Leita í fréttum mbl.is

Fölsun upplýsinga heldur áfram

Ég er búinn ađ vekja athygli á ţessu áđur og sé mig knúinn til ađ endurtaka ţađ hér:

Fjármálafyrirtćkin sendu rangar upplýsingar til ríkisskattstjóra um stöđu áđur gengistryggđra lána heimilanna vegna framtals ţess árs.  Lánin voru ennţá reiknuđ sem gengistryggđ ţrátt fyrir dóma Hćstaréttar frá 16. júní 2010.  Er alveg međ ólíkindum ađ skattstjóri hafi ekki brugđist viđ ítrekuđum ábendingum mínum til hans um ţetta efni.  Skil ég ekki hvers vegna rangar tölur eru látnar standa.

Samkvćmt útreikningu Fjármálaeftirlitsins ţá námu áhrifin af dómum Hćstaréttar vel á annađ hundrađ milljarđa sem eftirstöđvar lána einstaklinga lćkkuđu.  Í gagnaskilum til ríkisskattstjóra ákváđu fjármálafyrirtćkin ađ virđa ađ vettugi dómana, eins og ţeir hefđu aldrei falliđ.  Og ţrátt fyrir endurteknar ábendingar mínar, ţá lćtur ríkisskattstjóri (ađ ţví virđist) eins og ekkert sé.  Er ţađ grafalvarlegur hlutur, ţar sem ţađ varđar viđ sektum og jafnvel ţyngri refsingu ađ gefa upp rangar upplýsingar á skattframtölum.  En ekki fyrir fjármálafyrirtćkin.  Ţau virđast geta sent hvađa bull sem er til skattstjóra og hann tekur viđ ţeim ţegjandi og hljóđalaust án minnstu tilraunar til ađ fá réttar upplýsingar.  Ćtli Steingrímur átti sig á ţví, ađ međ ţessu er skattstjóri ađ lćkka skattstofna ríkisins?  Ţessi "mistök" fjármálafyrirtćkjanna hafa nefnilega áhrif á, svo dćmi sé tekiđ, auđlegđarskatt.

Nú ratar ţessi vitleysa um ranga skuldastöđu heimilanna inn í eitt ritiđ í viđbót, Peningamál Seđlabanka Íslands.  Ţađan fara tölurnar inn í ótal önnur rit, ţví Peningamál er eitt af ţessum grunnritum sem sífellt er vitađ í.  Hvers vegna ríkisskattstjóri lćtur fjármálafyrirtćkin komast upp međ ađ mata sig á röngum upplýsingum, er mér međ öllu óskiljanlegt og er ekki til ađ auka traust almennings á íslenskri stjórnsýslu.


mbl.is Dómur dregur úr óvissu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţetta er alls ekkert óskiljanlegt.

Ef ţeir myndu gefa réttar upplýsingar kćmi í ljós ađ nýju bankarnir eru í raun og veru allir gjaldţrota. Viđ ţađ eru háttsettir ađilar alveg skítlogandi hrćddir. Minnugir ţess hvađ gerđist síđast.

Ţetta má ţví útskýra sem hrćđsludrifna međvirkni.

Guđmundur Ásgeirsson, 17.8.2011 kl. 17:09

2 identicon

Klárlega er ţetta rétt hjá Guđmunundi, enda eru bankarnir vanfjármagnađir og lifa "zombíalífi",hvorki lifandi né dauđir sem innheimtustofnanir og eru núna á eignarlega gráu svćđi sem innheimtustofnir. Hótfyndni vikunnar var ţegar fjármálaráđherra var ađ tala um ađ "selja" eignarhlut ríkisins og ég get varla ímyndađ mér ađ slegist verđi um ţann hluta. Vćntanlega verđur ţetta "sykrađ" međ braki úr fyrirtćkjum landsins sem í raun mörgum er haldiđ úti af bönkunum. Íslenskt bankabrak er minna virđi en skítaklessa og varla er slegist um ađ lána Íslenskum gjalţrota/hálfgjaldţrota skuldakóngum.

Hvert ćtli planiđ sé ađ halda uppi íslenska fjármálakerfinu međ "blöffi" og verđa eins og Bakkabrćđur bera inn sólskin í fötum.

Gunnr (IP-tala skráđ) 17.8.2011 kl. 18:26

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sćll Marinó!

 Ég lét mig hafa ţađ ađ "leiđrétta" uppgefna skuld mína viđ Frjálsa Fjárfestingabankann skv. mínum útreikningi um löglega reiknađar eftirstöđvar.  Lét fylgja međ skýringar í athugasemdadálki.

Skatturinn hefur ekki gert athugasemd eđa breytingar á ţessu!

Viđ ţetta varđ veruleg breyting á skuldastöđu minni, lćkkun höfuđstóls um 2/3, ţannig ađ ef ég var ađ fara međ rangindi hefđi skattmann átt ađ hnippa í mig! 

Kristján H Theódórsson, 18.8.2011 kl. 12:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband