14.9.2011 | 22:52
Landsbankinn segist hafa afskrifað 219 ma.kr. hjá fyrirtækjum og einstaklingum en það sést ekki í reikningum
Þá er þriðji bankinn kominn með árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Eins og uppgjör Arion banka og Íslandsbanka III. hafi ekki gengið fram af skuldahoknum almúga þessa lands, þá gerir "bankinn minn" ennþá betur. Litlar 24,4 ma.kr. í hagnað.
Bankastjórinn er með eitthvað samviskubit yfir þessari afkomu og ber fyrir sig gengishagnað hlutabréfa og sölu eigna. En er það satt? Samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum hagnaðist hann um ríflega 34 ma.kr. á vaxtamun. Í tilkynningunni segir að "vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna" hafi verið 3,1% og síðan kemur í ljós að heildareignir 30. júní voru 1.126 ma.kr. miðað við 1.081 ma.kr. í ársbyrjun. Tökum 3,1% af meðaltali þessarra talna og þá fást 34,2 ma.kr. Þannig að vaxtamunurinn skapaði fyrst og fremst hagnaðinn, þó svo að hitt hafi lagt eitthvað til.
Áhugaverðast finnst mér í fréttatilkynningunni klausan um að bankinn hafi afskrifað skuldir fyrirtækja um 206 ma.kr. Nú hef ég skoðað ársreikninga bankans fyrir 2008, 2009 og 2010 og árshlutareikninginn sem birtur er í dag. Hvergi í þessum skjölum er nokkur vottur af þessum afskriftum. Ef þær eru þarna, þá hafa menn falið eitthvað annað á móti, því 206 ma.kr. hverfa ekki út úr eignasafni bankans án þess að þess verði vart nema öðru hafi verið laumað á móti. Á þessu eru ekki nema tvær skýringar:
1. Hér er enn einn sýndarleikurinn með afskriftir sem í raun og veru voru framkvæmdar í hrunbankanum.
2. Lánin voru fyrst færð upp um 206 ma.kr. áður en þau voru færð niður um 206 ma.kr.
Ég kann eitt og annað um bókhald, þó ég hafi ekki vit á "stórfyrirtækjasýndarbókhaldi". Í venjulegu bókhaldi, þá ber að færa til tekna óreglulega fjármagnsliði svo sem endurmat eigna til hækkunar og til gjalda sambærilegt endurmat til lækkunar ásamt beinum afskriftum. Ef þessir liðir eru skoðaðir í reikningum Landsbankans, þá segir í þessum nýja árshlutareikningi á bls. 9:
Net adjustments to loans and advances acquired at deep discount (nettó breytingar á lánum og kröfum fengnar með miklum afslætti) 12,986 ma.kr., þ.e. bankinn viðurkennir að hafa fengið "loans and advances" með miklum afslætti og hafa fært þetta upp um tæpa 13 ma.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. Vissulega væri hægt að fela 206 ma.kr. bak við nettótölu, en þá væri bankinn að viðurkenna að þessir 206 ma.kr. væru tilkomnir vegna endurmats á lánum sem fengin voru með miklum afslætti. Einnig væri einstaklega heimskulegt að færa 206 ma.kr. til tekna bara til að afskrifa þá í næstu bókhaldsfærslu. Hvernig sem þetta var gert, þá lítur þetta út fyrir að vera enn eitt leikritið. Skoðum þetta svo í samspili við svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þór Þórðarsonar sem birt var í gær. Þar er að vísu verið i orðaleik, en skítt með það. Samkvæmt svarinu tók bankinn við útlánum til fyrirtækja að "gangvirði" 497 ma.kr. og útlánum til einstaklinga að "gangvirði 158 ma.kr. eða alls 661 ma.kr. Nú eigum við að trúa því, að þessi lán, sem stóðu 30. júní í 653 ma.kr., hafi verið afskrifuð um 219 ma.kr. vegna aðgerða bankans án þess að þess sjáist nánast nokkur merki í uppgjörinu.
Ég segi að þess sjáist nánast engin merki. Í skýringu 11 á bls. 19 um "Loans and advances to customers" er fjallað um hvernig talan 653 ma.kr. er fengin. Hún fæst með því að leggja saman útistandandi lán hjá opinberum aðilum (11,8 ma.kr.), einstaklingum (186,2 ma.kr.) og fyrirtækjum (478,9 ma.kr.) og draga frá liðinn "Less: Allowance for impairment" upp á 23,7 ma.kr. Sé þessi liður skoðaður aftur í tímann, þá er hann 21,1 ma.kr. í lok árs 2010 og 7,8 ma.kr. í lok árs 2009.
Sá sem ætlar að afskrifa 206 ma.kr. af lánum fyrirtækja eða hvorki meira né minna en rúmlega tífaldan rekstrarkostnað síðasta árs, hann minnist á það með ítarlegum hætti í árshlutareikningi eða a.m.k. ársreikningi. Sérstaklega þegar viðkomandi aðili fullyrðir að notast sé við viðurkenndar, alþjóðlegar reikningsskilavenjur. Annað væri hreinlega ófagleg vinnubrögð.
En höldum áfram með skýringarnar. Skýring 30 á bls. 29 er um "allowance for impairment on loans and advances to financial institutions and customers". Þar er m.a. minnst á afskriftir á fyrri helmingi ársins. Nú hélt ég að 13 ma.kr. af lánum einstaklinga myndu dúkka upp, en svo er nú aldeilis ekki. Heilir 2 ma.kr. voru afskrifaðir af lánum viðskiptavina. Hér er ekkert verið að tala um "nettó" heldur er um verga tölu að ræða, þannig að hafi 13 ma.kr., 206 ma.kr. eða samtalan 219 ma.kr. verið afskrifaðar, þá ætti talan að standa þarna í öllu sínu veldi. Nei, 2,012 ma.kr. stendur þarna og fyrir árið 2010 er talan 0. Já, eitt stór NÚLL. Raunar segir í ársreikningi fyrir 2010 að bankinn hafi náð að innheimta 177 m.kr. af áður afskrifuðum lánum.
Nú skora ég á Landsbankann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvar er upplýsingar um framangreindar afskriftir að finna í reikningum bankans? Hvenær fóru þessar afskriftir fram? Hvers vegna var mismunurinn á meintu bókfærðu virði og "gangvirði" ekki fært á viðeigandi hátt í reikningum félagsins, fyrst bankinn eignar sér að hafa afskrifað hjá viðskiptavinum lán sem metin voru 0 að gangvirði? Fróðlegt væri ef hinir bankarnir vildu einnig svara þessum spurningum.
24,4 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1680024
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Við þetta má bæta að enginn bankanna þriggja kannast við 120 ma.kr. afskriftirnar sem SFF auglýsti svo rækilega um daginn.
Marinó G. Njálsson, 14.9.2011 kl. 23:15
Blekkingaleikur og barbabrellur.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.9.2011 kl. 02:33
Ef hagnaðurinn á seinni hluta ársins verður jafn mikill þá yrði þetta metár í sögu Landsbankans, hvort sem er gamla eða nýja.
Til samanburðar var hagnaður gamla Landsbankans 31,1 ma.kr. á fyrri helmingi ársins 2008 og við vitum að það var allt falsað.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 02:44
Sæll Marinó,
Ef ég les þessar fréttir rétt þá eru hagnaðartölur fyrstu 6 mánuða:
Landsbankinn 24,4 milljarðar
Íslandsbanki 8,0 milljarðar
Arion banki 10,0 milljarðar
eða eitthvað nálægt þessu. Mér reiknast til að þetta séu 50,4 milljarðar - er þetta rétt hjá mér, eða er ég að misskilja einhverjar tölur?
Ef þetta er rétt og ef þessi hagnaður heldur áfram út árið þá má reikna með að heildarhagnaður þessara þriggja banka árið 2011 slagi hátt í milljarð dollara. Til samanburðar má geta þess að hagnaður Bank of America var 2,0 milljarðar dollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en 8,8 milljarða tap á öðrum ársfjórðungi, eða 6,8 milljarðar í mínus fyrstu sex mánuðina. Þess má geta að BoA er talinn eignamesta fjármálastofnun Bandaríkjanna og ein eignamesta stofnun heims, með rúma 2.200 milljarða dollara í eignir (assets) skv. http://www.ffiec.gov/nicpubweb/nicweb/top50form.aspx Aðrir bankar hér hafa sýnt verulegan hagnað, t.d. JP Morgan Chase var með eitthvað um 10 milljarða hagnað fyrstu 6 mánuðina.
En hvernig geta þessir bankar á Íslandi, sem voru GJALDÞROTA fyrir 3 árum, verið að sýna svona hagnaðartölur? Það er eitthvað sem stemmir alveg jafn illa núna og það stemmdi fyrir hrun. Hvað er að ske? Eru þessi fyrirtæki að endurtaka sama leikinn? Er þetta allt "virtual accounting" án nokkurs stuðnings við veruleikann? Maður bara getur ekki annað en spurt!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 06:50
Þögn fjölmiðlanna er æpandi....
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 09:00
Arnór, samlagningin er eitthvað að bregðast þér. Samtalan er 42,4 ma.kr. eins og þú setur tölurnar fram. Þú hefur líklegast slegið Íslandsbanka III. inn tvisvar.
Þessi hagnaður er annars gjörsamlega út úr kortinu, en er hann byggður á því að bankarnir fengu lánsöfnin með miklu afslætti og eru rukka t.d. vexti af upphæðinni eins og hún var bókfærð í gömlu bönkunum. Svo segja þeir að vaxtamunurinn sé 3,1%, en mig grunar að það velti á viðmiðunarupphæðinni.
Marinó G. Njálsson, 15.9.2011 kl. 11:58
Fékk þennan póst áðan. Þar sem hann var sendur á mig persónulega, þá hef ég gert innihaldið ópersónugreinanlegt:
Sæll Marinó
Ég hef fylgst með bloggi þínu um hinar meintu afskriftir bankanna og það að þær sjáist ekki í reikningum.Ég vil benda þér á úrskurð FME dags 14.10 2008 á grundvelli neyðarlaganna sem nefnist
Forsendur fyrir skiptingu efnahgsareiknings.
Neðst á bls. 1 í þeim úrskurði má lesa eftirfarandi.
" Útlán til viðskiptavina önnur en þau sem tilgreind eru hér á eftir eru færð í nýja bankann á bókfærðu verði að teknu tilliti til áætlaðra afskrifta einstakra útlána. Við yfirferð einstakra útlána skal miðað við að skoðuð séu stærstu útlán eða að lágmarki 40 % af heildarútlánasafni gamla bankans "
Með öðrum orðum þá voru efnahagsreikninganir stofnaðir með nettóvirðinu eins og það var skilgreint í skýrslu Deloitte LLP og yfirfarið af Oliver Wyman, sbr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hina fádæmalausu skýrslu SJS til Alþingis í mars sl.
Sú skýrsla afhjúpar síðan að SJS gaf veiðileyfið til að endurvinna afskriftirnar á ólögmætan hátt að geðþótta bankanna.
Sú vinna fór ekki fram á neinn hátt á grundvelli laga 107/2009 .
Bankarnir báru niður að geðþótta "þar sem einhverja gelti var að flá".
Þeir höfðu sérstaka ágirnd á fasteignum sem áttu einhvert nettó virði og í ljósi þess má skoða 110 % leiðina því hún tryggði þeim gróða á lánum einstaklinga miðað við upphaflegann úrskurð FME um stofnvirði lánanna.
Allan þennan leik lék SJS vegna Landsbankans og Icesave en síðan voru skilanefndir Kaupþings og Glitnis dregnar að borðum líka svo aðgerðin yrði ekki of áberandi Icesave aðgerð.
Í framhaldinu þróaðist síðan hugmyndin um að skilanefndir þeirra banka eignuðust nýju bankana. Samningur þar um við skilanefnd Kaupþings er væntanlega ekki bara brot á lögum um fjármálafyrirtæki frá 2002 heldur einnig almennum hegningarlögum.
Það er síðan sjálfstætt íhugunarefni til skoðunar hvort eða þá hver lögbrot starfsmanna nýju bankanna eru við eftirfylgni þessa samkomulags við SJS. Þar kemur margt til skoðunar bæði lögin um fjármálafyrirtæki og sömuleiðis almenn hegningarlög.
..
Í lokin vil ég benda þér á að í íslenskum rétti er það meginregla að svokallaðar ívilnandi stjórnvaldsathafnir eru almennt ekki afturkallanlegar.
Því fæ ég ekki annað séð en að úrskurður FME frá 14.10 2008 standi óhaggaður að réttum lögum þótt síðar hafi verið skipt út forstjóra og ýmsir framlengingar og viðbótarúrskurðir kveðnir upp um þessi mál.
Ég hvet þig til að halda áfram þinni baráttu og leita stuðnings við hópmálssókn fyrir einstaklinga með vel valin prófmál...--
Svo mörg voru þau orð. Enn ein staðfestingin á því að afskriftirnar áttu sér stað í gömlu bönkunum og eingöngu nettóvirði lánanna færðist í bækur þeirra. Það hafa því ekki verið afskriftir upp á 620 ma.kr. í nýju bönkunum. Allt tal um slíkt er besta falli gróf hagræðing á sannleikanum en í versta falli skýrt dæmi um hve langt menn eru tilbúnir að ganga til að blekkja og ljúga að almenningi í landinu. Velkomið sértu aftur 2007!
Marinó G. Njálsson, 15.9.2011 kl. 12:05
"ívilnandi stjórnvaldsathafnir" sem þessar brjóta í bága við bann EES-samningsins við markaðmisnotkun í formi ríkisstuðnings.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 15:01
Sæll Marinó,
Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér - ég tók samtöluna fyrir Arion og ÍB og bætti svo ÍB við aftur;) En skítt með það, það eru ekki nema 8 milljarðar og tekur því varla að tala um þá;)
En burtséð frá því, þá er það ömurlegt að fylgjast með þessu. Ruglið er orðið meira heldur en það var fyrir hrun og sér þar engan endi á.
Baráttukveðjur,
Arnór Baldvinsson, 15.9.2011 kl. 15:05
strákar, strákar þið verðið að athuga eitt að Tap og hagnaður er í raun og veru sami hluturinn og kallast afkoma, það er kannski verið að fríska upp á starfsliðið með að telja þær upp sem hagnað
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.