sérstaklega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, eru að missa húsnæðið sitt og er bara vísað á götuna, þar sem félagsleg úrræði skortir. Kaupmáttarskerðing, hækkun greiðslubyrði lána og lækkun eignaverðs er veruleiki nánast allra. Greiðsluaðlögun og gjaldþrot er veruleiki allt of margra. Og hvar er verkalýðshreyfingin þegar öllu þessu fer fram?
Er von að sé spurt. Allt of margir upplifa verkalýðshreyfinguna þannig, að hún hafi hlaupið í felur eða tekið afstöðu gegn almenningi. Það voru forvígismenn Alþýðusambandsins sem lögðust á haustmánuðum 2008 gegn því að verðbætur á lán væru teknar úr sambandi. Aftur og aftur hafa forvígismenn launþega talað gegn umbótum og úrræðum vegna þess að þeir þjóna of mörgum herrum.
Höfum í huga á þessum degi, þeim fjórða sem haldinn er hátíðlegur í skugga núverandi kreppu, að þau úrræði, sem fólki hefur staðið til boða, hafa nær öll verið á forsendum þeirra sem settu þjóðina á hliðina, þ.e. fjármálafyrirtækjanna og fjármagnseigendanna. Innan við 20 ma.kr. af þeim úrræðum sem gripið hefur verið til, hafa ekki komið vegna dóma Hæstaréttar eða eru afskriftir á töpuðu fé. Á sama tíma hafa fjármálafyrirtækin og fjármagnseigendurnir hagnast um hátt í 400 ma.kr. vegna verðbóta af lánum almennings, lána sem bera óheyrilega háa vextir miðað við að vextirnir eru án áhættu. Ekkert hefur verið í reynd gert til að gera líf launþega bærilegt. Ekkert hefur verið gert til að sporna gegn aukinni verðbólgu. Ekkert hefur verið gert til að vinna upp kaupmáttarrýrnun síðustu ára. Lítið hefur verið gert til að fjölga störfum í landinu. Tæp fjögur ár af engum framförum hafa liðið hjá. Tæp fjögur ár af lélegri varnarvinnu verkalýðshreyfingarinnar hafa liðið hjá. Tæp fjögur ár af ofríki fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda hafa liðið hjá. Fjögur töpuð ár hafa liðið hjá.
Hvers vegna hefur verkalýðshreyfingin ekki tekið einarða afstöðu með launþegum landsins? Ég verð að viðurkenna, að ég skil það ekki.Verkalýðshreyfingin enn í vörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 197
- Frá upphafi: 1679951
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 178
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég skil það alveg.
Það kallast leti.
mbk
Benedikt.
Benedikt (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:33
,,Afstaða ASÍ er óskiljanleg. Þangað til við komum að þversögn verkalýðshreyfingarinnar."
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1447-stettabaratta-21-aldarinnar-og-framtie-hagsmunasamtaka-heimilanna
Þórður Björn Sigurðsson, 2.5.2012 kl. 00:09
Tegar forustumadur ASI ekki einu sinni getur motmælt,ofurkostnadi Lifeyrissjodana og ofurlaununum,ekki minnist a ad fækka teim(ca 10;3 miljarada kostnadur ad reka ta 2009)ekki vill rifta kjarasamningum tratt fyrir ad stor hluti felagsmanna vildi tad,hafdi ekki hugmind(ad eigin søgn)ad felag tar sem hann sat i stjorn a teingdist all mikid Tortola(Motivation Invest Holding)Ta held eg ad svarid se komid.Gylfi Arnbørs hefur ALDREI komid fram fyrir hønd verkalidsins,en vandamalid er ad innan ASI hafa tessir kallar/konur skapad hird i kringum sig tannig ad afar erfitt er ad koma teim i burtu og ef menn svo dyrfast ad motmæla ta eru teir hraktir i burtu ur midstjorn ASI.TAD HEFUR EKKI VERID NEIN VERKALIDSFORUSTA A ISLANDI I FJØLDA ARA
Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.5.2012 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.