15.2.2012 | 18:38
Afturvirkni vaxta ólögmæt af greiddum gjalddögum
Stóridómur Hæstaréttar er fallinn:
Ekki er heimilt að endurreikna afturvirkt vexti af þegar greiddum gjalddögum fyrrum gengistryggðra lána
Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Vissi af niðurstöðunni rétt rúmlega þrjú og las frétt mbl.is en vantaði heildarmyndina áður en ég gæti öskrað YES, YES, YES!!!!!!
Við lögðum kerfið að velli. Við sem sögðum að FME og Seðlabankinn hafi verið að hvetja til lögbrota í lok júní 2010, höfðum rétt fyrir okkur. Við sem sögðum að afturvirkniákvæði laga nr. 151/2010 væru ólögleg íþyngjandi ákvæði, við höfðum rétt fyrir okkur. Og áður höfðum við líka haft rétt fyrir okkur um að gengistrygging væri ólögleg verðtrygging.
Hvernig væri að fara að hlusta á okkur?
Við erum nokkuð nösk í túlkun okkar á lögum og kröfurétti.
Dómur Hæstaréttar
Áður en hægt er að fjalla um hver niðurstaða Hæstaréttar er, þá þarf að lýsa hver ágreiningurinn var í málinu.
Í stuttu máli snerist ágreiningurinn um hvort varnaraðili, þ.e. Frjálsi fjárfestingabankinn, hafi mátt skuldajafna málskostnaðargreiðslu sem Hæstiréttur dæmdi sóknaaðila, þ.e. Sigurði og Elviru, vegna máls nr. 604/2010. Varnaraðili sagði að þau hafi vangreitt vexti miðað við að vextir ættu að vera í við dóm Hæstarétta nr. 471/2010 frá 16. september 2010, þ.e. lægstu vexti á óverðtryggðum skuldabréfum sem Seðlabanki Íslands heldur utan um. Sóknaraðili hélt því fram að þar sem hann hefði alltaf staðið í skilum, þá skuldaði hann enga vexti og engu væri að skuldajafna.
Fjórir dómarar, þe. Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir, Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason (settur hæstaréttardómari) tóku undir málsrök sóknaraðila, en þrír, þ.e. Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, tóku undir málsrök varnaraðila. Þetta er nokkuð merkileg skipting, þar sem þau þrjú hafa öll setið lengur hvert um sig, en nokkurt hinna fjögurra. Því mætti segja að nýi tíminn hafi lagt þann gamla.
Hvað tekur Hæstiréttur afstöðu til
Hér hleyp ég bara á nokkrum atriðum vegna tímaskorts, en mun hugsanlega laga færsluna síðar.
Hæstiréttur segir:
Samkvæmt framansögðu verður að taka afstöðu til þess hvort sóknaraðilar teljist í ljósi atvika málsins hafa fengið réttmæta ástæðu til að ætla að ekki gæti komið til frekari vaxtakröfu varnaraðila síðar.
Til að styðja við niðurstöðu sína leitar Hæstiréttur í kröfurétt og skal engan undra með helsta sérfræðing þjóðarinnar í kröfurétti sem einn af þeim sem mynda meirihlutann, þ.e. Þorgeir Örlygsson, og annan mikinn sérfræðing í kröfurétti, Benedikt Bogason.
Það er meginregla í kröfurétti að kröfuhafi, sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt til í lögskiptum aðila, á kröfu á hendur skuldara um það sem vangreitt er. Frá meginreglunni eru þó undantekningar, meðal annars um að fullnaðarkvittun kröfuhafa geti að vissum skilyrðum fullnægðum valdið því að hann glati frekari kröfu. Hvílir áherslan þá á því, að skuldari hafi við móttöku kvittunar fengið í hendur viljayfirlýsingu kröfuhafa um að greiðslu sé lokið og þar með réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé búinn að gera upp að fullu greiðslu sína á viðkomandi gjalddaga og geti treyst því að ekki komi til frekari kröfu síðar. Í þessu máli verður lagt til grundvallar að greiðslutilkynningar, sem varnaraðili sendi um væntanlega gjalddaga lánsins með útreikningum á fjárhæðinni sem greiða skyldi og síðan fyrirvaralaus móttaka hans á greiðslum í samræmi við tilkynningarnar, hafi jafngilt fullnaðarkvittun um greiðslu á því sem gjaldféll hverju sinni.
Ásamt öðrum rökstuðningi kemst rétturinn að eftirfarandi niðurstöðu:
Þegar öll framangreind atriði eru virt heildstætt og það lagt til grundvallar sem áður greinir, að greiðslutilkynningar varnaraðila og fyrirvaralaus móttaka hans á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar hafi jafngilt fullnaðarkvittunum, þykir það standa varnaraðila nær en sóknaraðilum að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust og um er deilt í málinu. Er því fallist á með sóknaraðilum, að sá rangi lagaskilningur sem samkvæmt framansögðu lá til grundvallar lögskiptum aðila í upphafi og þar til dómur Hæstaréttar gekk 14. febrúar 2011 verði í uppgjöri aðila einungis leiðréttur til framtíðar. Af því leiðir að varnaraðili getur ekki krafið sóknaraðila um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann, en á því var yfirlýsing hans um skuldajöfnuð byggð.
Um lög 151/2010
Hæstiréttur er ekki ósammála um allt. Þannig eru allir dómararnir á því að ekki sé hægt að setja afturvirk íþyngjandi/skuldbindandi ákvæði með almennum lögum. Hér er það sem meirihlutinn segir:
Með almennum lögum er ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reynir í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Færi slíkt í bága við þá vernd eignarréttinda sem leiðir af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessum sökum fá nefnd lög ekki haggað þeirri niðurstöðu sem komist er að í kafla IV hér að framan.
Hvað þýðir þetta svo
Sá sem vill túlka þetta þröngt mun segja að eingöngu þeir sem hafi greitt skv. tilkynningu séu lausir og hinir sem eru í vanskilum, hafa fengið frystingar eða skilmálabreytingar fái á sig hina háu vexti. Vissulega fjallar Hæstiréttur bara um þá sem eru í skilum, en það útilokar ekki að rétturinn á að samningsvextir gildi áfram sé til staðar. Hafa skal í huga að Hæstiréttur segir að lög 151/2010 séu ólög hvað varðar afturvirkni. Það hlýtur því jafnt að gilda um lán sem staðið var í skilum með og önnur lán.
Um 60.000 heimili og fleiri þúsund fyrirtæki munu njóta góðs af þessari niðurstöðu Hæstaréttar. Líkur eru á að einhver fjármálafyrirtæki lifi það högg ekki af sem á þau kemur. Það er því mjög mikilvægt fyrir lántaka að stíga varlega til jarðar.
Ég hef séð lán þar sem þessi niðurstaða hækkar endurgreiðslu um tugi milljóna meðan hjá öðrum er munurinn nokkur hundruð þúsund. Fyrir fjármálafyrirtækin þá mun höggið hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hátt í 150 ma.kr. ef marka má gögn FME frá miðju sumri 2010. Hafa skal þó í huga að mörg fyrirtæki eru þegar búin að fá lán sín leiðrétt langt umfram niðurstöðu Hæstaréttar í dag.
Miði við erlendu vextina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Til hamingju Marinó og allir aðrir í HH sem hafa barist fyrir þessu með blóði svita og tárum. Að ógleymdum öllum hinum, Guðmundi Andra, Birni Þorra, Ragnari Þór (sem er reyndar í HH), Guðbirni og fleiri bloggurum á eigin vegum, sem hafa verið að benda á þetta óréttlæti.
Mjög rökrétt niðurstaða og í raun sú réttlátasta. Ekki er hægt að breyta ákvæðum í samningum eftir að skrifað hefur verið undir.
PS Andrea í viðtali á þessari mínútu sem þetta er skrifað! Gott hjá henni.
Theódór Norðkvist, 15.2.2012 kl. 19:05
Já, rétt að þakka þeim þingmönnum sem hafa barist með okkur, frá Hreyfingunni, Framsókn, meira að segja nokkrir í Sjálfstæðisflokknum.
Loks, hafi allir skömm fyrir, sem börðust gegn því að þetta réttlætismál næði fram að ganga.
Theódór Norðkvist, 15.2.2012 kl. 19:09
:) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)
Toni (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 19:09
Ég óska þér hjartanlega til hamingju með þennan árangur, Marinó og okkur öllum sem njótum góðs af þessari niðurstöðu. (Tek þó fram að sjálfur tel ég niðurstöðu "gömlu" dómaranna rökréttari, en það er svo annað mál.)
Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2012 kl. 19:39
Til hamingju með daginn Marinó og allir þeir sem hafa barist við skipulögð glæpasamtök með ríkisábyrgð nú í um þrjú ár.
Efnahags og viðskiptanefnd fundaði strax kl. 17:00 í dag um niðurstöðu dómsins, og ég vara VERÐ að fá að vekja athygli á afstöðu formanns nefndarinnar í sjónvarpsfréttum í kvöld.
Þar sagði hann að það væri ljóst að umtalsverður skuldara myndi fá leiðréttingu mála sinna, og að TJÓNIÐ HLYPI Á TUGUM MILJARÐA.
Ég endurtek, hann talaði um TJÓN!!
Þetta var hann Helgi Hjörvar, þingmaður samfylkingarinnar sem kallaði þessa niðurstöðu dómstóla TJÓN!!!
Ákaflega lýsandi fyrir afstöðu mútuþeganna á Alþingi um varðstöðu þeirra um umsvifamestu glæpamenn landsins sem ENN ÞANN DAG Í DAG HAFA EKKI ÞURFT AÐ TAKA NEINUM AFLEIÐINGUM AF SKIPULÖGÐUM GLÆPUM INNAN BANKAKERFISINS SEM HEFUR RÚSTAÐ LÍFI ÞÚSUNDA EINSTAKLINGA Í LANDINU.
Helgi Hjörvar er á mínútum 6:36
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/15022012/domurinn-hefur-mikil-ahrif
Nú er bara að tryggja Samstöðu hreinan meirihluta í næstu kosningum og hreinsa Alþingi af þessu maukspillta ruslaralýð í næstu kosningum.
Ganga í flokkinn og afla honum yfir 50% fylgis í næstu kosningum.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 20:45
Já, tek undir með Sigurði #1. Tók svo sannarlega eftir því að einn fulltrúi svokallaðra vinstri- og svokallaðra jafnaðarmanna talaði um tjón vina sinna. Það að fjármálafyrirtækin skuli þurfi að fara að landslögum finnst meintum vinstri og meintum jafnaðarmanni valda þeim tómu tjóni. En við vissum svo sem fyrir hvorum megin hjarta núverandi stjórnar slær.
Til hamingju Marinó og þið öll sem hafið staðið vaktina fyrir okkur. Innilegar þakkir.
Vona svo sannarlega að ég fái að sýna þakklæti mitt í kjörklefanum. Sem fyrst!
sr (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 21:10
YES, Marinó, AFTER ALL: YES, YES, YES!!!!!! Ætli núverandi glæsistjórn og lögleysustjórn setji ekki bara afturvirk lög sem banni Hæstarétt??? Vaða þau ekki yfir hann og lög og dóma yfirleitt, já og stjórnarskrá, með æ langsóttari leiðum?
Elle_, 15.2.2012 kl. 21:29
Gleðidagur!
HA (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 21:50
Eg get verið sammála Sigurði að ofan um skipulagða glæpi með ríkisábyrgð en alls ekki um að kjósa Liljuflokkinn SAMSTÖÐU sem ætlar ekki að draga ólýðræðislegu fáráðsumsóknina gegn stjórnarskrá inn í Brusselveldið til baka og jarða. Við höfum ekkert í þau yfirráð að sækja ef við ætlum að halda fullveldi landsins.
Elle_, 15.2.2012 kl. 21:59
Góð niðurstaða fyrir þá sem voru með gengistryggð lán. Þeir sem skulda verðtryggt sitja þá enn dýpra í holunni því ekki mun þetta auka samningsvilja kerfisins í þeirra garð.
Mér finnst þetta þó nokkuð rökrétt niðurstaða. Sjáum hvort einhver axlar ábyrgð á Alþingi í kjölfarið vegna ÁrnaPálslaganna.
Treystir sér annars einhver til að segja mér hvað þetta þýðir? Hvernig á eiginlega að reikna lánin upp? Hvað þýðir það t.d. ef maður fékk vaxtafrystingu? Er það fullnaðarkvittun á vöxtum þegar bankinn rúllar vöxtum inn í höfuðstól í lok vaxtafrystingar?
Hvað þýðir það þegar greiðslan á vöxtunum fór fram á himinháu gengi og því voru kannski greiddar tvöfalt fleiri krónur en ef gengið hefði verið óbreytt? Ef greiðandinn ætlar að skýla sér á bak við að bankinn hafi tekið við fullnaðargreiðslu án fyrirvara og því eigi sú greiðsla að standa, segir þá ekki bankinn að afborganir hafi verið greiddar á gjaldaga án fyrirvara og því skuli gengi afborgananna sömuleiðis standa?
Flokkast lögfræði undir vísindi eða listir? Ég bara spyr?
Maelstrom, 15.2.2012 kl. 22:35
Blessaður og sæll Marínó og bestu þakkir fyrir að berjast fyrir okkur.
Hvernig verður höfuðstóll gengistryggðu lánanna í des. 2010 reiknaður?
Sigríður Hanna Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 03:41
Treystir sér annars einhver til að segja mér hvað þetta þýðir?
Samningar gerðir fram til haustins 2010 voru einfaldlega löglegir eins og þeir stóðu skrifaðir, að fráteknum gengistryggingaráhrifum. Frá og með þeim tíma áttu svo vextir þeirra samninga sem báru ólögleg gengistryggingarákvæði, að breytast í viðmiðunarvexti seðlabankans.
Einfaldara gæti það ekki verið.
Og þannig eru líka góð lög.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2012 kl. 05:52
Gengisbundin lán frá gömlu bönkunum voru yfirtekin af nýju bönkunum á 50% af höfuðstól?
Ég hef ekki séð neinn endurútreikning frá bönkunum á þeim forsendum. Og nú bætist við að vaxtaákvæði gengisbundinna lánasamninga skuli vera óbreyttir.
Ég get ekki séð að Hæstiréttur hafi vaxtaákvörðunarvald skv. lögum og geti því ekki sett seðlabankavexti í stað vaxta sem standa í samningum manna á millum.
Eggert Guðmundsson, 16.2.2012 kl. 08:01
Guðmundur, ertu s.s. að segja að það þurfi engan "endurútreikning"? Að lánin séu einfaldlega tekin eins og þau stóðu við fyrri dóminn og gengi lánanna breytt þannig að þau séu á upphaflegu gengi? Allar greiðslur sem inntar voru af hendi meðan lánin voru "lögleg" standi óbreyttar?
Maelstrom, 16.2.2012 kl. 08:05
Minn skilningur á niðurstöðunni er sá að reikna skal greiðsluflæði lánanna eins og höfuðstóllinn hafi verið íslenskur allan tímann, en vextirnir samningsvextir. Nú fer það allt eftir því hvenær lán voru tekin hver áhrifin eru á einstakar greiðslur samnborið við upphaflegar greiðslur. Í ströngustu túlkun dómsins, þá ættu vextirnir aldrei að vera hærri en af upprunalegu greiðslunni, en ef við segjum að lánið verði allt endurreiknað með íslenskum höfuðstóli sveiflaðist gengið til og frá lántökugengi. Þegar krónan var sterkari en á lántökudegi þýðir það vangreidda vexti, en ofgreidda þegar krónan var veikari. Í það heila ætti lántaki að eiga háar upphæðir inni hjá bankanum sínum.
Ég tek það skýrt fram, að ég sé alls konar atriði sem fjármálafyrirtækin munu geta látið steyta á. Nefni ég bara dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli Sjómannafélags Íslands. Nú mun sú staðreynd að um það mál náðist sátt utan dómstóla líklegast verða til þess að hægt er að deila um hvert lántaki á að sækja leiðréttingu sína. Hafi lán verið tekið hjá Kaupþing, farið þaðan inn til Seðlabanka Íslands og svo til Arion banka, þá er ekki á hreinu hvert lántaki á að snúa sér til að fá leiðréttingu. Auðvitað væri best, ef Arion banki tæki að sér að gera upp og myndi síðan sækja þann hluta endurgreiðslunnar, sem nær til gjalddaga áður en hann eignaðist lánin, til fyrri kröfuhafa.
Þetta er sem sagt ekki augljóst mál, en ég skora samt á fjármálafyrirtækin að ræða við t.d. talsmann neytenda um framkvæmdina, þannig að ekki þurfi að fara í tímafrek dómsmál.
Kaldhæðnin í þessu öllu er svo að fjármálafyrirtækin hefðu komið mun betur út úr þessu öllu, ef þau hefðu gengið til samninga á grunni upprunalegra tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir þremur árum. Hún hljómaði upp á að gengisbundin lán hefðu breyst í verðtryggð frá lántökudegi og tæki breytingu eins og önnur verðtryggð lán til 1.1.2008, en eftir það kæmi 4% þak á árlegar verðbætur. Jafnvel miðað við næstu útfærslu, hefðu fjármálafyrirtækin komið betur út, en hún gerði ráð fyrir að ekki yrði hróflað við greiðslum gengisbundinna lána til 1.1.2008, en eftir það væri þeim breytt í verðtryggð lán sem tækju 4% þak á árlegar verðbætur eins og öll verðtryggð lán. Hægt hefði verið á þeim tíma að setja lög um þetta, þar sem á þeim tíma var ekki um íþyngjandi afturvirkt ákvæði að ræða. Ástæðan: Ekki var búið að dæma gengistrygginguna ólögmæta, þannig að ákvæðið hefði verið mildandi fyrir lántaka.
Nei, lánafyrirtækin þau vissu betur og ætluðu að hagnast á þessum lánum. Vogun vinnur, vogun tapar og við vitum í dag hver vann og hver tapaði.
Marinó G. Njálsson, 16.2.2012 kl. 08:52
Hæstiréttur er búinn að úrskurða að samningsvextir gengistryggðra lána séu "órjúfanlegur hluti" gengistryggingarinnar.
Ég myndi nú ekkert útiloka að þessi lán séu hreinlega vaxtalaus til þess dags sem Hæstiréttur dæmdi nýja vexti á þessi lán.
Annað hvort eru samningsvextir í órjúfanlegu sambandi við gengistrygginguna eða ekki.
Ef sambandið er órjúfanlegt þá hljóta þessi vaxtakjör að hafa verið tekin út um leið og gengistryggingin.
Þetta eru nú bara hugleihugleiðingar sem vöknuðu með mér í morgun og ég ætla að kynna mér betur.
Ég myndi svo ætla að þeir sem enn eru með lán ættu að geta skuldajafnað við bankann, allavega hefur það ekki reynst vera neinn vafi á því hingað til innan bankakerfisins að þeir hafi getað rukkað frá lántökudegi, svo þeir hljóta þá einnig að geta endurgreitt af sömu lánum frá lántökudegi.
Þeir sem hafa gert upp sín lán frá því lög 151/2010 voru sett hljóta að eiga augljósa skaðabótakröfu á ríkið ef ekkert er að fá frá fjármálafyrirtækinu.
Annars er einkennilegt að hlusta á sama fólkið og hefur úttalað sig undanfarið að svigrúm bankanna til leiðréttinga sé fullnýtt, tala nú um að bankarnir snari þessu úr rassvasanum og þetta hafi lítil sem engin áhrif á þá.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 09:55
Til hamingju með þetta Marinó og co. Nú stendur bara eftir spurninginn: " Hvenær á að leiðrétta lán okkar "millistétta-aulana" sem erum með íslensk VERÐtryggð lán á ofurvöxtum. Nú nagar maður sig í handarbökinn yfir því að hafa ekki tekið öll lán í húsnæðinu í erlendum lánum, en við hjónin kaupum um mitt ár 2006. Ég átti meira að segja kost á því að breyta þessum lánum í erlend og skoðaði það sumarið 2007, en við tókum þá ákvörðun að gera það ekki, því miður. Nú, hálfpartinn sér maður eftir því að hafa ekki spilað með og jafnvel tekið einn góðan Jeppa með í kaupunum ásamt hjólhýsi af flottari gerðinni. Ekkert af þessu gerðum við hjónin, en maður hefur það á tilfinningunni að VIÐ, þessi "venjulegu" lántakar séum að fara að borga niður "sukkið" hjá þeim sem keyptu sér allt á erlendum lánum. Er ekki nokkuð til í því hjá mér ?
Dexter Morgan, 16.2.2012 kl. 10:30
Í dómi hæðstaréttar Nr. 471/2010. er fallist á fjórðu varakröfu stefnanda. Sem er,
"Fjórða varakrafa stefnanda um að miðað verði við að samningsfjárhæðin beri óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands byggir á því að samningurinn geri ráð fyrir skyldu til greiðslu vaxta. Samkvæmt 3 gr. vaxtalaga skuli greiða vexti ef það leiðir af samningi, lögum eða venju. Í 7. gr. samningsins og í sérstökum samningsskilmálum sé sérstaklega vísað til vaxta. Skylda til greiðslu vaxta sé því fyrir hendi í samningnum en óljóst við hvaða vexti eigi að miða. Samkvæmt 4. gr. vaxtalaga skuli þá miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir eru samkvæmt 10. gr. sömu laga."
En ekki er fallist á fimmtu varakröfu
"Fimmta varakrafa stefnanda um að miðað verði við upphaflega vexti lánsins byggi á því að fallist verði á aðalkröfu stefnda um að miða við upphaflega vexti samningsins sem tekið hafi mið að vöxtum á þeim erlendu myntum sem vísað hafi verið til í samningnum."
Sjá: http://haestirettur.is/domar?nr=6843&leit=t
Ef dómurinn frá í gær, (Nr. 600/2011) þýðir að reikna eigi vexti á öllum gengislánum samkvæmt samningsvöxtum en ekki samkvæmt vöxtum Seðlabanka, þá er dómurinn frá í gær í beinni mótsögn við dóm Nr. 471/2010.
Jonas kr (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 11:22
Ef vextir hafa verið reiknaðir af gengislánum á óhagstæðu gengi - þá hlýtur það standa. Eins og Maelestrom veltir fyrir sér.
Dómurinn leggur mikið uppúr kvittunum og að engar athugasemdir hafi verið gerðar. o.s.frv. það hlýtur þá að standa sama hvort gengið var hagstætt eða óhagstætt.
Eða með öðrum orðum, vextir hljóta að miðast við gengisbindingu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2012 kl. 11:28
Jónas Kr.
Eins og þú nefnir þá var Hæstiréttur búinn að hafna samningsvöxtunum.
Sú krafa er ekki tekin til greina.
Á lánið skulu reiknast seðlabankavextirnir, og nú þegar það er á hreinu að seðlabankavextirnir gilda ekki aftur í tímann, og samningsvextirnir hverfa með verðtryggingunni þá hlítur sá möguleiki að standa eftir að lánin séu vaxtalaus til þess dags sem nýjir vextir eru dæmdir á lánin.
Síðan er önnur spurning, er yfir höfuð hægt með dómi að breyta vöxtum á lánum sem hafa endurskoðunarákvæði í samningnum um vaxtakjör?
Þeim ákvæðum er ætlað að bregðast við ef forsendur breytast og veita lánveitanda heimild til að breyta vaxtakjörum, hefur hann einhvern rétt til að fara í mál til að breyta þessum vöxtum, eða verður hann bara að bíða þar til þessi gluggi í samningsákvæðinu opnast og breyta þeim þá....?
Ég sé enga þversögn í þessum niðurstöðum Hæstaréttar, sýnist bara að þessi lán séu vaxtalaus til dóms Hæstaréttar um Seðlabankavextina.
Annað hvort er órjúfanlegt samband milli samningsvaxta og gengistryggingar eða ekki?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 11:42
Jú. Eins og jónas benduir á þá er dómurinn í gær í beinni mótsögn við dóminn 2010.
þessvegna verður að skilja sem svo að Seðlabankavextirnir mega ekki koma verr út en ef vextir hefðu verið greiddir á hefðbundinn hátt miðað við gengisbindingu. það er líka í samræmi við Evrópulög.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2012 kl. 12:01
"samningsvextirnir hverfa með verðtryggingunni"
Þarna á að sjálfsögðu að standa að samningsvextirnir hverfi með gengistryggingunni.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 12:08
Eftirfarandi kemur fram í úrskurðarorði í máli Nr. 604/2010.
"Viðurkennt er að skuldbindingar sóknaraðila við varnaraðila samkvæmt veðskuldabréfum [...] beri vexti samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, og skulu þeir á hverjum tíma vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum, og birtir eru samkvæmt 10. gr. sömu laga."
Sjá:http://haestirettur.is/domar?nr=7203
Það kemur hvergi fram að miða skuli við dómsuppkvaðningu en ekki lántökudag. Ef það er skilningur Hæstaréttar að almennt eigi að miða leiðréttingu við uppkvaðningu dóms, þá hafa skilaboðin verið villandi hingað til.
Jonas kr (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 13:27
Jónas kr.
Um þetta var deilt allt síðasta ár, þ.e. frá hvaða degi nýir vextir ættu að taka gildi og um það snérist dómurinn í gær.
Ekki kemur til greina að reikna seðlabankavextina aftur í tímann til lántökudags.
Jafnframt hefur Hæstiréttur úrskurðað að samningsvextirnir séu í órjúfanlegu sambandi við gengisgtrygginguna og komi því ekki til greina.
Ef vextirnir frá lántökudegi til dóms Hæstaréttar um seðlabankavextina geta hvorki verið samningsvextir, né seðlabankavextir hvað er þá eftir?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 14:05
Það á sjálfsagt eftir að verða flókið mál að endurreikna þessi lán, ekki síst með tilliti til þess að flestar afborganir sem voru greiddar frá falli krónunnar 2008 voru í raun allt of háar miðað við greiðsluáætlun. Það sem ég er að hugsa um hér eru fyrst og fremst skemmri áður gengistryggð lán, sem sé bílalán.
Nú eru margir sem fengu frystingu þegar þeir gátu ekki lengur staðið skil á útblásnum afborgunum. Mig grunar að í mörgum tilfellum hafi þetta sama fólk verið talsvert á undan greiðsluáætlun vegna áður greiddra ofborgana og ætti því að fá afslátt af vöxtum sem svarar því.
Mér dettur þetta í hug vegna þess að margir eru að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif frysting hafi á þessi mál og umdeilt hvaða lán teljast í skilum. Ég veit að í mínu tilviki (bílalán) þá stóð ég nánast á sömu tölu í lok frystingartímabilsins og hefði ég greitt samkvæmt áætluninni. Það ætti að þýða að ég ætti að fá einhvern afslátt af vöxtunum þar sem ég endurgreiddi stóran hluta af lánsupphæðinni mun fyrr en áætlað var, ekki satt?
HA (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 16:18
Hver gæti möguleg lækkun orðið í % á verðtryggðum lánum EF gengið yrði að tillögum HH um að bakkað yrði aftur með vísitöluna til 1.1.2008 og 4% þak á árlegar verðbætur
Er einhver sem gæti skotið gróf á þetta ? erum við að tala um 20% eða um 30% eða.....?
Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 16:51
Hér er nokkrar spurningar af eyjuvef frá Agli H.
Getur einhver svarað okkur hinum gróft ?
"Væri áhugavert
Ég er ekki yfirmáta talnaglöggur maður – varpa þessu því á aðra.
En það væri áhugavert að fá reiknað út hvað maður sem tók lán segjum árið 2007 þarf að borga aftur.
Við skulum hafa lánið 20 milljónir.
Í fyrsta lagi ef miðað er við gjaldeyrislán sem er borgað aftur með erlendum vöxtum – eins og staðan er nú.
Í öðru lagi ef miðað er við gjaldeyrislán sem væri borgað aftur með íslenskum vöxtum – eins og Hæstiréttur felldi úr gildi í dag.
Í þriðja lagi ef miðað er við íslenskt verðtryggt lán.
Og í fjórða lagi mætti kannski taka inn íslenska verðtryggða lánið með svokallaðri 110 prósenta leið.
Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 16:59
Ég er búinn að birta nýja færslu, þar sem ég fjalla um nokkur af þeim atriðum sem koma fram í athugasemdum að ofan.
Kristinn, ég svaraði Agli því að ef einhver styrkti mig til verksins, þá gæti ég farið í þessa útreikninga og fleiri sem nauðsynlegt væri að gera. Verð að hafa tekjur til að framfleyta fjölskyldunni.
Kristinn aftur, með 4% þak væri munurinn 18,9%, en ríflega 22,5% með 2,5% þak.
HA, skoðaðu nýju færsluna.
Jonas, get ekki betur séð en að Hæstiréttur hafi í raun snúið fyrri úrskurði.
Ómar, það er mergur málsins.
Dexter, næst eru það verðtryggðu lánin. Taktíkin var alltaf að ráðast fyrst á auðveldustu skotmörkin og veikja þannig stöðu hinna.
Maelstrom, lestu nýju færsluna.
Marinó G. Njálsson, 16.2.2012 kl. 17:53
Sæll Marinó.
Ekki verður það af þér tekið að talnaglöggur maður ertu, Hvert álitamálið hrakið eða rökstutt með reikningsformúluna að vopni. Fáir standa þér framar á þeim vígvellinum.
En því miður Marinó verð ég að gefa þér FALLEINKUN í mannlegu eðli.
Sirkus Ísland heldur áfram á fullu, og þeir sem halda að sáttin sé í nánd geta gleymt því. Eins og athugasemdirnar við færslu þinni hér bera skýrt vitni um.
Alltaf skemmtilegt og fróðlegt að lesa vandaðar og faglegar færslurnar þínar engu að síður. Keep up the good work.
Baráttukveðjur
Ragnar Thorisson.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 17:35
Ragnar, ég trúi alltaf á það góða í manninum Það er kannski barnalegt og hefur margoft komið í bakið á mér.
Takk fyrir hlýorð.
Marinó G. Njálsson, 17.2.2012 kl. 18:09
Sæll Marinó. Er löglegt að reikna vexti, frá og með 15. til og með 15. en það virðist vera eina leiðin til að fá þá útkomu á vaxtagreiðslum til að passa við útreikninga bankans sem um ræðir í þessu tilfelli, en verið er að reikna út VEXTI Á gengistryggðu láni.?
Eyjólfur G Svavarsson, 19.2.2012 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.