Leita í fréttum mbl.is

Eignarhaldsfélög og fasteignafélög fá 380 ma.kr. afskriftir - Önnur rekstrarfélög og einstaklingar rúmlega 120 ma.kr.

Greinilegt er hvert afskriftirnar runnu árin 2009 og 2010.  Þær fóru til gjaldþrota eignarhaldsfélaga af stærstum hluta.  Einstaklingar fá innan við 6,5% af afskriftum til þeirra sem tóku lán fyrir hlutabréfum og öðrum fjárfestingum í eiganarhaldsfélögum (heitir Annað) í svari ráðherra og innan við 4,5% af heildarafskriftum. 

Rekstrarfélög, þ.e. önnur fyrirtæki en falla undir "annað" og fasteignafélög/fasteignaviðskipti, fá rétt um 100 ma.kr. eða  innan við 20% af heildarafskriftum.  Eignarhaldsfélögin, en þar eru náttúrulega þeir sem töpuðu mestu þegar hlutabréf urðu verðlaus, fengu 68,7% allra afskrifta þessi tvö ár og fasteignafélög og aðilar sem stunda fasteignaviðskipti eru með 7%.  Þetta þýðir að ríflega 75% afskriftanna fer í þessa tvo síðast nefndu hópa.

En hve stór hluti afslætti bankanna þriggja hefur þar sem verið nýttur?  Samkvæmt tölum sem gerðar voru opinberar í "bankaskýrslu" fjármálaráðherra, þið munið skýrslan sem laumað var inn á þing og enginn vissi af fyrr en 6 vikum síðar, þá voru eignir að nafnvirði 4.000 ma.kr. fluttar frá gömlu bönkunum til þeirra nýjum með lágmark 47% eða 1.800 ma.kr. afslætti og hámark 55% eða 2.120 ma.kr. afslætti.   Miðað við þessar tölur, þá höfðu bankarnir í árslok 2010 nýtt á bilinu 24 - 28% af afslættinum.  Síðan hefur það gerst að bankarnir þurftu að leiðrétta áður gengisbundna höfuðstóla lána heimilanna upp á 120 ma.kr. og einhverjar krónur hafa bæst við í aðrar leiðréttingar, niðurfærslur eða afskriftir.

Samkvæmt gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá fengu bankarnir þrír 365 ma.kr. afslátt af lánasöfnum heimilanna og 2.086 ma.kr. af lánum fyrirtækja.  Alls gerir þetta 2.450 ma.kr. og skýrist hærri upphæð en í skýrslu fjármálaráðherra á því að eignirnar voru taldar að nafnvirði 5.500 ma.kr.  Sé talan 365 ma.kr. rétt, þá eru fjármálafyrirtækin (miðað við tölur sem komu frá Samtöku fjármálafyrirtækja í síðustu viku) búin að nýta tæplega 40% af þeirri tölu, þ.e. 144 ma.kr.  Eitthvað er í farvatninu, en megnið mun fara í að búa til framtíðarhagnað fyrirtækjanna.

Þegar ofangreindar tölur eru skoðaðar, þá kemur ekkert fram hve mikið af afskriftum urðu eftir að eignir höfðu verið teknar af heimilunum eða eigendum fyrirtækja.  Þannig hafa fyrirtæki verið tekin yfir í stórum stíl og fyrst eftir yfirtökuna eru skuldir hreinsaðar af þeim.  Sama á við um húsnæði einstaklinga.  Yfirskuldsettar eignir hafa verið innleystar og settar á markað með engar áhvílandi skuldir.  Áhugavert væri að sjá sundurgreiningu á tölunum, þar sem tilgreint er hvaða afskriftir leiddu til lækkunar skulda og sömu eigendur voru áfram á eignunum.


mbl.is 503 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil minna þig á að leiðrétting (afskriftir í huga banka og SJS)  á ólögleglegum gengislánum eru ekki afskriftir. Það veistu betur en flestir, enda hefur þú skrifað um þá hluti mjög skilmerkilega.

Ég tek undir með þér að eitthvað sé í "farvatninu" Hvort það sé uppgötvun almennings á ástandinu, eða uppgötvun alþingis á heimsku þjóðarinnar! 

Ég vona að það sé hið fyrra, en ég er skíthræddur við heimskuna.

Það besta sem getur komið fyrir okkur er það að koma þeim frá völdum, sem skilja ekki  ástand samborgara sína.

Heimskan hefur sýnt sig oftast í gegnum aldirnar að vera hið mesta böl.  (jafnvel hin helga bók- tekur heimskuna til bölsins)

Skynsemin sem blasir við okkur núna,  er það að fjármálavaldið  sjá í gegnum heimskuna og hefji afskriftir til þeirra er búa til fyrirtæki og skapa þeirra grundvöll. Það er borin von að okkar kjörna ástkæra ríkistjórn sjái þéssa "efnahagslegu"aðferð. Hún er í boði heimskunnar, eða er  það ekki!

Eggert Guðmundsson, 5.9.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eggert, í sjálfu sér skiptir ekki máli hvað við köllum þetta, þegar horft er á þessar upphæðir út frá afslættinum sem hrunbankarnir veittu á lánasöfnunum.  Vertu samt manna vissastur um að ég þekki muninn á leiðréttingum og afskriftum.  Mér fannst t.d. Samtök fjármálafyrirtækjanna skreyta sig með stolnum fjöðrum um daginn.

Marinó G. Njálsson, 5.9.2011 kl. 23:54

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er rétt að þú hefur greinilega og skilmerkilega höggvið í fjármálavaldið þar sem þeim svíður mest.

" Eitthvað er í farvatninu, en megnið mun fara í að búa til framtíðarhagnað fyrirtækjanna." voru þín orð og ég er andskoti hræddur um að þú verðir sannspár í þessu. 

Mín orð voru ætluð sem áeggjan til fólksins í landinu um að setja skrik yfir skoðun Alþingis á áliti þess sem það hefur á fólkinu.

Að mínu mati er heimskan á Alþingi orðin yfirþyrmandi. Ég get ekki samþykkt að það sama gyldir fyrir okkar þjóð.

Alþingi var að vísu  kosið af fólkinu, en þá var fólk með von um einhverja stjórnun út úr þeim skelfingum, sem við þeim blasti.

En ég  treysti fólki betur til að sjá hlutina sem á bjátar, heldur en þeim sem starfa á Alþingi. Ég veit að fólk er skynsamt. 

Það er kominn tími á að fólk síni Hæstvirtu Alþingi, að skoðun þess á þeim, sé breytt og óski eftir að fá að kjósa að nýju.

Ég vona einungis að heimskan tröllríði ekki aftur yfir, og stjórn vor sjái sjálfa sig í faðmi heimskunnar, þ.e. þar sem enginn vill  vera.

Eggert Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 00:27

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Marinó. Mér þætti vænt um að þú skrifaðir pistil um heimskuna, heimskuna sem þú hefur upplifað frá 2006 - 2011.

Ég bið þig vegna þess að þú ert mjög vel skrifandi og þú hefur gífurlega mikla aðsókn að þínum skrifum.

Það yrði örugglega mikil umræða, því heimskan ríður ekki við einteyming.

Eggert Guðmundsson, 6.9.2011 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1681235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband