15.4.2012 | 00:42
Fjármálafyrirtækin segjast hafa fært lán upp á 185 ma.kr. niður um 146 ma.kr. en bókfæra þau samt á 117 ma.kr.! Eigum við að trúa þessu?
Eitt er það FME og aðrir opinberir aðilar eru orðnir ansi góðir í. Það er að velja orð, þannig að hægt sé að fela sannleikann. Minnisblaðið sem FME gaf út vegna áhrifa af dómi Hæstiréttar í máli nr. 600/2011 er engin undantekning frá þessum orðaleik. Eins og ég segi í nýlegri facebook færslu:
Mér sýnist FME vera í orðaleik. Minnisblaðið miðar við hve mikið kröfuvirðið lækkar niður fyrir bókfært virði. Ekki hve mikið kröfuvirðið lækkaði, en hægt er að ráða það af orðum FME að kröfuvirðið í árslok 2011 hafi verið talsvert umfram bókfært virði. Tjón fjármálafyrirtækjanna er því 165 ma.kr. plús mismunurinn á kröfuvirði og bókfærðu virði 31/12 2011 og átti þessi mismunur að vera uppistaðan í hagnaði bankanna næstu árin.
Samkvæmt upplýsingum í minnisblaðinu var bókfært virði þeirra lána sem FME telur falla undir dóminn frá 15. febrúar um 668 ma.kr. hinn 31.12.2011. Já, bókfærða virðið er þetta, en síðan segir FME að kröfuvirðið muni lækka um 165 ma.kr. niðurfyrir þetta bókfærða virði. Áhugavert væri að vita hvert kröfuvirðið var um áramót, því það er munurinn á kröfuvirðinu þá og kröfuvirðinu núna sem skiptir máli.
Þessi aðferð að tala um bókfært virði í stað kröfuvirðis hefur áður verið notuð. Það var í svari FME til nefndarsviðs Alþingis hinn 27. júlí 2010. Þá var tilgreint að bókfært virði lána fyrirtækja hefði verið hinn 31.03.2010 840,9 ma.kr., húsnæðislán einstaklinga voru upp á 78,5 ma.kr., bílalán einstaklinga voru 61,4 ma.kr. og önnur lán einstaklinga voru 45,7 ma.kr. eða alls 1.026,5 ma.kr. Ég hef ekki á reiðum höndum upplýsingar um hvað fjármálafyrirtækin segjast hafa lækkað lán fyrirtækja mikið, en í upplýsingum á heimasíðu Samtaka fjármálafyrirtækja, þá hafa þau fært niður bílalán einstaklinga um 38,5 ma.kr. um síðustu áramót og fasteignalán þeirra um 108 ma.kr. eða alls um 146,5 ma.kr. Vissulega hafa einhverjir vextir lagst á þessi lán frá 31.03.2010, en ef við drögum 108 ma.kr. frá 78,5 ma.kr. þá kemur í ljós að fjármálafyrirtækin hafa lækkað gengistryggð fasteignalán heimilanna um 29,5 ma.kr. meira en nam bókfærðu virði þeirra meðan þau voru ennþá gengistryggð, báru gengistryggða vexti og voru reiknuð út samkvæmt uppsprengdu gengi.
Kannski er best ég setji þetta upp á skýrari hátt:
Ma.kr. | |
Bókfært virði 31.03.2010 | |
Fasteignalán einstaklinga | 78,5 |
Bílalán einstaklinga | 61,4 |
Önnur lán einstaklinga | 45,7 |
Gengistryggð lán einstaklinga alls | 185,6 |
Bókfært virði 31.12.2011 | |
Gengistryggð lán einstaklinga | 117,5 |
Leiðréttingar til 31.12.2011 | |
Gengistryggð fasteignalán | 108 |
Gengistryggð bílalán | 38,5 |
Gengistryggð lán einstaklinga alls | 146,5 |
Samkvæmt þessu er búið að leiðrétta lán sem voru bókfærð á 140 ma.kr. hinn 31. mars 2010 um 146,5 ma.kr. og þegar lán sem bókfærð voru á 45,7 ma.kr. og vöxtum er bætt við þau lán sem eru í bókum fjármálafyrirtækjanna, þá var bókfært virði þeirra samt upp á 117,5 ma.kr. um síðustu áramót.
Sko, ef ég dreg 146,5 ma.kr. frá 185,6 ma.kr. þá fæ ég út mismun upp á 39,1 ma.kr.
Greinilegt er að stærsti hluti "niðurfærslu" fjármálafyrirtækjanna á áður gengistryggðum lánum einstaklinga/heimilanna hefur átt sér stað á heim hluta lánanna sem telst munurinn á bókfærðuvirði og kröfuvirði. Aðeins 46,5% niðurfærslunnar hefur samkvæmt þessu komið fram í þeim hluta lánanna sem færður er sem eign hjá fjármálafyrirtækjunum, en 53,5% eru tekin af tölu sem hvergi kemur fram opinberlega heldur er hluti af rassvasabókhaldi fyrirtækjanna. Ætli slíkt rassvasabókhald standist alþjóðlega reikningsskilastaðla?
Nú vil ég skora á fjármálafyrirtækin og samtök þeirra að hætta að ljúga að almenningi í landinu. Segið okkur satt og rétt frá því hver er bókfærð staða áður gengistryggðra lána, hvert er kröfuvirði þeirra, hvað hafa fyrirtækin fært kröfuvirðið niður um mikið ársfjórðung fyrir ársfjórðung frá yfirtöku lánanna og hve mikil er niðurfærslan á bókfærða virði lánanna. Loks mættu þau segja okkur hvernig bókfærða virðið er fengið, hvernig kröfuvirðið er fengið og hve stór hluti meintrar niðurfærslu er í raun og veru afskrift sem átti sér stað hjá hrunbönkunum, þ.e. Glitni, Kaupþingi og Landsbanka Íslands. Er til of mikils ætlast að bankarnir segi okkur sannleikann?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Síbrotalygarar sem geta ekki hætt.
GB (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 10:54
Það hefur fátt komið af viti frá SFF eða fulltúum þess.
Niðurfærsla eða leiðrétting? Það er kannski hártogun að velta þessu fyrir sér, en bankarnir fengu á sig dóm og því réttara að tala um leiðréttingu, til samræmis við dóminn.
Þetta breytir svo sem ekki miklu, nema fyrir þá sem eru með lánabyrgðina.
Það er munur á því, fyrir það fólk, hvort það fær lán færð niður eða hvort lánin eru leiðrétt til samræmis við dóma. Sá sem fær lán sitt fært niður lítur svo á að hann sé að þyggja ölmusu frá bankanum, en hinn sem fær leiðréttingu samkvæmt dómi stendurbeinn í baki á eftir!
Gunnar Heiðarsson, 15.4.2012 kl. 11:06
Ég er með bílalán frá SP og það sem mig langar að vita er hvernig ég reikna út hvað bankinn skuldar mér.
Nú tók seinast dómur ekki á vaxtaprósentunni sem slíkri heldur eingöngu gildi greiðsluseðla/kvittana.
Mér finnst bara stórundarlegt að bankarnir geti reiknað þetta út fyrir FME en haldi svo ótrauðir áfram að rukka mig á forsendum svokallaðrar óvissu, vafa um fordæmi og annarra þess háttar fyrirsláttarafsakana sem gerir þeim mögulegt að fá "lánaðar" hjá mér ofgreiðslurnar á Seðlabankavöxtum þar til þeim þóknast að greiða endurreikna lánið og greiða mér til baka.
Skúli (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:41
Tölurnar frá bönkum FME Seðlabankanum og ríkisstjórninni verða sífellt torskildari og ruglingslegri.
Svo kemur í ofanálag að það er að safnast upp í bönkunum innistæður vegna krónueigenda og útgreiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna.
Seðlabankinn hamast svo við að hækka vexti til að auka á vandann.
Það læðist að manni sá grunur að allt þetta rugl og fár sé til þess að reyna að breiða yfir það, að nýju bankarnir eru á sömu leið og þeir gömlu. Eða hvernig eiga þeir að fara að því að greiða út 1200 ma sem vilja fara úr landi.
Ég er hræddur um að það styttist í næsta hrun.
Sigurjón Jónsson, 16.4.2012 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.