24.2.2012 | 14:11
Dæmigerð útsölulokahækkun vísitölu
Sú hækkun vísitöluneysluverðs er dæmigerð útsölulokahækkun. Á síðasta ári varð hækkunin 1,2% og 1,15% árið áður. Nokkrar fleiri slíkar mælingar má finna, en hafa verður í huga að áður endurspeglaði verðbólga í mars þá verðbreytingu sem núna mælist í febrúar. Helgast það af því að mæling vísitölunnar var færð til. Í staðinn fyrir að vera á fáeinum dögum í byrjun mánaðar, þá er hún núna framkvæmd á lengri tíma um miðjan mánuð. Verður þetta til þess að útsölulok jólaútsalna koma inn í febrúarvísitölumælinguna núna, en kom inn í mælinguna í mars áður. Á sama hátt mælist upphaf jólaútsalna í janúar, en ekki febrúar eins og áður.
Spurningin er hver þróunin verður. Ef sama munstur helst, þá má búast við allt að helmingi minni hækkun milli febrúar og mars og aftur helmingun milli mars og apríl. Þrátt fyrir það mun verðbólgan vera í 5,3% í lok apríl og haldast vel yfir 4% fram á mitt sumar en taki þá að lækka rólega eftir það, þ.e. komi ekkert óvænt upp á. Lengra ná ekki pælingar mínar, sem byggja eingöngu að samanburði við fortíðina.
Verðbólgan 6,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó,
Á virkilega ekki að fara í gegnum útreikninga þessarrar vísitölu. Það er engin þjóð sem reiknar þetta eins og við, að ég viti til,. Hækkanir hafa vaðið yfir heiminn undanfarin ár, samt sér maður ekki svona verðbólgu,.
itg (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 18:34
Og svo er það annað. Evran er í kr. 167.65 og enginn í landinu - ENGINN getur útskýrt ástðæuna fyrir þessu falli krónunar núna síðustu daga.
Ég spyr - hverjir eru að stela núna?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.