16.8.2011 | 21:23
Fer verðtryggingin sömu leið og gengistryggingin og verður dæmd ólögleg?
Stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum var boðinn góður kostur í janúar 2009. Að færa höfuðstól og greiðslubyrði húsnæðislána niður í þá stöðu sem hún var í ársbyrjun 2008 að viðbættum 4% verðbótum. Þessu var hafnað af yfirgengilegum hroka. Ekki þótti ástæða til að ræða þessa heimskulegu tillögu Hagsmunasamtaka heimilanna, enda litu fjármálafyrirtækin svo á að hægt væri að hunsa samtökin.
En samtökin létu ekki þagga niður í sér. Á vormánuðum 2009 héldu þau á lofti þeirri skoðun að gengistrygging væri ólöglegt form verðtryggingar. Aftur var þessi skoðun samtakanna og fleiri góðra manna þöguð í hel. Seðlabanki Íslands gerðist meira að segja svo grófur að fela lögfræðiálit aðallögfræðings síns sem tók undir skoðun HH og Björns Þorra Viktorssonar um ólögmæti verðtryggingarinnar. Þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði fólki bara að fara í mál, þrátt fyrir að lögfræðiálit aðallögfræðings Seðlabanka Íslands hefði legið í marga mánuði inni í ráðuneytinu.
Niðurstaðan var náttúrulega sú að við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfðum rétt fyrir okkur. Hæstiréttur kvað upp sinn úrskurð 16. júní 2010. Vandinn við þann úrskurð var hve augljós niðurstaðan var hefur einn viðmælandi minn eftir einum hæstaréttardómara.
Svo merkilegt sem það nú er, þá höfum við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna nánast alltaf rétt fyrir okkur i túlkunum á lögum, stöðunni í þjóðfélaginu, áhrifum af úrræðum og úrræðaleysi stjórnvalda og lausnum bankakerfisins. Ég man bara ekki eftir einu einasta atriði, þar sem álit samtakanna eða einstakra stjórnarmanna í opinberu nefndarstarfi hefur reynst rangt. Gott væri að fá ábendingar, ef mig misminnir, þar sem minni mitt á stundum til með að bregðast mér.
Ég hef svo sem ekki lagst yfir þetta varðandi verðtrygginguna til að reikna út mismuninn, en það sem ég hef skoðað bendir til þess, að ekki sé lagastoð fyrir þeirri reikniaðferð sem notuð er. Aftur á móti gaf Seðlabankinn út reglur á sínum tíma um framkvæmd útreikninganna, en þær ganga lengra en lögin segja til um.
Nú fær örugglega einhver kvíðakast fyrir hönd Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður getur ekki staðið undir þessu. Málið er að hann þarf ekki að standa undir þeirri leiðréttingu sem gæti átt sér stað. Aftur á móti þurfa eigendur skuldabréfa sjóðsins að standa undir leiðréttingunni og þar eru lífeyrissjóðirnir langsamlega stærstir.
Ég veit svo sem ekki hvernig þetta endar, en vafalaust mun Alþingi setja afturvirk lög til að redda málunum. Búið að reyna það einu sinni og gekk svona glimrandi vel, þannig að best er að reyna það aftur. Nema í þetta sinn munu afturvirk lög ekki duga.
Ætli staðan væri önnur, ef stjórnvöld og fjármálafyrirtækin hefðu gengið til samninga á grunni krafna HH í febrúar eða mars 2009? Í stað endalausra dómsmála og óvissu, væri líklegast kominn á stöðugleiki í þjóðfélaginu og endurreisnin löngu hafin. Fólk og fyrirtæki væri að mestu leiti í góðum málum og ríkissjóður mun betur staddur en hann er núna. Já, bara ef leið samninga, ekki yfirgangs, hefði verið valin.
Umboðsmaður kannar útreikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1679966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú spyrð: "Fer verðtryggingin sömu leið og gengistryggingin og verður dæmd ólögleg?"
Ég spyr: Ef svo - hvað þá?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 16.8.2011 kl. 22:09
Það kæmi manni bara ekkert á óvart. Það var auðvita ekkert vit í þessum dómi með gengistrygginguna.
Sumarliði Einar Daðason, 16.8.2011 kl. 22:19
Það er einfalt að finna út mismuninn á hverri afborgun:
a) Verðbætt afborgun af nafnvirði eftirstöðva (lögleg):
(Afborgun + Eftirstöðvar*Vaxtahlutfall) * Verðlagshlutfall
b) Verðbætt afborgun af verðbættum eftirstöðvum (reyndin):
(Afborgun + Eftirstöðvar*Vaxtahlutfall) * Verðlagshlutfall^2
Semsagt verðbætur á verðbætur ofan. Þannig eru verðbæturnar innheimtar margfalt, sem er líklega ekki það sem lántakendur töldu sig í góðri trú vera að skrifa undir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2011 kl. 22:30
Marinó .
Er ekki heil hagdeild hjá ASÍ ?????????????????
Hvað er hún búin að vera að gera öll þessi ár ???????????
JR (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 23:43
Heill og sæll Marinó; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !
JR nafnleysingi !
Hví; spyrðu þess, sem í augum liggur, uppi ?
Gylfi Arnbjörnsson; verðtryggingar vörður nr. 1, er einka eigandi ASÍ - og því dansa allar deildir þess, eftir hans höfði; vitaskuld.
Reyndu; að koma með vitrænni fyrirspurnir, næst, ágæti/a JR.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 00:09
Ætlaði nú ekki; að taka ánægjuna af Marinó - að svara þér, JR.
Vona; að Marinó og þú, takið ekki illa upp, frumhlaup mitt, að þessu sinni.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 00:11
Óskar Helgi, þér er að sjálfsögðu velkomið að svara eins og þú vilt.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2011 kl. 00:21
Þakka þér æfinlega; gestrisni alla - sem einurð, mér; sem öðrum til handa, Marinó.
Og; síðast en ekki sízt, þinn þátt, í leiðréttingu kjara Alþýðunnar, á hendur fjármálafyrirtækjunum, jafnframt.
Mun seint; fullþakkað, verða.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 00:36
Já það verður mjög forvitnilegt hvernig stjórnvöld reyna að fara með þetta mál - jú afturvirk lagasetning gæti bara orðið meginregla hér á landi til að sópa yfir allt ruglið sem hefur verið í gangi árum og áratugum saman! :)
Vonandi þó - og við verðum jú að hafa örlitla von í brjósti fyrir réttlætinu - vonandi verður einhver leiðrétting á öllum þeim mistökum sem gerð hafa verið og brotum á almenningi.
Andrea J. Ólafsdóttir, 17.8.2011 kl. 01:46
Ég held nú að HH hafi hlaupið aðeins á sig núna. Ég sé ekki betur en að þetta sé nákvæmlega rétt gert. Ef ég set upp greiðsluflæði fyrir venjulegt óverðtryggt skuldabréf þá er ég að fá nákvæmlega sömu tölur í afborgun og vexti á hverjum einasta greiðsluseðli og ég reikna út að ég eigi að borga m.v. óverðtryggt annuity bréf.
Hver afborgun á nafnvirði og vextir eru síðan verðtryggð. Á greiðsluseðlinum eru fimm stærðir sem ég borga í hvert skipti:
Þetta er bara allt saman samkvæmt bókinni. Það eru engir vaxtavextir eða verðbætur á vaxtavexti eða neitt slíkt í gangi. Eða er kannski verið að segja að annuity lán séu ógeð? Þar get ég verið sammála og færi fremstur í flokki ef einhver vill berjast fyrir því að þau séu bönnuð!!
Ég held þið þurfið að líta framhjá einhverjum reiknikúnstum hjá bönkunum þegar þeir eru að reikna áfallnar verðbætur á höfuðstól og áfallnar verðbætur á vexti og vaxtavexti. Bankarnir eru í þeirri stöðu að þeir byrja hvern dag með verðtryggt skuldabréf í höndunum og þurfa að reikna áfallnar vexti og verðbætur þann daginn. Slíkur útreikningur er drulluflókinn því það eina sem þú hefur í höndunum er vísitölubreyting dagsins í stað þess að vera að reikna allt út frá upprunalegu vísitölunni. Til þess að komast í gegnum þennan útreikning á hverjum degi er nauðsynlegt að flækja hlutina mjög mikið. Slíkir útreikningar eru ekki fyrir hvern sem er og líklega hafa lögfræðingar HH ekki alveg klárað sína útreikninga.
Gleymið þeim flækjum algerlega og einhverjum leiðbeiningum frá Seðlabankanum og reiknið bara það sem þið eruð að borga af lánunum. Farið í lánareiknivél hjá einhverjum bankanum og setjið upp skuldabréfið ykkar en sleppið því að hafa það verðtryggt. Berið svo bara sama greiðslurnar á nafnvirði. Reiknið handvirkt út verðtrygginguna. Þá komist þið að því að það er allt rétt reiknað.
Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig verðtrygging er reiknuð:
Verðbætur á afborgun=Afborgun*(vísitala nú/upph.vísitala-1)
Verðbætur á vexti=Vextir*(vísitala nú/upph.vísitala-1)
Lifið vel
Maelstrom, 17.8.2011 kl. 01:56
Sæll Marinó. Veit ekkert um fólk sem skrifar inn á þennan vef þinn. Einhver sjálfskipaður ,,Óskar Helgi Helgason", sem ég veit engin deili á önnur en er öfgafullur hægri maður , vill svara mér fyrir þig á þinni síðu ! Þess vegna verður að taka með hvernig hann skrifar, svona eru öfga hægri menn !
Það muna allir eftir því sem gerðist í Noregi , er það ekki ?
JR (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 02:15
Íslensk fjármálasnilli, klópska, viðvaningsskap, heimsku og heimóttarskap virðist nánast engan enda taka. Ef þetta er rétt hjá ykkur væri það í mínum huga enn ein staðfesting þess.
Ég er farin að halda það að við höfum ekki vit eða þroska til að vera áfram sjálfstæð þjóð. Íslendingar eru raunar að missa sitt efnahgaslega sjálfstæði með gríðarlega hraðri skuldasöfnun þar sem menn virðist hreinlega vera að gefast upp fyrir efnahagshallanum jafnvel endurskilgreint jafnvægið með að halda vaxtagreiðslum og niðurgreiðslum lána utanvið. Íslensk strútahugsun, allir bölva álögum ríkissjóðs en staðreyndin er að gæði þjónustu, velferðarkerfi með fjölskyldu-, barna-, örkurku-, ellilífeyris-, atvinnuleysis-, húsleigubótum, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, stjórnsýslu (sem eitthvað væri hægt að skera niður) og ótal margt fleirra mun ætið verða fjármagnað af skattgreiðslum og álögum á Íslendinga sjálfa og engu öðru. Þjóðarkakan mun að óbreyttu ekkert stækka neitt sérstaklega hratt á næstu árum. Það er ekki hægt að fjármagna atvinnulífið í gegnum nær gjaldþrota ríkissjóð eða sveitarfélög á vanskilaskrá en sú ömurlega staðreynd er ennþá ekki kominn inn í hausinn á fólki, ennþá. Öll okkar ógæfa er í huga margra einhverjum öðrum að kenna.
Þeir ættu fyrir löngu að gefa verðtryggingu upp á bátinn og enda er þetta dekkað af fljótandi vöxum í flestöllum öðrum löndum og mun í raun þýða há stýrivexi sem mynda síðan gólfið í vöxtunum. Lá og sveiflukenndur og óstöðugur gjalmiðill mun þá endurspeglast í háum og sveiflukenndum vöxtum af lánum, fyrir þá sem eiga ráð á þeim og hafa lánstraust. Verðtryggingin hefur myndast sem neyðarbrauð vegna lélegrar efnahagssjórnunar og var í raun forsenda þess að ofurkrónan myndaðist á sínum tíma en staðreyndin er að kostnaðurinn við að halda uppi lilu örmynntinni krónunni mun verða gríðarlega hár vaxtakostnaður og óstöðugleiki, nema þá menn vilja halda uppi gjaldeyrishömlum hér um alla framtíð.
Ef keypt er íbúð og tekið lán, þegar lánið er tekið kostar þetta 5 Toyota Landkruser og stendur í 30 miljónum nokkrum árum seinna er það í 60 miljónum og þú getur fengið 5-6 Toyota Landkruser fyrir það.
Til viðbótar voru flest lán geysilega há jafnvel 100% af kaupverði og til langs tíma, jafnvel 40 ára þanning að í raun átti þetta meira skylt við kaupleigu og því nánast engin eignamyndun fyrstu árin.
Það eru fá lönd sem slá út fjölda Ísland í fjölda lögfræðinga á fólksfjölda og það verður seint beint á þjóð með 300.000 manns sem er með 7 svokallaða háskóla og menntar raunar lögfræðinga í fjórum þeirra af þvílíkum hraði að innan 5 ára munum við slá Bandaríkjamönnum í fjölda lögfræðinga. Við erum með ýkt fjármálakerfi, ýkta yfirbyggingu. Ef Exeter dómurinn yfir Byrs mönnum verður staðfest í Hæstarétti eru ENRON líkir fjármálaglæpir sem kosta í nágrannalöndum okkar eignasviftingu á áratugalanga fangelsisdóma, nánast löglegir þar sem nánast aldrei verður hægt að sanna ásetning, nema það að viðkomandi játi og iðrist og það gerist nánast aldrei. Enda er þjóðin í afneytun. Allt er öðrum að kenna en þeim sjálfum og aðrir þurfa að blæða.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 02:41
Komið þið sæl; á ný !
JR; nafnleysingja kvöl !
Fyrir það fyrsta; er ég nú ekki sjálfskipaður. Mér voru gefin, þessi nöfn, síðla árs 1958 - eða þá; fyrrihluta 1959, svo fram komi.
''Öfgar'' mínir; eru nú slíkir, að af vinum og vandamönnum, þykir mér fremur hægt fara, í lífmynstrinu - hægar; en sjálfur Brekku snigillinn, svo vart get ég ''hættulegri'' talist, en sú merka skep na.
Hvað gerðist í Noregi; varðar mig minna um - þar sem ég fylgist mun betur, með þróun allra mála, austur í : Asíu - suður í Afríku og Ameríkunum þrem; þér, að segja, JR.
Þannig að; ef eitthvað er, stafar Veröldinni allt of lítil hætta af mér, ef eitthvað er.
Þið ræflar; JR - og aðrir áþekkir, sem skortir lágmarks hugmynda auðgi, til þess að taka þátt, í skynsamlegum umræðum, brennið ykkur allt of oft á því, að halda andstæðinga ykkar, mun skeinu hættari vera, en þið sjálfir kynnuð að reynast, ef til alvöru kæmi - þó svo; mér sé til efs, að þú, sem ekki þorir að koma fram, undir fullu nafni, værir til stórræða mikilla - í hlutlægum; eða þá, í huglægum skilningi, JR tetur.
Halt þú þig; við Noreg - ég skal láta hugann reika, Heimskautanna í millum, vandræðalaust.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri; öngvu, að síður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 02:46
Maelstrom.
Ég held að það sé rétt hjá þér að maður fær það sama út með báðum aðferðum ef að vextir eru verðbættir við hverja afborgun. Ef ég man rétt hins vegar, þá gera lögin einungis ráð fyrir því að það megi verðbæta afborgunina en hvergi er getið á um heimild til þess að verðbæta vextina. Um það snýst þetta mál væntanlega.
Fyrsti gengistryggingardómurinn kvað á um að ekki mætti verðtryggja með öðrum hætti en getið er í lögum. Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindunni í þessu.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 08:56
Sæll aftur Marinó.
Því miður er stærðfræðikunnátta íslensku þjóðarinnar með fáum undantekningum í molum. Þar hefur, því miður, íslenska menntakerfi gjörsamlega brugðist og það í nokkra áratugi. Þetta á við frá einföldum prósentureikningi til augljóslega flóknari reiknidæma og það er væntanlega ekki sterkasta hlið íslenskra dómstóla eða íslenskra lögfræðinga heldur.
Sá einfaldi sannleiki að ef ekki er greitt af vöxtum eða afborgunum þá hækka upphæðir lógarytmisk en ekki línulega, virðist koma ótrúlega mörgum á óvart og upphæðirnar stækka eins og snjóboltar, þetta gerist alls staðar og utan við Ísland.
Það að verðgildi íslensku krónunnar hrapar og hefur hrapað svona gríðarlega síðan við skyldum við dönsku krónuna og í raun miðað við aðra gjaldmiðla gerir það að verkum að upphæðir hækka en verðgildi þeirrar upphæðar er þá minna.
Einfaldast er náttúrlega að meta verðmæti skuldar frá td. 2003 í Evrum/dollar/pundum/frönkum á þeim tíma og reikna þetta út í dag á núverandi gengi (Seðlabankagengi, já eða aflandsgengi (þeas. raungengi Íslensku krónunnar). Það er þess vegna hægt að bera þetta saman í öðrum verðmætum, já td. gulli en útkoman verður væntanlega svipuð eða mun verri.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 09:50
Maelström, útrreikningar Guðbjörns sýna aðra niðurstöðu. Stærsti munurinn í þessu er þó að höfuðstóllinn hækkar ekki, heldur lækkar, þannig að eignarhlutur fólks í húsnæðinu stækkar stöðugt í staðinn fyrir að minnka.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2011 kl. 10:44
Það er orðið ansi gróft og óforsvaranlegt að JR að ofan sé farinn að taka upp þann níðingshátt Eiríks Bergmanns og Steina Briem að líkja EU-andstæðingum og hægri mönnum við fjöldamorðingja. Ætli sé ekki kominn tími til að Morgunblaðið loki á IP-tölu hans?? Það er óþolandi hvað þeir vaða uppi og verjandi hvað nema núverandi Jóhönnu-yfirvöðslustjórn?
Elle_, 17.8.2011 kl. 11:01
Látið ykkur ekki detta það í hug, góðir hálsar, að dómskerfið á íslandi muni dæma almenningi í hag. Síst af öllu Hæstiréttur, þar sem einkavinir og frændur peningaaflana sitja á sínum feitu rössum. Svona dómsmál mun enda í Hæstarétti þar sem niðurstaðan verður eitthvert: "bla-bla-bla" og við verðum áfram að borga brúsann, löglega eða ólöglega.
Dexter Morgan, 17.8.2011 kl. 11:15
Sæll Marinó
Það er eitt í bloggfærsælunni hér á undan sem ég skil
alls ekki og það er með hvaða hætti eigendur
Íbúðabréfa eiga að bera allan skaðann af mögulegum
röngum útreikningi á verðbótum af höfuðstól
ÍLS-verðbŕefa (sjá 1).
Íbúðabréfin eru með 100% bakábyrgð Ríkissjóðs
(sjá 2).
Þar sem Íbúðalánasjóður hefur greitt fullar verðbætur
á höfuðstól Íbúðabréfa frá árinu 2004 verður afar
erfitt að halda því fram að Íbúðalánasjóður hafi í
einhverju bríaríi reiknað rangar verðbætur af
Íbúðabréfunum, enda voru skilmálar bréfanna rækilega
kynntir þegar bréfin voru skráð í Kauphöllina.
Það er ekki einvörðungu lög um verðtryggingu sem er
um að ræða heldur er þarf líka að taka tillit til
þess að skilmálar Íbúðabréfa eru settir fram einhliða
af Íbúðalánasjóði, og kynning á þeim greiðslum sem
væntanlegir eigendur gætu gert ráð fyrir voru einnig
kynnntir af bæði Íbúðalánasjóði og Fjármálaráðuneyti.
Það er afar erfitt að sjá hvernig hugsanlegt tap
Íbúðalánasjóðs vegna rangs útreiknings verðbóta
lendi hjá einhverjum öðrum en Ríkissjóði.
1) "Aftur á móti þurfa eigendur skuldabréfa
sjóðsins að standa undir leiðréttingunni og
þar eru lífeyrissjóðirnir langsamlega stærstir."
2) "Íbúðabréfin bera ríkisábyrgð og hafa þar
af Baa3 lánshæfiseinkunn Moody´s
lánshæfismatsfyrirtækisins, en það er sama
einkunn og ríkisskuldabréfin bera."
http://www.ils.is/fjarfestar/verdbrefautgafa/ibudabref
Mikael Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 11:18
Mikael, ég gef mér að útreikningar uppgreiðslunni séu framkvæmdir á sama hátt og á bréfum til húsnæðiskaupenda. Þetta með ríkisábyrgðina kemur málinu ekkert við, þar sem ríkið ábyrgist ekki að rangir útreikningar standi.
Marinó G. Njálsson, 17.8.2011 kl. 11:23
Benedikt. Nú skil ég hvað þið eruð að segja. Áhugaverður punktur.
Ég held bara að hann sé ekki réttur. Höfuðstóllinn er alls ekki verðbættur heldur þurfa fjármálafyrirtæki að tekjufæra mánaðarlega "áfallnar verðbætur" eins og slík sé raunin. Að öðrum kosti væri bókfært virði verðtryggðra lána einhver lág tala (nafnverð) og tekjufærslan við greiðslu afborganna yrði fáránlega há (þ.e. þegar greiðsla berst á lán sem veitt var fyrir 30 árum þyrfti bankinn í einu vettfangi að tekjufæra verðbætur síðustu 30 ára á þessa greiðslu). Slík tekjufærsla er ekki lögleg. Það væri svona svipað og að vextir væru aldrei tekjufærðir nema þegar þeir væru greiddir. Bankarnir væru þá með duldar óbókaðar tekjur og nokkur óvissa væri um hvert raunverulegt virði lánabókarinnar væri. Hægt væri að innleysa hagnað með því að selja verðtryggð lán úr bankanum. Það væri ekki gott.
Sem lántakanda þykir mér líka mjög þægilegt að vita hvað ég skulda bankanum, ekki bara að nafnvirði heldur í raunverulegum krónum. Það gagnast mér ekkert að vita að ég hafi fengið lán fyrir 30 árum og að ég skuldi 1.000.000 að nafnvirði. Þegar ég fer út í banka til að greiða upp þessa 1m þá skuldi ég eitthvað miklu meira. Það bara mátti ekki segja mér frá því vegna þess að það er bannað að "verðtryggja höfuðstól". Það er bara þjónusta hjá bönkunum að sýna þér hvað þú skuldar, bæði að nafnvirði og líka í raunverulegum krónum. Ekki rugla því saman við að höfuðstóllinn sé verðtryggður. Á endanum eru það greiðslurnar (ath. afborganir og vextir) sem eru verðtryggðar.
Athugaðu líka sérstaklega að það er löglegt að verðtryggja vextina. Lögin segja að greiðslurnar eigi að vera verðtryggðar og greiðslan er samsett úr afborgun á höfuðstól og áföllnum vöxtum.
Lifið heil
Maelstrom, 17.8.2011 kl. 11:48
Marinó. Ég er ekki alveg nógu vel inni í málinu. Ég veit ekki hver Guðbjörn er eða hvað hann var að reikna...
Ef við erum að tala um eignarhlut fólks í húsnæði sínu, þá skulum við líka tala um 40 ára verðtryggt annuity lán. Það er bara mesta bull í heimi að taka slík lán. Ef neytendur hafa verið blekktir í einhverju máli þá er það mál málanna. Það ætti að senda öllum með slík lán vaselín í boði ríkisstjórnarinnar.
Góðar stundir
Maelstrom, 17.8.2011 kl. 12:47
Ég er ekki búinn að lesa lögin nægilega vel til þess að taka örugga afstöðu um hvað er satt og logið í þessu máli. En eins og ég skil þetta rétt:
Ef þetta er rétt þá má alls ekki rukka verðbætur af verðbótum. Einnig má alls ekki reikna vexti af verðbreyttum höfuðstóli, heldur eftirstöðvum að nafnvirði.
Sumarliði Einar Daðason, 17.8.2011 kl. 13:13
Óskar Helgi. Þarna segir að JR sé enginn annar en Hrannar B. Arnarson.
Elle_, 17.8.2011 kl. 17:03
Komið þið sæl; að nýju !
Elle !
Þakka þér fyrir; þessar gagnmerku upplýsingar.
Sé svo; er þar kominn, sjálfur ÞJÓÐLÍFS þjófurinn - pjakkur; sem hafði af mér 2.500.- kr., Haustið 1989, hvar; ég ofgreiddi, fyrir tímabundna áskrift, að tímariti þessu - en fékk aldrei leiðrétt, á nokkurn handa máta, þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennzlan.
Og; voru 2.500.- kr, drjúgur skildingur þá, sé miðað við núverandi verðgildi, sömu upphæðar.
Með sömu kveðjum - sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 17:20
Þetta er nokkuð skondinn pistill sem "Maelstrom" birtir hér að ofan. Eflaust er hann vel meinandi, en slíkt mundi gagnast mun betur ef hann aflaði sér raunverulegrar þekkingar á viðfangsefninu, líkt og því sem hér er rætt.
Augljóslega þekkir hann ekkert til bankamála, vinnubragða þar innanhúss eða bókhaldsatriðum. Af orðum hans að dæma, gæti hann verið með annuitet lán á fyrri helmingi lánstímans, en á þeim tíma greiðir fólk einungis hluta af vöxtum og verðbótum, afgangurinn leggst í safn sem nefnist Áfallnar verðbætur. Sú upphæð leggst ekki við höfuðstólinn, heldur safnast upp sér. Ástæða þess er sú, að verði sveiflur á verðbótaþætti, er það þessi uppsöfnun sem sveiflast til, en höfuðstóllinn raskast ekki. Einnig virka auknar niðurgreiðslur, (greitt meira en afborganir) þannig að þær ganga til lækkunar á áföllnum verðbótum en ekki til lækkunar höfuðstóls; ekki fyrr en áfallnar verðbætur eru að fullu greiddar. Á fyrri hluta lánstíma, í þessum lánaflokki, getur fólk því lifað í nokkurri blekkingu, jafnvel talið sér trú um að uppsöfnun áfallinna verðbóta komi þeim ekkert við.
Áhyggjur Maelstroms yfir helsufari bankafólks vegna daglegra flókinna útreikniþátta verðtryggingar, get ég sagt honum að eru óþarfar, því tölvukerfið sér alfarið um verðbótareikninginn. Þar kemur mannshöndin hvergi nærri, nema til að leiðrétta, þegar þess þarf. Forsendurnar eru tiltölulega einfandar, en mesti gallinn við þær er að þær skila ekki þeirri niðurstöðu sem forsendur lánasamninga gera ráð fyrir. Það var nú ekki flóknara en svo, að sjá þetta, að ég benti strax á þessa villu á árinu 1982, en mætti þá álíka skilningi og Maelstrom sýnir nú á bókhaldi og starfsemi bankanna.
Höfuðverkur Maelstrom vegna 30 ára lánsins sýnir einkar vel hve lítið hann þekkir til svona mála. Ég á alls ekki von á að lánastofnunum verði bannað að gefa fólki upp hvert uppgreiðsluvirði skuldar þeirra er, í hvert skipti sem þeim er send tilkynning um gjalddaga. Slíkt er ofur eðlilegt. Reglulegur gjalddagi reiknast hins vegar út eftir eðlilegum reglum skuldabréfsins.
Þá vill Maelstrom halda því fram að löglegt sé að verðtryggja vexti. Þar sýnir hann algjöra fákunnáttu í lögum og lánamálum. Samkvæmt reiknireglu eru vextir fyrir hvert afborgunartímabil reiknaðir út eftirá , þannig að gjalddagi vaxta hverrar afborgunar er sami gjalddagi og afborgunarinnar. Vextir hvers gjalddaga hafa því ekki verið skuld í einn einasta dag þegar þeir eru greiddir á gjalddaga. Í reiknireglu um samningsvexti er gert ráð fyrir að skuld sem vaxtareiknuð sé með samningsvöxtum, hafi verið skuld í a. m. k. 30 daga þegar til vaxtareiknings geti komið, með samningsvöxtum. Vextir hvers gjalddaga ná aldrei að vera skuld, sé gjalddagi greiddur á réttum tíma. Þess vegna skapast þar enginn vaxtafótur
Af ókunnugleika reynir Maestrom að rugla fólk í hugtakinu "greiðsla" láns. Vengjulega er talað um "endurgreiðslu" láns = afborgun. Um vexti er talað sem þóknun lánsveitanda, en hugtakið "verðtrygging" almennra fjölskyldulána er hvergi til nema hér.
Ég geri mér grein fyrir því að það er til of mikils ætlast að fólk afli sér raunverulegrar þekkingar á þeim málefnum sem það setur fram miklar fullyrðingar um. Slíkt mundi þó færa alla umræðu nær réttlátari lausn eða niðurstöðu, öllu samfélaginu til hagsbóta. Það er umtalsvert meiri vinna sem fer í að leiðrétta svona ranghugmyndir eins og Maelstrom setur fram, en færi í að ræða sig niður á leiðréttingu á laga- eða framkvæmdaþáttum þeirra málefna sem angrar fólk. Líklega er of mikil bjartsýni að trúa á að slíkt gerist.
Guðbjörn Jónsson, 17.8.2011 kl. 20:45
Já, Guðbjörn hlær að fákunnáttu minni. Fussar og sveiar yfir því að ég skuli ekki kynna mér málefnið. Hvað um það. Hér fylgja nokkrar útskýringar sem Guðbjörn ætti að skilja. Hann hefur unnið í banka og við bókhald.
Atriði 1: Vextir á skuldabréfum eru reiknaðar fyrir hvern dag. Þó svo að Reiknistofa bankanna hafi skrifað reikniverk sitt með þeim hætti að skuldabréf séu reiknuð í stórri keyrslu í lok hvers mánaðar, þá hefur það ekkert með það að gera hvernig vextir eru reiknaðir. Ef einstaklingur greiðir upp lánið sitt í miðju vaxtatímabili þá eru vissulega reiknaðir vextir fyrir þessa daga sem liðnir eru frá síðustu mánaðarmótum. Og þó svo RB reikni vexti eftirá, þá er enginn sannleikur fólginn í því. Það er bara aðferðin sem RB notar til að spara sér útreikninga. Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn eru allir með lánakerfi sem reikna vexti daglega (fyrir utan RB kerfin).
Atriði 2:
Þegar greitt er inn á verðtryggt lán (sem ekki er í vanskilum), þá er byrjað á að greiða áfallna vexti. Það er gert þannig að áfallnir vextir eru fundnir, þeir verðtryggðir m.v. upprunalega og núverandi vísitölu og þessi upphæð er dregin frá þeirri upphæð sem þú ætlar að greiða inn á lánið. Lánið er þá komið í þá stöðu að engir áfallnir vextir eru á því. Allt sem þú borgar umfram inn á lánið lækkar verðtryggðan höfuðstól lánsins. M.ö.o. þú þarft að færa greiðsluna til sama verðgildis og höfuðstól:
Lækkun höfuðstóls = Greiðsla * Upph. vísitala / Vísitala nú
Á þessu hef ég staðfestingu í formi innágreiðslu sem ég borgaði inn á lífeyrissjóðslán mitt fyrir 7 mánuðum. Ég borgaði 600.000 krónur inn á lánið á miðju vaxtatímabili. Ég byrjaði á að borga áfallna vexti, verðtryggða. Síðan lækkaði höfuðstóll lánsins eins og ég lýsi hér að framan. Á næsta greiðsluseðli greiddi ég síðan vexti sem voru áfallnir á síðari hluta vaxtatímabilsins.
Áfallnar verðbætur lækka vissulega við þetta en það er vegna þess að höfuðstóllinn hefur lækkað, ekki vegna þess að þú hafir greitt inn á einhvern "sjóð" sem kallast áfallnar verðbætur. Slíkur sjóður er aðeins til í bókhaldi bankanna.
Áfallnar verðbætur á höfuðstól eru ALLTAF (taktu eftir Guðbjörn, ALLTAF) jafnar eftirstöðvum höfuðstóls á nafnvirði margfaldað með hlutfallslegri hækkun vísitölu frá lántökudegi. Það er ekki hægt að greiða inn á áfallnar verðbætur því það er útreiknuð stærð. Prófaðu að ganga inn í næsta banka og segðu að þú viljir greiða 1000 kr inn á áfallnar verðbætur, án þess að höfuðstóll lánsins lækki að nafnvirði.
Það verður gaman að sjá hvort þú hlærð jafn mikið af fávisku minni eftir þá ferð.
Atriði 3:
Lög um vexti og verðtryggingu segja að leyfilegt sé að verðtryggja greiðslur. Það er ekki talað um "endurgreiðslu" sem einhvert annað orð yfir afborgun af höfuðstól. Það er talað um greiðslu og almennur skilningur hingað til hefur verið að vextir séu hluti af greiðslu skuldara. Útreikningar alls bankakerfisins segja mér að sá skilningur er nokkuð útbreiddur.
Atriði 4:
Nei, það er ekki til of mikils ætlast að menn afli sér þekkingar á málefnum. Menn mega samt ekki ofmetnast svo mikið á eigin snilli að viðmælendur séu orðnir að aðhlátursefni. Ef þú getur komið með staðfestingu á því að þú hafir farið út í banka og greitt inn á áfallnar verðbætur án þess að lækka eftirstöðvar nafnverðs, þá skal ég koma hér fram undir nafni og biðjast afsökunar á fáfræði minni.
Lifið heil
Maelstrom, 17.8.2011 kl. 22:25
Guðbjörn Jónsson,
Hvernig reiknar þú út 10,000,000 kr. lán með jöfnum afborgunum? Vextir 5,15% verðbólga 7% lánstími 10 ár.
Umræðan er skrýtin, því engin sýnir fram á skekkjur bankana með útreikningum.
Jonas kr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 22:34
Maelstrom
Víð bíðum eftir afsökun og nafni þínu.
mbk.
Benedikt (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 23:19
http://www.ils.is/einstaklingar/ils-vedbref/innagreidslur-a-lan/
Oops. Greyið Guðbjörn
http://www.spara.is/Frettabref/Lesa/hofudstolloghofudstolsgreidslur
Aftur, oops. Greyið Guðbjörn.
Maelstrom, 17.8.2011 kl. 23:33
Komið þið sæl; sem fyrr !
Jonas kr; og Maelstrom !
Það vel; þekki ég til glöggskyggni fornvinar míns, Guðbjörns Jóns sonar, að ekkert léti hann frá sér fara, í útreikningum - né orð ræðu; að óathuguðu máli, drengir.
Ykkur er; fullkomin minnkun að, að sproksetja Guðbjörn Jónsson með þeim hætti, sem þíð þykist reyna, hér; á síðu, og ættuð að biðja hann afsökunar, á skenzi ykkar - sem flími.
Og, Jonas kr !
Útskýrðu fyrir okkur; hvernig standi á því, að í öðrum löndum, kaupi fólk sér fasteign;; 1 x 1; - í stað þess, að hérlendis, borgar fólk 7 - 8 falt, hið minnsta, fyrir sambærilega eign.
Hvert; skyldi mismunurinn renna ?
Jú; fram til þessa, í þjófa greipar ''Bankanna'' , sem annarra afætna, í skjóli valdastéttarinnar.
Með; hinum sömu kveðjum - sem áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 00:13
Óskar minn,
Ástæða þessa eru eftirfarandi. Raun ótúrlegt að fólk sé ekki ennþá búið að fatta þetta.
1. Verðgildi íslensku krónunnar fellur hraðar og mun hraðar en flestra annara gjaldmiðla sem raunar lækka í verði einning en miklu miklu hægar. Hér hefur síðan við skyldum við dönsku krónuna hefur verðgildí íslensku krónunnar hef ég séð 1/20.000 af þeirri dönsku eða lægra. Fólk borgar ekki 7-8 fallt núvirði heldur greiðir þetta í kanski 6-7 fallt verðminni krónum. Við fáum væntanlega engan annan gjaldmiðil en krónuna og sumir vilja endanlega girða fyrir það.
2. Fólk virðist greiða almennt séð lánin niður á miklu lengri tíma á Íslandi en í flestum löndum á 40 árum og það gerir það að þessi munur slær ennþá meiri út og raunar ef fólk greiðir jafngreiðslulán þá þýðir það að það fer ekki að greiða niður höfuðstólinn fyrr en eftir 25-30 árin.
3. Augljóslega mun enginn lána á íslenska krónusvæðinu enda er landið fullt af skuldurum.
Þeir sem vilja brenna upp lífeyrissjóðsskuldbindingum sínum í þetta gera sér þá væntanlega og vonandi grein fyrir því að þeir fá síðan sín eftirlaun í útþynntum krónum.
4. Hinir gjaldmiðlarnir, Evra, dollar eða pund eða hvaða gjaldmiðill sem er hafa ekkert hækkað, þeir hafa lækkað líka þanning að þótt fleirri krónur séu á borðinu eru þær útþynntar og verðminni já helmingi verðminni en fyrir gengishrunið.
Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 06:59
Hverjir gjaldfeldu Ísland?
Það voru íslendingar sjálfir og þau stjórnvöld sem keyrðu landið á bólakaf við hrun. Undir lófaklappi íslenskra kjósenda undir gunfána þjóðrembu, heimsku og græðgi.
Eignabólan er í raun ósprungin enda hækkaði eignaverð að raunverði 3-4 falt frá 1999 til 2008 og á sama tíma hækkuðu laun um 20-25% og það hefur nánast allt gengið til baka.
Eignarverð tengist alltaf frá árdögum rauntekjum fólks og síðan lánakjörum og markaði. Hér höfum við allar forsendur fyrir algjöru verðhruni enda er verðinu haldið uppi af lánastofnunum og óskhyggju.
Björgunarsveitin (IMF) kom og er að fara og mun væntanlega ekki koma aftur.
Það er fólk sem sveltur á þessari jörðu, fólk sem sefur á götum, í Evrópu eru einning margir sem hafa það skítt og það mun enginn gráta úr sér augun yfir íslenskum lánakóngum.
Íslendingar þurfa að laga sinn eigin skít. Það eru og verða Íslengingar sjálfir sem koma til með að þurfa að halda uppi sínum gjaldmiðli (sem mun þýða háa vexti og hærri en alls staðar annars staðar) það er í skjóli gjaldeyrishafta hægt að skrúfa þetta svona niður sem nú er en þegar og ef tekst að koma gjalmiðlinum á flot mun það kalla á gríðarlegar vaxthækkanir enda get ég ekki skilið hvað á að halda íslensku krónunni á floti. Gjaldeyrishömlur er í raun hægfara dauði á íslenska efnahagslífinu enda er nákvæmlega ekkert hér að gerast.
Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 07:16
Það er rétt Óskar. Ég missti mig aðeins þegar hann byrjaði á fullyrðingunum í hæðnistón í minn garð. Biðst afsökunar á því.
Annars varð ég að fletta upp orðinu "sproksetja". Flott orð!
Maelstrom, 18.8.2011 kl. 09:19
Komið þið sæl; á ný !
Maelstrom !
Þakka þér fyrir; drengileg viðbrögð, þín.
Gunnr !
Þakka þér einnig; fyrir þínar útskýringar, en,....... eftir sem áður stendur, að ''Banka'' Mafían, og einkavinir hennar, fleyta rjómann ofan af öllum greiðslum skuldbindinga, Íslendinga.
Það kemur ekki til mála; að þó verðbólgustig sé innan við 2% (þó, sjaldgæft sé, hérlendis) - en yfirleitt mun hærra, að höfuðstólar lána, skuli hækka, við hverja afb., pr. Mánuð.
Slíkt; sæjum við hvorki, austur í Laos - né suður í Perú, ágæti drengur, svo dæmi séu tiltekin.
Bakka hvergi; með þá skoðun mína, að þjófabæli valdastéttar innar hirða stórum, allra greiðslna, sem lánþegar greiða / og hafa greitt, til þessa, Gunnr minn.
Svo að; í öngvu, mun tortryggni mín veikjast, gagnvart því óskapn aðarkerfi, sem hér ríkir - og nauðsynlegt er, að hrinda af höndum landsmanna, sem skjótast.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 12:19
Ég er ekkert að gera lítið út úr ábyrgð sumra bankamanna. Bankarnir eru í raun ekkert annað en immheimtustofnanir og þar virðist nánast öll endurskipulagning verið lögð á ís enda jukust útgjöldin á síðasta ári
"Árið 2009 var rekstrarkostnaður stóru bankanna þriggja 24.7% hærri en Landsspítalans. Ári seinna eða 2010 var þetta hlutfall komið upp í 51.5%. Ansi umhugsunarvert.
Á milli áranna 2009 og 2010 lækkuðu heildar rekstrargjöld Landspítalans úr 38.8 ma niður í 36.5 ma eða um 6.1%. Á sama tíma hækkaði rekstrarkostnaður bankanna þriggja um 14.2% eða úr 48.4 ma í 55.3 ma.
Það er nokkuð ljóst að íslenska bankakerfið er of stórt og dýrt.
Það þarf nýja nálgun á rekstri bankaþjónustu á Íslandi.
Heimild: Ársreikningar 2010"
http://blog.eyjan.is/andrigeir/2011/05/09/tolur-til-umhugsunar/
Samkvæmt fjárlögum fyrir 2011 er gert ráð fyrir 32,8 miljörðum
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=08
og áframhaldandandi sparnaður er ráðgerður fyrir árið 2012 um 1,5% sparnað. Ætli það verði ekki 100% munuar á rekstarútgjöldum bankanna og Landspítalans sem auk þess þá heldur þarf að flytja inn lyf, tæki og búnað meðan bankarnir þurfa ekki að flytja inn eitt eða neitt.
Gunnr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 12:45
Komið þið sæl; sem áður !
Gunnr !
Ég hygg; að þú setjir þína kenningu fram, af veglyndi - sem einurð og drengskap, en,, ég hefði átt að árétta hér, að ofan, að þorra ''Banka'' óværunnar - yfirmanna, og ráðandi afla, innan þeirra, þyrfti að fjarlægja, með öllum mögulegum ráðum, ágæti drengur - gildir einu, hvaða aðferðum væri beitt, úr því sem komið er.
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 12:55
Helstu rökin fyrir því að hafa verðtryggingu eru þau að lánveitandinn eigi ekki að tapa á verðbólgunni, hann eigi a.m.k. að fá höfuðstólinn, verðbættan, til baka. Þetta eru mjög góð rök og fyllilega eðlileg, menn eru að sjálfsögðu tregari til að lána ef þeir geta ekki verið vissir um að fá a.m.k. höfuðstóllinn til baka. Rökstuðningurinn fyrir því að tengja lánin við neysluverðsvísitölu er eðlilegur – lántakinn á að geta keypt a.m.k. jafn mikið fyrir upphæðina sem hann fær til baka og upphæðina sem hann lánaði. Hins vegar sýnist mér að mjög alvarleg rökvilla sé til staðar í útreikningunum hjá þeim sem styðja verðtrygginguna eins og hún er í dag. Til að útskýra mál mitt set ég upp mjög einfalt dæmi um verðtryggt lán.Gefum okkur að einn aðili láni öðrum 20 milljónir vaxtalaust og lánið skuli greiðast upp á 40 árum. Ef við gefum okkur að það sé nákvæmlega 5% verðbólga á ári á lánstímanum eru 20 milljónirnar u.þ.b. 134 milljóna virði eftir 40 ár. Þarna virðast fylgjendur núverandi verðtryggingar stoppa og segja: “ef lánveitandinn á að fá allt sitt til baka verður lánþeginn að greiða samtals 134 milljónir”. Þetta er alrangt og skekkjan er stórkostleg. Þetta væri einungis rétt ef um kúlulán væri að ræða (þar sem öll upphæðin er borguð í lok lánstímans). Aðalatriðið er að lánveitandinn er stöðugt að fá greiðslur allan lánstímann og getur því keypt vörur og þjónustu strax fyrir hverja afborgun sem hann fær. Miðað við eðlilegan útreikning á 20 milljóna króna verðtryggðu láni til 40 ára miðað við 5% vexti og 5% verðbólgu ári ætti lántakinn að borga í heildina u.þ.b. 60 milljónir. Fyrsta greiðsla væri u.þ.b. 42.000 kr. og sú síðasta u.þ.b. 280.000.
Starbuck, 18.8.2011 kl. 16:34
Óskar Helgi Helgason
Ég er ekki að sproksetja neinn, langar aðeins til að vita hvernig hann reiknar tiltekið dæmi. Ég hef hvergi séð hvernig HH komast að þeirri niðurstöðu að verðtryggðu lánin séu ólögleg.
Jonas kr (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 18:45
Komið þið sæl; enn á ný !
Jonas kr !
O; jú. Verðtryggð lán; sem og aðrir gjörningar, frá tímabili hins fallna Lýðveldis (1944 - 2008), skulu ólöglegir - sem siðferðilga rangir kallast; hvar, í landinu ríkir Byltingarástand, og hið næsta, sem að okkur snýr, er að hrinda brenglaðri og gjörspilltri valda stéttinni, af stólum sínum - sem úr makræðis, skúmaskotum öllum, ágæti drengur.
Ég hygg; að ég þurfi ekkert frekar, að útskýra það, fyrir þér.
Gott er; hafi ekki þín meining verið, að spotta og hæða, þann ágæta dreng, Guðbjörn Jónsson; Jonas minn.
Með; fjarri því, lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:25
Ef þið haldið, eitt augnablik að dómstólar muni taka afstöðu með okkur, þessu venjulega fólki, gegn fjármagnseigendum, þá eruð þið galnir, á nokkru hærra stigi heldur en ég hef hingað til haft trú á, því miður.
Dómskerfið sökkar og valdaklíkurnar líka, en þær hafa eitt fram yfir okkur (ekki lögin) heldur einkavinatengsl kryddaðar með boðsferðum í lax og lúxussnekkjur og það hafa þeir fram yfir okkur, skítt með lögir, og skítaskítt með réttlætið.
Dexter Morgan, 19.8.2011 kl. 00:51
Ég vona svo sannarlega að dómstólar muni ekki taka afstöðu með neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga.
Ég leyfi mér hinsvegar að binda vonir við að dómstólar muni fara að lögum. Það er þeirra hlutverk.
Dexter, finnst þér það vera galið?
Alternatífið er nefninlega bara frumskógarlögmálið...
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2011 kl. 04:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.