19.8.2011 | 12:37
Verðtryggingin er ekki ólögleg, en hugsanlega aðferðin við útreikninga
Einhvers misskilnings virðist gæta varðandi kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna til umboðsmanns Alþingis. Samtökin eru að kvarta undan þeirri aðferðafræði að bæta verðbótum ofan á höfuðstól lánsins, en samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin hafa í höndunum (og eru raunar búin að hafa í höndunum frá því í janúar) þá heimila ákvæði laga það ekki heldur eingöngu að greiðslur séu verðbættar.
Um hvað snýst ágreiningurinn?
1. Grein 4 í reglum Seðlabanka Íslands nr. 492/2001 hafi ekki lagastoð, en þar segir m.a.:
Höfuðstóll láns breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölu neysluverðs frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll láns breytast á hverjum gjalddaga, áður en vextir og afborgun eru reiknuð út.
þ.e. undirsktrikaði textinn styðjist ekki við nein lagaákvæði.
2. Að bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 10/1961 um Seðlabanka Íslands (sett inn 1978) hafi fallið úr gildi í árslok 1980. Ákvæðið hljóðar sem hér segir:
Vaxtaákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skulu við það miðaðar, að fyrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verðtryggingu sparifjár og inn- og útlána, sbr. VII. kafla þessara laga um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Meginreglan verði sú, að höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun en jafnframt verði nafnvextir lækkaðir. Afborganir og vextir reiknist af verðbættum höfuðstól. Verðtrygging verði reiknuð í hlutfalli við verðbreytingar. Samhliða verðtryggingu verði lánstími almennt lengdur og skal setja um þetta efni almennar reglur, þar á meðal um heimildir til skuldabréfaskipta af þessu tilefni.
Takið eftir að ákvæðið átti eingöngu við vaxtaákvarðanir á árunum 1979 og 1980 og hefur því ekkert gildi eftir það.
3. Að bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 10/1961 hafi ekki haft stoð í lögunum sjálfum, þar sem VII. kafli sem vísað er til er augljóslega í allt öðrum lögum, þ.e. um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, en ekki lögum nr. 10/1961. Spurningin er því hvort þetta bráðabirgðaákvæði hafi nokkru sinni verið gilt.
4. Að fyrri reglur SÍ um sama efni hafi ekki haft lagastoð, ýmist alls ekki (sbr. lið 3), frá árslokum 1980 (sbr. lið 2) eða frá því að lög nr. 36/1986 um Seðlabanka Íslands tóku gildi, en bráðabirgðaákvæðið frá 1978 var ekki endurnýjað í þeim.
Hvaða máli skiptir það hvort verðbætur eru reiknaðar á höfuðstól annars vegar eða greiðslur hins vegar? Ég hef verið að skoða hver áhrifin eru og hef notað við það reiknivélar bankanna og Íbúðalánasjóðs annars vegar og hins vegar líkön sem ég hef aðgang að. Auk þess er ég að reyna að bera saman raungreiðslur og útreikninga í samræmi við reiknivélar banka og ÍLS. Vandamálið er, að reiknivélar bankanna (Landsbankans og Arion banka, vél Íslandsbanka var ekki tiltæk) sýna aðra niðurstöðu en vél ÍLS og munar þar talverðu þó notaðar séu sömu forsendur. Á ég eftir að skoða betur í hverju þessi mismunur felst.
Guðbjörn Jónsson hefur birt þrjú myndbönd á YouTube, þar sem hann fer ítarlega yfir sína útreikninga og fær út gríðarlegan mun eftir því hvort hans aðferð er notuð eða reiknivél Landsbankans. Vissulega notar hann ýkta verðbólgu til að sýna fram á muninn, en eingöngu við mjög litla verðbólgu skiptir munurinn á aðferðafræðinni ekki máli svo nokkru nemur.
Fyrsti hluti myndbands Guðbjörns
Annar hluti myndbands Guðbjörns
Þriðji hluti myndbands Guðbjörns
Hvort allt sé rétt sem kemur fram á myndböndunum hef ég ekki sannreynt, en skýringar Guðbjörns eru góðar svo langt sem þær ná.
Eignir í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Stefán Ingi Valdimarsson stærðfræðingur (og reyndar ýmsir fleiri) hafa sagt að séu verðbætur reiknaðar á greiðslur en ekki höfuðstól breyti það engu fyrir lántakendur,þ.e. endanleg(núvirt)upphæð verði sú sama.Þetta breytir því hins vegar ekki að reglugerð(reglur) Seðlabankans virðast ekki hafa lagastoð.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 20:48
Niðurstaðan er sú sama hvort sem verðbætur eru lagðar við höfuðstól lánsfjár eða við greiðslur lánþega, að sögn Stefáns Inga Valdimarssonar stærðfræðings.
Hagsmunasamtök heimilanna sendu inn kvörtun vegna þessa til Umboðsmanns Alþingis, sem hefur krafið seðlabankastjóra skýringa.
„Það er rétt að það er ákveðið misræmi milli þess sem stendur í lögum um verðtryggingu og hins vegar í reglum Seðlabankans. Í lögunum segir að verðtrygging leggist á greiðslur inn á lán, en í reglunum segir að hún leggist á höfuðstólinn. Leiðirnar skila hins vegar sömu niðurstöðu, þ.e. að þegar upp er staðið greiðir lántaki sömu heildarupphæð,“ segir Stefán Ingi í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.
Hvorki Seðlabanki né efnahags- og viðskiptaráðherra vildu tjá sig um kröfu Umboðsmanns.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.