Eftir að hafa lesið tilkynningu stjórnvalda sem birt er á vef Stjórnarráðsins, þá botna ég hvorki upp né niður í því sem þar er sagt. Fyrst er vitnað til þess að almennar niðurfærslur um 20% kosti um 260 milljarða króna og stærsti hluti hennar renni til tekjuhæstu hópanna. Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd um 20% niðurfærslu er komin og enn síður veit hvaða 1.300 ma.kr. er verið að tala um sem grunn að þessari niðurfærslu. Þeir útreikningar sem ég hef framkvæmt á niðurfæslu/leiðréttingu hafa alltaf miðað við verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. Engum manni dettur í hug að hrófla frekar við áður gengistryggðum lánum. Í annan stað þá er alltaf gert ráð fyrir að hafi fólk nýtt sér úrræði, þá komi þau til frádráttar því sem fengist í almennum aðgerðum. Þá vil ég benda á að Guðbjartur Hannesson lýsti því sjálfur yfir á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í byrjun desember 2010 að færa ætti verðtryggð húsnæðislán niður um hátt í 100 ma.kr. Af þeirri upphæð hafa innan við 30 ma.kr. verið nýttir.
Næst eru það vaxtabæturnar. Guðbjartur segir í tilkynningunni að áætlaðar vaxtabætur séu 17-18 ma.kr. Rétt er það, en aðeins um 6 ma.kr. eru vegna sérstaks átaks stjórnvalda sem kynnt var 3. desember 2010 og þær eru fjármagnaðar af fjármálafyrirtækjunum. Restin eru sömu vaxtabæturnar og hafa alltaf verið greiddar. Að berja sér á brjósti yfir allri upphæðinni er í besta falli hallærislegt.
Leysa greiðsluvandann
Ég tek undir með Guðbjarti Hannessyni, þar sem hann segir að mikilvægast sé "að leysa úr vanda þeirra sem eru í greiðsluvanda" en tek ekki undir með honum að fyrst og fremst eigi að leysa vanda þeirra "sem eru bæði í greiðslu- og skuldavanda". Menn eiga að gera tvennt:
Takast þarf á við og leysa vanda þeirra sem eru í greiðsluvanda og síðan þarf að takast á við vanda þeirra sem eru í tekjuvanda.
Hvenær ætla menn að átta sig á því að skuldavandi er ekki málið nema að honum fylgi greiðsluvandi eða að viðkomandi þarf að selja og situr eftir með hluta af lánum sem áður voru á hinni seldu eign.
Í vinnu sérfræðingahóps um skuldamál heimilanna kom fram að umtalsverður hópur fólks/heimila hefur ekki efni á framfærslu sinni samkvæmt naumhyggju viðmiðum Umboðsmanns skuldara, hvað þá að hafa pening fyrir húsnæði. Þetta hefur heldur betur komið í ljós á undanförnum mánuðum. Atvinnuleysisbætur, örorkulífeyrir, ellilífeyrir og lægstu laun eru allt undir þeim mörkum sem fólk þarf til að framfleyta sér. Á fundi með ráðherrum og bankamönnum í Þjóðmenningarhúsinu í nóvember 2010 benti ég sérstaklega á þetta. Þá eins og oft er ekki hlustað á þá sem flytja leiðinlegu skilaboðin.
Hlægileg er sú fullyrðing stjórnvalda að breytingar á vaxtabótum sem tóku gildi í fyrra skipti einhverju máli. Þó fjölskylda fái viðbótarvaxtabætur upp á 300.000 kr., þá hefur það ekkert að segja þegar gatið er 50-70 þ.kr. á mánuði, ef ekki mun stærra. Hvaða djók er það að halda að 25.000 kr. á mánuði breyti einhverju.
110% leiðin
Síðan segir að greiningin horfi framhjá 110% leiðinni. Hér er rétt að staldra við. 110% leiðinni var samkvæmt útreikningum sérfræðingahópsins ætlað að ná til 1.470 heimila miðað við að eingöngu væri notað fasteignamat húsnæðis viðkomandi fjölskyldu og ekkert annað. Bankarnir hafa mjög oft notað markaðsverð og síðan bætt við öllum eignum sem hægt hefur verið að tína til. 1 m.kr. eign í bifreið skerðir niðurfærsluna um 1.100.000 kr. Skuldlaus tjaldvagn sem ekki er hægt að koma í verð er metinn upp úr öllu valdi og 110% vandvirðis er dregið frá.
72.762 heimili voru með fasteignalán samkvæmt gögnum sem sérfræðingahópurinn vann með. Af þeim voru 62.009 heimili talin ráða við allar afborganir húsnæðis- og bílalána, en inn í töluna vantaði námslán og a.m.k. hluta neyslulána. Við getum því sem sanni sagt að greiðslugeta talsvert færri heimila var ekki næg til að greiða af öllum lánum. Af þessum mismun, þ.e. 10.751 heimili, þá gáfu útreikningar sérfræðingahópsins til kynn að 888 heimili kæmust úr greiðsluvanda með 110% leiðinni, 321 einstaklingur, 237 einstæðir foreldrar og 330 hjón. Það sem vantar upp á 1.470 væru heimili sem ennþá yrðu í greiðsluvanda eftir að hafa farið í gegn um 110% leiðina. Meðalniðurfærsla þessa hóps væri 14,4 m.kr. og heildarniðurfærslan 12,8 milljarðar kr. eða um 30% af því sem farið hefur í 110% leiðina samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Yfir 70% af niðurfærslum vegna 110% leiðarinnar hafa því farið til heimila sem ekki voru í greiðsluvanda! Alveg er þetta stórkostlegur árangur.
Í tilkynningu stjórnvalda segir:
Í þessu sambandi er rétt að taka fram að 110 prósenta leiðinni var ekki ætlað sérstaklega að taka á greiðsluvandanum en viðurkenna varð þann vanda sem yfirveðsett heimili glímdu við.
Nú langar mig að rifja upp hvað stjórnvöld sögðu í viljayfirlýsingu frá 3. desember 2010:
Til að flýta fyrir óhjákvæmilegri aðlögun áhvílandi veðskulda á íbúðarhúsnæði landsmanna að verðmæti eignanna og greiðslugetu skuldara verður boðið upp á hraðari úrlausn skv. því sem hér segir:
Séu áhvílandi íbúðarskuldir að endurmetnum gengisbundum lánum umtalsvert hærri en nemur verðmæti veðsettrar eignar býðst skuldara að fá eftirstöðvar láns færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar, enda uppfylli hann önnur skilyrði þessa úrræðis.
Ég gerði það af stráksskap mínum að feitletra orðið "greiðslugetu". Já, 110% leiðinni var ætlað að vera skref í átti að laga áhvílandi veðskuldir að greiðslugetu, en núna var henni "ekki ætlað sérstaklega að taka á greiðsluvandanum". Gullfiskaminni stjórnvalda getur stundum verið kostulegt.
Yfirveðsetning minnkað vegna dóma Hæstaréttar
Samkvæmt gögnum SFF höfðu um áramót 16.475 heimili fengið úrlausn samkvæmt 110% leiðinni. Sú staðreynd breytir engu um hvort yfirveðsettum heimilum hefur fækkað eða fjölgað. Sama á við um sérstakar vaxtabætur eða raunar nokkur önnur úrræði sem stjórnvöld hafa staðið fyrir. Eitt atriði er með krókaleiðum hægt að tengja við stjórnvöld, en það er hækkandi fasteignamat! 7% hækkun fasteignamats sem tók gildi um síðustu áramót fækkaði í hópi yfirveðsettra einfaldlega vegna þess að verðmæti/veðrými jókst.
Samkvæmt tölum hagfræðinga Seðlabankans voru 8.642 heimili með gengistryggð fasteignalán. Í tilkynningu stjórnvalda er þess getið að yfirskuldsettum heimilum hafi fækkað úr 25.876 þegar mest var í 14.412 eða sem nemur 11.464 heimilum. Líklegt er að dómar Hæstaréttar hafi fækkað þeim um hátt í 8.600 vegna fasteignalána og síðan er spurning hve mikið þeim hefur fækkað vegna bílalán annars vegar og hækkunar fasteignamats hins vegar. Ég held að mér sé a.m.k. óhætt að segja, að beinar aðgerðir stjórnvalda hafi haft nánast engin áhrif.
Skuldir heimila lækkuðu milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 00:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk enn og aftur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2012 kl. 09:20
Takk fyrir godan pistil. Stjornvold a Islandi komast upp med nanast hvad sem er, virdist vera og thvi midur gleypir pressan og stor hluti almennings delluna fra theim, gagnrynis og umraedulaust.
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2012 kl. 16:36
Góð grein. Ég fékk að vísu 15% hækkun á fasteignamati í hausinn núna síðast, enda eiga engin "úrræði" stjórnvalda við mig.
Ingifríður Ragna Skúladóttir (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:57
Takk fyrir þetta :)
Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 04:06
Þessi tilkynning er auðvitað bara sorgleg staðfesting á því árangursleysi sem kemur fram þannig að þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist vera að gera helling til að takast á við skuldavanda heimila, að þá hafa skuldir heimila samt ekki lækkað um nema 3-4 prósent á milli ára. Miðað að í núverandi ástandi er mjög lítið vera að taka ný lán og þeir sem geta eru að borga af sínum lánum, þá þyrfti lækkunin að vera mun meiri.
Það er augljóslega bara langt frá því að vera ásættanlegt, því vandamálið er alvarlegra en svo að einhver 3-4 % reddi því.
Úrræðin eru plástrar, og strax byrjaðir að losna.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2012 kl. 14:48
Sérfræðinganefnd á vegum ríkisins úrskurðar að sumir hafi efni á því að vera rændir. Til standi að hjálpa þeim sem hafi ekki efni á því, fylgst sé með biðlistum.
Finnst ég hafa heyrt þetta áður. Kannski er það bara ég.
sr (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.