Leita í fréttum mbl.is

Hér eru raunverulegar niðurstöðurnar úr skoðanakönnun Capacent

Ég var að fá tölvupóst með raunverulegum niðurstöðum úr skoðanakönnun Capacent Gallup.  Þær eru sem hér segir:

Fékk upplýsingar frá Capacent um nánari skiptingu á svörum. Raunveruleg staða er núna (og það nánast óbreytt frá síðustu mánaðarmótum):

26,5%    Sjálfstæðisflokkur

15,4%    Samfylking

15,0%    Skila auðu/ætla ekki að kjósa

15,0%    Taka ekki afstöðu

10,5%    Framsókn

  9,5%    VG

  8,5%    Aðrir/Hreyfingin

Nær 40% vilja ekki tilgreina neinn af fjórflokkunum svokölluðu. Svipað og síðast.

Hér mælist Hreyfingin og "aðrir" með 8,5% fylgi, þ.e. mjög svipað og VG, og Sjálfstæðiflokkurinn með 26,5% fylgi en ekki 38%.  Þeir sem ekki taka afstöðu eru álíka margir og segjast ætla að kjósa Samfylkinguna og sama á við um þá sem ætla að skila auðu eða ætla ekki að kjósa. 

Heil 30% eru annað hvort ekki búin að taka afstöðu eða ætla á þessari stundu ekki að kjósa/skila auðu.

Vildi bara leyfa fólki að sjá hvernig tölurnar breytast.  Enn og einu sinni er rétt að benda á að líklegast eru þessar niðurstöður fengnar eftir að svarendur hafa verið þráspurðir um afstöðu sína.  Skora ég enn og einu sinni á Capacent að birta tölur líka eftir fyrstu spurningu, svo fólk sjái hvert fylgið er samkvæmt henni.


mbl.is Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Söguleg nauðsyn myndunar nýs stjórnmálaafls kemur skýrar og skýrar í ljós, þegar rekkjutjöldum samtryggðrar spillingarinnar er svipt frá.  Hafðu þökk fyrir Marinó fyrir þína óbugandi elju við að að afhjúpa keisara-hirðina, sem sukkar sem fyrr og beitir hálfsannleika, sem allir góðir menn vita að er oftast lygum skyldur.  

Ég er sjálfur í einhverju úrtaki í viðhorfskönnunum Capacent og er orðinn verulega lúinn á að þráspurningum þeirra, til að knýja fram, með þráspurningum, "rétta" niðurstöðu fyrir kostunaraðilana.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 17:17

2 identicon

Marinó fékkstu ekki upplýsingar um hvernig þjóðarpúlsinn svaraði niðurstöðunum um hvort svarandi væri hlynntur aðild að ESB eða ekki?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 18:10

3 Smámynd: Dexter Morgan

Er þá Moggafréttin bara lygi ? Það er svo sem eftir öðru, í Mogganum eru bara dánafregnir, auglýsingar og restin er lygi.

Dexter Morgan, 2.12.2011 kl. 18:26

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

"Dexter", nei, Moggafréttin er ekki lygi.  Hún segir bara ákveðinn hluta sögunnar.

Kristján, ég fékk bara þetta.

Marinó G. Njálsson, 2.12.2011 kl. 18:50

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er eitt sem þarna kemur fram sem er alvarlegt og það er að einungis 24,9% ætla að kjósa þá flokka sem eru í stjórn núna 45,5% eitthvað annað og 30% (29,6%) taka ekki afstöðu, skila auðu eða ætla ekki að mæta.  Sem sagt það er ekki einnfjórði sem styður stjórnina í raun, finnst þér að þeim sé sætt við þessar aðstæður?

Einar Þór Strand, 2.12.2011 kl. 19:16

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er grafalvarlegt mál þegar aðeins 25% styðja ríkisstjórnarflokkana - en öllu alvarlegra er að stjórnarandstaðan hefur ekki nema 37% stuðning við þær aðstæður.

Fjórflokkurinn má muna sinn fífil fegri eins og sagt er.

Kolbrún Hilmars, 2.12.2011 kl. 20:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og löngu komin tími á enda þeirra og eitthvað nýtt og ferskt taki við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2011 kl. 20:45

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get ekki séð að þessar tölur séu svo mikil breyting.  Það væri þó fróðlegt að sjá hvernig "taka ekki afstöðu" og "skila auðu/kjósa ekki" hafa þróast.  Eru þeir hópar að bæta við sig?

Það verður að hafa í huga að í venjulegum kosningum þá er það 10 - 20% kjósenda sem ekki mætir á kjörstað eða skilar auðu.  Það er ekkert nýtt.  Kosningar og kannanir eiga það sameiginlegt að það er ekki tekið tillit til þessa hóps þegar niðurstöðurnar eru reiknaðar.

Hafa ekki Capacent kannanirnar gefið nokkuð góða niðurstöðu í samanburði við kosninganiðurstöður undanfarna áratugi?

G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2011 kl. 00:50

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Marinó.

Sigurður Haraldsson, 3.12.2011 kl. 02:17

10 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Er það almenn skoðun manna að stytta kjörtímabilið í 2 ár eða þá að ríkisstjórnir segi af sér þegar Gallup kannanir sýna að þær hafi misst meirihluta?

Lára Stefánsdóttir, 3.12.2011 kl. 09:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gæti verið ágætis aðhald fyrir ríkisstjórnir hverjar sem eru að hafa þann refsivönd yfir sér.  Þeir mundu þá reyna að fara ekki gjörsamlega á skjön við meirihluta þjóðarinnar með valdsvið sitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:23

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Marinó. Alltaf gott að fá skýrar og greinagóðar lýsingar á því hvernig hlutirnir eru.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2011 kl. 11:05

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Lára, mínar athugasemdir snúa eingöngu að framsetningu upplýsinga og vil gjarnan að fyrirtæki sem framkvæma skoðanakannanir birti líka upplýsingar eftir fyrstu spurningu.  Þannig er hægt að sjá hvert er kjarnafylgi stjórnmálaflokkanna, hvert er óvissufylgi þeirra og þar með hve margir yfir höfuð hafa ekki fastmótaða afstöðu.

Marinó G. Njálsson, 3.12.2011 kl. 13:15

14 identicon

Rétt ef við gefum okkur að niðurstaðan verði sú að sama góða kosningarþáttaka verði og hefur verið hér á landi.

Almennt hefur verið góð þátttaka í Alþingiskosningum eða um og yfir 85%.  Falli hins vegar þátttakan niður í 70-75% þá eru meiri líkur en minni en að það muni bitna á nýju framboði þar sem þeir sem muni kjósa eru einfaldlega kjarnafylgi núverandi flokka.

Ný framboð þurfa nefnilega að vera eitthvað annað og meira en aðeins nýtt afl og nýtt fólk.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband