28.3.2012 | 19:08
Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum
Eftir að hafa lesið skýringu Tryggingastofnunar ríkisins á kostnaðarþátttöku lífeyrisþega vegna dvalar á sjúkrastofnunum eða dvalar- og hjúkrunarheimilum, þá eru skilaboðin alveg skýr:
Ef þú sérð fram á að þurfa að nýta þér þjónustu sjúkrastofnunar, dvalar- eða hjúkrunarheimilis á efri árum, borgar sig ekki að greiða í lífeyrissjóð, eyddu peningunum strax eða gefðu hann afkomendum þínum
Lífeyriskerfið miðar við að sjóðfélagi skuli fá greiddan lífeyri sem nemur 56% af mánaðarlaunum. Í fréttatilkynningu frá TR kemur fram að hver íbúi á dvalar- eða hjúkrunarheimili greiði með tekjum sínum allt að 311.741 kr. á mánuði til viðkomandi heimilis umfram fyrstu 65.005 kr. eftir skatta. Það sem upp á vantar 689.417 kr. kemur frá ríkinu. Þessar 311.741 kr. er örugglega eftir skatta, þannig að til að fá eitthvað umfram 65.005 kr. á mánuði í sinn hlut, þá þarf viðkomandi að vera með 376.746 kr. á mánuði í lífeyri eftir skatta eða 541.420 kr. áður en skattar eru teknir af miðað við núverandi skattkerfi. Nú til að fá 541.420 kr. í lífeyrisgreiðslur, þá þarf viðkomandi að hafa yfir 966.000 kr. á mánuði í laun meðan viðkomandi er á vinnumarkaði, þ.e. 541.420/0,56 = 966.821.
Sá sem er með launatekjur milli 116.000 - 966.000 kr. og dvelur á sjúkrastofnun, dvalar- eða hjúkrunarheimili sér ekki eina krónu af þeim iðgjöldum sem viðkomandi greiðir í lífeyrissjóð af þessum allt að 850.000 kr. Bara til að skilja um hvaða upphæð er að ræða, þá er 12% af 844.000 = 102.000 kr. á mánuði eða 1.224.000 kr. á ári og 42.840.000 kr. á starfsævinni miðað við 35 ára starfsævi. Sé starfsævin 40 ár fer upphæðin upp í tæplega 49 m.kr. og 55 m.kr. fari starfsævin upp í 45 ár. Skilaboðin eru skýr: Eingöngu þeir allra tekjulægstu eiga að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Allir aðrir koma verr út úr því en að eiga peninga undir kodda. (Allar tölur eru núvirtar. 56% talan er fengin úr lögum og út frá henni er 3,5% árleg raunávöxtunarkrafan reiknuð.)
TR borgar alltaf meirihluta kostnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Lífeyrissjóðir | Breytt 6.12.2013 kl. 00:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þau 12% sem við greiðum í lífeyrissjóð er einfaldlega viðbótar skattur.
Þar með skríður skattprósentan yfir 50% sem er með því allra hæsta sem þekkist.
Eina vitið að leggja sparnaðin í eignir (íbúð) svo á efri árum að selja íbúðina og kaupa sér gull stangir sem maður getur geymt í vasanum.
Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 22:36
Því miður er þetta skyldulífeyrissjóður.
Þetta er hinsvegar bull eins og þetta er uppsett núna og er ekkert annað en skattur, afhverju að gera þetta svona ?
Afhverju ekki að þessi 12% séu eign hvers og eins ?
Bara bull að gera þetta svona svo eru einhverjir lífeyriskóngar að spila með þetta.
Svo eru uppi hugmyndir um að tvískatta viðbótarlífeyrinn sem er þó eitthvað sem maður á.
Maður á rosalega auðvelt með að ákveða það í dag hvort að maður ætlar á elliheimili/sjúkrastofnun eða ekki, hvað vitum við hvort að við verðum veik á efri árum ?
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 23:13
ég reikna með því að best sé að stúta sér áður en til þess kemur að maður svo veikur að ríkið og einhver hjúkrunar heimili hirði þann ofur litla mögulega arf sem maður gæti látið eftir sig.... í dag stendur arfurinn í 2 pc tölvum og svo einhverjum afgöngum .. en eg á tvo syni alveg hreint út en svo eru 3 önnur sem mér ber skilda til að sinna líka þar sem þau eru á mínu fram færi ....þó það sé bara viðurkennt af skattinum .
er þetta land okkar að verða dáltið súrt .( þá meina ég eins og lsd súrt ) já við lifum í raunverulega landi með runvrulegu fólki en ýmynduðu stjórnkerfi .. sem dreymir raunveruleika sem á sér ekki stað í alheiminum ..
Hjörleifur Harðarson, 29.3.2012 kl. 14:05
en þar sem þú ert svona útreikninga maður marino .. hvað færð þú út úr dæminu sem ég setti upp í mínu komenti ..7 aldraðir kaupa hús saman og ráð a staff ..einka hjúkrunar heimili ..
Hjörleifur Harðarson, 29.3.2012 kl. 14:07
Marínó, hvernig stendur á því að það heyrist ekki bofs lengur frá HH og talsmönnum skuldara lengur um verðtryggð lán fólks? Er það af því að allir sem hafa verið virkir í þessum félagssskap voru með gengislán og hafa nú loks náð sínu fram í gegnum dóma Hæstaréttar?
Það er óhugnanlegt að lesa dæmi um þá mismunun sem nú er orðin staðreynd hjá þeim sem tóku verðtryggð lán og þeim sem tóku gengistryggð.
Það á að hvetja fólk til uppreisnar og að brjóta með valdi niður banka, fjármálastofnanir og ef með þarf ríkisvaldið. Svona mismunum á ekki að líðast undir nokkrum kringumstæðum og þýðir þá ekkert að taka tillit til lagabókstafs.
Þessi mismunum er svipuð "Apartheid" kynþáttastefnunni í S-Afríku. Þarna er verið að mismunandi fólki gríðarlega - ekki eftir kynþætti heldur eftir því hvaða lánaform það tók.
Það er dapurlegt ef helstu talsmenn skuldara fram að þessu eru "saddir" eftir að hafa náð fram leiðréttingum fyrir sjálfa sig en sjá skuldara með verðtryggð lán sökkva í hyldýpið og taka á sig afleiðingar af glæpastarfsemi fyrir hrun.
Jónas (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 19:03
HH eru alltaf að:
Opið bréf til Alþingismanna í efnahags- og viðskiptanefnd - um afnám verðtryggingar
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1463-opie-bref-til-altingismanna-i-efnahags-og-vieskiptanefnd-um-afnam-veretryggingar
Lögsókn gegn verðtryggingu neytendalána
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1456-logsokn-verdtrygging
Skúli (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.