7.10.2011 | 02:36
Reiknaði Guðlaugur til enda? - Nýjar tölur frá Árna Páli afhjúpa misræmi
Ég hef aðeins skoðað hvernig tillögur sjálfstæðismanna virka á lán og er ekki hrifinn. Skoðum skýringu þeirra á virkni tillögu þeirra:
Í frumvarpinu er lagt til að þessari aðferð við endurútreikning verði breytt til hagsbóta fyrir skuldara þannig að allar greiðslur sem inntar hafa verið af hendi fram að uppgjörsdegi komi þegar til frádráttar upphaflegum höfuðstól en að sú fjárhæð sem þá stendur eftir verði vaxtareiknuð í samræmi við almennt vaxtaviðmið laga um vexti og verðtryggingu frá upphafi samningstímans.
Fyrst vilja þeir að það sem hefur verið greitt verði vaxtalaust og síðan að greiddir verði okurvextir af restinni frá lántökudegi. Lánþegar hafa aldrei beðið um að fá eitthvað ókeypis heldur bara að greiddir greiðsluseðlar marki hámark þeirrar greiðslu sem krafist er fyrir hvern gjalddaga og hitt að ekki verði um afturvirka hækkun vaxta að ræða.
Ég skoðaði gróflega dæmi um 10 m.kr. lán tekið árið 2004. Alls hafa verið greiddar um 3 m.kr. í vexti og afborganir af því. Samkvæmt aðferð sjálfstæðismanna verður höfuðstóll lánsins 7 m.kr., þ.e. upprunalegur höfuðstóll mínus allar greiðslur, og síðan bætast hvorki meira né minna en 88,4% vextir ofan á, þ.e. 8.3% fyrir 2004 + 11,0% (2005) + 14,2% (2006) + 16,3% (2007) + 18,1% (2008) + 13,0% (2009) + 7,5% (2010) eða alls 88,4% og þá reikna ég enga vexti fyrir árið í ár. Eftirstöðvar lánsins standa því í 13,2 m.kr. plús/mínus eitthvað vegna þess að þetta eru grófir útreikningar. Séu gjalddagagreiðslur látnar halda sér og vextir SÍ taka við frá og með dómi Hæstaréttar 16. september 2010, þá breytist myndin. Um helmingur af gjalddagagreiðslum reyndist vera vextir, þ.e. afborganir voru því 1,5 m.kr. Um þriðjungur af vöxtunum reyndust ofteknir vextir umfram vanreiknaða miðað við að samningsvextir legðust á lán sem ekki tók breytingum miðað við gengi. Alls dragast því 2 m.kr. frá upprunalegum höfuðstól og 1 m.kr. er vextir til 16/9/2010 (allt gróflega áætlaðar tölur og afrúnaðar). Eftirstöðvar lánsins 16/9/2010 voru því 8 m.kr. og ofan á þá tölu leggjast 6% vextir til dagsins í dag. Uppreiknaðar eftirstöðvar eru því um 8,5 m.kr. samanborið við 13,2 m.kr. samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna. Mismunurinn er litlar 4,7 m.kr. Ég spyr bara hvers vegna eru menn að leggja til þessa afturvirkni vaxtanna?
Líklegast eru þessar 13,2 m.kr. eitthvað lægri en endurútreikningur samkvæmt lögum nr. 151/2010. Ég veit það ekki og held að það velti m.a. á lántökudegi, lánstíma, hvernig fólki tókst að standa í skilum og síðan samningsvöxtunum. En hvers vegna á lántaki að greiða hærri vexti afturvirkt en hann var krafinn um af fjármálafyrirtækinu á greiðsluseðlum og ekki voru gerðar neinar athugasemdir við á sínum tíma? Ég átta mig ekki á því.
Nýjar tölur frá Árna Páli
Samkvæmt Skýrslu umefnahagsstefnu - Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fram á Alþingi af efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október sl., þá eru meintar afskriftir fjármálafyrirtækjanna af lánum heimilanna komnar í 164 ma.kr. miðað við stöðuna í lok ágúst 2011. Þar af eru afskriftir vegna gengisbundinna lána 131 ma.kr., þ.e. 92 ma.kr. vegna íbúðalána og 38 ma.kr. vegna bílalána, 27 ma.kr. vegna 110% leiðarinnar, þar af 9,8 ma.kr. vegna "gömlu" 110% leiðarinnar, og loks 6,2 ma.kr. vegna sértækrar skuldaaðlögunar.
Þessar tölur ráðherra eru á margan hátt mjög áhugaverðar. Fyrst eru það áður gengistryggð húsnæðislán. Samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands, þá stóðu gengistryggð húsnæðislán í 107 ma.kr. í lok september 2008. Að þessi lán hafi verið færð niður um 92 ma.kr. gengur ekki upp. Í fyrsta lagi voru þau aðeins metin á 58,5 ma.kr. í bókum bankanna í lok október 2008 (samkvæmt hagtölum SÍ) og í öðru lagi þá virðist ekki vera tekið tillit til vaxta sem leggjast á höfuðstól lánanna eftir endurútreikning né breytingu á framtíðargreiðsluflæði til hækkunar sem er mjög algeng. Sem sagt niðurfærsla höfuðstólsins er færð inn sem afskrift, en endurútreiknaðir vextir ekki dregnir frá þeirri tölu.
Varðandi gengistryggð bifreiðalán, þá eiga þau að hafa lækkað um 38 ma.kr. Þetta er tala sem ég er tilbúinn að samþykkja, en þætti gott að fá hana samt betur skýrða út.
Þá er það 110% leiðin. Hún er sögð bera ábyrgð á 27 ma.kr. af "afskriftum" og þar af eru um 10 ma.kr. vegna "gömlu" 110% leiðarinnar, þ.e. það sem gert var áður en samkomulag fjármálafyrirtækja og stjórnvalda var undirritað 3. desember 2010. Það þýðir að 17 ma.kr. af afskriftum séu tilkomnar vegna samkomulagsins. Þetta er einkar áhugavert, þar sem í útreikningum sérfræðingahópsins sem ég sat í á síðasta ári, var gert ráð fyrir að 110% leiðin kostaði 125 ma.kr. (skoða verður tölu fyrir 100% leið í upplýsingum á vef forsætisráðuneytisins, þar sem gert var ráð fyrir 10% lækkun fasteignamats sem tók gildi um síðustu áramót). Í þeirri tölu var ekki gert ráð fyrir áður gengistryggðum lánum, svo það sé á hreinu. Hér vantar því litla 108 ma.kr. sem gert var ráð fyrir að fjármálafyrirtækin lækkuðu lán heimilanna um, en ætla augljóslega ekki að gera. Ok, segjum að óuppgerð mál bæti einhverjum milljörðum við afskriftirnar, en ennþá verða eftir um 100 ma.kr. Svona til að gæta fullkominnar sanngirni, þá reiknuðu stjórnvöld og fjármálafyrirtækin að úrræðin sem skrifað var undir 3. desember 2010 myndu kosta milli 90 og 100 ma.kr., samkvæmt glæru 20 í kynningu á úrræðunum sem finna má á vef velferðarráðuneytisins. Þar kemur líka fram að niðurfærsla gengistryggðra lána muni kosta 50 ma.kr. (þar af 15 ma.kr. líka taldir annars staðar), að kostnaður bankanna yrði 56 ma.kr., Íbúðalánasjóðs 12 ma.kr. og lífeyrissjóðanna 10 - 15 ma.kr. (dásamlegt hvað menn eru góðir í stærðfræði, því ég fæ 113-118 ma.kr. út úr þessu). Sem sagt 95 - 100 ma.kr. vantar í niðurfærsluna svo staðið sé við viljayfirlýsinguna frá 3/12/2010. Eða var kostnaðarútreikningurinn bara settur fram til að blekkja?
Ekki þýðir að benda á þessa 92 ma.kr. í gengistryggðum húsnæðislánum, þar sem þeir voru fyrir utan útreikninga sérfræðingahópsins. Auk þess voru gengistryggð lán færð niður um 50% við flutning þeirra frá gömlu bönkunum til þeirra nýju, samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna. Vissulega voru ekki öll gengistryggð lán hjá bönkunum þremur, en upphæðirnar hjá SPRON og FF voru ekki það háar að þær breyti þessari tölu svo nemi tugum prósenta.
Ég fagna því að ráðherra birti þessar tölur vegna þess að þær sýna svikin loforð fjármálafyrirtækjanna. Vissulega eru engar tölur nefndar í samkomulaginu frá 3. desember 2010, en það var byggt á útreikningum sérfræðingahópsins og menn hafa barið sér á brjósti yfir því að þetta hafi staðið til. Önnur ástæða er fyrir því að ég fagna birtingu þessara talna. Árni Páll Árnason hefur slegið því um sig og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, notaðið það í Kastljósi um daginn, að verðtryggð húsnæðislán hafi verið færð niður um 90 ma.kr. Í tölum ráðherra segir aftur að aðrar niðurfærslur en vegna áður gengistryggðra lána hafi bara verið 33 ma.kr. Ég benti á það um daginn, að Guðjón hefði eingöngu notað þessa tölu vegna þess að Árni Páll hefði slegið henni fram og hún væri líklegast úr lausu lofti gripinn. Ég fæ ekki betur séð en að ráðherra staðfesti það með upplýsingum sínum. Áhugavert væri að fá hans skýringu á þessu.
Vandinn við að segja ekki rétt frá er að samræma misræmið. Tölur ráðherra eru augljóst dæmi um hvernig allt fer í steik, þegar menn samræma ekki misræmið. Ég er ekki með því að segja að þessar tölur séu rangar, en þær sýna að stjórnvöld og fjármálafyrirtæki skirrast ekki við að segja það sem þeim dettur í hug án þess að flugufótur sé fyrir því sem þau segja. Enn og aftur hvet ég aðila til að segja satt og rétt frá. Það er betra fyrir alla og sparar mönnum roða í kinnum þegar flett er ofan af misræminu. Fyrir utan að menn ávinna sér hugsanlega traust með því að greina rétt frá.
Endurflytur frumvarp vegna endurútreikninga erlendra lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 1681229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn segja ýmislegt núna og mér finnst það allt verða að skoðast í því samhengi að þeir þrá ekkert heitar en að komast í ríkisstjórn aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 10:45
Ásdís, ég tek það fram, að ég skil alveg hvað vakir fyrir Guðlaugi og ásetningur hans er að breyta hlutunum eins og hægt er innan ramma laga 151/2010. Mér finnst bara ekki ásættanlegt undir engum kringumstæðum að styrkja þá lagasetningu, þar sem hún gengur gegn mannréttindum mínum um að ekki megi setja lög sem hafa íþyngjandi afturvirk áhrif á mig. Tillaga Guðlaugs er vissulega skref í rétta átt, en áhrifin fyrir hvern og einn ræðst af fjölmörgum atriðum.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2011 kl. 15:16
Við deilum ekki um það að lög nr. 151/2001 eru ólög og þeim þarf að hnekkja. Greiddar kröfur eru dauðar kröfur sem ekki verða endurvaktar. Hitt er svo annað mál að fjármálastofnanirnar misbeita lögum nr. 151/2010 og setja upp flókin reiknilíkön eingögnu í þeim tilgangi að fita höfuðstólinn sem kostur er. Það er hitt vandamálið.
Það er alveg ljóst að það stendur ekki í lögunum að framreikna eigi höfuðstól láns til uppgjörsdags og bæta áföllnum vöxtum við á 12 mánaða fresti og framreikna innborganir með sambærilegum hætti og mismunur myndar nýjan höfuðstól láns. Þá stendur heldur ekki í lögunum um að reikna eigi nýtt greiðsluflæði miðað við það að vextir Seðlabanka hefðu gilt frá upphafi og færa endurreiknaða gjalddaga inn á veltureikning og raunverulegar greiðslur á móti og vaxtareikna mismuninn við hverja hreyfingu og bæta við veltureikning. það er því engin lagaheimild fyrir reikniaðferðum fjármálastofnananna.
Bankarnir eru að misnota lögin og óskýrleika þeirra. það er með ólíkindum að brotamanninum sjálfum (fjármálastofnunum) er ætlað að ákvarða sína refsingu og einsdæmi í íslenskri réttarfarssögu, eins og lög nr. 151/2010 kveða á um. Þá er ekki við öðru að búast en undarlegum niðurstöðum. Bankar og stjórnvöld tala um leiðréttingu gengislána sem afskrift sem sýnir þá brengluðu sýn sem þessir aðilar hafa á hlutina. Það að þurfa að færa til baka ólögmætan ávinning felur hvorki í sér afskrift eða lækkun, þessi uppreikningur var aldrei heimill og á því hvergi að koma inn í samanburð. Er það t.d. eignaauki hjá mér ef ég fæ skilað til baka reiðhjóli sem stolið hafði verið af mér fyrr??
Eitt er það að beita ofurvöxtum afturvirkt og hitt að kóróna hlutina með vaxtavöxtun er annað og það að taka ekki tillit til raunverulegra afborgana sem gefnar hafa verið út kvittanir fyrir. Einungis vaxtahluti samninganna var dæmdur ólögmætur en ekki afborgunarhlutinn. Þá hefur vaxavöxtun aldrei verið heimiluð í þessum endurútreikningum og með engu hægt að réttlæta þann uppreikning miðað við eðli þeirra samninga sem verið er að leiðrétta. Þá er með mjög auðveldum hætti hægt að sýna fram á að í nánst öllum tilfellum þar sem endurútreikningur hefur átt sér stað að gengið er lengra í vaxtavöxtun heldur en lög um vexti og verðtryggingu hafa nokkurn tíma heimilað í sinni ýtrustu mynd. Einu tilfellin þar sem ekki er gengið lengra í vaxtavöxtuninni er þegar uppgjörsdagur láns er nákvæmlega upp á dag einu ári síðar en síðasta höfuðstólsfærsla vaxta átti sér stað. Það þýðir að yfir 99% allra lána eru ofreiknuð sé horft á 12. gr. vaxtalagana. Þetta sýnir það að vaxtavöxtun gengur ekki upp skv. uppgjörsreglu 18. gr. vaxtalaga.
Ég gæti haldið hér endalaust áfram en læt þetta duga að sinni
Gunnlaugur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 23:21
Ég þakka fyrir þetta innlegg Gunnlaugur. Það lýsir einmitt vel hversu arfavitlaus lög nr. 151/2010 eru.
Marinó G. Njálsson, 7.10.2011 kl. 23:26
Rangt er rétt og rétt er rangt. Það hefur misboðið minni réttlætiskennd svo um munar. Þessu máli hefur öllu verið snúið á hvolf og því VERÐUR að breyta. Æ fleiri eru farnir að benda á þessar fáránlegu mótsagnir og lögbrot á lántakendum fyrrum gengistryggðra lána. Og fleiri ætla að höfða mál á hendur lögbrjótanna. Svarið frá ESA vegna kærunnar kemur í síðasta lagi um páskana. Kannski verða dómstólar fyrir þann tíma búnir að kveða upp úr um réttaróvissu íþyngjandi afturvirku ákvæðanna í ólögum ÁPÁ nr. 151/2010. Á meðan troða Jón og Gunna skuldamarvaðann....sem hvorki búa í risastórum einbýlishúsum né aka um á tröllvöxnum jeppum. Það er óneitanlega komin þreyta í mannskapinn en lengi má manninn reyna.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.