Leita í fréttum mbl.is

Brandari ársins - Vilja skattleggja leiðréttingu Landsbankans!

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að í fjármálaráðuneytinu væru menn að hugleiða að skattleggja viðskiptavini Landsbankans sem nýta sér ný úrræði til að létta undir með skuldaþrælum landsins.  Mikil er mannvonska Steingríms J. að geta ekki lynt fólki það að fá eitthvað af ránsfengnum til baka án þess að skattleggja endurgreiðsluna.  Eru menn ekki í lagi, spyr ég bara.  Búið er að blóðmjólka fólk með óréttmætum kröfum og þegar loksins einum banka dettur í hug að koma örlítið til móts við skuldaþrælana, þá skal í staðinn gera þá að skattaþrælum.

Ég veit að hugsjónir kommúnista í gamla daga voru ættaðar frá gömlu Sovétríkjum Stalíns, þar sem allir áttu helst að vera öreigar.  Ég hélt að þetta væri liðin tíð, en kannski er ég bara svona barnalegur.

Þegar þýfi er skilað, þá telst það ekki gjöf.  Ofteknir vextir og stökkbreyttur höfuðstóll lána vegna svika, lögbrota, blekkinga og pretta hrunbankanna er ekkert annað en þýfi og því telst það ekki gjöf þegar því er skilað.  Fjármálaráðherra með fulltingi forsætisráðherra hefur aftur staðið fyrir því að verja þjófnaðinn, þar sem með því vill hann refsa fólki fyrir að hafi hleypt honum fyrr að kjötkötlunum.  Hann hefur frekar viljað stefna skuldastöðu landsins við útlönd í hættu, en að standa með almenningi í landinu.  Hann skelfur á beinum út af ímynduðum "erlendum kröfuhöfum" og líka þeim sem hann vissi hverjir voru.  Ítrekað hefur verið sýnt fram á að ákvarðanir hans varðandi Icesave voru rangar, en nei þetta var ekki honum að kenna heldur sjálfstæðismönnum.  Honum hefur verið bent á fáránleikann í samningum við ímyndaða "erlenda kröfuhafa", en aftur var það allt sjálfstæðismönnum að kenna.  Og núna, þegar hann hefur tækifæri til að standa með fólkinu í landinu, þá getur hann ekki setið á sér að hugsa um skattlagningu.  Ætli það sé líka sjálfstæðismönnum að kenna?

Steingrími væri hollt að fara yfir æðruleysisbænina:

Guð gefi mér æðruleysi,

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli

Það er nefnilega þetta með kjarkinn og vitið sem hefur vantað aftur og aftur hjá ráðherranum, þegar komið hefur að því að standa með fólkinu í landinu.  Ítrekað hefur komið fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem í augu flestra vinstri manna, er táknmynd mestu hægri öfgahyggju sem til er, já, meira að segja AGS, hefur viljað ganga lengra til aðstoðar skuldugum heimilum landsins, en hins svo kallaða "vinstri velferðarstjórn" Steingríms og Jóhönnu hefur viljað gera.  Nú hvet ég Steingrím til að seilast eftir þeim mikilvæga kjarki sem hann þarf að sýna til að stuðla að réttlæti í þjóðfélaginu og nýta sér það vit sem honum var fært í vöggugjöf til að finna leið til að koma á sátt í þjóðfélaginu.  Fyrsta skref í þá átt er að bera þessa vitleysu um skattlagningu til baka áður en dagur rís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marino: Hallo hallo hallo,,,Ég á bara ekki orð; þvílík mannvonska hjá manninum, eða er hann kanske sjúkur; nú verður fólkið að taka til sinna ráða, þetta er komið nóg, það er bara ekki hægt að hafa svona öfga-skúrka í vinnu hjá ríkinnu lengur, maðurinn er ekki með öllum mjalla

Kristinn M (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 22:33

2 identicon

Þetta heitir víst veruleikafyrring á mjög háu stigi.

Gaman væri að vita hvort Steingrímur sé búinn að leggja skatt, á niðurfellingu Landsbankans á 2.6 miljarða afskriftir sem Landsbankinn veitti Nónu ehf árið 2008,en árið áður greiddi Nóna eigendum sínum 600 miljónir í arðgreiðslur.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 23:29

3 identicon

Góður pistill Marinó. Nú er kominn tími til að skapa nýtt Ísland.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég segi nú bara, að sé þetta gjöf, hvað var þá 100% trygging á innstæður langt umfram lágmarkið.  Hafa lífeyrissjóðirnir verið skattlagðir vegna þeirrar gjafar sem 100% trygging innstæðna nam?  Það væri hægt að fjármagna ríkissjóð í mörg ár með því að skattlegga þá gjöf.  Eða er það bara gjöf þegar almúginn fær nokkra þúsund kalla?

Mér virðast bankarnir og Steingrímur gleyma því, að 110% leiðin átti í upphafi að miða við fasteignamat og eingöngu sérstakar eignir umfram það sem eðlilegt taldist.  Aldrei var rætt um að eignarhluti í bifreið eða almenn innstæða í banka ætti að hafa áhrif.  Aftur á móti áttu hjólhýsi, snjósleðar, mótorhjól, margir bílar, sumarhús og þess háttar að hafa áhrif.

Marinó G. Njálsson, 6.6.2011 kl. 01:07

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Það hlýtur þá alveg eins að eiga að skattleggja þessa nokkur hundruð eða nokkur þúsund milljarða sem nýju bankarnir fengu í afslátt af lánasöfnum gömlu bankanna! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.6.2011 kl. 05:32

6 identicon

En það er alveg rétt hjá SJS.

Ef þú fékst vaxtabætur frá ríkinu og færð síðan 20% af vöxtum lána endurgreidda.

Þá skilar þú vaxtabótum til baka til jafns við þá upphæð sem þú færð í endurgreidda.

Þetta má ekki vera gjöf til viðskiptavina Landsbankans á kostnað skattgreiðanda.

mbk.

Benedikt (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 09:16

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Benedikt, þú ert eitthvað að misskilja hlutina.  Hér er verið að tala um þann hluta fréttarinnar sem fjallar um að skattleggja "gjöf", sem er ekki gjöf heldur verið að skila því sem ranglega var tekið vegna svika, lögbrota, blekkinga og pretta.  Ég hef  litlar áhyggjur af því að einhver endurgreiðsla húsnæðisvaxta hafi áhrif á vaxtabæturnar.  Fæstir ná hvort eð er að nýta nema hluta af greiddum vöxtum sem stofn til vaxtabóta.

Ekki datt Steingrími í hug að 40 ma.kr. sem fóru inn í peningamarkaðssjóði NBI hf. haustið 2008 hafi verið gjöf, en þó var tilgangurinn að kaupa af peningamarkaðssjóðunum ónýt skuldabréf og hækka þar með eignir sjóðanna.  Það var augljóslega gjafagjörningur.

Marinó G. Njálsson, 6.6.2011 kl. 10:22

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"@ Benedikt (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 09:16

En það er alveg rétt hjá SJS. 

Ef þú fékst vaxtabætur frá ríkinu og færð síðan 20% af vöxtum lána endurgreidda.

Þá skilar þú vaxtabótum til baka til jafns við þá upphæð sem þú færð í endurgreidda.

Þetta má ekki vera gjöf til viðskiptavina Landsbankans á kostnað skattgreiðanda.
mbk      "

 Ég sé þetta svona.

Afslátturinn af vöxtunum dregst frá höfuðstól lánanna og lækkar þar með vaxtendurgreiðslu næsta árs.

Eins og þetta horfir við bankanum þá er þetta á hans kostnað og ekki ein króna kemur frá skattgreiðendum

Eins og þetta horfir við skattgreiðandanum þá lækkar þetta hans kostnað við vaxtendurgreiðslu á næsta ári en breytir engu á þessu ári

Sumir virðast bar hafa  lag á að snúa öllu á haus. 

Guðmundur Jónsson, 6.6.2011 kl. 10:30

9 identicon

Verð að viðurkenna að mesta svekkelsið er að ég er ekki viðskiptavinur NBI.

Þessa vegna ét ég vitleysuna í öðrum uppi.

Svo endilega hunsið þetta innlegg frá mér.

mbk.

Benedikt (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 12:35

10 identicon

Ég hélt að Benedikt væri svo vel taminn og heilaþveginn.

Fólk stöndum nú upp, ryðjum þessi pakki út úr stjórnarráðinu með góðu eða ILLU:::

Kristinn M (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:06

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það þarf að fá særingaprest til að reka úr honum illan anda!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.6.2011 kl. 13:41

12 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það þarf bara að koma honum af þingi !

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.6.2011 kl. 18:55

13 identicon

Góður pistill Marínó. Það ætti að prenta út æðruleysisbænina og hengja upp niður á þingi.

Guðrún (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 14:02

14 Smámynd: Maelstrom

Þetta verður aldrei skattlagt.  Þetta er allt saman spurning um orðalag og Landsbankinn hefur aldeilis klúðrað sinni framsetningu.  Þeir eru auðvitað bara að umbuna þeim viðskiptavinum sem eru í skilum með allt sitt með því að veita örlítinn "staðgreiðsluafslátt". Eini munurinn er að afslátturinn er reiknaður eftirá.

Ef þetta yrði skattlagt, þyrfti þá ekki líka að skattleggja "afsláttinn" sem fæst af stöðumælasektum ef greitt er innan þriggja daga?  Eða afslátt sem veittur er á útsölum í búðum?

Mér finnst aftur á móti sjálfsagt að endurreikna vaxtabætur samhliða þessari endurgreiðslu. 

Maelstrom, 8.6.2011 kl. 14:02

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skattleggja betri viðskiptakjör hjá einu fyrirtæki en hjá öðrum sem eru í samkeppnisrekstri á sama vettvangi?

Æðislegt, bráðum verður komin opinber ríkisverðskrá í matvöruverslanir. Og skömmtunarmiðar fyrir eldsneyti...

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband