26.10.2011 | 18:10
Kreppan og endurreisnin - Er Fönix risinn úr öskustónni?
Í síauknu mæli virðist vera orðið ljóst að hagstjórn er meira en fólk með brennandi áhuga á stjórnmálum ræður við. Hin gamla kunna aðferð að kjósa áhugafólk um stjórnmál á þing í þeim erindagjörðum að reka þjóðfélagið af ábyrgð, virðist vera að renna sitt skeið á enda. Út um allan heim erum við að sjá hagkerfi komin niður á hnén, ef þau eru ekki alveg fallin til jarðar. Japanska kreppan var fyrir 20 árum og landið hefur ekki enn náð að vinna sig út úr vandanum. Hvað ætli það taki Ísland, Írland eða Grikkland langan tíma að koma sér á svipað ról og fyrir 2008?
Stjórnmálamenn um allan heim eru að komast að því, að þeir hafa ekki hundsvit á fjármálum. Þeir hafa ennþá minna vit á bankamálum og alls ekkert á því hvernig fjármálakerfi heimsins virkar. Með fullri virðingu fyrir Geir H. Haarde, Ingibjörgu S. Gísladóttur, Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, þá held ég að þau hafi ekki áttað sig á því hvað fólst nákvæmlega í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland. Ég held að ekkert þeirra hafi áttað sig á því fyrir hvern AGS var að vinna í raun og veru. Sama á við um stjórnmálamenn í öðrum löndum þar sem AGS hefur farið inn.
Ég er með þessu hvorki að hallmæla stjórnmálamönnunum né AGS, bara að benda á staðreyndir. Hér á landi hefur nefnilega komið í ljós, að vanþekking íslenskra stjórnmálamanna á hlutverki AGS er að kosta okkur háar upphæðir. AGS kom ekki hér til að byggja upp Ísland. Nei, sjóðurinn kom hingað til að sjá til þess að kröfuhafar Íslands yrðu ekki hlunnfarnir í uppbyggingu hagkerfisins. Stjórnvöld þorðu ekki annað, líklegast vegna þess hve stjórnmálamenn skömmuðust sín fyrir ástandið, en að samþykkja alls konar hluti sem engin ástæða var til að samþykkja.
Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna almenningur á Íslandi átti að greiða fyrir klúður bankamanna. Eins og ég fjalla um í næstu færslu, þá eru allar stofnanir sem koma að stefnumótun í fjármálakerfinu, búnar að komast að þeirri niðurstöðu að það voru fyrst og fremst innri verkferlar fjármálafyrirtækjanna sem klikkuðu, voru rangir eða ekki til staðar. Út um allan heim er almenningur að gjalda fyrir það. Hér á landi er búið að skera niður heilbrigðisþjónustu út um allt land meðan bankarnir græða á tá og fingri. Er ekki eitthvað rangt við þá mynd?
Á morgun (fimmtudag) verður haldin ráðstefna í Hörpu um hvernig endurreisn Íslands hefur tekist til. Þar munum við örugglega heyra margar ræður með innihaldi sem hinn almenni landsmaður getur ekki samsamað sig við. Menn munu berja sér á brjósti og hrósa sér fyrir velheppnaða endurreisn. En er hún vel heppnuð? Bera tölur um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja þess vitni að endurreisnin sé vel heppnuð. Eða fjöldi nauðungarumboða á eignum einstaklinga, yfirtökur fjármálafyrirtækjanna á rekstrarfyrirtækjum, atvinnuleysistölur, brottflutningur, niðurskurður í velferðarkerfinu, fjárfestingar á síðustu þremur árum og svona mætti lengi telja.
Ég viðurkenni alveg að stjórnvöld hafa náð stjórn á þjóðarskútunni. Þau hafa raunar unnið afrek, sem ég tel að þeim beri að hrósa fyrir. En þjóðarskútan er illa löskuð og áhöfnin hamast á dælunum. Hætt er við að komi stormur, þá endi hún á hafsbotni. Á meðan áhöfnin hamast, þá sigla þrjú glæsifley framhjá en áhafnir þeirra telja sig ekki þurfa að hjálpa. Er það ekki ósanngjarnt og hreinlega rangt, að meðan nærri allt á Íslandi líður fyrir hrunið sem gömlu bankarnir ollu, þá vaða þeir nýju í peningum sem vinnandi hendur landsmanna hafa aflað. Er ekki eitthvað rangt við það, að nýju bankarnir skili 163 ma.kr. hagnaði meðan heimilin og fyrirtækin í landinu þurfa að sjá á eftir fjármunum sínum og eignum til þessara sömu banka. Banka sem reistir voru á rústum bankanna sem settu allt á hliðina. Ég vil að bankarnir þrír greiði þessa 163 ma.kr. til ríkissjóðs sem framlag sitt til endurreisnar Íslands. Þeir eiga ekki að hagnast á óförum þeirra sem urðu fyrir skaða vegna aðgerða gömlu bankanna. Meðan þetta ástand varir, þá get ég ekki samþykkt að Fönix hafi risið úr öskustónni. Ég get ekki samþykkt að endurreisnin hafi heppnast. Hún er misheppnuð!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábær pistill. Það er engu við þetta að bæta.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:19
Nákvæmlega Marinó.
HA (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:27
Flottur pistill og hljómar í samræmi við annað sem ég hef heyrt frá fólki af holdi og blóði.
Hrannar Baldursson, 26.10.2011 kl. 18:54
Sammála.
Steinar Þorsteinsson, 26.10.2011 kl. 19:58
Alltaf jafn góð blogg hjá þér Marinó. En núna verð ég að setja spurningu..?? Hverni getur þú hrósað áhöfninni í brúnni fyrir góð verk, að hafa hent út fyrir borð björgunarbátum fyrir sérvalið fólk á "Fyrsta farrými" á meðan hásetarnir og farþegar fá bara ónýta björgunarhringi til að fleyta sér á...????
Ég hef ekki séð þessa " Áhöfn" ennþá hafa gert neitt fyrir þá sem eru fyrir neðan þilfar. Þeir sem eru á "Fyrsta farrými" fá alltaf allt endurgjaldslaust. Og er þá engin undartekning við hvað og hvernig við setjum okkar samlíkingu. Ef hrósið hjá þér er þannig upp sett að þeir sem í brúnni eru, geti haldið áfram að hjálpa þeim sem á efri þilförum eru og hinir látnir sökkva, ertu komin langt frá því sem ég hef lesið þig vera og að skrifa um og þykir mér það miður.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 20:47
Jú Marínó - þetta er stórundarleg mynd af löskuðu samfélagi. Hún mun því miður ekki lagast fyrr en við tökum málin í okkar eigin hendur. Fjórflokkurinn mun ekki vinna í okkar þágu.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.10.2011 kl. 21:13
Í síðu AGS er að finna minnst 2 drepfyndna brandara um íslensku ´endurreisn norrænu velferðarstjórnarinnar´. Og þó maður skrifi í síðuna, sem virðist vera opin fyrir ´comment´, birtist ekkert þar sem maður skrifar.
- - - It also sought to ensure that the restructuring of the banks would not require Icelandic taxpayers to shoulder excessive private sector losses.- - -
- - - “The dynamic cooperation with the IMF helped preserve the Nordic welfare model in my country,” Minister of Economic Affairs Árni Páll Árnason said ahead of the conference.- - -
Elle_, 26.10.2011 kl. 23:03
Allavega, hvort sem AGS vildi það fyrra eða ekki, var það ekki það sem ´norræna velferðarstjórnin´ gerði.
Elle_, 26.10.2011 kl. 23:06
Tek undir allt hér nema að skipherrarnir íslensku hafi staðið sig vel og hvað þá unnið þrekvirki. Hér hefði þurft fólk sem þorði og gat staðið upp í hárinu á þeim sem komu til að tryggja peningaöflin í heiminum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 23:26
Þó svo að fjölmörg mistök hafi verið gerð, þá er búið að koma nokkurn veginn jafnvægi á ríkisfjármálin. Það hefur kostað fórnir og ekki eru allir sáttir. Ég er á því að þetta hafi verið afrek, en ég er líka á því að aðrar leiðir hefðu verið betri. Við megum ekki missa okkur svo í andstöðunni að við getum ekki séð og viðurkennt það sem hefur breyst á jákvæðan hátt, þó við hefðum kosið aðra lausn.
Ég hefði ekki viljað vera í sporum þeirra hjúa, Steingríms og Jóhönnu. Verkefnið sem þau tóku að sér var ekki öfundsvert. Þessi hluti leiðarinnar er að baki. Dallurinn er hriplekur og búið er að henda ýmsum nauðsynlegum búnaði útbyrðis. Hann hangir samt á floti, nokkuð sem maður átti ekki von á eftir "Guð hjálpi Íslandi" ávarpi GHH á sínum tíma.
Mér var bent á um daginn af erlendum ríkisborgara sem hér býr og vinnur, að fyrir hrun hafi Ísland verið Paradís. Núna hafi ástandið versnað, en það bæri samt höfuð og herðar yfir önnur lönd og þar með talin hin Norðurlöndin. Þessi maður er með aðra sýn á lífsgæði en við sem erum uppalin hér á landi og þekkir ekki samanburðinn á sama hátt og við. (Hann bjó hér að vísu líka fyrir 20 árum.) Ég verð síðastur manna til að viðurkenna að núverandi ástand sé viðunandi eða að allt sem gert hefur verið sé það sem ég hefði viljað sjá gert, en margt hefur verið unnið vel og það er ósanngjarnt að viðurkenna það ekki.
Marinó G. Njálsson, 27.10.2011 kl. 00:31
Sammála þessu Marinó! Hvort endurreisnin hafi tekist vel eða ekki, þá vil ég segja að ég er ekki endilega viss um að hún hafi tekist vel, EN ég er ekki viss um að þetta hefði verið gert betur af neinum öðrum! Málið er, eins og þú bendir á, að efnahagsmál og fjármál eru orðin svo yfirgengilega flókin fyrirbæri að ekki einu sinni sérfræðingar á þessu sviði eru alltaf með á nótunum. Þetta er orðinn heimur út af fyrir sig sem restin af hjörðinni hleypur á eftir. Stór hluti af þessum heimi er keyrður í tölvum því það er ekki lengur í mannlegu valdi að skilgreina hvað er að ske nógu fljótt til þess að taka ákvarðanir. Ef fram heldur sem horfir þá verður fjármálakerfi heimsins keyrt í tölvum og restin fer á hausinn! Tek það fram að ég vinn við að skrifa tölvuforrit, en er oft skeptískur á hvar þetta endar, sérstaklega í fjármálageiranum.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 27.10.2011 kl. 00:40
Bankaveldið Ísland tekur við af lýðveldinu... Nema að alþingismenn fari í lagabreytingar strax...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.10.2011 kl. 01:01
Ég var með þýskan viðskiptafélaga minn á fundi í gær og hann sagði að ástandið í þýskalandi væri gott og færi batnandi. Hann sagði líka að Evran væri í fínu lagi og atvinnuleysi með minnsta móti. Hann benti á að ef að þjóðverjum væri gert að skera niður í sama mæli og Grikkjum þá yrði uppreisn i þýskalandi. Vandamálið væru stjórnmálamenn sem hefðu ekki hundsvit á efnahagsmálum og ruglað fjármálakerfi.
Hann var reyndar bjartsýnn fyrir okkar hönd fyrst að Bauhaus ætlaði að fara að opna hér. Greiningardeildin hjá þeim væri með þeim bestu í þýskalandi sem gerði ekki mikið af mistökum.
Við erum vonandi á réttri leið en það þarf að afskrifa miklu meira og rífa fyrirtækin úr höndunum á bankabófunum.
Sigurður Sigurðsson, 27.10.2011 kl. 01:21
"Gifugsamleg björgun bankanna" er ógæfa Íslands því með henni er tryggt að nær allar gjaldeyristekjur renna úr landi næstu áratugina miðað við óbreytt kvótakerfi.
Sigurður Þórðarson, 27.10.2011 kl. 09:29
„Stjórnmálamenn um allan heim eru að komast að því, að þeir hafa ekki hundsvit á fjármálum. Þeir hafa ennþá minna vit á bankamálum og alls ekkert á því hvernig fjármálakerfi heimsins virkar.“
Þetta er sorglega rétt, og enn sorglegar þegar til þess er litið að nægir hafa verið til að benda þeim á þekkingarskortinn.
„Ég viðurkenni alveg að stjórnvöld hafa náð stjórn á þjóðarskútunni. Þau hafa raunar unnið afrek, sem ég tel að þeim beri að hrósa fyrir.“
Mér finnst eina leiðin til þess að kalla þetta afrek vera sú að miða við að ólesinn maður rétt skríði á prófi.
Að öðru leiti tek ég undir hvert orð.
Billi bilaði, 27.10.2011 kl. 09:44
Flottur pistill Marinó, þó svo að inngangurinn sé ruglingslegur í ljósi þess að það var hámentað lið, jafnvel sérfræðingarí fjármálum, sem var á fínum launum við að setja hagkerfin á hausinn.
Magnús Sigurðsson, 27.10.2011 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.