Leita í fréttum mbl.is

Kaupmáttur 2,5% lćgri en áriđ 2000

Tölur Hagstofu Íslands um ráđstöfunartekjur heimilanna segja allt sem segja ţarf um ástandiđ í ţjóđfélaginu.  Ég geri mér grein fyrir ađ ţetta eru tölur fyrir 2010 og nú er október 2011, en ţó einhver viđsnúningur hafi hugsanlega átt sér stađ, ţá sér vart högg á vatni.

Séu tölur Hagstofunnar skođađar nánar, ţá kemur í ljós ađ kaupmáttur ráđstöfunartekna hefur dregist  saman ţrjú ár í röđ.  Fyrsta áriđ, ţ.e. 2008, var samdrátturinn ađeins 0,6%, en síđan koma tvö ár upp á 16,4% og 12,6%.  Á ţessum ţremur árum hefur kaupmáttur ráđstöfunartekna ţví lćkkađ um 27,4% á mann!!!!  Ţetta jafngildir ţví ađ fólk hefđi misst 3,3 mánađa kaupmátt, ţ.e. tekjur fyrir 8,7 mánuđi ţurfa ađ duga fyrir útgjöldum ársins. Kannski ţetta sé árangurinn sem Steingrímur og Jóhanna eru ađ tala um.

27,4% skerđing kaupmáttar er meira en ađ segja ţađ og skýrir betur en nokkuđ annađ hvers vegna rađirnar hjá hjálparstofnunum hafa veriđ ađ lengjast, fyrirtćki hafi veriđ ađ segja upp fólki og vanskil hafa aukist svo fátt eitt sé nefnt.

Í sögulegu samhengi, ţá var kaupmáttur í lok árs 2010 nánast hinn sami og í lok árs 2001 og 2,5% lćgri en áriđ 2000. Ţó ráđstöfunartekjur hafi fariđ úr 1.243 ţús.kr. á mann áriđ 2000 í 2.211 ţús.kr. á mann, ţá erum viđ ađ fá minna fyrir peninginn!  Á sama tíma hefur greiđslubyrđi verđtryggđs láns sem tekiđ var áriđ 2000 eđa fyrr  hćkkađ um ríflega 80%.  Vissulega er vaxtaţátturinn tekinn inn í útreikninga Hagstofunnar, en ekki afborgunarţátturinn.

Ráđstöfunartekjur á mann eru 74 ţúsund kr. lćgri áriđ 2010 en áriđ 2007 í yfir 30% verđbólgu.   Kannski ţetta sé árangurinn sem Steingrímur og Jóhanna eru ađ tala um.

Ekki má líta framhjá ţví, ađ kaupmáttur er m.a. reiknađur út frá launavísitölu.  Hún mćlir launahćkkanir allra stétta í landinu og ţeim skipt upp í hópa.  Ţegar hćkkun launa á almennum markađi, ţar sem eru 2/3 vinnandi mann, er skođuđ nokkur ár aftur í tímann, ţá kemur í ljós ađ ađeins einn hópur launţegar heldur hćkkuninni upp, ţ.e. starfsfólk fjármálafyrirtćkja.  Áhugavert vćri ţví, ef Hagstofan gćti reiknađ út hver kaupmáttarbreytingin vćri, ef ţessum hópi vćri sleppt út úr útreikningunum.  Frá árinu 2000 hafa međallaun hćkkađ um 93,8% á almennum markađi samkvćmt tölum Hagstofunnar, ţ.e. til ársloka 2010.  Ţar af hafa laun í iđnađi hćkkađ 94,2%, laun í byggingarstarfsemi hćkkuđu um 72,7%, laun í verslun og ýmisri viđgerđaţjónustu var hćkkunin 83,9% og í samgöngum og flutningum nam hćkkunin 75,3%, en hjá fjármálaţjónustu, lífeyrissjóđum og vátryggingum var hćkkunin 120,8%.  Á sama tíma hćkkađi launavísitalan um 93,6% sem bendir til ţess ađ ţeir sem ekki teljast til almenns vinnumarkađar hafi hćkkađ ađ jafnađi jafn mikiđ og ţeir sem eru á almennum markađi.  Ţetta ţýđir ađ kaupmáttur einnar stéttar, ţ.e. fólks í fjármálafyrirtćkjum hefur hćkkađ umtalsvert umfram ađra og í stađinn fyrir ađ vera 2,5% lćgri en áriđ 2000, ţá er hann um 25% hćrri, opinberir starfsmenn og starfsmenn í iđnađi hafa ađ međaltali haldiđ kaupmćtti ársins 2000 (örlítil lćkkun), en ađrar stéttir voru í árslok 2010 vel undir kaupmćtti ársins 2000.  Ţ.e. hruniđ og eftirleikur ţess hafa ţurrkađ út meira en 10 árum af kjarabaráttu ţessara hópa og 10% ađ auki.  Ćtli ţetta sé árangurinn sem Steingrímur og Jóhanna eru ađ tala um.


mbl.is Samdrátturinn 8,2%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guđmundsson

Fróđleg samantekt. Mađur setur ? merki á hvađ stéttarfélög hafa veriđ ađ gera í síđustu samningum og ţá einning hvađ ţau gera í framhaldinu.

En Marinó, ţú mátt ekki ćtla, Steingrími og Jóhönnu, ađ ţau viti hvađ ţau hafa talađ og gert sl. 3 ár. 

Eggert Guđmundsson, 10.10.2011 kl. 12:12

2 identicon

Hér texti af heimassíđu ASÍ.

01. apríl 2011 13:09

Kaupmáttur launa 10% lćgri en fyrir ţremur árum

Kaupmáttur launa lćkkađi í febrúar en ađ undanförnu hefur hćkkun bensínverđs og matarverđs kynt undir verđbólgu og ţannig minnkađ kaupmáttinn. Sumariđ 2010 varđ hagfelld ţróun en ţá jókst kaupmáttur međal annars vegna kjarasamningsbundinna launahćkkanna upp á 2,5% auk sérstakra hćkkana á lćgstu laun. Ađ auki voru sumarútsölur sem höfđu jákvćđ áhrif á kaupmáttinn. Á súluritinu má sjá ársbreytingar á kaupmćtti frá ársbyrjun 2008, ţar má sjá ađ samdráttur kaupmáttar hófst ţegar í ađdraganda bankahrunsins.

Laun hćkkuđu um 4,7% milli áranna 2009 og 2010. Á almennum vinnumarkađi hćkkuđu laun ađ međaltali um 6% en um rúm 2% hjá starfsmönnum hins opinbera á sama tímabili. Kaupmátturinn hefur síđan náđ jafnvćgi ţó hann sé enn 10% lćgri en í ársbyrjun 2008 eins og sjá má á línuritinu.

Til baka

Hrafn Arnarson (IP-tala skráđ) 10.10.2011 kl. 14:11

3 identicon

20. apríl stendur eftirfarandi.

20. apríl 2011 11:19

Kaupmáttur launa lćkkađi í mars

Kaupmáttur launa hefur lćkkađi í mars um 0,6% en ađ undanförnu hefur hćkkun matar- og bensínverđs kynt undir verđbólgu og ţar međ minnkađ kaupmáttinn. Á ársgrundvelli er hins vegar um 2,1% kjarabót ađ rćđa. Á almennum vinnumarkađi hćkkuđu laun ađ međaltali um 6% en um rúm 2% hjá starfsmönnum hins opinbera á tímabilinu 2009 – 2010. Í janúar komu fram jákvćđ áhrif af útsölum. Á súluritinu má sjá ársbreytingar á kaupmćtti frá ársbyrjun 2008.

Kaupmátturinn er enn 10% lćgri en í ársbyrjun 2008 eins og sjá má á línuritinu. Athyglisvert er ađ ţrátt fyrir mikla gengislćkkun krónunnar á árinu 2008 hefur kaupmáttur ekki falliđ meir en raun ber vitni. Ţetta er ađallega innlendri framleiđslu ađ ţakka en erlendar vörur hafa hćkkađ mjög í verđi frá ţví krónan byrjađi ađ veikjast snemma árs 2008.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráđ) 10.10.2011 kl. 14:16

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hrafn, núna eru komnar uppfćrđar upplýsingar frá Hagstofunni og munurinn er ennţá meiri.

Marinó G. Njálsson, 10.10.2011 kl. 14:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband