9.12.2011 | 20:52
Stóra fréttin er: Rúm 57% hafna fjórflokknum
Hvernig geta menn sagt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 50% fylgi, þegar hugur 56% er ekki þekktur. Nær væri að segja að 22% styddu Sjálfstæðisflokkinn og menn vildu fara út í vangaveltur um mögulega kjörsókn, þá væri hægt að teygja þessa tölu upp í 25-26%.
Niðurstöður könnunarinnar sýna að verulegt rými er fyrir nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Þeir flokkar sem eru fyrir, njóta ekki trausts almennings. Fjórflokkurinn fær stuðning innan vð 43% aðspurðra (44% af 97 er 42,7). Hreyfingin fær síðan stuðning rétt rúmlega 1,3% aðspurðra. Er það nokkuð harðneskjulegt gagnvart henni, sem ein flokka á þingi hefur ekki látið leiðast út í þann sandkassaleik sem þar er.
Áhugavert verður á næstu vikum og mánuðum að sjá hvaða framboð eða fylkingar nýta sér þessa löngun kjósenda eftir breytingum. Í gær kynntu Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn sitt samstarf, Borgarahreyfingin hefur verið að freista þess að ná samstöðu með grasrótarhópa og síðan hefur Lilja Mósesdóttir lýst yfir áhuga sínum á framboði. Meðan ekki er ljóst hvað þessar nýju hreyfingar standa fyrir, þá er erfitt fyrir kjósendur að taka afstöðu og einnig erfitt fyrir þá sem framkvæma skoðanakannanir að hafa þær með.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2013 kl. 00:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég legg til að þessar hreyfingar haldi sameiginlegt þorrablót í vetur og gái hvað gerist.
Það eru margir sem fallast í faðma á þorrablótum. Það er reynsla fyrir því.
Svo er alltaf hægt að semja um að vera ósammála um margt, en sammála samt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 21:08
Ég er sammál því rúm 57% samþykkja ekki 4 flokkinn. Ég tel að það sé samhengi milli skráðra félega og virkra í stjórnmálaflokkum og niðurstðna úr skoðanna könnum.
Ég tel að rúm 80% Íslendinga sem er óvirkir í neytendur á mælkvarða Ríkja sem hafa aðgang að miklu efnislegu raunvirði til rauðverðmætasköpunar í þágu síns eigin samtryggingar og velferðakerfis og eru á móti þeir að mati margra ólöglegu fjármála og bókhalds nýfrjálhyggjum sem byrjaði að vaxa hér á áttuna ártugnum, sé ekki sátt við linkind stjórnar og stjórnarandstæðu. Stjórna andstæðan ekki vera nógu skorinort. Hér þar að auka tækfæri innfæddra til raunvirðsaukasköpunnar á öllum sviðum. Lámarka kostnað af milliðum á sviðum áhættu fjármála þjónust. Ríkið eigi að miða sína föstu tekjuskatta við við tekjur af innlands virðisauka sölustrafsemi í formi þrepa söluskatta [vsk] og þrepa starfsmannaveltuskatta.
Reynslan sýnir að ef almennir starfsmenn er látnir skila persónuafslættinum Í sameiginlegt grunn samtryggingar kerfi, þá minnka ábyrgð fákeppniaðla á skilum þessara föstu grunntekna. Virðing fyrir almenningi og heimilafasteign þeirra vex.
Íslendingar virðast ekki skilja að 30 ára veðsöfn sem tengjast heimilum 80% meðaltekjuheimila í stórborgum erlendis eru 100% öryggir varasjóðir í þágu fjármálgeira, einka og stjórnsýslu. Galdurinn er að velta þeirra fylgi meðal raunþjóðartekjum á hverjum 30 árum. Engir raunvextir og verðtygging miðað við þjóðartekjur á hverjum tíma nægi. Þetta [skuldlaus fasteign um 65] skilar sér í meiri eftirpsurnarkaupmætti og minni þörf fyrir fyrir áhættu lífeyrissjóðkerfi. 10% innstreymi af heildar launatekjum er óháð fólksfjölda og verðtygging í sjálfum sér : sem ætti að dreifast jafnt framfærslu allra ekki starfandi án tillits til fyrri starfa. Allir geta svo tryggt sig betur með að afhenda á eigin ábyrgð tekjur sínar í tryggingfræðilega áhættuséreignarsjóði í keppni um bestu áhættufræðinganna.
Í mörgum ríkjum kaupa Bankar eftir 30 ár aftur til sín veðið og greiða til baka á 30 árum með mánaðgreiðlum, gegn því að skráður eigandi sé það áfram og haldi eign við og borgi af henni tryggingar og skyldur. Raunvaxta námsláns til þeirra 80% tekjulægstu eru skuldþræla gildur í framkvæmd eins og reynslan hefur sannað. Líka Baaloon lánform Íbúðlánsjóðs sem nýtast ekki í 100% örugga varasjóði.
Júlíus Björnsson, 9.12.2011 kl. 21:40
Ef ekki kemur annar vitrænn kostur (þ.e. ekki eitthvað klón úr ríkjandi flokkum, eins og nú stendur helst til boða) og þessi 57% skila auðu, þá verður niðurstaðan þessi. Þannig virkar nú blessað lýðræðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 22:10
Þorsteinn, ég var nú einmitt í slíku jólaglöggi nýlega.
Það er mikið líf í grasrótinni á Íslandi.
Kjósendur mega búast fastlega við öðrum valkostum en fjórflokknum næst þegar kosið verður, og þá meina ég alvöru valkosti en ekki einhverja léttúðuga grínista.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2011 kl. 00:27
Á meðan ekkert alvöru framboð er komið fram sem fólk trúir að muni vinna fyrir okkur öll af heilindum segjast margir frekar kjósa gömlu flokkana en eitthvað annað sem það þekkir ekki og er ég viss um að það eru mun fleiri sem munu ekki kjósa fjórflokkana þegar á hólminn er komið ef það kemur eitthvað alvöru framboð fram sem fólk treystir og finnur að er að hugsa um hag íslands og íslendinga en lætur ekki hægri eða vinstri eða rautt eða blátt trufla sig. Veit hvað Guðmundur Steingrímsson og hluti af Besta eða Versta flokknum stendur fyrir og er ekki hrifinn af því, treysti ekki manni sem flakkar á milli flokka eins og honum sé borgað fyrir það, hver veit, og flokki sem er ekki með neina alvöru stefnuskrá eða málefni á oddinum og allavega ekki málefni venjulegs fólks á íslandi í dag.
Bíð spenntur eftir því hvað Lilja Mósesdóttir kemur með undan feldinum. Kannski eru fleiri góðir aðilar að spá í framboð, hver veit, spennandi tímar framundan. Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 10.12.2011 kl. 01:00
Já, Marinó ég held að Hreyfingin geti verið mjög ánægð með þessi 1,3% bæði í ljósi þess að, hún bauð ekki fram í síðustu kosningum. þessir þingmenn buðu fram fyrir Borgarahreyfinguna sem enginn vill nú kannast við. Þá er hafur farið ótrúlega lítil umræða um hlerunarbúnað þann sem settur var á Alþingi og Hreyfingin hefur átt mjög erfitt með að þvo tengingu sína við.
Reiðin eftir hrun er að lægja og þá minnkar rými fyrir nýja flokka. Í þessari könnun segjast aðeins um 3% vera tilbúin til þess að kjósa aðra flokka.
Það er rými fyrir hugmyndafræði í íslenskum stjórnmálum. Ákveðin stjórmálaöfl ákváðu að senda fjölmiðlasepil á þig og tenging hans við stjórnmalaöfl takmarkar valmöguleika þína. Þú hefur fullt erindi á Þing, en í augnablikinu sé ég þig fyrir mér í nýrri Íslandshreyfingu sem síðan er innlimuð inn í eitt brot Samfylkingarinnar á leið út í geiminn eins langt frá grunnengingunni eins og kostur er.
Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2011 kl. 01:34
Mikið sammála Sigurði Þorsteinns,hér á undan!!!!Kveðja
Haraldur Haraldsson, 10.12.2011 kl. 02:03
Er einhver hissa? Íslenskir kjósendur fá það sem þeir eiga skilið. Í vitrænum löndum, þar á meðal norrænu nágrönum okkar, þá leggja allir flokkar fram sitt eigið fjárlagafrumvarp.
Þar sem kemur fram tekjur (skattar og annað), útgjöld og þetta er síðan farið yfir af óháðri stofnun.
Það þarf síðan að gera grein fyrir því hvar á að skera niður.
Þeir sem vilja lækka skatta þurfa síðan að segja hvar þeir vilja skera niður nema þeir ætla taka skttalækkanirnar á "VISA raðgreiðslum" Slík vönduð vinnubrögð vilja ekki Íslendingar enda eru svokallaðar tillögur algjört prump. Tillögur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru samdar af PR fólki og ganga ekki upp. "Sparnaður og aðhald í ríkisrekstri", "koma hjólum atvinnulífsins af stað", "virkja einkaframtakið", "lækka álögur og skatta", "norrænt velferðarkerfi", "skjaldborgin um heimilin" Allt eru þetta merkingarlausir og innantómir frasar.
Raunar held ég að bæði þessir flokkar sem nú sitja og þeir sem eru í stjórnarandstöðu hafa enga hugmynd um hvernig koma á okkur út úr þessu enda eru væntingar meginhluta fólks ekki í neinum tengslum við það sem hægt er að verða við. Við erum bundin inni í verðlausum gjaldmiðli sem er í höftum og getum þess vegna þjóðnýtt skuldir heimilanna en sá reikningur lendir á Íslendingum sjálfum í því að það þurfa skattborgarar að greiða enda er Íbúðarlánasjóður stærsti lánveitandi. Fólk getur byrjað aftur fyrir upptöku Ólafslaga fyrri 30 árum með verðbólgudansinn en augljóslega verður enginn sem kemur til með að leggja fé i sparnað og flestir vilja augljóslega burt með fé út úr íslensku hagkerfi.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 07:03
Stærð og verðmætasköpun hagkerfisins er það sem mun hafa endanleg áhrif á stærð og gæði velferðarkerfisins. Íslendingar hafa því miður farið þá auðveldu en dýrkeyptu leið að lána sig frá þessari staðreynd. Byggðastefna, styrkir til landbúnaðarins, sameinging sveitarfélaga og ekki minnst bæjarfélaga á höfðuborgarsvæðinu eru allt óþægilegar staðreyndir enda er lítið að spara annars staðar. Held að kosnaður við Alþingi, Forsetaembættið og æðstu stjórn ríkisins eru rétt um 4 miljarðar.
Það hefur verið bent á að ef við hefðum farið þá leið sem Færeyingar fóru með kvótasölu á Makríl hefði ríkið fengið 7 miljarða á ári en kvótaeigendur fjármagna morgunblaðið og yfri 50% af fjármagni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og það er varla gert af einskærri góðmennsku frekar en að kosta hallarekstur Morgunblaðsins sé gert til að halda við íslenskri tungu.
Íslendingar hafa nú velferðarkerfi sem er nokkrum númmerum of stórt fyrir hagkerfið sem að óbreyttu mun ekki stækka. Laun á Íslandi eru því miður orðin hlægilega lág. Klárlega er mikil einhæfni í atvinnulífinu og þjónustustarfsemin er úr fasa við grunnverðmætasköpunina og það mun taka áraatug eða áratugi að breyta því. Það þarf að breyta menntakerfinu og stokka það algjörlega upp og leggja áherslu á raungreinar og rannsóknir eins að leggja grundvöllinn undir heilbrigt viðskipasiðferði og hlutabréfamarkað þar sem réttindi minnihlutahluthafa séu tryggð en án þess mun enginn nokkru sinni leggja fé til atvinnuupbyggingar nema stýra því sjálf-ir/ar.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 07:41
Tek undir með Guðmundi Ásgeirssyni hér að ofan, ég er sannfærð um að slíkt afl kemur fram í fyllingu tímans, og ég er líka viss um að slíkt er í mikilli gerjun, þar verður ekki bara rætt um eitt nafn eða tvö, heldur breiða samstöðu ólíkra hópa sem ef vonir mínar rætast munu finna sameiginlega leið okkur öllum til heilla. Það yrði okkar besta jólagjöf, nú eða nýjársgjöf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 12:11
Var ekki nýleg skoðanakönnun sem sýndi fram á að 14% báru traust til stjórnarinnar, 13% til stjórnarandstöðunar og ..... 18% til ESB!!
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 12:13
Held það sé vonlítið að hér komi eithvað nýtt stjórnmálaafl sem mun hafa hrygglengju til að gera þær aðgerðir í fjármálum þjóðarinnar sem eru meira en bráðnauðsynlegar og sníða velferðarkerfi almennings og atvinnuvega að raunverulegri stærð (eða smæð) hagkerfisins og það verður ekki gert með naglaþjöl eða naglaklippum þar þarf vélsög.
Væntanlega verður þetta einhver hagsmunasamtök elli- og eftirlaunaþega sem gera allt til að hindra skerðingu á lífeyrisgreiðslum og eins hagsmunasamtök skuldara sem vilja að skuldir verða ríkisvæddar og beint eða óbeint leggjast á fólk sem aukin skattheimta. Unga fólkið sem hvorki hefur lagt í lífeyrissjóð og bíður eftir að kaupa yfirverðlagt húsnæði mun fara frá landinu enda er ekkert að gerast og ég get ekki séð að það mun eitthvað gerast bráðlega.
Nokkur nauðsynleg atriði.
- Niðurskurðarferlinu er ekki lokið og verður sársaukafylltra og sársaukafylltra. Raunar verður þjóðin eldri, kröfurnar aukast og það mun þýða að við getum ekki boðið sambærilega þjónustu og í nágrannlöndin.
- Það þarf að skerða lífeyriskerfi opinbera starfsmanna það þarf ekki mikið innsæi til að sjá að dæmið gengur ekki upp.
- Það verður áratugur með óvinsælum leiðilegum ákvörðunum. Við fengum að súpa af afleiðingum þess að illa borgaðir þingmenn voru í raun styrkþegar fjármálafyrirtækja og útgerðarfélaga og það sést í orð og æði margra, hver borgar þeirra vasapeninga? Ágætt að fólk geri sér þá grein fyrir því að það var dýrkeypt lexía fyrir íslenska þjóð.
Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 12:29
Erlendis ennþá, greinist sparnaður niður í skammtíma og langtíma. Reiðufjárafhendingar eru líka greindar eftir eðli það er sparnaður til varsjóðsmyndunar vegna hugsanlegrar tekju minnkunar og sparnaður til reiðufjársuppsöfnunnar vegna útborgunnar í reiðfé síðar, en á markað eru flest tekjufæri, með því sem má kalla þröskuld: lámarks upphæð til stofnsetningar [sem í framkvæmd krefst sparnaðar eða bindingar reiðufjár] .
Aðal sparnaðar form í USA og UK er í endurfjámögnunar hlutabréfum bréfum öndvegis vsk. fyrirtækja á markaði 80% á móti bréfum Stjórnsýlu og Banka. Þýskland og Frakkland snúa þessu hlutfalli við. Þetta er í eðli sínu langtíma sparnaður og fylgir raunhagvexti á heildarmarkaði til verðtygginga, skila reiðfé á raungengi framtíðar frekar en að skila umfram eða raun ávöxtum.
Almenningur sparar í að fjárfesta í heimilafasteign, sumarbústöðum, málverkum og skartgripum til langframa, líka með því að kaupa verðbréf sérhæfðra sjóða eða láta þá verðtryggja fyrir sig.
Fer eftir ríkjum hvað mikil þörf er á fyrir hann að mynda varsjóði í reiðufé vegna tekjumissis framtíðar, þess i þörf minnkar þar sem velferð er almennt meiri of frelsi til annarra sparnaðarforma og tekjufæra er meira.
Til að skilja fjármál þarf að grein hluti í hlutfalslegum samanburði og skilja samhengi milli hlutfalla.
Hér merkir sparnaður í umræðu bara eitt: reiðufjárbindingar almennings í uppsöfnunarsjóðum til annarra aðila ráðstöfunnar í von um auðlegð einhvern tíma síðar. Slík einföldun segir allt um greind Íslendinga í þessum málum. Síðan 1911 er þetta óarðbær fórn á lífsleiðinni sem aldrei hafa tryggt nokkurn skapaðan hlut almennt séð.
Val til sparnaðar skiptir almennt máli. Geta borið saman.
Júlíus Björnsson, 10.12.2011 kl. 14:02
Maður les um „niðurspírala“ fjármálakerfisins á glóbal vísu.
Það eru rosalegar sviptingar núna og ekki bara markaðspaníkk.
Vantraustið er orðið viðvarandi og hrynjandin magnast.
Hví skyldi vantraustið ekki ná til íslenska 4-flokka kerfisins?
Það sér það hver heilvita maður að það er handónýtt, en hjarir
sem hundur á roði, meðan óbreyttur almenningur biður bara um
heiðarleika, gegnsæi, sanngirni, réttlæti og jafnrétti,
en fær ekkert af þessu. Við biðjum bara um lýðræði, en ekki
4-faldar flokka lygar á 4-urra áranna frestinum.
Það má vel vera að sumir telji Guðmund Skárra en ekkert, sem er þó ekkert annað en lélegt grín B-deildar Samfylkingarinnar. Ég vonast til að fram komi miklu róttækara stjórnmálaafl, breið samstaða í stíl þess sem Lilja og grasrótin hafa rætt um, sem muni berjast af fullum krafti til hagsbóta, ma. með heilbrigðri og almennri skuldaleiðréttingu fyrir íslensk heimili og smáfyrirtæki og taki á kerfislægri spillingu og samansúrrun 4-flokkanna og banksteranna. Í mínum huga gengur þetta helviti ekki lengur, og alls ekki til frambúðar, líkt og ýmsir greina hér að ofan.
Ég tek sérstaklega undir góð orð Guðmundar Ásgeirssonar, Ásthildar Cesil Þórðardóttur og Vilhjálms Bjarnasonar, ekki fjárfestis ... og deili með þeim voninni um að af breiðri samstöðu verði ... og ég hef marg oft látið í ljós þá von mína að Marinó muni veita því stjórnmálaafli, þeirri breiðu samstöðu, liðsinni sitt.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:52
Pétur, miðað við þá hluti sem ég veit af í mínu umhverfi máttu alveg búast fastlega við 1-2 nýjum valkostum í næstu kosningum, þó ég geti ekki sagt til um það að svo stöddu nákvæmlega hvernig þeir verði samsettir. En það er fullt af fólki að tala saman, fólk sem er núna komið með reynsluna af kosningabaráttu og veit hvað það syngur.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2011 kl. 00:10
Ég er ekkert að verja núverandi 4 flokks kerfi, langt í frá. Það er hins vegar óumdeilanleg staðreynd að það verður geysilega erfitt að stýra landinu næsta áratugin.
Þarf samsteypta og agaða stjórn, sem byggir upp trúverðugleika, bæði innað fyrir fólk hér og útað gagnvart lánadrottnum við endurskoðun á lánum/vaxtakjörum og endurgreiðslu lána auk þess sem tekjur ríkis og sveitarfélaga duga ekki fyrir útgjöldum.
Jarðsprengjan stóra eru lífeyrisgreiðslur ríkisstarfsmanna sem ríkið mun ekki standa undir ef ganga á að lífeyrissjóðum mun það þýða niðurskrift þeas lækkun á lífeyrisgreiðslum þeirra sem núna fá lífeyrisgreiðslur.
Ef við getum lært eitthvað af reynslunni er að framboð sem ekki koma fram með ákveðna stefnu, fólk sem hittist og ræðir saman enda getur haft svipaðar skoðanir en það þarf innri strúktur, skipulag, stjórnun og það sem kallast flokksaga. Annars leggst þetta saman í fyrsta stormi eða brotnar niður í frumeindir. Þegar ákvarðanir eru teknar sé þeim fylgt þótt allir séu langt í frá sammála þeim enda trosnar þetta oft upp í erfiðum ákvörðunum. Laustengt bandalag fólks ræður í raun ekki við slíkt og augljóslega munu þau ekki fá frið frá stjórnarandstöðunni. Það mun skipulega farið í saumanna á þeim einstaklingum til að grafa undan trúverðugleika þeirra. Fjölmiðlar munu markvisst reyna að grafa upp sundrung og gefa mynd af skipulagsleysi og glundroða.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.