23.2.2012 | 15:08
Fordæmisgildi Hæstaréttardóms víðtækt
Mbl.is birtir frétt um fund sem KPMG hélt um nýgenginn Hæstaréttar dóm um vexti áður gengisbundinna lána. Vitað er í erindi Sigurjóns Högnasonar, lögfræðings. Ekki kann ég nein deili á Sigurjóni önnur en þau, að samkvæmt fundargerð efnahags- og viðskiptanefndar frá 9. desember 2011, þá mætir hann fyrir nefndina og er sagður fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja. Hvort hann vinni enn fyrir SFF eða sé kominn eitthvað annað veit ég ekki.
Fyrirsögn fréttar mbl.is er "Óvíst um fordæmisgildi". Miðhluti fréttarinnar er um greiningu Sigurjóns á dómnum, en ráða má af fyrirsögninni og því sem kemur á undan miðkaflanum að það sem þar segir gefi tilefni til að efast um fordæmisgildi dómsins. Þessu er ég algjörlega ósammála og þessu sé frekar öfugt snúið. Orð Sigurjóns bendi einmitt til víðtæks og sterks fordæmisgildi dómsins.
En skoðum hvað haft er eftir Sigurjóni, athugasemdir mínar og að hvaða niðurstöðu ég kemst.
Sigurjón:
Í þessu tilviki hafi verið um að ræða að ákveðinn aðstöðumunur hafi verið á fjármálafyrirtækinu og skuldaranum.
Þetta atriði á við um ALLA neytendur sem taka lán hjá fjármálafyrirtæki og ítrekað hefur komið fram í dómum, m.a. Hæstaréttar, að gagnvart fyrirtækjum væri slíkur aðstöðumunur viðurkenndum.
Niðurstaða: Aðstöðumunur leiðir til víðtæks fordæmis.
Sigurjón:
Skuldbinding skuldara hafi verið til langs tíma, þ.e. 30 ára og skuldararnir hafi í langan tíma, 5 ár, greitt til samræmis við tilmæli kröfuhafans.
Nú eru um fjögur ár frá því að síðustu gengistryggðu lánin voru veitt neytendum. Stór hluti lántaka hafði greitt af lánum sínum í álíka langan tíma og Elvira og Sigurður, sumir jafnvel lengur. Á Íslandi teljast lán til innan við 2 ára almennt vera skammtímalán, en séu þau til lengri tíma eru þau langtímalán. Þetta má m.a. sjá í efnahagsreikningum fyrirtækja.
Niðurstaða: Þetta atriði rýrir á engan hátt fordæmisgildi dómsins.
Sigurjón:
Skuldararnir hafi greitt í góðri trú, talið um fullnaðargreiðslur að ræða og haft réttmætar væntingar um að þeir yrðu ekki krafðir um frekari greiðslur.
Ég veit ekki um neinn sem ekki greiddi í þeirri góðu trú að ekki yrði um frekari greiðslu að ræða efir að hafa greitt það sem fjármálafyrirtækið rukkaði.
Niðurstaða: Þetta atriði styrkir fordæmisgildi dómsins.
Sigurjón:
Endurreikningur vaxta, til samræmis við seðlabankavexti hafi falið í sér umtalsverða viðbótargreiðslu eða um 6,5 milljónir af 19,2 milljóna króna höfuðstól láns.
Aftur veit ég ekki um neinn sem ekki er að lenda í þessu. Mínir útreikningar sýna að eingöngu hvað snýr að heimilunum hafi vaxtabyrði lánanna frá lántökudegi til þess er dómur gekk hækkað úr á bilinu 147 - 207 ma.kr. í 496 ma.kr. og vextirnir því í mörgum tilfellum orðnir hærri en höfuðstóll lánanna.
Niðurstaða: Þetta atriði styrkir fordæmisgildi dómsins.
Sigurjón:
Auk þess hafi komið fram að tekið var tillit til röskunar á fjárhagslegum hagsmunum skuldara.
Ég held ég megi segja að allir sem tóku gengistryggð lán hafi orðið fyrir röskun á fjárhagslegum hagsmunum.
Niðurstaða: Þetta atriði styrkir fordæmisgildi dómsins.
Sigurjón:
Það geti vakið upp spurningar um hvaða áhrif það hefur á þá einstaklinga sem hafa mjög sterka fjárhagslega stöðu.
Hér ruglar lögmaðurinn saman röskun á fjárhagslegum hagsmunum og getu viðkomandi til að mæta þeirri röskun. Þyrstur maður getur átt næga peninga til að kaupa vatn, en það breytir því ekki að hann er þyrstur. Hann gæti meira að segja átt átöppunarverksmiðju fyrir vatn, en það breytir þorsta hans ekkert.
Niðurstaða: Þetta atriði rýrir á engan hátt fordæmisgildi dómsins.
Nú veit ég ekkert hvort Sigurjón Högnason talaði eitthvað um að ofangreind atriði skapi óvissu umfordæmisgildi dómsins. Kannski er það bara túlkun blaðamanns eða hver það var sem skráði frétt mbl.is.
Tekið skal fram að önnur atriði sem vísað er til, m.a. um skattaleg efni, skipta ekki máli þegar kemur að því að meta fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011.
Óvíst um fordæmisgildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1681313
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fyrst að þessi Sigurjón hefur starfað fyrir SFF þá er auðvitað klárt mál að þessi orð hans hafa enga merkingu.
Það má ekki gleyma því að kallaðir voru til 7 dómarar. Slíkt er ekki gert nema að niðurstaða dómsins eigi að hafa skýrt fordæmisgefandi gildi. Allt hjal um annað er einfaldlega óskhyggja fjármálafyrirtækja og ríkisstjórnarinnar.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 17:26
Hákon Hrafn, það eina sem lyktar af hlutdrægni í málflutningi hans, skv. frétt mbl.is, er ályktun hans. Allt annað sem haft er eftir honum um dóminn gengur í þveröfuga átt.
Marinó G. Njálsson, 23.2.2012 kl. 17:30
Þarna er verið að beyta elsta trikkinu í bókinni, 30 peningar silfurs gefa þér svarið sem þú vilt.
Marinó, þú ert eins og klettur í umræðuni, lætur ekki glepjast af leigupennunum.
Jónas Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 18:08
Það er rétt Marinó og þú ferð mjög vel yfir það eins og venjulega. Ályktun hans hlýtur að vera byggð á einhverri óskhyggju sem svo er slegið upp sem fyrirsögn.
Nú býð ég eftir því að þessu verði slegið upp í fjölmiðlum http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/ludvik-og-sigurvin-haestirettur-eydir-ovissu
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 08:05
Sæll Marinó! Annað sem ég hjó eftir hjá þessum Sigurjóni, var fabúleringar um hugsanlega skattskyldu leiðréttinganna!
Eru menn ekki með fulle fem. Gefi ég út upploginn reikning á einhvern og neyðist til að draga hann til baka, hef ég þá fært þeim sem ég sendi ólögmæta kröfu, skattskyldan hagnað????
Hvernig gat viðkomandi hagnast svo skattskylt sé?
Skúli Eggert reyndar slær nokkuð á þetta rugl, en hvernig geta lærðir menn komið með svona rugl?
Allt annað hvort þeir sjái eitthvað tilefni til að naga af mönnum vaxtabætur sem voru greiddar út á forsendum þessara upplognu upphæða, og þó ekki. Þær eru í sjálfu sér ekki nema smá sárabót fyrir öll óþægindin sem sviksöm ríkisstjórn hefur bakað fólki með þvi að kóa endalaust með forhertum fjármálafyrirtækjunum!
Kristján H Theódórsson, 24.2.2012 kl. 11:18
Kristján, mér fannst þessar pælingar hans vera svo úti í móa, að ég ákvað að hunsa þær í færslunni. Er sem sagt alveg sammála þér.
Marinó G. Njálsson, 24.2.2012 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.