10.1.2012 | 21:11
Tökum vel á móti fjárfestum þvert á það sem sagt er af ýmsum!
Án allrar kaldhæðni, þá eru þetta góðar fréttir. Ekki bara það, þetta er í ótrúlegri andstöðu við málflutning hér innanlands um þetta efni. Umræðan undanfarin misseri hefur snúist um það hvað "kerfið" væri andsnúið erlendri fjárfestingu. Vá, Alþjóðabankinn er algjörlega ósammála! Níunda sæti með mörg sterkustu hagkerfi heimsins fyrir aftan okkur í röðinni.
Ok, þetta segir ekkert til um hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki hér á landi. Bara hver staðan er í samanburði við önnur lönd. Þau eru kannski bara ennþá erfiðari, en við samt erfið. Eða getur verið að menn séu svo æstir í að galopna Ísland, að þeir átta sig ekki á því að hér er gott umhverfi fyrir fjárfesta. A.m.k. var ekkert mál fyrir Magma Energy að opna skúffu í Svíþjóð og þá var fyrirtækið komið til Íslands.
Skoði maður töflu á bls. 143, þá kemur svo sem í ljós að margt af því sem virðist jákvætt út frá rekstrarforsendum hér á landi, er ekki endilega jákvætt út frá réttarstöðu launþega. Upptalning á bls. 109 sýnir aftur stöðu í þeim atriðum sem notuð eru til að raða þjóðlöndum. Þar kemur fram að í einu atriði skorum við hæst, þ.e. aðgangur að rafmagni, í öðru er landið í þriðja sæti, þ.e. knýja á um framkvæmd samninga, í tveimur er landið í 11. sæti, þ.e. skráning eigna og gjaldþrotameðferð, en í öðrum atriðum raðast landið lægra og lægst er skorið í viskiptum milli landa (81. sæti sem helgast líklegast helst af því að stór hluti flutninga til og frá landinu er með skipum og vegna fjarlægðar og magns kostar meira en gengur og gerist hjá þjóðum í kringum okkur).
Þessi skýrsla Alþjóðabankans um þennan hluta samkeppnishæfni þjóðarinnar er áhugaverð lesning. Hún segir okkur hvar við stöndum okkur vel, en ekki síður hvar eru tækifæri til bæta samkeppnisstöðu okkar sem þjóðar. Helst af öllu dregur hún upp allt aðra mynd af stöðu landsins, en heyra hefur mátt frá ýmsum hagsmunasamtökum.
Gott að stofna fyrirtæki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Endurreisn | Breytt 6.12.2013 kl. 00:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marino: Kanske ert þú byrjaður að sveigja aðeins af kurs, skil ekki alveg, en les samt bloggið þitt daglega og er stoltur af.
Er falin kaldhæðni í þessari bloggfærslu þinni ? Eða hvað ?? Telur þú að það sé í raun gott að stofna og reka fyrirtæki á skattpíndu Islandi og öllu því sem á undan er gengið, þ.m.t. Magma Energy leikritinu...
Kristinn J (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:30
Nei, Kristinn, ég er ekki að sveigja af neinum kúrs. Í þessum pistli er ekki orð um mína afstöðu til erlendrar fjárfestingar. Fyrirsögnin er skot á hina fjölmörgu sem segja að núverandi ríkisstjórn hafi unnið gegn erlendri fjárfestingu með því að breyta lögum þannig að meiri hindrunum sé komið upp. Alþjóðabankinn metur þetta vera á þveröfugan hátt, þ.e. hindrunum hefur fækkað.
Marinó G. Njálsson, 11.1.2012 kl. 17:55
Þar sem ég er ekki erlendur aðili né hef sem íslenskur aðili reynt að setja upp rekstur utan Íslands, þá hef ég ekki hugmynd um hvort það sé betra eða verra að vera með rekstur hér á landi en annars staðar. Skýrsla Alþjóðabankans bendir til þess að Ísland sé ekki svo slæmur staður til að stofna fyrirtæki.
Marinó G. Njálsson, 11.1.2012 kl. 17:57
Sæll Marinó.
Eitthvað metur OECD þetta nú öðruvísi, en þar er hvergi í vestrænu ríki hættulegra að fjárfesta en hér á landi, aðallega að því er virðist af pólitískum ástæðum, þ.e. að það er aldrei að vita hverju íslenskir stjórnmálamenn taka upp á.
Skemmst er að minnast þess t.d. þegar núverandi ríkisstjórn talaði um það eins og ekkert væri sjálfsagðara að þau væru að íhuga að þjóðnýta HS orku, og aðallega í þágu ímyndar sinnar því hér sauð allt upp úr þegar það uppgötvaðist að Steingrímur sat aðgerðarlaus hjá þegar HS orka var einkavædd til Kanada, en Steingrímur hafði haft ótal tækifæri til að tryggja eignarhald ríkisins á þessari auðlind en gerði ekki.
Þá var í vinsældarskyni talað út og suður um þjóðnýtingar rétt á meðan reiðialdan reið yfir, eins og slík ummæli færu aldrei út fyrir strendur Íslands.
http://visir.is/mesta-ahaettan-fyrir-fjarfesta-her-a-landi/article/2011709199967
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:39
Ég hef beðið eftir að sjá þetta tekið upp af einhverjum fjölmiðli. Merkilegt að þetta skuli hafa þurft að millilenda í Huffington Post. Svo virðist sem íslenskir fjölmiðlar séu ónæmir fyrir góðum fréttum um Ísland. Það er langt síðan þetta birtist í norskum fjölmiðlum. En svo skemmtilega vildi til að það var daginn eftir að einhver forsvarsmaður vinnuveitenda skrifaði grein þar sem hann dásamaði rekstrarumhverfið í Rússlandi. Í hvaða sæti er Rússland?
Könnunin tekur bæði á fjárfestingum útlendinga og innlendra kapítalista. Það sem dregur Ísland niður eru takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í frumvinnslugreinum. Því sem við köllum auðlindum okkar. Er ekki breið pólitísk samstaða um að hafa þetta svona?
Önnur frétt sem ég bíð enn eftir að birtist er um niðurstöður fyrstu Pisa könnunanarinnar um tölvulæsi skólabarna. Þar skora íslensk börn hæst allra barna á Norðurlöndunum. Þriðja sæti á heimsvísu ef ég man rétt.
Grímur Sæmundsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.