Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð fylgir vegsemd hverri

Gunnar Andersen, forstjóri FME, ber fyrir sig að hann hafi verið uppfylling í tvær stjórnir sem hann sat í á árunum 2001 - 2002 fyrir hönd Landsbanka Íslands hf.  Þar sem hann hafi verið uppfyllingarefni, þá beri hann enga ábyrgð og sé stikkfrí vegna þess sem þar fór fram.  Samt ljáði hann samþykktum undirskrift sína.  Samþykktum sem sæta núna gagnrýni. 

Er hörmulegt til þess að vita að Gunnar Andersen, sem æðsti eftirlitsaðili fjármálafyrirtækja í landinu, gefi út þá yfirlýsingu að stjórnarmenn beri ekki ábyrgð.  Menn geta alltaf sagt, að þeir hafi verið "uppfyllingarefni" eða "áhorfandi" og þetta hafi verið hinum að kenna. 

Sérhver maður sem tekur sæti í stjórn fyrirtækis og bókar ekki mótmæli á stjórnarfundum vegna ákvarðana sem þar eru teknar, vísar ekki mögulega ólöglegum athöfnum til lögreglu eða FME eða hreinlega segir af sér í mótmælaskyni við tekna ákvörðun, mann er hluti af ákvörðuninni, tala nú ekki um þegar viðkomandi setur nafn sitt undir ákvörðunina, hann ber ábyrgð á framkvæmd þeirra ákvarðana sem stjórnin tekur.  Hafi Gunnar Andersen þótt svo vænt um launin sín fyrir þessa stjórnarsetu, að hann kaus að þegja og samþykkja aðgerðir með þögn sinni, þá er  hann jafn ábyrgur og þeir sem greiddu atkvæði með.  Hafi hann mótmælt með ofangreindum hætti, þá er hann í góðum málum.  Spurningin er því:  Lét Gunnar Andersen bóka mótmæli við einhverjum af þeim ákvörðunum, sem virðast hafa orkað tvímælis, á þeim árum sem hann sat í þessum stjórnum?

Svör við þessari spurningu ættu að finnast í fundagerðabókum félaganna, en Gunnar Andersen getur kannski bara flýtt fyrir og upplýst þetta sjálfur.  Samkvæmt upplýsingum í fjölmiðlum gerði hann það ekki og það sem meira er ljáði þessum samþykktum oft undirskrift sína.  Uppfyllingarefni eða ekki, þá var hann samkvæmt því ákaflega virkt efni og þau eru þekkt fyrir að skipta máli.

Komist Gunnar Andersen upp með að víkja sér undan ábyrgð á þann hátt sem hann gerir, þ.e. með afsökuninni um að hafa verið "uppfyllingarefni", þá munum við sjá núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn í öðrum fyrirtækjum gera það.  Ábyrgð stjórnarmanna verður að engu fyrir utan kannski stjórnarformanna, þar sem þeir verða seint "uppfyllingarefni" meðan allir aðrir stjórnarmenn munu geta borið þessu fyrir sig.

Sjálfur notar Gunnar Andersen orðið "áhorfandi" og segir að munur sé á áhorfanda og geranda.  Er það í raun svo?  Hafi Gunnar Andersen verið áhorfandi að glæp, t.d. nauðgun, þá er hægt að kæra hann fyrir að hafa ekki komið fórnarlambinu til hjálpar.  Hafi Gunnar orðið áhorfandi að líklegu lögbroti meðan hann sat í stjórn félaganna, sem um ræðir, þá ber hann jafn mikla ábyrgð á því að ákvörðun stjórnar var hrint í framkvæmd, þar sem hann hreyfði ekki andmælu eða lét FME vita af mögulega ólöglegu athæfi stjórnarinnar.  Hann með þögn sinni og veitti því samþykki.  Hann er kannski ekki jafn ábyrgur og gerendurnir, en hann gerði ekki það sem hann átti að gera, þ.e. stöðva hið ólöglega athæfi með þeim ráðum sem hann hafi.  Það er vissulega munur á áhorfanda og geranda, en hann er ekki sá sem Gunnar Andersen heldur fram.


mbl.is Munur á gerendum og áhorfendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér!

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 12:15

2 identicon

Ef hann var óvirkur stjórnarmaður eins og hann heldur sjálfur fram þá þiggur hann ekki laun fyrir stjórnarsetuna því það væri jú háttsemi ósæmandi öllum heiðursmönnum og jafnvel lögbrot.

Einfalt mál að fá það staðfest. ;)

sr (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hvort er hann virkur eða óvirkur forstjóri FME?

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2011 kl. 17:06

4 Smámynd: Landfari

Ég get tekið undir hvert orð í þessum pistli þínum Marinó.

Landfari, 15.8.2011 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband