Leita í fréttum mbl.is

Orđhengilsháttur og útúrsnúningur fjármálafyrirtćkja - Láta á reyna á hvert einasta lánaform

Eftir ţví sem ég best veit hafa á annan tug mála vegna gengistryggđra lánasamninga fariđ fyrir Hćstarétt og a.m.k. á ţriđja tug fyrir hérađsdóma landsins.  Niđurstađa er fengin úr fjölmörgum ţeirra og allar hafa ţćr falliđ lántökum í hag, ţ.e. lánaformin innihalda ólöglega gengistryggingu.  (Hafi eitthvert falliđ á annan veg, ţá biđst ég afskökunar á yfirsjóninni.)  Hefur pirringur Hćstaréttar í sumum málum veriđ slíkur yfir ţvermóđsku fjármálafyrirtćkjanna, ađ í tveimur málum rassskellti rétturinn NBI hf. (nú Landsbankinn hf.) međ ţví ađ dćma lántökum í hag ţrátt fyrir ađ ţeir mćttu ekki til munnlegrar fyrirtöku í málinu.  Ţetta er ţađ sem heitir útivist og nánast undantekningalaust er dćmt ţeim í óhag sem ekki mćtir.  Nei, niđurlćging Landsbankans var algjör í málunum.  Lét hann sé segjast?  Bankinn gerđi ţađ ekki og fór međ Mótormax máliđ fyrir Hćstarétt, ţrátt fyrir ađ um sams konar lánaskilmála vćri ađ rćđa (samkvćmt upplýsingum í dómi Hćstaréttar) og í hinum útivistuđu málum.

Nú kemur yfirlýsing frá Íslandsbanka, ţar sem segir ađ ţeirra lánaform séu ólík lánaforminu í Mótormax málinu.  Gott og blessađ, en mig langar ađ vita hvort mismunurinn sé ţađ mikill ađ hann skiptir máli.  Eins sleppir Íslandsbanki alveg ađ geta ţess, ađ Hérađsdómur Reykjavíkur kvađ upp úrskurđ 21. janúar 2011 í máli nr. E-1998/2010 og frá 19. apríl í máli nr. X-532/2010, ţar sem lánaform bankans voru dćmd innihalda ólöglega gengistryggingu.  Vissulega kemur á móti dómur frá 8. apríl í máli nr. E-2070/2010, ţar sem ađ virđist sambćrilegur samningur er dćmdur vera löglegur.

Annars er áhugavert ađ skođa hvađ dómstólar, yfirvöld og fjármálafyrirtćki gera nú gagnvart eldri málum, ţegar allir ţessir dómar eru fallnir.  Sem dćmi vil ég nefna dóm Hérađsdóms Reykjavíkur 23. mars 2009 í máli nr. Z-4/2009, ţar sem augljóslega ólögleg krafa NBI hf. var látin standa í nauđungarsölumáli.  Krafist var nauđungarsölu vegna ólögmćtrar kröfu upp á um 120 m.kr., eign slegin bankanum á 25 m.kr. á ţeirri forsendu ađ hún hafi ekki stađiđ undir 120 m.kr. kröfunni.  Upprunalegur höfuđstóll var 47 m.kr. og stóđ eignin vel undir honum.  Hvađ ćtli ţađ séu mörg svona mál?  Hvađ hafa yfirvöld, réttarkerfiđ og fjármálafyrirtćki gert til ađ leiđrétta hlut ţeirra sem ţannig voru beittir órétti?  Hvađ ćtli ţađ séu margir ađilar sem hafa boriđ verulega skertan hlut frá borđi, ađ ég tala nú ekki um hafa gengiđ svo langt ađ taka sitt eigiđ líf vegna lögbrota fjármálafyrirtćkjanna gegn ţeim?  Hvernig ćtla fjármálafyrirtćkin ađ bćta ţađ tjón sem ţau hafa valdiđ ţessu fólki og fjölskyldum ţess.

Ţví miđur ţá sýnist mér ekki fjármálafyrirtćkin sýna neina iđrun.  Tvö fjármögnunarleigufyrirtćki eru t.d. enn á fullu í vörsluskiptingu á grunni fyrri krafna, ţrátt fyrir dóma og lög.  Bara síđast í gćr var frétt um vörsluskiptingu vegna óljósrar kröfu.  A.m.k. eitt slíkt fyrirtćki mun vera međ svćđi í Hollandi, ţar sem tćki vörslusvipt hér á landi eru geymd svo fyrrum viđskiptavinir fyrirtćkisins geti ekki notiđ atbeina íslenskra dómstóla til ađ fá tćkin aftur í hendur.  Viđskiptasiđferđi ţessara fyrirtćkja er, ađ mínu mati, ekki alltaf á háu stigi og ţađ ţrátt fyrir ađ móđurfyrirtćki tveggja ţeirra hafi sett sér siđferđisgildi (sem gildir líklegast bara fyrir ađra).


mbl.is Mótormaxdómi fagnađ en áhrif sögđ lítil
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ vantar alveg í gengislánadómana refsingu fyrir lögbrjótana, ef bankarnir vćru dćmdir til greiđslu umtalsverđra skađabóta myndu ţeir hugsa sig tvisvar um.

Jónas Jónson (IP-tala skráđ) 11.6.2011 kl. 13:32

2 identicon

Vogunarsjóđirnir munu reyna ađ hámarka arđ sinn, sem mest ţeir mega,ţađ voru hrikaleg mistök, ađ međan ríkiđ fór međ ţessa banka, ađ skuldir heimila og fyrirtćkja, voru ekki međ hjálp Lýfeyrissjóđanna, fćrđ yfir í íbúđalánasjóđ,og Landsbankann, á einhverjum sangjörnum afföllum. Ţví viđ Hruniđ varđ algjör Forsendubrestur á öllum ţessum lánsformum.En í stađinn gefur Steingrímur vogunarsjóđunum veiđileyfi á varnarlausar fjölskyldur og fyrirtćki, međ stökkbreytt lán vegna forsendubrests sem varđ í ţjóđfélaginu viđ Hruniđ.Ef ţetta eru ekki mistök í opinberu starfi ţá veit ég ekki hvađ mistök í opnberu starfi eru,ţađ syldi ţó aldrey vera ađ ţetta sé verkefni fyrir Landsdóm.

Siggi T. (IP-tala skráđ) 11.6.2011 kl. 14:02

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef sagt ţađ áđur en fékk bágt fyrir, ţetta eru morđingjar í ţeim skilningi ađ ţeir hafa neitt fólk út í sjálfsmorđ međ yfirţyrmandi óréttlćti gagnvart ţví, og eiga ţví refsingu skiliđ! Ţađ er skrítiđ ađ sumir komast upp međ ađ brjóta lög, og ekkert gert í ţví!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 11.6.2011 kl. 14:16

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sćll Marinó,

ţetta er svo sorglegt og algjörlega óţarft. 

Ţessa vegaferđ međ einkamálum er fosrkrift AGS og Steingrímur er strengjabrúđa sjóđasins. Međan ţjóđin er sundruđ verđur okinu ekki aflétt og eina brjóstvörn lýđrćđisins á Íslandi eru dómstólarnir og ţeir einstaklingar sem bjóđa bönkunum birginn.

Viđ höfum sem ţjóđ enn of mikiđ ađ éta til ađ gera skurk í málinu. Ţangađ til munu skemmdaverkin halda áfram. Ţegar ţjóđin rís upp mun hún fá í sínar hendur rest og rusl.

Sorry fyrir niđurrifskjaftćđiđ í mér Marinó.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.6.2011 kl. 15:37

5 identicon

Í upphafi Hrunsins átti ađ taka allar vísitölur úr sambandi, til ađ bjarga ţví sem bjargađ yrđi, ţví Forsendubrestur fyrir öllum ţessum lánasamnigum var algjör, ţví allt efnahagskerfi ţjóđarinnar fór á hliđina.

Ţví er aldeilis furđulegt ađ lesa tölvupóstsamskipti á Eyjunni milli Ögmundar og Gylfa ASÍ forseta.

Á fundi í Ráđherrabústađnum í október 2008 í upphafi Hrunsins, lagđi Ögmundur til tímabundiđ afnám verđtryggingar, ţessu var forseti ASÍ Gylfi mjög andvígur.

Nú er komiđ í ljós ađ ţessi heimska og fáfrćđi forseta ASÍ, er búin ađ valda félagsmönnum ASÍ og öđrum landsmönnum, meiri hörmungum og skađa, en fordćmi eru fyrir í Íslandssögunni.

Ţví viđ ţađ ađ Jóhanna og Steingrímur hćkki álögur á áfengi, tóbak og benzin, ađ ţá skuli höfuđstóll verđtryggđrar innistćđu í banka hćkka, er náttúrlega fullkomlega galiđ, ţví ţađ hafa engin verđmćti orđiđ til. Síđan hćkka verđtyggđar skuldir heimilanna ađ sama skapi, og allt ţetta rugl stafar af ţví ađ Steingrími vantar fleiri krónur í ríkiskassan.

Siggi T. (IP-tala skráđ) 11.6.2011 kl. 15:54

6 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ég tók sérstaklega eftir ţessu atriđi í fréttini: "Samkvćmt upplýsingum frá Landsbankanum voru lánin sem Hćstiréttur dćmdi ólögleg fćrđ inn sem erlend eign ţegar samningar voru gerđir um útgáfu gengistryggđs skuldabréfs sem Landsbankinn gaf út til ţrotabúsins áriđ 2009."

Viđ vissum ađ erlend stađa ţjóđarbúsins var fölsuđ fyrir hrun, en ţetta hefur greinilega viđgengist áfram eftir hrun. Hvernig í veröldinni getur krónulán sem er veitt íslensku fyrirtćki međ tekjur í íslenskum krónum, talist vera erlend eign? Minnumst ţess ađ nýlega ţurfti Seđlabankinn ađ leiđrétta skekkju á erlendri stöđu ţjóđarbúsins um mörg hundruđ milljarđa til hins verra. Hversu mikiđ af ţví sem eftir stendur eru falsađ, er ómögulegt ađ segja til um ađ svo stöddu.

Sjá hér:  Stórfelld fölsun ţjóđhagsreikninga

Guđmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 17:50

7 Smámynd: Arngrímur

Afhverju stöđvar ALŢINGI ÍSLENDINGA EKKI ÁRÁS BANKAKERFISINS Á ÍBÚA ÍSLAND?

SAMŢYKKTIR SAMEINUĐUŢJÓĐA sem í Ísland er ađili ađ

banna svona árásir samkvćmt stofn sáttmála frá 1948

EES samningurin 1994 leyfir heldur ekki breytingu á VÖXTUM AFTURVIRKT (hvađ ţá heldur einhliđa ENDURÚTREIKNING LÁNA)

Íslensku samninga lög frá 1936 segja líka ađ ekki megi hreyfa LÁNASAMNINGA AFTURVIRKT lesiđ bara

BÓK Ólafs Jóhannessonar LÖG OG RÉTTUR

bókinn er fyrst gefin út 1952 og er enn í NOTKUN

SEM KENSLU GAGN Í HÁSKÓLUM.

Arngrímur, 11.6.2011 kl. 19:58

8 identicon

Já, af hverju stöđvar enginn ţessa vitleysu???

Svanborg (IP-tala skráđ) 11.6.2011 kl. 21:34

9 identicon

Sćll Marinó

Ég vil byrja á ađ ţakka ţér eljusemi ţína fyrir minni mátta ţótt viđ ofurefli sé ađ etja.

Mér finnst eftir ađ hafa fylgst međ í rúm 2 ár ađ aldrei hafi stađiđ til ađ veita landsmönnum raunverulega hjálp ţar sem peningarnir voru ekki í eigu ríkisins heldur erlendra ađila.

Lokasvariđ fannst mér vera viđtal viđ viđskiptaráđherra í fréttum í fyrradag ţar sem hann upplýsti ađ vegna tregđu fjármálastofnanna og lífeyrissjóđa hafi ekkert gengiđ varđandi lánsveđ í 110% leiđinni . Ţetta er raunveruleikinn sem ţessar fjölskyldur ţurfa ađ horfa upp á ţví miđur og bara eitt atriđi ađ taka bíldruslu međ í útreikninginn sem hreina eign sem er jafnvel í skuld rústi möguleikum fólks á ađ leita hjálpar.

Ţetta er dapurleiki dagsins í dag og ćttu ţćr fjölskyldur sem búa viđ ţetta ađ láta ekki tálsýnir yfirvalda halda ljósglćtu í hjartastöđinni ţegar ekki stendur til ađ rétta ţeim hjálparhönd.

Ţór Gunnlaugsson (IP-tala skráđ) 12.6.2011 kl. 09:48

10 Smámynd: Erlingur Alfređ Jónsson

Marinó geturđu upplýst hvađa fjármögnunarfyrirtćki er međ svćđi í Hollandi undir vörslusvipt tćki?

Erlingur Alfređ Jónsson, 13.6.2011 kl. 02:08

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sćll Marinó,

Ég hjó eftir ţví í frétt á mbl.is í dag (http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/06/15/arion_banki_endurreiknar_lan/) ađ Arion ćtlar sér 4 mánuđi í ađ endurreikna 2000 lán.  Ćtli enginn hafi sagt ţeim ađ ţeir geti notađ tölvur viđ ţetta?  Ţađ gćti reyndar skýrt hvers vegna ţessir útreikningar virđast allir út og suđur;) 

Tek ţađ fram ađ ég hef unniđ viđ forritun fyrir fyrirtćki í fjámálageiranum hér í Bandaríkjunum og ţekki ţetta svolítiđ:)

Kveđja,

Arnór Baldvinsson, 15.6.2011 kl. 15:42

12 identicon

Nú er taliđ af nokkrum lögfrćđingum ađ lagaheimild skorti fyrir ţví ađ höfuđstóll sé verđbćttur, hins vegar er heimilt ađ verđbćta afborgun og vexti, ţađ verđur fráđlegt ađ fylgjast međ ţessu máli.

S. Ţórarins (IP-tala skráđ) 17.6.2011 kl. 22:28

13 identicon

Ég kemst ađ ţveröfugri niđurstöđu viđ lögfrćđingana, ţađ er heimilt ađ verđbćta höfuđstól en ekki afborgun og vexti.

Reglugerđ Nr. 492/2001

4. gr. Höfuđstóll láns breytist í hlutfalli viđ breytingu á vísitölu neysluverđs frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síđan í hlutfalli viđ breytingu á vísitölunni milli gjalddaga.

Skal höfuđstóll láns breytast á hverjum gjalddaga áđur en vextir og afborgun eru reyknađar.

Međ öđrum orđum ţađ er heimilt ađ verđtryggja höfuđstól en ekki afborgun og vexti.

Siggi T. (IP-tala skráđ) 18.6.2011 kl. 13:30

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Siggi T., máliđ er ađ lög nr. 38/2001 segja:

..ţar sem umsamiđ eđa áskiliđ er ađ greiđslurnar skuli verđtryggđar

en reglugerđin orđar ţetta eins og ţú segir.  Mér sýnist sem reglugerđin sé túlkun Seđlabankans á ađferđ sem hafđi veriđ viđhöfđ, en ekki texta laganna.

Marinó G. Njálsson, 18.6.2011 kl. 17:52

15 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţađ er rétt Marinó. Ítarleg lögfrćđiúttekt á lagalegum bakgrunni verđtryggingar hefur ađeins fundiđ ţetta eina dćmi ţar sem minnst er á verbćtingu höfuđstóls. Fyrir ţessari reglugerđ seđlabankans er hinsvegar engin lagastođ og í öllum öđrum lögum og reglum er talađ um ađ verđbćta greiđslur en hvergi minnst á höfuđstól.

S. Ţórarins og Siggi T., hvort sem ţađ má ađeins verđbćta höfuđstól eđa ađeins verđbćta greiđslur, ţá eru bankarnir ađ gera bćđi. Alveg eins og ţegar fyrsti vestrćni bankamađurinn frćddist um íslamska bankastarfsemi og spurđi "Takiđ ţá ţá ekki vexti?" og svariđ sem hann fékk var "Nei viđ innheimtum ţjónustugjöld í stađinn." Vestrćna bankamanninum ţótti ţetta afar sniđugt og fór aftur til síns heima, svo nú til dags innheimta vestrćnir bankar bćđi vexti og ţjónustugjöld.

Guđmundur Ásgeirsson, 22.6.2011 kl. 15:48

16 identicon

Ţegar Hćstiréttur fćr ţetta mál inn á borđ til sín,munu hćstaréttardómararnir klóra sér mikiđ í kollinum, nema ESA verđi búiđ ađ gefa coursinn.

Ţađ hafa komiđ svo margir misvísandi dómar frá Hćstarétti ađ ţađ er erfitt ađ treyst dómnum.

En ţađ verđur líka erfitt fyrir dóminn ađ skálda sig frá

13.gr. laga 38/2001.

Siggi T. (IP-tala skráđ) 22.6.2011 kl. 22:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 1678918

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 190
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband