29.11.2011 | 23:45
Stjórnin stendur tæpt - Vill Samfylkingin kosningar?
Ekki er hægt að túlka orð Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur á annan veg, en að verði Jóni Bjarnasyni bolað burt, þá hætti hún stuðningi sínum við ríkisstjórnina.
Ég átti von á því í vor, þegar Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar og Atli Gíslason sögðu skilið við þingflokk VG, að Guðfríður Lilja færði sig líka um set. Hefur mér fundist hún hafa átt litla samleið með þessari ríkisstjórn nokkuð lengi og m.a. orðið undir í nokkrum stórum málum. Vil ég þar bara nefna þegar lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldmiðilshrunsins var þröngvað í gegn um þingið með miklum hraða í október 2009. Þá treysti hún sér greinilega ekki, sem formaður þeirrar nefndar, sem hafði með málið að gera, til að styðja það og var því fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Ekki má heldur gleyma því, þegar menn settu hana ákaflega klaufalega af sem formann þingflokks VG eftir að hún kom úr fæðingarorlofi.
Viðtalið við Jón Bjarnason í kvöld fréttum RÚV í gær gaf betur í skyn en nokkuð annað hver staðan er á stjórnarheimilinu. Hann svaraði spurningu fréttamanns um stöðu hans með því að segja að hann stæði traustur, þar sem hann stóð í lappirnar þegar viðtalið var tekið! Ég get ekki séð að hann sitji út vikuna. En hvernig ætlar Steingrímur að tryggja sér nauðsynlegan stuðning hans og G. Lilju, þegar líklegast Árni Þór Sigurðsson verður gerður að ráðherra í stað hans?
Kosningar í vændum?
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort Samfylkingin sé orðin þreytt á stjórnarsetunni. Þingmenn flokksins gera allt sem þeir geta til að níða skóinn af Ögmundi Jónassyni og Jóni Bjarnasyni og haga sér ansi oft, eins og VG sé í einhverri annarri ríkisstjórn en Samfylkingin. Ómögulegt er að sjá tilganginn með þessu nema annað að tvennu komi til: A. Samfylkingin vill kosningar; B. Samfylkingin er búin að ná samkomulagi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um ríkisstjórnarsamstarf til loka kjörtímabilsins. Hvorugt þykir mér líklegt, en menn hljóta að átta sig á því, að Ögmundur, Jón og G. Lilja eru þríeyki þar sem gildir "einn fyrir alla, allir fyrir einn".
En eru líkur á því að B, D og S fari saman í stjórn? Já, ég held það. Þó Sjálfsstæðisflokkurinn mælist vel í könnunum, þá held ég að þegar nýju framboðin (sem eru óhjákvæmileg) kynna sig í aðdraganda kosninga, þá muni drjúgur hluti fylgis gömlu flokkanna færast. Nái menn aftur á móti að lifa af út kjörtímabilið og að ég tali nú ekki um, ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn gætu tekið þátt í næsta hluta upprisu íslenska hagkerfisins (sem er óhjákvæmileg), þá munu flokkarnir ekki tapa eins miklu fylgi og jafnvel vinna á. Ný öfl fá nefnilega mest fylgi, þegar óánægja er mikil, en þau gömlu þegar rísandi er í gangi. Af þeirri ástæðu einni er lífsnauðsynlegt fyrir B og D að halda Jóhönnu við völd.
Ég tel besta kostinn vera að fá kosningar á næstu mánuðum, t.d. í apríl. Einnig gætum við farið þá leið sem Grikkir og Ítalir hafa farið, að fá annað hvort stjórn allra flokka eða hreinlega utanþingsstjórn.
Mikið áfall ef VG snýr baki við Jóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2013 kl. 00:58 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Athyglisvert og örugglega ekki fjarri lagi að geti gerst. Stóra spurningin er ef úr verður "samsteypustjórn" hvað er þá líklegast að gerist með EBS umsóknina? Verður umsóknin dregin til baka og sett á ís eða yrði bara haldið áfram inngöngumarseringu í ESB með Jóhönnu í fararbroddi eins og allt sé í stakasta lagi?
Samfylkingin vill losna við VG vegna andstöðu þeirra þriggja við ESB umsóknina, hvað með D og F í þeim flokkum eru samþykktir, allavega meirihluti gegn inngöngu í ESB?
Sólbjörg, 30.11.2011 kl. 00:11
Finnst þetta bara góð hugmynd Marinó!! sem má skoða!!!!
Haraldur Haraldsson, 30.11.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.