10.2.2012 | 19:15
Af vanhæfi, hlutleysi og fagmennsku dómara
Á Eyjunni er frétt þar sem rætt er við Brynjar Níelsson (eða vitnað í hann) vegna gagnrýni sem komið hefur á einn dómara í Hæstarétti fyrir að hafa ekki sagt sig frá máli, þegar kom í ljós að góður vinur hans flutti málið fyrir annan málsaðilann. Mér er alveg sama hverjir einstaklingarnir eru, þar sem í mínum huga snýst málið ekki um einstaklinga heldur grundvallarmál.
Af hverju veldur það ekki vanhæfi ef dómari og lögmaður annars aðila eru bestu vinir, en það veldur vanhæfi ef viðkomandi eru venslaðir eða tengdir nánum ættarböndum eða eins og Brynjar nefnir, hjón, skil ég ekki? Menn sem spila golf saman eyða meiri tíma við þá iðkun en með bróður sínum eða systur á heilum mánuði eða þess vegna ári.
Mér finnst þetta dæmi um vonlausar rökleiðingar sem hinir löglærðu setja oft fram. Því miður er mýgrútur af slíku í dómasafni landsins. Fer stundum um mig hrollur við lestur rökleiðslu hvort heldur lögmanna eða dómara.
Hvers vegna velta menn fyrir sér vanhæfi?
Af hverju væri vanhæfi til staðar ef dómarinn væri bróðir lögmannsins (eða maki)? Jú, vegna þess að dómarinn gæti meðvitað eða ómeðvitað dregið taum bróðursins (makans) í málinu. Þannig að ástæða er ekki eingöngu að viðkomandi eru bræður (hjón) heldur vegna þess að dómarinn gæti ekki gætt hlutleysis. Af hverju ætti dómarinn að vera líklegri til að gæta hlutleysis þegar góður vinur á í hlut? Gott væri að fá skýringu Brynjars Níelssonar á því. Ekki með tilvísun í bókstaf laganna um hæfi eða vanhæfi, heldur út frá því sjónarmiði að dómarinn eigi að geta sýnt hlutleysi í málinu. Og fyrst Brynjar nefnir fagmennsku, þá er þetta einmitt dæmi um að fagmennsku er ekki gætt.
Tekið skal fram að ég er ekki að væna einn eða neinn dómara um að gæta ekki hlutleysis. Ég er að benda á að slíkt hlutleysi er ekki hafið yfir eðlilegan vafa, þegar kemur í ljós að menn eru í svo nánu sambandi að þeir fara á bíó saman eða spila golf saman. Hvað vitum við nema bíóferðin hafi verið farin í yfirskyni þess að geta rætt málin saman.
Teldist vanhæfi í mínu starfi
Ég vinn m.a. við úttektir. Sem úttektarmaður, þá þarf niðurstaða mín þegar um svo kallaða ytri úttekt er að ræða, að vera hafin yfir allan vafa. (Ytri úttekt er þegar hlutlaus aðili tekur út fyrirtæki og ætlunin er að nota niðurstöður úttektarinnar til að fá viðurkenningu á borð við vottun, samning við þriðja aðila eða fá að tengjast t.d. viðskiptakerfi þriðja aðila.) Mér dettur ekki í hug að vinna að ytri úttekt hjá fyrirtæki sem einhver sem ég þekki náið stýrir. Ég gæti unnið innri úttekt, þar sem hún væri eingöngu ætluð fyrirtækinu sjálfu. Að sjálfsögðu tel ég mig hafa nægilega fagþekkingu í mínu starfi annars tæki ég aldrei að mér að vinna úttektina. Ég tel mig líka nægilegan fagmann, en það er einmitt þess vegna sem ég kæmi aldrei að ytri úttekt hjá einhverjum sem ég er í miklum persónulegum tengslum við, þ.e. hef unnið hjá eða fyrir undanfarin 3-5 ár, er venslaður mér eða telst til míns helsta vinarhóps. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá getur sá sem nýtir sér úttektina ekki rengt hana (þ.e. ef ég vinn hana ekki) eða notað hana gegn fyrirtækinu á síðari stigum og þar með grafið undan faglegri ímynd minni (þ.e. hafi ég unnið hana). Þetta snýst ekki um faglega þekkingu mína á viðfangsefninu heldur eingöngu hvers konar fagmaður ég er.
Fagleg þekking og fagmennska eru ólíkir hlutir
Átta menn sig ekki á því, að fagleg þekking og fagmennska eru tveir óskyldir þættir. Einstaklingur getur sýnt framúrskarandi faglega þekkingu á viðfangsefni en verið algjör rusti í framkomu, druslulegur, dónalegur og svo hlutdrægur að hið hálfa væri nóg. Svo er það hinn sem sýnir fagmennsku í öllu sem hann gerir. Svo sem vinnur ítarlega heimildarvinnu og vitnar í alls konar lög máli sínu til stuðnings, snyrtilegur, gætir fullkomlega hlutleysis o.s.frv. en í ljós kemur að hann er á algjörum villugötum hvað varðar skilning sinn á efninu. Er ekki einu sinni í réttu lagasafni. Það dregur samt ekki úr því að hann sýndi óaðfinnanlega fagmennsku, en fagþekkingunni var ábótavant.
Að dómara skuli detta í hug að víkja ekki í máli þar sem mjög góður félagi hans er lögmaður annars aðila ber vott um skort á fagmennsku og, þar sem meira er, telst í mínum huga dómgreindarleysi. Það hefur ekkert með þekkingu hans á þeim lögum sem dæma skal eftir eða að hann gæti ekki úrskurðað í sambærilegu máli sem annar lögmaður flytur. Nei, þetta fjallar númer eitt, tvö og þrjú um það, að hinn aðili málsins geti ekki verið viss um fullkomið hlutleysi dómarans. Með því að víkja sæti er hann því ekki síður að verja sig fyrir (tilhæfulausum) ásökunum um spillingu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ofanritað er nú sök sér eins og sagt er. En þá tekur steininn fyrst úr þegar dómarinn er farinn að veita verjandanum ráð hvernig hann á að haga máli sínu. Mér er nokk sama þó að í þessu einstaka tilviki noti umræddur dómari lagaprófessor sem millistykki.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.2.2012 kl. 21:07
Löngu tímabær umfjöllun.
Eins og þú bendir á, þá þurfa margar stéttir að gæta þess mjög vel að niðurstöður sérfræðinga séu ekki litaðar af nápoti hvers konar.
Í stærri þjóðfélögum, nægir meira að segja "sýnileg og ætluð" tengsl til að vanhæfa dómskvadda sérfræðinga. Sýnileg og ætluð tengsl gætu t.d. verið skólasystkin, fyrrum vinnufélagar, tengsl maka við tengdan aðila skjólsstæðings o.sv.fr. Getur orðið mjög langsótt, en nauðsynlegt því enginn alvöru sérfræðingur/matsmaður vill láta gjaldfella niðurstöður sínar og faglega framtíð, vegna yfirsjónar um hagsmunatengsl, eins og þú sjálfur bendir á.
Formaður lögmannafélagsins kallar á að það geti verið nauðsynlegt að ræða þessi mál og koma einhverju skikki á þessi mál, en vísar jafnframt í metnað dómara.
Vegna smæðar og kunningjatengsla i íslenskri stjórnsýslu allri og viðskiptaumhverfi er alveg grundvallarforsenda til að efla traust fólks á kerfinu, að skrásetja sérsmíðaðar hæfisreglur að íslensku umhverfi.
Tiltekin séu öll þau atvik, sem telja verður að laski hæfi viðkomandi til að tefla fram sjálfstæðri og óháðri skoðun, þ.m.t. bíóferð ef svo er að skipta. Þá gæti verið til bóta að setja á stofn einhvers konar "hæfisnefnd" sem gæti skorið úr um álitamál. Sú nefnd væri skipuð nægilega mörgum varamönnum, sem gætu sest inn, ef aðalmaður reynist vanhæfur í einstaka málum. Núna er verið að kalla eftir mismunandi lögfræðiálitum um hæfi fólks "eftir á " og gilda þá væntanlega engar sérstakar reglur um "hæfi" viðkomandi lögfræðings til að hafa álit.
Afsakaðu málæðið, mér finnst þetta vera mikið grundvallaratriði og því heitt í hamsi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.2.2012 kl. 21:23
Það sem veldur mér mestum áhyggjum, Jenný, er blinda formanns lögmannafélagsins fyrir þeim hagsmunaárekstrum í þessu fellst. Í mínu fagi er lögð mikil áhersla á að leysa slíku með aðskilnaði ábyrgðahlutverka. Tilgangurinn er tvíþættur: A. að koma í veg fyrir að einstaklingur brjóti reglur, t.d. dragi sér fé; B. að fría einstaklinginn undan því að hægt sé að bera slíkar sakir á hann. Mér sýnist formaður lögmannafélagsins bara líta á lið A og treysta viðkomandi fyrir því að hann brjóti ekki af sér, en ekki skilja mikilvægi liðs B. Liður B er í mínum huga í reynd sterkari ástæða í nútíma samfélagi fyrir því að við aðskiljum ábyrgðahlutverk og er ástæðan fyrir því að Benedikt Bogason átti að víkja í málinu. Málsaðilar verða að vera gjörsamlega vissir um að dómarinn sé hlutlaus.
Eins og Kristján bendir á hjá sér, þá er fallinn dómur hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem efasemdir um hlutleysi voru að mati dómsins næg ástæða til að dómari viki.
Marinó G. Njálsson, 11.2.2012 kl. 00:51
Brynjar segir:
"En ég get samt alveg skilið að þetta trufli marga. Það þarf bara að taka þá umræðu án alls ofstækis. Þetta er mín persónulega skoðun á þessum málum."
Honum varð greinilega ekki að ósk sinni
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2012 kl. 11:39
Þetta er ástæðan fyrir því að ég les pistlana þína reglulega, en forðast allt sem Brynjar skrifar.
Billi bilaði, 11.2.2012 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.