Leita í fréttum mbl.is

Getum unnið allar þjóðirnar á góðum degi

Ótrúlegum drætti er lokið.  Þó íslenska landsliðið hafi ekki riðið feitum hesti frá síðustu leikjum sínum í undankeppni EM og gekk einnig illa í síðust undankeppni HM, þá er riðill algjör happadráttur.  Að lenda í riðli með Noregi, án efa annað af tveimur veikustu þjóðunum í efsta styrkleika flokki, Slóveníu veikustu þjóðinni í 2. styrkleikaflokki, Sviss sem vissulega er þokkalega sterk þjóð af 3. styrkleikaflokki að vera, Albaníu sem hefur verið í sókn við eigum að vinna Albani á heimavelli og Kýpur sem er með okkur í riðil fyrir EM.  Allar þjóðirnar er hægt að vinna á heimavelli og við ættum að geta sótt stig til allra á útivelli.

Ég var búinn að vonast til þess að við lentum á móti Noregi, Slóveníu, Hvít-Rússum, Norður-Írum og Færeyingum, en það sem mestu skipti var að fá Noreg og Slóveníu.


mbl.is Íslendingar heppnir með HM-riðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það gerist ekki betra en þetta og ef íslenska karlalandsliðið getur ekki nýtt þennan riðil þá þarf virkilega að endurskoða þjálfaramálin og val á leikmönnum. Eigum alveg raunhæfa möguleika hérna og Ísland á að vera að berjast um að komast upp hérna. Allt annað er vonbrigði.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 30.7.2011 kl. 22:36

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Meðan Óli Jó er þjálfari þá verða engir góðir dagar.

Þorvaldur Guðmundsson, 31.7.2011 kl. 00:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf kraftaverk (eða nýja menn í brúnna) til að snúa við þeirri óheillaþróun sem þeir félagar Óli og Geir hafa framfylgt.

Undir þeirra stjórn hefur íslenska karlalandsliðið verið á niðurleið og er nú svo komið að botninn er farinn að kitla iljar þess.

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2011 kl. 06:57

4 identicon

Já nú þarf að brett upp ermar.

Fara að vinna að fullum krafti að undirbúningnum og setja saman einbeittan hóp sem eigi sem liðsheild raunhæfa möguleika á að vinna riðilinn.

Í þeim hópi þarf að nýtast við okkar ungu og efnilegu fótboltamenn sem sýndu hvað þeir gátu í EM 21 mótinu, síðan að velja það besta af þeim gömlu.

En hver á að vera þjálfarinn ? Ég held að nú sé rétti tíminn að skipta út og fá nýjan öflugan landsliðsþjálfara og Stjórn KSÍ þarf að þora að taka áhættu.

Hvað með að ráða Gauja Þórðar, þó vissulega sé það áhætta því maðurinn getur verið ansi baldinn og erfiður í mannlegum samskiptum.

En hann býr að gríðarlegri reynslu bæði hér innan lands og erlendis og enginn landsliðsþjálfari hefur náð lengra með landslið okkar en einmitt hann !

Óli Jó gæti kannski orðið ágætis aðstoðarþjálfari hjá honum ef þeir næðu saman um það ?

Hvernig litist ykkur á þetta ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 11:49

5 Smámynd: Dexter Morgan

Þessi dráttur skiptir engu fyrir liðið, meðan KSÍ-klíkan heldur tryggð við þennan þjálfara, það er klárt. Óli Jó, er lúser og hefur alltaf verið það. En hann er auðveldur í taumi og annt um að halda vinnunni og meðan svo er þá er KSÍklíkan ánægð.

Ef menn vilja lyfta knattspyrnunni á hærra plan, þá á að byrja á því að reka Geir og ráða nýjan (útlendan) þjálfara.

Dexter Morgan, 31.7.2011 kl. 12:04

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það getur verið að úrslit síðustu leikja hafi ekki verið okkur hliðholl, en spilamennskan er margfalt betri en áður.  Höfum í huga að sigur Norðmanna í Laugadalnum var algjör grís, við vorum 30 sekúndum frá því að gera jafntefli á Parken.  Danir voru vissulega betri í það heila í báðum leikjunum gegn þeim, en inn á milli gáfum við þeim ekkert eftir svo síður sé.  Má ég frekar biðja um slíka leiki, en kick and run bolta fyrri ára og grísa á sigra þegar við áttum alls ekki skilið að vinna.

Menn virðast gleyma því að það vantar að stórum hluta heila kynslóð inn í íslenska landsliðið, þ.e. þá sem í dag eru á aldrinum 24 til 28/29 ára.  Þetta eru árgangarnir sem ættu að halda uppi landsliðinu, en þeir eru vart nógu góðir til að komast í atvinnumennskuna, hvað þá íslenska landsliðið.  Uppistaðan í landsliðinu i dag eru "gamlingjarnir" á fertugsaldri og "ungmennin" úr 21 árs liðinu, í staðinn fyrir að vera þeir sem eru á "besta aldri" og "toppi ferilsins" eins og sagt er, þ.e. leikmenn á aldrinum 25 - 29 ára. (Kannski hefur Óli ekki viljað þessa leikmenn, en fyrir utan þessa 1 - 2 sem eru í landsliðinu, en hverja hefði hann átt að velja?)  Í flestum landsliðum eru 8 - 10 manns úr þessum aldurshópi í 18 mannahópi, 2 - 4 yngri og 4 - 8 eldri.  Síðan eru fáir þeirra "stórstjörnur" í sínum liðum og verma oft varamannabekkina, ef þeir komast þá í leikmannahópinn. Í þessu liggur vandinn sem Óli þarf að vinna úr.

Marinó G. Njálsson, 31.7.2011 kl. 12:32

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála síðasta innleggi. Fótbolinn sem landsliðið hefur spilað undir stjórn Óla, er mjög svo ásættanlegur. Við höfum ekki uppskorið eins og við vildum, en við erum á réttri leið.

Ég held að hver og einn landsliðsmaður geti tekið eitthvað á sig í árangri síðustu ára.

Eggert Guðmundsson, 3.8.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 423
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband