Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur: Neyðarlögin halda!

Niðurstaða Hæstaréttar um að neyðarlögin haldi er mikill léttir, svo ekki sé meira sagt.  Rétturinn tekur með þessu undir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem komst að þeirri niðurstöðu að neyðarlögin mismunuðu vissulega kröfuhöfum, en það væri gert á samræmdan og réttlætanlegan hátt.  Engin mismunun ætti sér stað innan hvers hóps kröfuhafa, hvorki eftir upphæðum, landfræðilegri staðsetningu, stærð eða stöðu kröfuhafa né þjóðerni.

Meira um þetta síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki nóg um hvað neyðarlögin fjölluðu.

En er möguleiki á að erlendir aðilar, sem telja á sig hallað, áfrýi málinu til Evrópudómstólsins eða Alþjóðadómstólsins?

Þessi spurning er kannski kjánaleg en eingöngu borin fram vegna vanþekkingar minnar. 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 14:43

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Svavar, maður getur ekki útilokað neitt, en það kemur betur í ljós þegar dómarnir eru skoðaðir eftir að þeir hafa verið birtir á netinu.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 14:49

3 identicon

Lögfræðingar, sem ég hef rætt við fullyrða, að kröfuhafar muni leita réttar síns fyrir Evrópudómstólnum í Strasbourg, enda sé þessi dómur tóm della. Jón Steinar hafi því miður haft rétt fyrir sér.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 15:24

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ellilífeyrisþegi, ef það gerist og dómnum verður snúið, þá fellur reikningurinn á þá skattgreiðendur sem halda tryggð við landið.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 15:30

5 identicon

Ha?!

"...vissulega var kröfuhöfum mismunað með neyðarlögunum en það var gert á samræmdan og réttlætanlegan hátt..."

Voru virkilega þessi orð notuð af HR? Þá held ég að næsta dómstigs sé ekki langt að bíða, enda auðvelt að blása froðu frá. Eins og að segja að vissulega hafi verið brotist inn víða en það hafi verið gert á samræmdan og réttlætanlegan hátt.

sr (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 18:40

6 identicon

Algerlega fyrirsjáanleg niðurstaða, og niðurstaðan verður í öllum meginatriðum sú sama alveg sama hvert verður reynt að áfrýja þessari niðurstöðu.

Það er eðlilegt að kröfuhafar gömlu bankanna reyni þetta, enda er kostnaðurinn sáralítið klink m.v. það sem er í húfi fyrir þá.

En líkurnar þeirra eru engu að síður talsvert minni en engar.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 19:00

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er óhætt að líta á þetta sem endanlega niðurstöðu, jafnvel þó þetta færi fyrir mannréttindadómstól Evrópu og yrði snúið við þar.

Það hafa nefninlega fleiri mál gert, en íslensk stjórnvöld hafa einfaldlega kosið að hunsa niðurstöðurnar ef þær henta ekki.

En ef það kemur nokkurntíma reikningur til mín fyrir þessu þá mun ég umsvifalaust áframsenda hann heim til Steingríms J. Sigfússonar og fela honum að smala saman hinum sem vildu ólmir greiða þetta til að gera nákvæmlega það.

Ríkisábyrgð á einkarekstri er brot á EES samningnum.

P.S. Það er kostulegt að skoða dóminn, ég hef örugglega aldrei séð lengri lista stefnenda og stefndu. Að sjá Landsbankann Gurnsey meðal stefnenda á móti Landsbanka Íslands er nánast ljóðrænt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2011 kl. 21:10

8 identicon

Marinó, ekki skilja mig svo að það sé einhver óskastaða frá mínum bæjardyrum séð að málið fari til Strasbourg, síður en svo. Þessir aðilar, sem ég spurði, eru lítið fyrir tilfinningasemi þegar þeir taka afstöðu til mála, en hafa orð fyrir að vera raunsæir. Ég geri mér fyllilega ljóst að sá reikningur lendir beint á okkur, sem eigum ekki annars kost en vera kyrr hér á skerinu.

Ellilífeyrisþegi (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 21:32

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Steingrímur J, þarf að binda sínar vonir við,  að hann eigi rétt til að skjóta máli sínu til Mannréttindadómsstólsins, þegar hann upplifir dóm Hæstaréttar, yfir sínum gjörðum gagnvart íslenskri þjóð.

Megi hann vel lifa við sjálfan sig.

Eggert Guðmundsson, 28.10.2011 kl. 21:43

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sama má segja um aðra núverandi stjórnarherra okkar.

Eggert Guðmundsson, 28.10.2011 kl. 21:46

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Með dómi þeirra verða dæmd orðið "mannréttindi" bæði með og á móti. Það verður spennandi að fylgjast með þeirri niðurstöðu.

Eggert Guðmundsson, 28.10.2011 kl. 21:51

12 identicon

Gerirðu þér grein fyrir að ríkið laggði ekki út krónu? Heldur mælir fyrir um að innistæðueigiendur skuli fara fram fyrir skuldabréfaeigeindur í kröfuhafaröðinni. Hvað þýðir það? Jú, það þýðir að hver króna sem greidd er til innistæðueigenda, er tekin frá eigendum skuldabréfa. Lífeyrissjóðurinn minn var notaður í þetta, 10.000.000,- voru teknar að mér forspurðum til að bæta tjón innistæðueigenda! Alþingi stal frá mér 10.000.000,- með neyðarlögunum! Ég læt ekki stela frá mér, það er á hreinu!

Ásgeir Erling Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 23:27

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ásgeir, lífeyrissjóðirnir áttu háar upphæðir í innstæðum.  Held það hafi verið yfir 100 ma.kr.  Þeim peningum var bjargað í staðinn.  Hvort viltu tapa 100 ma.kr. í innstæðum eða 100 ma.kr. í skuldabréfum?  Valið er þitt.

Af hverju átti ríkið að leggja út einhvern pening?  Áttu bankarnir ekki að vera bara tryggðir í bak og fyrir eins og allur annar rekstur í landinu.

Annars er ég ekkert að vera neyðarlögin, en af tvennu illu, þá var niðurstaðan í dag betri kosturinn.  Ísland hefði orðið gjaldþrota ef niðurstaðan hefði orðið á hinn veginn.  Þá hefði 2/3 af innstæðum tapast, 2/3 af skuldabréfum kröfuhafa (þar með lífeyrissjóðanna), íslenski tryggingasjóðurinn orðið að finna 600 ma.kr. til að standa undir lágmarksinnstæðutryggingu, ríkissjóður þurft að punga út háum upphæðum til að endurreisa bankana aftur og svona mætti lengi telja.  Já, 10 m.kr. þínar sem þú ert að gráta hefðu orðið margfalt hærri.  Hugsaðu málið til enda og þú sérð að þetta var jákvæða niðurstaðan.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2011 kl. 00:21

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eggert, eins og fram kemur í næstu færslu (sjá Hæstiréttur: Neyðarlögin voru almenn og framvirk; Jón Steinar: Neyðarlögin voru sérlög og afturvirk), þá snerist niðurstaðan ekki um eignarrétt eða mannréttindi heldur túlkun á því hvort neyðarlögin hafi verið framvirk almenn lög eða afturvirk sérlög.  Svona í fullri hreinskilni, þá sýnist mér Jón Steinar hafa rétt fyrir sér, þar sem auðvitað vissi ríkisstjórnin að tveir af bönkunum myndu falla innan 48 tíma frá setningu laganna.  Tæknilega hefur þó meirihluti réttarins rétt fyrir sér, þar sem bankarnir voru ekki fallnir þegar lögin voru sett.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2011 kl. 00:26

15 identicon

Ég verð að segja það með þér Marinó að sennilega er niðurstaða JSG rétt, og ég varð reyndar örlítið hissa að HR skyldi samþykkja þetta.

Fari svo að þetta fari fyrir MDE og hann verði sammála JSG þá líst mér ekki alveg á blikuna. Ekki að stjórnvöld muni endilega hlýða heldur sýnist mér að það muni endanlega gera út af við Ísland og Íslensk fyrirtæki sem fjárfestingarkost fyrir erlenda aðila. Hvað er í veginum fyrir því að þeta verði gert aftur þegar sama staða kemur upp.

Já, ég segi þegar og reikna þá með að stjórnmálastéttin hér á landi haldi áfram á svipuðum nótum og hún hefur gert frá lýðveldisstofnun.

Arnar (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 00:50

16 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arnar, Hæstiréttur átti ekki annan kost.  Fyrst rétturinn gat ekki annað en dæmt SÍ vexti á áður gengistryggð lán vegna fjármálastöðugleika, hvernig átti hann þá að dæma Ísland í gjaldþrot?  Því það var hinn kosturinn.  Það hefði komið 1.800 milljarða högg á hagkerfið, ef ekki stærra.

Ertu búinn að lesa færsluna um dóminn?  Væri gott að fá comment á það sem ég skrifa.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2011 kl. 00:57

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þegar menn ætla að einhenda sér í að gera upp kröfurnar á næstu mánuðum, hefur þá frekari málatilbúningur eitthvað uppá sig?  Ekki verða kröfuhafar Icesave beðnir um að skila uppgjörinu ef eitthvað annað dómstig fær aðra niðurstöðu og byrjað að deila út aftur.

Hér eru það Hollenska og Breska ríkið, sem keyptu skuldir (innlán) Icave reikninganna og heimta að fá það greitt aftur. Það er því líklegt að mínu mati að þessi tvö ríki standi með okkur í þessari niðurstöðu. Svo hafa neyðarlögin verið staðfest af ESA, svo ég sé ekki hvernig Evrópudómstóllinn geti komist að annarri niðurstöðu. 

Mannréttindadómstóllinn hefur ekki boðvald yfir okkur, svo hver sem niðurstaða hans verður, þáer það undir geðþótta stjórnvalda komið að bregðast við þeirri niðurstöðu. rétt eins og raunin hefur verið með dóma um mannréttindi á heimsvísu. Tannlaus og valdlaus dómstóll.

Íslenska Ríkið á Landsbankann og hefur fullan ráðstöfunarrétt.  Íslenska ríkið hefur ákveðið með lögum að hafa þennan háttinn á og á það hefur verið fallist.  

Ég sé engan eftirmála í uppsiglingu. Þessu máli er lokið. Kröfuhafar geta svo haldið áfram að krefja ríkið um greiðslur eftir lögboðnum leiðum. Þeir eru bara næstir í röðinni.

Nú er spurning hvort Breska og Hollenska ríkið drullist til að senda formlega kröfu, svo hægt sé að byrja að borga þeim, en eftir því sem mér skilst, þá hefur hún ekki verið birt formlega.

Þessi forgangur er vissulega óeðlilegur. Þessi ríki tóku það upp hjá sér að kaupa skuldir einkabanka og eiga engan sjálfsagðan kröfurétt á greiðslu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 10:58

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það svo algerlega út í hött að lög eða dómar séu afturvirkir. Með slíkri málsmeðferð væri dómskerfið hrunið. Það er ekki hægt að semja lög með hindsight.

Ef þingið ákvæði með lögum í dag að það tæki ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum, þá getur það einfaldlega ekki virkað aftur í tímanna. Þar eru menn einfaldlega komnir inn í twilight Zone í lagalegu tilliti.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:06

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi komment Arnar, þá er vert að benda honum á þá staðreynd að fjármagn fer ekki í fýlu.  Svona hræðsluáróður a'la Þórólfur Matt bítur hreinlega ekki og á ekki við nein rök að styðjast.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:10

20 identicon

Marinó, ég er búinn að pæla mig í gegnum dóminn og færsluna þína og er að öllu leyti sammála þér. Mér sýnist að þú hafir náð að fanga kjarna málsins ansi vel. Ég ætla ekki að fara út í vaxtaumræðuna í gengistryggingarmálunum hér, þar sem þú þekkir of vel mín rök fyrir því að niðurstaða Hæstaréttar í þeim málum hafi einfaldlega verið kolröng.

Ég geri það ekki oft, en nú verð ég að lýsa mig algerlega sammála JSG í þessu máli. Mín spurning er einföld til hinna dómaranna sex:

Hvernig fæst það staðist skoðun að sett séu neyðarlög til að bregðast við hugsanlegu ástandi sem gæti komið upp í framtíðinni þegar vitað er að ástandið mun koma upp nánast um leið og lögin hafa verið samþykkt?

Í mínum huga er þetta spurning um huglæga afstöðu þeirra sem stóðu að lagasetningunni.

Að þessu sögðu má ég til með að hrósa þér Marinó fyrir færni í dómalestri, því það er svo sannarlega ekki á allra færi að lesa þá þannig að náist að skilja kjarnann frá hisminu.

Arnar (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 11:11

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Arnar: Neyðarlögin voru til á pappír og augljóst að þeim var ekki hent saman. Einhver aðgerðaráætlun var til og er til víðar, því hrun af þessu tagi eru ekki ný af nálinni.  Neyðarlög taka ekki gildi fyrirfram. Það er út í  hött. Þetta hefði ekki getað verið til samþykkt í lögum og gengið sjálfkrafa í gildi. Neyðarlög þarf að virkja á neyðartímum.

Ef menn eru svona smeykir um að þetta fari illa, þá legg ég til að þeir skottist í bankann sinn á mánudaginn og taki út af reikningum sínum. Það eru einu viðbrögðin sem almenningi stendur til boða til að tryggja sig gegn þessari hugsanlegu vá.

Áhlaup semsagt. Menn geta svo velt fyrir sér hvort afleiðingar þess séu skárri til lengri tíma litið.

Ef þetta er ekki búið, þá er engin leið önnur til að tryggja sig en að gera áhlaup á bankakerfið til að tryggja eigin forgang.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:22

22 identicon

Jón Steinar, það var nú ekki meiningin að taka þórólf Matt á þetta heldur var þetta bara hugleiðing mín um að ég teldi fjárfesta ekki vera tilbúna til að setja fjármagn í framkvæmdir hér á landi við þær aðstæður sem uppi eru og hafa verið, þegar svo bætist við að afturvirk íþyngjandi lagasetning virðist vera heimil hér á landi. Það er á þann hátt sem niðurstaða MDE gæti haft áhrif. 

Það er nefnilega svo að lagaumhverfi skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að ákvörðunum fjárfesta, algerlega óháð því hvort fjármagn geti farið í fýlu eða ekki.  

Arnar (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 11:31

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íslendingar hafa bara fínan orðstýr í viðskiptum almennt. Forgangur innistæðna í bönkum samkvæmt neyðarlögum í augljósri neyð hefur ósköp lítið með það að gera hvort menn treysta sér í fjárfestingar í fyrirtækjum, sem líta þokkalega út á blaði. Við rekum hér mörg stöndug fyrirtæki sem hafa alþjóðlega tiltrú. Bankakerfið hefur hinsvegar enga tiltrú, hvar sem er í heiminum, enda hvergi sterkari dæmi um ábyrgðarleysi og siðleysi en þar.

Við erum að teygja okkur lengra en eðlilegt getur talist hér. Forgangskrafan er einfaldlega vafasöm krafa. Þetta eru "lán" einstaklinga og fyrirtækja til banka á háum vöxtum. (innllán, innistæður)  Áhættan er alltaf hjá lánveitanda og hann fær ekki meira til baka en eignir bankans ráða við ef illa fer.

Breska og Hollenska ríkið keyptu þessar kröfur til að viðhalda trausti á fallvalta banka og forðast áhlaup og allsherjar hrun. Það var þeirra neyðaraðgerð. þEir eiga enga kröfu á okkur um að taka þá ákvörðun á okkur, en þeir geta reynt að hafa út úr þrotabúinu sem býðst. 

Ég er sammála um að þessi forgangskrafa er vafasöm á þessum grunni. Ég skil ekki hvernig sá forgangur er metinn nema þá að hér sé beitt hótunum og þrýstingi af stæsta kröfuhafanum í skjóli valds, enda er um tvo ríkissjóði að ræða en ekki einstaklinga og fyrirtæki. 

Hafa þessir ríkissjóðir krafist forgangs? Ég vildi gjarnan fá að sjá það á blaði.  Ef svo er, þá er það kröfuhafanna að stefna þessum aðilum fyrir ofbeldi en ekki okkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:47

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar beittu sjálfir neyðarlögum á okkur, þ.e. hryðjuverkalögunum. Þau lög voru til og í gildi. Hvergi í þeim lögum er sýnt að þeim hafi verið heimilt að misbeita þeim á þann hátt sem þeir gerðu. Skýringanna á forganginum er sennilega að leita í þeirri ofbeldisaðgerð. Sé hún ólögleg, þá er vafasamt að þessi krafa eigi rétt á sér. Kannski er rétt að leiða það mál til lykta fyrst og skoða svo Icesave forganginn. Ég bendi almennum kröfuhöfum á að skoða þá leið frekar.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:55

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Almennir kröfuhafar eiga við ofurefli að etja. Það er ekki Íslenska ríkið, heldur hið Hollenska og Breska. Íslenska ríkið á á hinn bóginn við sama ofurefli að etja og þeir.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 11:57

26 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk, Arnar.

Jón Steinar, ef breytingarnar á ákvæðum um slit fjármálafyrirtækja hefðu verið settar í lög, segjum 1. september, þá hefði horft öðruvísi við.  Það skiptir ekki máli hvenær greinin var samin heldur hvenær hún var lögfest.

Marinó G. Njálsson, 29.10.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband