Leita í fréttum mbl.is

Keypt álit eđa af virđingu fyrir frćđunum?

Ég get ekki annađ en velt fyrir mér hvort komin sé upp sams konar samband milli sérfrćđinga innan háskólasamfélagsins og "hinna ósnertanlegu" hér á landi og lýst var í myndinni Inside job ađ hafđi myndast milli "sérfrćđinga" í bandarískum háskólum og fjármálakerfisins.  Ástćđan fyrir ţessum vangaveltum mínum eru fimm fréttir sem birst hafa nýlega, ţar sem málsmetandi menn innan lagadeildar HÍ hafa tjáđ sig um málsvarnir "hinna ósnertanlegu".

Ţeir eru svo sem ekki einir um ađ tjá sig um mál, sem snerta "hinna ósnertanlegu" á ţennan hátt.  Margir málsmetandi lögfrćđingar (sjálfstćtt starfandi lögmenn) hafa líka ítrekađ tjáđ sig um mál, ţar sem oftar en ekki hefur veriđ haldiđ uppi nokkuđ skeleggri málsvörn fyrir ţá sem settu ţjóđfélagiđ á hliđina, ţ.e. ţá sem ég hef hér kallađ hina ósnertanlegu.  Nú hef ég ekki hugmynd um hvort eitthvađ af ţessum greinum, umsögnum eđa viđtölum hafi veriđ kostuđ, en mig grunar ađ í einhverjum tilfellum sé svo.  A.m.k. halda menn í allt of mörgum tilfellum óhikađ áfram gagnrýni sinni og málflutningi, ţó svo ađ Hćstiréttur hafi komist ađ gagnstćđri niđurstöđu.  (Ekki ađ Hćstiréttur sé óskeikull.)

Vandinn er ađ vita hvenćr viđkomandi tjáir sig eingöngu af virđingu fyrir lögunum og hvenćr viđkomandi hefur veriđ greitt fyrir ađ sá frćjum tortryggni (sem vissulega getur veriđ af virđingu fyrir lögunum).  Ţetta er sérstaklega mikilvćgt varđandi frćđimannasamfélagiđ.  Raunar finnst mér ađ frćđimannasamfélagiđ eigi ađ bíđa međ sínar vangaveltur ţar til eđlilegar, frćđilegar rannsóknir hafa fariđ fram og setja ţćr síđan fram međ viđeigandi vísanir í lög og réttarreglur.  Sumir gera ţađ af stakri prýđi, en ađrir hlaupa til og hafa uppi órökstuddan málflutning liggur viđ "af ţví bara" (og er ég ţá ekki ađ vísa til ţeirra sem fréttirnar fjölluđu um).  Hef ég setiđ nokkra fundi, ţar sem menn hafa tjáđ fyrir allfrjálslega um hvernig ţeir halda ađ hlutirnir séu og svo hefur Hćstiréttur komist ađ andstćđri niđurstöđu.  Finnst mér ţađ hvorki faglegt né frćđilegt.

Ekki vćri grunnur fyrir ţessum vangaveltum mínum, ef ţessir sömu ađilar vćru ađ tjá sig jöfnum höndum um ţau mál sem snerta okkur almenning út frá ţeim réttarreglum sem gögnuđust okkur.  T.d. ef topparnir í lögmannastéttinni (og frćđimannasamfélaginu) tjáđu sig um vörslusviptingar, áhrif dóma Hćstaréttar á samband kaupanda bifreiđar og lánveitandans, afturvirkni vaxta samkvćmt Árna Páls lögunum og fleira í ţeim dúr.   Vissulega hafa einhverjir gert ţađ, en ţá hefur ekkert fariđ á milli mála ađ ţeir voru ađ tala um mál skjólstćđinga sinna.  Ég hefđi aftur áhuga á ađ vita skođun, t.d., forseta lagadeildar HÍ á afturvirkni vaxtanna.  Hvers vegna hefur mađur sem er í hans stöđu ekkert tjáđ sig um slíkt grundvallarmál, ţ.e. hvenćr löggjafinn má setja afturvirk lög međ íţyngjandi ákvćđum fyrir almenning og hvenćr ekki?  Mér ţćtti ákaflega fróđlegt ađ vita hans skođun sem frćđimanns á ţessu atriđi.

Trúverđugleiki frćđimanna innan háskólasamfélagsins er háskólunum mjög mikilvćgur.  Sumar stöđur eru kostađar, en ţađ jafngildir ekki ţví ađ kostunarađilinn eigi ađ fá hagfelda umfjöllun.  Nei, kostunarađilinn á ađ fá nákvćmlega sömu međhöndlun af frćđimönnum háskólanna og hinir sem borga til ţeirra í sköttunum sínum. Sá sem lćtur ţađ hafa áhrif á rannsóknir sínar og frćđistörf hver kostađi rannsóknina, er ekki lengur frćđimađur.  Hann er leiguliđi.

Nú er ég ekki ađ vćna menn innan háskólasamfélagsins um ađ láta kaupa sig.  Hitt er alveg ljóst ađ launakjör innan a.m.k. Háskóla Íslands gera menn hvorki feita né ríka.  Ţeir hafa ţví örugglega tekiđ ađ sér verkefni gegn greiđslu, ţar sem er hreint og beint veriđ ađ greiđa fyrir nafniđ.  Á ţessu verđa menn ađ passa sig.  Ţegar ţeir eru ađ tjá sig sem frćđimenn, ţá mega ţeir flagga háskólatitlum sínum, en ţess fyrir utan eru ţeir bara menn (og konur) međ tiltekna menntun og reynslu.  Stóra máliđ er svo, ađ frćđimenn tjá sig ekki um einstök mál, heldur um grundvallarspurningar frćđigreinar sinnar.

(Ég skrifađi ţessa fćrslu ađ mestu um síđustu helgi, en vildi ekki birta hana, nema hafa meira í höndunum.  Nú hefur komiđ í ljós ađ bćđi Stefán Már Stefánsson og Róbert Spanó ţáđu greiđslur frá tveimur af ţeim sem ţeir virtust verja út frá frćđunum.  Er ţađ ákaflega óheppileg stađa svo ekki sé meira sagt.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Nú hefur komiđ í ljós ađ bćđi Stefán Már Stefánsson og Róbert Spanó ţáđu greiđslur frá tveimur af ţeim sem ţeir virtust verja út frá frćđunum.  Er ţađ ákaflega óheppileg stađa svo ekki sé meira sagt.)"

Ég hofđi á umrćđur í dag og sá/heyrđi Björn Val spyrja Atla Gísla um eimnitt ţetta atriđi.  Atli brást viđ sár og reiđur og bađ Björn Val hafa umrćđuna ekki á svona lágu plani. 

Af hverju brást Atli svona viđ fullkomnlega eđlilegri spurningu Björns?

Af hverju kemur hann svo međ flćkjufótsskýringu um stein í maga yfir upphaflegu atkvćđagreiđslunni sem ástćđu til ađ endurupptaka máliđ?  

Af hverju er Ögmundur búinn ađ skifta um skođun án ţess ađ neitt hafi breytst?

Eru Ögmundur Atli og fl. ađ láta pólitískan hráskinnaleik trufla eigin dómgreind? Gangast ţeir upp viđ fagurgala "hinna ósnertanlegu"?

Er hatriđ út í samherjana orđiđ svona djúpt ađ ţađ yfirskyggir hagsmuni ţjóđarinnar?

Ţeir eru báđir eldri en tvćvetur og vita mćta vel ađ máliđ snýst um síđasta tćkifćri ţessarar ţjóđar ađ krefjast einhverrar raunverulegrar ábyrgđar og skýringa á hruninu,  af pólitíkusum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 20.1.2012 kl. 17:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband