Leita í fréttum mbl.is

Verður Ísland gjaldþrota í dag?

Klukkan tvö í dag kveður Hæstiréttur upp úrskurð í einum 14 dómsmálum sem varða neyðarlögin.  Strangt til tekið er Hæstiréttur að taka fyrir gjaldþrotaúrskurð fyrirtækisins Ísland.  Falli dómurinn kröfuhöfum í vil, þá munu íslensk stjórnvöld þurfa að leita nauðasamninga við kröfuhafa bankanna eða finna stóran hluta af 2.300 ma.kr. innstæðum sem tryggðra voru í neyðarlögunum með því að færa þær til í kröfuröð.

Ég veit ekki hvort fólk átti sig almennt á mikilvægi niðurstöðunnar í þessum málum.  Með ákvörðun Hæstaréttar gæti allur árangurinn sem náðst hefur í ríkisfjármálum þurrkast út.  Lánshæfismat Íslands mun falla niður í F, þar sem útilokað er að ríkissjóður geti pungað út 1.000 til 1.500 ma.kr. hvorki núna né nokkru sinni í framtíðinni.

Mér finnst ótrúlegt að nánast ekkert hefur verið fjallað um þetta.  Ætli það sé vegna þess, að menn sjá ekki tilgang í því eða þykir ekki tilhlíðilegt að hafa með slíkri umræðu áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar.

Falli úrskurðurinn kröfuhöfum í hag, þá verður það ótrúlegt högg á ríkissjóð og hagkerfið.  Við erum að tala um, að skiptingin milli gömlu og nýju bankanna verður í uppnámi, krafan sem fellur á íslenska innstæðutryggingasjóðinn fer úr litlu og upp í hæstu hæðir, ríkissjóður fær á sig skaðabótakröfur úr öllum áttum, gjaldeyrisforðinn þurrkast upp á augabragði.

Falli úrskurðurinn kröfuhöfum í hag, þá fyrst getum við virkilega lagst á bæn og beðið Guð um að hjálpa Íslandi.

Eftir tvo tíma kemur í ljós hvort þess er þörf, hvort Ísland sé gjaldfært eða gjaldþrota.  Eftir tvo tíma kemur í ljós hvort þessar vangaveltur mínar hafa eitthvað að segja.  Hafi 6. október 2008 verið áhrifadagur fyrir íslenska þjóð, þá er 28. október 2011 enginn eftirbátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur minn, skelfilegt að lesa þetta, ég hef ekki gert mér neina grein fyrir þessu og verð bara að segja að ég er kvíðin, hef reyndar verið kvíðin um langan tíma vegna þess hvernig allt er, nú er bara að bíða og sjá.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2011 kl. 12:59

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég ætlaði svo sem ekki að vekja upp kvíðaköst, Ásdís, en mér finnst með ólíkindum hvða lítill gaumur hefur verið gefinn að þessu.  Eins og menn hafi ekki viljað hugsa þá hugsun til enda, hvað gerðist ef...

Ég tek það fram, að ég reikna með að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um lögmæti neyðarlaganna, en gerist það ekki, þá eru þetta afleiðingarnar.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það má svo bæta því við, að falli úrskurðurinn ríkinu í hag, þá heldur lífið áfram sinn vanagang.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 13:09

4 identicon

Það er varla hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi dómsins sem Hæstiréttur kveður upp eftir tæpa klukkustund. Skilanefnd Landsbankans heldur blaðamannafund klukkan 15.00.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 13:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú talar eins og það sé sjálfkrafa mál að ríkissjóður beri ábyrgð á innistæðutryggingasjóði bankanna.  Var ekki Icesave einmitt hafnað á þeim forsendum að svo væri ekki.

Hvort sem það eru innlán einstaklinga eða erlend lán, þá er sú upphæð lán, sem einkabanki gat ekki greitt til baka. Áhættan liggur hjá lánveitendum. Enginn banki á fyrir innistæðum í tryggingarsjóði. Það yrði þokkalegt fordæmi ef að allar ríkistjórnir bæru nú ábyrgð á sukki einkageirans. 

Lagalega eru innistæður einfaldlega lán. Innlán. Engin hefur skrifað upp á þau. Neyðarlögin eru staðfest í bak og fyrir og ég get ómögulega séð einhvern krók í þessu máli sem hrindir þeirri niðurstöðu, en ef þvínar svartsýnisspár standa, þá er eitthvað meiriháttar að.

Bretar og Hollendingar keyptu skuldir einkabanka til að forða áhlaupi á sína eigin banka. Þeir hafa engan rétt á að krefja okkur uum ábyrgð á því frumhlaupi. Ég held meira að segja að enn hafi ekki komið formleg krafa um það.  Menn bara ályktuðu að svo væri á meðan reynt var að klína þessu á okkur með hótunum.

En hvað veit ég svosem.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 13:18

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Steinar, þetta snýst minnst um Breta og Hollendinga.  Við erum að tala um allar innstæður á Íslandi forgang þeirra í kröfuröð.  Haldi kröfuröðin ekki, þá eiga kröfuhafar rétt á að fá sína hlutdeild í eignum gömlu bankanna.  Eignum sem ráðstafað var til innstæðueigenda.  Ríkið ber ábyrgð á neyðarlögunum og öllum mögulegum afleiðingum þess að það sem framkvæmt var samkvæmt þeim dæmist ólöglegt.  Í þessu tilfelli erum við að tala um að 2.300 ma.kr. færast frá því að vera forgangskröfur í það að vera almennar kröfur.  Það þýðir að upphæðin þynnist út um 80% eða svo, sem gefur okkur tvo slæma kosti:  A.  80% af innstæðum hverfa úr hagkerfinu með ófyrirséðum afleiðingur fyrir fyrirtæki, lífeyrissjóði, stéttarfélög, sveitarfélög og efnameiri einstaklinga; B. ríkið greiðir þessi 80% inn í þrotabú bankanna, þ.e. peninga sem það á ekki til, og þessi 80% fara í röðina hjá peningum sem vilja úr landi.  Allt í einu eru það ekki um 400 ma.kr. sem vilja úr landi heldur 2.000 ma.kr. og gengið fer til andskotans verðbólgan upp úr öllu valdi og nýtt efnahagshrun.  Nei, ég held að við hættum að krossa fingur og vona að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 13:31

7 identicon

Þetta fær enga athygli, líklega aðallega vegna þess að þessir dómar eru í raun aðeins formsatriði.

Það eru meiri líkur á að við förumst öll í geimsteinaregni í dag heldur en að neyðarlögunum verði hnekkt.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 13:42

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður #1, ég á alveg von á þeirri niðurstöðu, enda er færslunni stillt þannig upp að ég er að lýsa því sem breytist falli úrskurðurinn kröfuhöfum í vil.  Falli hann ríkinu (þ.e. Landsbanka Íslands) í vil, þá gerist ekkert annað en það sem allir bíða eftir, þ.e. að útgreiðslur hefjast úr þrotabúinu.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 13:51

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

'a maður þá að fara að taka út úr bankanum?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 13:55

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að þeir loki ekki í dag, þó þetta falli kröfuhöfum í hag.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 14:01

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Neyðarlögin standa. 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.10.2011 kl. 14:12

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

En Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði séráliti, þannig að ekki voru allir sammála.  Annars er ég kominn með aðra færslu um dóminn og mun byggja hana upp eftir því sem ég veit meira um hann.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 14:18

13 identicon

Jón Steinar skilar alltaf séráliti.

Hann myndi skila séráliti um hvort rigndi eða snjóaði í frosti :)

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 15:48

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bloggaði um þetta þegar ég sá dóminn, skrítið hvernig maður reynir að gleyma háalvarlegum hlutum til að vera ekki í sífelldum kvíða.  Takk samt fyrir bloggið þú ert nú sá lang skynsamasti í þessum málum, að mínu mati. Fylgist vel með hvort þú ferð í framboð hjá einhverjum, kem til með að kjósa þann flokk 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2011 kl. 16:55

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, ég sá færsluna þína, Ásdís.  Takk fyrir góð orð.  Ég er ekki á leið í framboð, þó enginn viti sína ævi fyrr en öll er.  Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit enginn fyrir víst.

Ég ákvað að skrifa þessa færslu til að draga fram mikilvægi málsins.  Flestir hafa verið að fjalla um  það sem formsatriði, en við sjáum að Jón Steinar taldi þetta alls ekki vera svo.

Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 17:03

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held áfram að fylgjast með þér og eitt er víst að enginn veit hvað  morgundagurinn ber í skauti sér.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband