26.7.2011 | 10:55
Skýringarnar á lækkun skulda eru margar, en ættu að vera fleiri - Rangar upplýsingar um skuldastöðu heimilanna
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, er í stuttu viðtali við Morgunblaðið í dag. Í viðtalinu er m.a. vikið að þeim upplýsingum að skuldir heimilanna hafi lækkað um heila 14,4 ma.kr. milli upplýsinga í skattframtölum 2011 og 2010. Já, þetta eru heilir 14,4 ma.kr. þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt gengistrygginguna vera ólöglega verðtryggingu um mitt sl. ár. Ríkisskattstjóri getur sér til um að ástæðan sé að fjármálafyrirtækin hafi verið byrjuð að afskrifa skuldir og fólk hafi tekið sparnað til að greiða upp skuldir. Hvorutveggja er rétt, þar sem einhverjar "afskriftir" hafa átt sér stað án þess að það telji í háum upphæðum samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Að fólk hafi tekið út sparnað er hins vegar rétt, þar sem á fimmta tug þúsunda hefur tekið út séreignarsparnað sinn svo nemur tugum milljarða og líklegt er að eitthvað af þeim peningi hafi farið í að lækka skuldir.
Tvennt nefnir ríkisskattstjóri ekki. Annað er til lækkunar skulda og hitt hefði átt að lækka skuldir mun meira. Fyrra atriðið er að verðbólga á síðasta ári var 1,8% og því hefði öllum sem skulda verðtryggð lán átt að takast að greiða niður af höfuðstólnum, þ.e. afborganir á höfuðstól hefðu átt að vera hærri en hækkun höfuðstóls vegna verðbóta. Síðara atriðið er að 16. júní 2010 þá felldi Hæstiréttur tvo dóma í málum nr. 92/2010 og 153/2010, þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að gengistrygging væri ólögleg verðtrygging og því ætti að þurrka allar hækkanir höfuðstóls vegna breytingar á krónunni af lánunum. Málið er að fjármálafyrirtækin hunsuðu þessa dóma og sendu inn rangar upplýsingar til skattayfirvalda vegna stöðu áður gengistryggðra lána. Þrátt fyrir að ég hafi bent ríkisskattstjóra á þessi lögbrot fjármálafyrirtækjanna, þá virðist mér sem hann hafi látið ábendingu mína sem vind um eyru þjóta. A.m.k. kemur ekki fram í skuldastöðu heimilanna, að lánin hefi verið færð inn á skattframtölin í samræmi við úrskurði Hæstaréttar. Sýnir þetta því miður samtryggingu kerfisins. Fjármálafyrirtækin geta gert hvað sem er og allir innan stjórnkerfisins virðast samþykkja hegðun þeirra sama hvort um er að ræða lögbrot eða siðferðisbrot.
Árni Páll Árnason hefur gengið manna lengst fram í því að verja lögbrot fjármálafyrirtækjanna. Með frumvarpi sínu um vexti áður gengistryggðra lána gaf hann fjármálafyrirtækjunum líklegast um 150 milljarða á kostnað heimilanna. Raunar gaf hann kröfuhöfum lögbrjótanna, þ.e. hrunbankanna, þessa upphæð (þó hugsanlega renni hluti af henni til nýju bankanna og ætti að nýtast í launauppbætur fyrir starfsfólk). Rök hans eru stjórnarskrárvarinn réttur kröfuhafa og hann gæti lent í lögsóknum kröfuhafanna. Manninum er ekki alltaf sjálfrátt og svo er í þetta sinn. Í fyrsta lagi, þá höfðu kröfuhafarnir þegar gefið eftir þessar kröfur. Það var því ekki verið að hafa neitt af þeim. Í öðru lagi, hvað með stjórnarskrárvarinn rétt minn sem lántaka að ekki verði sett á mig afturvirk íþyngjandi löggjöf. Í þriðja lagi, hvað með mannréttindi. Nei, Árni Páll er svo hræddur við kröfuhafa að honum verður líklegast brátt í brók í hvert sinn sem hann hugsar til þessara óvætta í mannsmynd.
Kaldhæðnin í þessu er að umheimurinn heldur að fólk hafi verið tekið fram yfir kröfuhafa á Íslandi. Staðreyndin er sú að kröfuhafar fá allt sem hægt er að kreista út úr fólki með góðu móti. Til þess fá þeir aðstoð frá skattinum með fölsuðum upplýsingum í skattframtölum, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra sem bera óttablandna virðingu fyrir "erlendum kröfuhöfum", frá Seðlabanka Íslands sem áttar sig ekki á því að efnahagsstöðugleiki verður ekki tryggður nema fjárhagur fyrirtækja og heimila verður tryggður, Fjármálaeftirlitinu sem ennþá heldur að hlutverk þess sé að verja fjármálafyrirtækin en ekki sjá til þess að þau fari að lögum og Alþingi sem hefur ekki kjark til að rísa upp gegn ofríki ríkisstjórnarinnar, þó öllum þingmönnum megi vera ljóst að verið sé að brjóta á rétti almennings.
Heimilin eru hætt að safna skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Matsfyrirtækin nefna þetta ítrekað að fjárhagur fyrirtækja og heimila er áhyggjuefni. En ekki hjá bónda, biðukollu og vildarvini vogunarsjóða.
Kerfið verndar sína ... en spurningin sem er lítt spurð og "höfðingjar" forðast að ræða ..eru "erlendu kröfuhafarnir" og af hverju þeir eru þeir sem þeir eru í dag.
Þegar ríkisstjórnin vill ekkert gera nema skattleggja og taka lán og einkavinavæða þjóðareigur ... með skúffufyrirtækjum og strandpottum ( jamm ... LÍU hans Þorsteins Más hefur réttmæta athugasemd með að þeir sem seldu kvótann sinn eigi ekki að koma aftur inn )þá er auðvitað spurningin ... af hverju er enginn að ræða beint við "erlendu kröfuhafana" og leitast við að lágmarka skaðann ... þó svo þeir græði sitt ?
Og af hverju var havarí út af HM þegar hann vildi kaupa Sjóvá en ekkert þegar Banque de havilland Rowlandfjölskyldan kom með Skúla Mogensen og keypt sér banka ?
Kerfið er gegnrotið og gerspillt .... og ekki batnaði það við hrunið.
Auðvitað heldur umheimurinn að fólk sé tekið fram yfir kröfuhafana .... hefur þú reynt að útskýra gang mála undanfarið fyrir erlendum aðilum ? Ef svo þá hefur þú eflaust fengið verulegar efasemdir á málflutning þinn. Þeir hreinlega trúa ekki sumu af því sem er í gangi ... svo einfalt er það.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:41
Heill og sæll Marinó - og aðrir gestir, þínir !
Þakka þér fyrir, afar vandaða samantekt.
Sé; einhver manndómur eftir, í Íslendingum, hlýtur myndun öflugrar Andspyrnuhreyfingar, að vera næsta skrefið.
Ekki; létu Líbýumenn - Sýrlendingar - Jemenar, auk ýmissa ná granna þeirra sitja, við orðin tóm, í þeim efnum,að minnsta kosti.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:52
Það er verið að fórna heimillum, sparisjóðum og öðrum fyrirtækjum fyrir kröfuhafa stóru bankanna á ólöglegan hátt, stóru bankarnir kæmust aldrei upp með þetta annars staðar. Það hefði kannski verið eðlilegt að einn eða tveir sparisjóðir hefðu fallið í eða rétt eftir hrun en ekki að þeir séu að tína tölunni alls staðar á landinu tveim árum eftir hrun, það er heldur ekki eðlilegt að stóru bankarnir séu alltaf að hagnast um leið og þeir neyðast til að afskrifa lán og hækka laun starfsmanna úr öllu hófi. Ástæður þess að sparisjóðirnir eru látnir falla á kostnað stóru bankanna eru í fyrsta lagi að reyna að tryggja Seðlabanka eitthvað af 800 milljarða króna kröfum á stóru bankanna hvort sem að um víkjandi lán eða ástarbréfagjörninga í gegnum Icebank var að ræða, en öll þessi lán voru ólögleg, en svo í öðru lagi þá var og er mjög dýrt fyrir ríkið að ábyrgjast innistæður stóru bankanna með því að færa þau yfir í glænýja banka sem ekki eru á sama grunni og gömlu, en meðan að útlán væru að skila sér inn í gömlu þrotabúin sem að síðan myndu greiða af þeirri ríkisábyrgð sem að ríkið lagði fram þá situr ríkið uppi með vaxtakostnað á meðan. Hinsvegar þá er þetta mjög ósanngjarn leikur af ríkinu gagnvart stofnfjárhöfum sparisjóðanna, heimillum, og öðrum fyrirtækjum vegna þess að stóru bankarnir eru ekki viðskiptabankar heldur fjárfestingabankar á pappírunum en það vita ekki margir.
Reikniregluverkið Basel 2 var fundið upp til að leysa Basel 1 af hólmi. Basel 1 er frá 1988. Í Basel 1 þá var útlánastuðullinn 1 en þá gastu fengið 10 milljóna lán á 10 milljóna íbúð að nafnvirði Basel 1.
Basel 2 er fundið upp 1999 og er tekið upp í mörgum bönkum úti 2001 en stóru bankarnir hérna taka það upp 2003 en þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,5 og fólk gat fengið tvöfalt hærri lán síðan 2007 þá lækkaði útlánastuðullinn í 0,35. Í Basel 2 þá breyttust áhættugrunnarnir töluvert. (Það var samþykkt á þingi í febrúar 2007 að síðustu bankarnir tækju upp Basel 2 um áramótin 2007-2008 en stuttu seinna þá eru nokkrir þingmenn sem að selja bréfin sín en með því að fresta rannsókn á sparisjóðunum þá gátu þingmenn leyft 4 ára riftunarfrestinum að líða út og það var hægt að brjóta á sparisjóðunum til að reyna að bjarga stóru bönkunum)
Áhættugrunnarnir eru þrír og flokkast undir fjármagnskipan í cad- hlutfalli, en cad hlutfall er byggt upp svona (meðalstaða eigna, lánsfjármögnun, fjármagnskipan,vaxtamunur)
Áhættugrunnarnir heita Tier 1, Tier 2, Tier 3, en hafa ber í huga að banki getur einungis innihaldið einn af þessum áhættugrunnum þó um blandaðan rekstur sé að ræða og verður það að miða út frá megin starfsemi bankans þetta nær líka til dótturfélaga svo að það gengur ekki upp að einn að einhver af stóru bönkunum verði móðurfélag sparisjóðs eða eigi á einhvern annan hátt ráðandi hlut í sparisjóði né sameinist homum
Tier 1 er fyrir fjárfestingarbanka og er innramatsaðferð en þá ber FME minni ábyrgð á því sem að þar fer fram og byggist upp á hlutafé, yfirverð hlutafjár, víkjandi skuldabréfum og óráðstöfuðu eiginfé eða varasjóð öðru nafni, Það er hægt að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls hér en í Tier 2.
Tier 2 er fyrir viðskiptabanka og sparsisjóði en það er staðallaðferð þannig að það þýðir ekkert fyrir FME að segja að þeir viti ekki neit þeir bera sína ábyrgð líka. Tier 2 inniheldur endurmat breytileg skuldabréf, víkjandi lán og afskriftreikning.
Tier 3 er fyrir banka eins og Hraðpeninga og inniheldur einungis víkjandi lán til skamms tíma.
Þó stóru bankarnir hafi verið fjárfestingabankar fyrir hrun þá er ekki þar með sagt að þeir geti rekið dótturfélög sem fjárfestingabankar eftir hrun en ef við tökum og kryfjum aðeins Tier 1 og rekstrarumhverfi banka hér á landi í dag þá vill ég benda á hlutafé og yfirverðhlutafjár(allt fyrir ofan 1) þar sem .þetta er hlutafé sem bankinn á í öðrum félögum á opnum markaði þá passar þetta ekki en þau hlutafélög sem ekki eru á opnum markaði myndu krefjast endurmats en það er ekki innan Tier 1, víkjandi skuldabréf, það kaupir þau engin af íslenskum banka í dag, varasjóður er heldur ekki til staðar þar sem það voru einungis gerðar áætlaðar afskriftir og allt umfram þær rennur aftur til gömlu þrotabúanna svo að rekstrargrundvöllur fyrir Tier 1 fyrir innanlandsstarfsemi á Íslandi er engin. Þar að auki þá er eigið fé nýju bankanna byggt á mjög ólöglegan hátt þeir högnuðust á gengishagnaði vegna ólöglegra lána, þeir yfirtaka félög og breyta skuldum yfir í hlutafé sem þeir meiga ekki þar sem í því felst endurmat á hlutafé, þeir innihalda mjög litla afskriftareikninga þó svo að Tier 1 banki þurfi ekki að hafa nema 1,25 prósent í afskriftum, þeir eru með ólögleg víkjandi lán og fá ríkisábyrgðir á víkjandi skuldabréf, þeir telja upp hlutfé í sjálfum sér og yfirverð þess sem eigið fé sem að stenst ekki bókhaldslega þar sem það er bókfært hjá eiganda bankans, þeir endurmeta vexti á lán sem þeir meiga ekki vegna þess að Tier 1 inniheldur ekki endurmat. Fyrir utan það þá voru KB og Glitnir að skila inn starfsleyfi um daginn og meiga ekki reka fyrirtæki að þeim sökum.
Ef ég tek Byr sparisjóð fyrir þá ætla ég að benda á að haustið 2009 þá lágu samningar við kröfuhafa fyrir með það að afskrifa og að ríkið kæmi þess í stað með stofnfé á móti og það var ekki krafist þess af kröfuhöfum að stofnfé yrði fært niður þar sem vitað mál var að það lá inn á afskriftareikningum og eigendur fengu síðast sitt. Fjármálaráðuneytið var ekki sátt við þetta og fór að bjóða kröfuhöfum upp á víkjandi skuldabréf og ríkisskuldabréf auk þess að jarða Byr sparisjóð í fjölmiðlum. En það eru engin víkjandi skuldabréf né ríkiskuldabréf innan áhætttugrunsins svo að það getur ekki hafa verið ætlunarverk fjármálráuneytis að láta þessar samningaviðræður takast. ef FME hefði gefið Byr sparisjóð færi á að gefa út breytileg skuldabréf sem síðan hefðu breyst í stofnfé ef ekki hefði náðst að greiða af þeim, en þá hefði það bara bitnað á stofnfjárhöfum sem að höfðu tekið út arð og ekki komið yfirvöldum neit við eða þá að Seðlabanki hefði veitt víkjandi lán til að mæta mjög ýktum afskriftareikning eða fjármálaráðuneytið komið með aukið stofnfæé en Seðlabankinn og ríkið hafa hingað til getað mætt stóru bönkunum án þess meira aað segja að það sé á löglegan hátt þannig að stofnfjáraukning hefði bara verið til að jafna leikinn þá væri Byr sparisjóður í fullu fjöri í dag.
Svo er ömurlegt að vita til þess að með því að leyfa stóru bönkunum að brjóta af sér með því að endurmeta vexti á lán og yfirtaka félög og breyta skuldum yfirí hlutafé en stóru bankarnir höfðu áður hagnast vegna gengislána þá neyðast sparisjó'irnir til að afskrifa meira, þar að auki þá lánuðu sparisj´joðir í raun og veru í erlendri mynt. bara ólögmætt endurmat úr peningamarkaðsjóðum hjá stóru bönkunum kostaði Byr 8 milljarða, yfirtakan á SP og Húsasmiðjunni var líka ráðlögð af fjármálaráðuneyti en ef þessi félög hefðu farið í mál við Landsbankann þar sem lánin til þerra voru gengislán þá stæðu þau vel í dag en Byr átti 35% ´SP og 43% í Húsasmiðjunni auk þess voru lán til stærstu eiganda vel endurheimtanleg ef að stóru bönkunum hefði ekki verið leyft að brjóta á þeim. Byr á líka 15 milljaðra heildsöluinnlán inni í Íslandsbanka og Landsbanka sem að með dráttarvöxtum næðu 22 milljörðum.
Það að blanda saman Byr og Íslandsbanka r svipað og að reyna að láta belju og hest eiga saman afkvæmi, en að auki þá hef ég sýnt fram á að Íslandsbanki ætti ekki að hafa starfsleyfi en að auki þá er móðurfélagið yfir honum Glitnir búið að skila inn starfsleyfum.
Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:53
Hreint með ólíkindum að ríkisskattstjóri fari með þessar niðurstöður í fjölmiðla miðað við það sem á undan er gengið.
Fyrir liggja fjölmörg álit löglærðra, umboðmanna og samtaka. Að auki minnir mig að þú eigir bréf frá ríkisskattstjóra, hvernig væri að endurbirta það hér á blogginu?
Annað sem vakti athygli mína var hvernig 0,8 prósent lækkunin var kynnt, ekki var minnst einu orði á stökkbreytingar árana 2009 og 2010. Í raun var kynnt til sögunar lækkun á algerum forsendubresti.
Í mínum huga gengur ríkisskattstjóri fram í aðeins einum tilgangi, skefjalausum áróðri stjórnvalda sem herjar á almenning þessa lands fyrir fjármálafyrirtækin og erlendu kröfuhafana. Aðalskjólstæðinga meintra vinstri og meintra jafnaðarmanna.
sr (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 15:15
Ég tek það skýrt fram, að ég ætla skattstjóra ekkert illt með því að hafa látið rangar upplýsingar fara inn í framtölin. Fjármálafyrirtækin hafa vafalaust komið með einhverjar furðulegar afsakanir fyrir því að þurfa ekki að fara að lögum og niðurstöðum dóma Hæstaréttar.
Marinó G. Njálsson, 26.7.2011 kl. 15:24
Valgeir.
Ertu með þessari samantekt að um sé að ræða ólöglegt samspil bankanna, sem gengur gegn þjóð, fyrirtækjum og . Þetta samspil er samþykkt og stutt af Ríkissjórn, eftirlitskerfi þess og Seðlabanka?
Eggert Guðmundsson, 26.7.2011 kl. 15:25
Óskar Helgi, ég verð að taka út síðustu færsluna þína. Hún samræmist ekki notkunarreglum Moggabloggsins. Endurbirti hana án tilvísunarinnar í SJS.
Komið þið sælir, að nýju !
Marinó - og aðrir góðir gestir, þínir !
Ríkisskattstjóra viðundrið; er af nákvæmlega sama meiði, og drullusokkarnir, í svokölluðu Fjármálaeftirliti og Seðlabanka, hafið þið ekki eftir tekið.
Það má; trúa ÖLLUM ANDSKOTANUM, upp á þetta lið, piltar !!!
Með sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Marinó G. Njálsson, 26.7.2011 kl. 15:41
Sælir; enn !
Skil þig; Marinó !
Enda; lítill munur - á Austur- Þýzkalandi Ulbrichts heitins, og Íslandi samtímans, svo sem.
Mbkv.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 16:03
Sæll Marinó,
hin nöturlega kaldhæðni er að skuldsettur almenningur á Íslandi er leiddur til slátrunar svipað og gyðingar í Þriðja ríkinu. Viðbrögð almennings eru eins og gyðinganna; best að hafa hljótt svo að ég sleppi við gasklefann.
Viðbrögð ekki-skuldsettra eru þau sömu og ekki-gyðinga í Þriðja ríkinu, skipta sér ekki af í þeirri von að lenda ekki í gasklefanum líka.
Meðan þetta ástand varir breytist lítið á Íslandi. Almenningur verður að vakna og trúa á samtakamátt sinn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2011 kl. 19:14
Ég geri ráð fyrir að skuldir almennings lækki einnig þegar banki eða íbúðalánasjóður taka yfir bæði eign og skuld.
Ólafur (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 20:16
Hvernig væri nú að fara hugsa eins og greindir aðilar erlendis og spyrja um hversvegna ekki er hægt að greiða niður heildskuld hér á jafngreiðluláni með aukaverðtryggingu, á fyllilega verðtryggðum jafngreiðlu lánum erlendis allavega síðan um 1650 þegar þau er nefnd í USA. Verðtygging merkir að skila raunvirði til baka það er er sömu upphæð og var skuld á útgáfu degi. Í USA geri engin ráð fyrir meiri CIP tekjuhækkunum meðaltekju manna en 150% á 30 árum. Í góðærinu 1970 til 2000 hækkað CIP um 135%. Það er um 4,5% CIP hækkun á ári og jafngildir 2,9% vaxtavexti á veðlánsjóð jafnmargra veðlána í 30 ár. Veðlánasafn sem lánar jafmörg eins lán lán út og greiðast upp, og leggur á 4,5% fasta verðtyggingar nafnvexti til verðtrygginga fyrir 30 ár er tryggt: fyrir 275% hækkun á CIP næst 30 ár. Veð nýbyggingakostnaður og viðhaldskostnaður hækka jafn mikið í samræmi. Málið er að útlendingar skilja ekki slíka verðbólgu kröfur. 150% er allavega nóg í UK frá 1970-2000. Erlendis er gert ráð fyrir að tekjur meðalmans á 30 árum greiði 2X 1,6 hús. 50% kallast húsnæðikostnaður 1 hús og 60% viðhald, hinn hlutinn kallast neyslu tekjur og að aðra sparnaðar tekjur. Þett er alþjóðleg almenn staðreynd. Leyfir engum meðaltekju manni að skrifa undir 30 ára jafngreiðluskuld skuld sem er meira en 2 föld lánsupphæðin. Balloon lán Íbúðlánsjóð samræmast ekki stjórnaskrár annar ríkja, þar sem hækka að raunvirði með tímanum. Heildar skuldin fer aldrei niður fyrir veðbönd nema að veðmat hækki innlands og verðbólga verði líka 275%. Vexrir á Alþjóðlegum jafngreiðslu lánum er tvær upphæðir, ráðgerð hámarksverðbólga á lánstíma + vætanlegir raunvextir[oft sleft þar sem þetta er verðtygging til að skila raunvirði en ekki skammtíma raunávöxtunaform]. Að skila raunvirði skuldar á gjaldaga er grunnur allra sjóðastarfsemi erlendis. Skila raunvirðinu 100% það er ekki hægt ef raunávöxtunarkröfur er bætt við á tekjur sem eru fastar eða vaxa stig af stigi línulega eins og erlendis á lengri tímabilum en 60 mán. Skilgreining 1983 á verðtryggu eftir á með lögum er rétt. Hinsvegar verðtyggir hún ekki sjóðina ef ávöxtunarkrafa þeirra er mikið meiri almennar tekjuhækkanir í USA eða á Íslandi. Baaloon forminu 1998 er ætlað að lækka nafnvexti og skila vaxandi raunvaxta kröfu á lánstíma, Það er ekkert annað en tilræði við efnahagsgrunn Íslands.
66% lánsupphæð miðað við nýbyggingarkostnarverð [100%] á veði til 30 ára, er ekki nema 50% af Heildarskuld eðlilegs jafngreiðlu láns [132%]. Lántaki greiðir 1/30 niður af 132% á ári eða 4,4% af 100%. Eftir 22 ár er han búinn að borga 100 % miðað við engar verðbólgu. 35% Af húsverðinu gengur fyrst upp í verðbætur og afgagnur í raunvexti. Einfaldir jafngreiðlu reikanar ganga ´æut frá að ekki sé gert ráð fyrir meiri CIP hækkunum hér en í nágranna okkar á lánstíma 30 ár. Ég trúði því á sínum tíma 1994 EES að hér myndi vreðbólga ekki geti orðið meiri í framtíðinni. Mað þyrfti að borga þetta 60% auka vertyggingarálag hér með eftir vinnu og helst borga duglega inn á lán sem ekki gerir ráð fyrir viðhaldskostnað, en 50% eftirvinnu. Hinsvegar breytingunni 1998 gerir engin ógeðveikur maður ráð fyrir, hvað þá að verðtryggja miðað við tekjur í öðrum ríkjum miðað við 30 ára lántíma þegar allir áttu að vita að gengið hér var allof hátt og allir ábyrgir hættir að auka lán til Íslenska Bankakerfisins sem átt enga reserve Buffer samkvæmt úttekt 2004. Það eru söfn eðlilegra verðtryggðra 30 ára jafngreiðslulána erlendis meðal lauþega í fullbyggðum hverfum, en ekki í nýju húsnæði á útgáfu degi. Prime AAA +++ veðsöfn eldri en 5 ára með stöðugt 100% öruggt reiðufjár innsteymi á öllum tímum. Lánin greiðast niður og því hraðar niður sem verðbólga er meiri. Þetta tryggir handahaf bréfa góðan svefn allan lánstímann.
Júlíus Björnsson, 27.7.2011 kl. 01:34
Sæll Eggert, svarið er já, Þú hefur líklega heyrt talað um samráðshóp um fjármálstöðuleika en sá hópur var myndaður árið 2006 og er enn starfræktur í dag. Þennan hóp mynda Efnahags-og viðskiptaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Forsætisráðuneyti, FME og Seðlabanki, og eiga þessir aðillar hver einn fulltrúa í senn innan samráðhópsins. Þarna sátu til dæmis Baldur Guðlaugsson, Stefan Svavarsson (fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabankans) Bolli Bollasson, Ingimundur Friðriksson, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir auk margra annara. Samráðshópurinn var myndaður 2006 þegar Seðlabankinn uppgötvaði að öll þau víkjandi lán sem þeir höfðu veitt stóru bönkunum væru ólögleg og að einhvern vegin þyrfti að ná þeim til baka, síðan fengu þeir Glitnismenn sem áttu líka ráðandi hlut í Byr og Icebank og VBS til að láta Icebank og VBS taka víkjandi lán hjá Seðlabanka þar sem þeir gátu það á þeim tíma en ekki stóru bankarnir og kaupa síðan víkjandi skuldabréf af stóru bönkunum svo að þeir gætu greitt upp víkjandi lán sem kominn voru á tíma, semsagt skuldbreyting, þannig að víkjandi skuldabréfin fóru ekki einu sinni í að byggja upp eigin fé stóru bankanna og voru þar að auki aldrei sett á almennan markað né bókfærð í sumum tilfellum en þetta var allt gert án þess að minni stofnfjáreigendur vissu af, en á meðan var Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri líka í stjórn FME og átti sæti í samráðshóp. Með því að láta Byr taka á sig ýmis áhættur sem að á ekki að geta gerts með þessum hætti þar sem bankinnn notar staðallaðferð þá var verið að reyna tryggja endurheimtur til Seðlabanka. Það þarf engin að segja mér að veðlitlar lánveitingar til stærstu eiganda og útrásarvíkinga geti átt sér stað á sama tíma og Byr fer í gegnum miklar sameiningar og er að taka upp Basel 2 og það í staðalaðferð að fleiri milljarðar eru fara ýmist í innlán til hinna bankanna eða sem léleg lán til eiganda svo þeir geti staðið við skuldbindingar annars staðar. Svo hef ég verið að benda þessum stofnunum á að það er hægt að ná þessum útlánum Byrs til baka þar sem að stóru bönkunum er óheimilt að beita endurmati á lán o.s.f. svo að Byr sparisjóður er ekki jafn veikur og menn vilja meina í fjölmiðlum. Auk þess geta þessir aðillar sem settið hafa í samráðshópnum orðið persónulega ábyrgir fyrir miklu sem fer þar fram þar sem einungis eru gerð fundardrög.
Valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 02:00
Takk fyrir alla báráttuna fyrir heimilin í landinu Marinó, algjörlega ómetanlegt.
rakst á grein á svipunni eftir Arnald Pálmason sem væri gaman að fá komment á.
http://www.svipan.is/?p=24891
Jón Benediktsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 08:59
Skuldir heimila er jafngreiðlu. Skuld þar sem er bókuð 36 milljónir, er líka bókuð 36 milljónir á Íslandi. Hinsvegar lækkar sú Írska, en sú Íslenska Baaloon vex um minnst upp í 58 milljónir í minnimal tekjuhækkunum almennt næstu 30 ár. Efahagsreikningar [snapshot] eiga að gefa rétta mynd að augnabliks jafnvægi í rekstri m.t.t. reiðufjárstöðu. Þetta er dæmi um gloppur í lögum Íslands sem rugla samburði hjá Íslendingum, en alls ekki hæfum erlendum fjármálamönnum sem gera sínar eigin niðurfærslur, þegar grunnur hér er löngu þekktur erlendis.
Júlíus Björnsson, 31.7.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.