26.2.2012 | 23:17
Hćstiréttur: Eingöngu má leiđrétta rangan lagaskilning til framtíđar
Mikiđ er ég orđinn ţreyttur á ţeim óheiđarleika sem skín í gegn hjá fjármálafyrirtćkjunum og ţeim lögfrćđingum sem fengnir hafa veriđ til ađ fjalla um dóm Hćstaréttar fyrir ţeirra hönd. Fjölmiđlar hafa einhverra hluta vegna ákveđiđ ađ hoppa á vagninn og gera túlkun fjármálafyrirtćkjanna hátt undir höfđi en hunsa málflutning hinna sem leita ekki upp rök fyrir fjármálafyrirtćkin.
Í ţessum pistli langar mig til ađ greina ţau atriđi sem mér finnst mestu máli skipta í dómsorđum Hćstaréttar í máli nr. 600/2011 frá 15. febrúar sl.
Úr hverju ćtlađi Hćstiréttur ađ leysa?
Gott er ađ byrja ađ skilja hvers Hćstiréttur spyr sig í málinu. Rétturinn hefur inngang ađ spurningu sinni, en segir svo:
Samkvćmt framansögđu verđur ađ taka afstöđu til ţess hvort sóknarađilar teljist í ljósi atvika málsins hafa fengiđ réttmćta ástćđu til ađ ćtla ađ ekki gćti komiđ til frekari vaxtakröfu varnarađila síđar.
Já, Hćstiréttur veltir ţví fyrir sér hvort Sigurđur og Elvira hafi getađ gert ráđ fyrir frekari vaxtarkröfu síđar eftir ađ hafa greitt allar sínar gjalddagagreiđslur í samrćmi viđ heimsendar tilkynningar Frjálsa fjárfestingabankans. Höfum í huga ađ ţetta er spurningin og henni var svarađ.
Niđurstađa Hćstaréttar
Gera verđur skýran greinarmun á niđurstöđu Hćstaréttar og síđan rökleiđslu réttarins. Rökleiđsla er leiđ réttarins ađ niđurstöđu, en hvorki niđurstađa né er hćgt ađ draga víđtćkar ályktanir á rökleiđslunni.
Niđurstađa réttarins er tvíţćtt. Sú fyrri er víđtćk:
Er ţví fallist á međ sóknarađilum, ađ sá rangi lagaskilningur sem samkvćmt framansögđu lá til grundvallar lögskiptum ađila í upphafi og ţar til dómur Hćstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verđi í uppgjöri ađila einungis leiđréttur til framtíđar. (Leturbreyting MGN)
Hinn rangi lagaskilningur er sá sem greitt var úr í máli nr. 604/2010 frá 14. febrúar 2011, ţ.e. hvort gengistryggingarákvćđi lánssamninganna vćri gilt eđa ekki og síđan ef ţađ reyndist ekki gilt hvort vaxtaákvćđi samningsins stćđi. Niđurstađan í máli nr. 604/2010 var ađ gengistryggingarákvćđiđ vćri brot á 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 og ađ "um [vextina] skyldi fariđ eftir 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001". Ţetta er hinn rangi lagaskilningur sem Hćstiréttur segir núna ađ "verđi í uppgjöri ađila einungis leiđréttur til framtíđar".
Ekkert bendir til ţess ađ ţessi niđurstađa sé á nokkurn hátt takmörkuđ í gildi sínu. Hćstiréttur segir ađ ekki veriđ hćgt ađ leiđrétta vexti lánsins afturvirkt heldur einungis til framtíđar frá ţeim degi ţegar hinn rangi lagaskilningur hafđi veriđ leiđréttur, ţ.e. 14. febrúar 2011. Ţessi rangi lagaskilningur var ekki bara leiđréttur međ dómi nr. 604/2010 vegna ţess láns sem ţar var deilt um heldur allra lána sem voru međ gengistryggingu.
Síđari niđurstađa Hćstaréttar er sértćk:
Af ţví leiđir ađ varnarađili getur ekki krafiđ sóknarađila um viđbótargreiđslur vegna ţegar greiddra vaxta aftur í tímann, en á ţví var yfirlýsing hans um skuldajöfnuđ byggđ.
Ágreiningurinn sneri líka um hvort Frjálsi gćti notađ málskostnađ sem fyrirtćkiđ var dćmt til ađ greiđa í máli nr. 604/2010 til ađ skuldajafna gegn vangreiddum vöxtum. Ţar sem einungis má leiđrétta rangan lagaskilning til framtíđar, ţá var ekki neina slíka vangreidda vexti ađ rćđa.
Rökleiđsla Hćstaréttar
Ţví miđur hafa birst lögfrćđiálit sem hunsa algjörlega ofangreindar niđurstöđur, eins og ţćr komi málinu ekki viđ. Í stađinn hafa álitin (og umsagnirnar) elt uppi atriđi í rökleiđslu réttarins og stillt ţeim upp sem niđurstöđum.
Mér finnst ţađ hálf neyđarlegt ađ lesa slíkt frá jafnvel hćstaréttarlögmönnum. En hver eru ţessi atriđi sem Hćstiréttur nefnir:
Meginregla kröfuréttar: "Ađ fullnađarkvittun kröfuhafa geti ađ vissum skilyrđum fullnćgđum valdiđ ţví ađ hann glati frekari kröfu."
Út frá ţessu kemst dómurinn ađ ţví ađ "[í] ţessu máli verđur lagt til grundvallar ađ greiđslutilkynningar, sem varnarađili sendi um vćntanlega gjalddaga lánsins međ útreikningum á fjárhćđinni sem greiđa skyldi og síđan fyrirvaralaus móttaka hans á greiđslum í samrćmi viđ tilkynningarnar, hafi jafngilt fullnađarkvittun um greiđslu á ţví sem gjaldféll hverju sinni."
Dómafordćmi: Dómur Hćstaréttar 10. september 1998, bls. 2735 í dómasafni réttarins ţađ ár. "[S]kuldari hafi viđ móttöku kvittunar fengiđ í hendur yfirlýsingu kröfuhafa um ađ greiđslu vćri lokiđ."
Öryggi í viđskiptum: Hćstiréttur telur ađ dómafordćmiđ ađ ofan snúist um öryggi í viđskiptum, ţ.e. ađ ţađ geti "haft í för međ sér mikla röskun á fjárhagslegum hagsmunum skuldara, sem um lengri tíma hefur hagađ sér í samrćmi viđ tilmćli kröfuhafa, ef kröfuréttarsambandiđ er tekiđ upp hvađ fortíđina varđar og honum í framhaldinu gert ađ standa kröfuhafa skil á umtalsverđum viđbótargreiđslum fyrir liđna tíđ, ţvert á vćntingar sínar um hiđ gagnstćđa."
Hćstiréttur veltir ţví nćst fyrir sér hvort ofangreind ţrjú atriđi geti átt viđ. (Og enn erum viđ í rökleiđslu réttarins, en ekki niđurstöđu.) Hann skiptir rökleiđslunni í ţrennt:
1. Báđir ađilar gengu út frá ţví ađ útreikningar Frjálsa á fjáhćđ afborgana og vaxta tćki miđ af ţví ađ ákvćđi skuldabréfsins um gengistryggingu höfuđstólsins vćru gild. Sóknarađilar (Sigurđur og Elvira) voru ţví "í góđri trú um lögmćti ţeirrar skuldbindingar sem ţau höfđu gengist undir gagnvart varnarađilanum [(Frjálsa)] og ţar međ í góđri trú um ađ fyrrnefndar greiđslur ţeirra fćlu í sér fullar og réttar efndir af ţeirra hálfu." Tökum eftir ađ Hćstiréttur greinir á milli góđrar trúar um skuldbindinguna sem ţau gangast undir og góđrar trúar um fullar efndir međ greiđslunni. "Misskilningur ađila í ţessum efnum, sem byggđi á röngum lagaskilningi og stađfestur var međ áđurgreindum dómi Hćstaréttar 14. febrúar 2011, var sóknarađila ţví ađ öllu leyti afsakanlegur."
2. Samningurinn er til langs tíma og viđbótarkröfur um vexti fyrir liđna tíđ er umtalsverđ ţegar litiđ er til upphaflegrar samningsfjárhćđar.
3. Varnarađili, ţ.e. Frjálsi, er fjármálafyrirtćki sem bauđ viđskiptavinum sínum lán međ ólögmćtri gengistryggingu og einhliđa ákvörđuđum, stöđluđum skilmálum.
Af rökleiđslu dregur Hćstiréttur eftirfarandi ályktun:
Ţegar öll framangreind atriđi eru virt heildstćtt og ţađ lagt til grundvallar sem áđur greinir, ađ greiđslutilkynningar varnarađila og fyrirvaralaus móttaka hans á greiđslum í samrćmi viđ ţćr tilkynningar hafi jafngilt fullnađarkvittunum, ţykir ţađ standa varnarađila nćr en sóknarađilum ađ bera ţann vaxtamun sem af hinni ólögmćtu gengistryggingu hlaust og um er deilt í málinu.
Í framhaldi af ţessum texta kemur síđan niđurstađan sem ég vísa til ađ ofan, ţ.e.
Er ţví fallist á međ sóknarađilum, ađ sá rangi lagaskilningur sem samkvćmt framansögđu lá til grundvallar lögskiptum ađila í upphafi og ţar til dómur Hćstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verđi í uppgjöri ađila einungis leiđréttur til framtíđar.
Lög nr. 151/2010
Vissulega má fćra fyrir ţví rök ađ umfjöllun Hćstaréttar um lög nr. 151/2010 sé ein af lykilniđurstöđum málsins. Ţau lög komu fyrir í málflutningi málsađila, en voru ekki hluti af kröfugerđ. Hćstiréttur tekur ţó á sig krók og hnýtir í Alţingi međ eftirfarandi orđum:
Međ almennum lögum er ekki unnt, međ svo íţyngjandi hćtti sem á reynir í málinu, ađ hrófla međ afturvirkum hćtti viđ réttarreglum um efni skuldbindinga og greiđslur skulda frá ţví sem gilti ţegar til ţeirra var stofnađ og af ţeim greitt. Fćri slíkt í bága viđ ţá vernd eignarréttinda sem leiđir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af ţessum sökum fá nefnd lög ekki haggađ ţeirri niđurstöđu sem komist er ađ í kafla IV hér ađ framan.
Ţeim ákvćđum laganna, ţar sem vísađ er til afturvirks útreiknings vaxta er ţví hafnađ og teljast ţau ákvćđi ţví ekki gild lengur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ţađ sem ég átta mig ekki á í ţessu öllu er sú niđurstađa í álitsgerđ LEX ađ almennt geti skuldarar ekki gert ráđ fyrir endurgreiđslum vegna ţessa dóms. Ţađ eigi einungis viđ ef samningsvextir hafi á einhverju tímabili veriđ hćrri en seđlabankavextir. Hvađ segir ţú um ţetta?
Ţorsteinn Siglaugsson, 28.2.2012 kl. 10:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.