Morgunblaðið fjallar í dag um gjörbreyttar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins. Seðlabanki Íslands gaf í vikunni út ársfjórðungslegar upplýsingar um erlenda stöðu þjóðarbúsins og er óhætt að segja að heldur líti þetta verr út en áður. Í frétt bankans segir m.a.:
Gerð hefur verið breyting á framsetningu á stöðu þjóðarbúsins án innlánsstofnanna í slitameðferð með því að telja beina erlendra fjármunaeign með eignum þeirra. Það hefur ekki verið mögulegt fyrr m.a. vegna skorts á nákvæmum upplýsingum og flókins utanumhalds um erlendar fjárfestingar. Vegna þessa teljast eignir þeirra hærri en áður hefur verð sett fram hér. Það hefur þau áhrif að erlend staða þjóðarbúsins án innlánsstofnanna í slitameðferð telst verri sem nemur beinni fjármunaeign þeirra.
Heldur er þetta hógvært hjá bankanum miðað við að breytingin sem þar hefur orðið er all svakaleg. Ég skil að vísu ekki allar breytingarnar hjá bankanum, þ.e. þær koma hist og her. Þannig hafa erlendar eignir verið lækkaðar mikið (15-24%) fyrir allt árið 2009 og fram á 3. ársfjórðung 2010, en á 4. ársfjórðungi 2010, þá eru það skuldirnar sem hækka verulega (10,7% í stað mest 1,7%) meðan breyting á eignum er bara 3,5%. Ég get ekki gert af því, en þessar tölur eru ekki að meika sens.
Mér finnst þessi mikli munur sem er á tölum Seðlabankans núna og fyrir þremur mánuðum vera með ólíkindum. Hvers konar trúverðugleika hefur bankinn eftir svona kúgvendingu í tölum? Það er ekki skýring að ekki hafi verið hægt að reikna þetta áður vegna skorts á upplýsingum. Hagtölum fyrir 30 mánaðatímabil er nánast snúið á hvolf og það er ekki einu sinni undirmálsgrein í excel-skjali bankans um breytinguna. Í frétt bankans er nánast ekkert fjallað um þessa kúgvendingu, en ég hefði haldið að þetta kallaði á ítarlega greinargerð, þar sem skýrt er nákvæmlega hvers vegna hrein staða við útlönd án innlánsstofnana í slitameðferð er núna talin, svo dæmi sé tekið, 140% verri í árslok 2009 en hún var í sambærilegum upplýsingum bankans fyrir þremur mánuðum og að um síðustu áramót sé hún allt í einu talin 90% verri en fyrir þremur mánuðum.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar úr excel-skjölum Seðlabankans fyrir erlenda stöðu þjóðarbúsins. Bornar eru saman tölur úr skjölum gefnum út 2. mars 2011 og 1. júní 2011.
Afslættir, betri innheimtur og greiðslur til hrunbankanna
Finnist fólki þessi staða vera alveg nógu slæm, þá getur hún hæglega versnað. Fjármálaráðherra upplýsti t.d. um daginn að gerður hafi verið samningur um að ríflega 215 ma.kr. gætu runnið til hrunbankanna frá nýju kennitölunum þeirra, ef þær væru duglegar að rukka stökkbreytt lán og ósvífnar kröfur. Já, erlendar skuldir þjóðarbúsins munu hækka sem nemur betri innheimtum lánanna, en gert var ráð fyrir í flutningi þeirra við endurreisn bankakerfisins. Nú verði nýju bankarnir mjög duglegir, þá geta þeir tæmt gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Kaldhæðnislegt, ekki satt?
Ég hef verið nokkuð ötull við að benda á þessar staðreyndir (og Morgunblaðið líka), en fáir innan stjórnsýslunnar og enn færri innan stjórnarflokkanna hafa séð ástæðu til að taka mark á þessu. Nú hefur Seðlabankinn áttað sig á þessu. Næst er að vita hve langan tíma mun það taka menn að átta sig á því, að hver króna sem Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki innheimta af lánum viðskiptavina umfram það sem gengið var út frá við gerð stofnefnahagsreiknings þeirra mun vinna gegn styrkingu efnahagslífsins og þá sérstaklega krónunnar.
Skuldir þjóðarbúsins mun hærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta mál er vægast sagt undarlegt og hlýtur að kalla eftir trúverðugum upplýsingum.
Seðlabankinn hefur beðið hnekk og trúverðugleiki hans mikinn skaða. Það verður einungis lagað með upplýsingum sem skýr þetta misræmi að fullu. Geti Seðlabankinn ekki gert það, verður að skipta út þeim sem þar vinna og stjórna!
Gunnar Heiðarsson, 5.6.2011 kl. 09:43
Hvað er til ráða? Verður almenningur ekki að taka fram fyrir hendur ráðamanna og greiða einungis 50 % af útsendum gíroseðlum, eða í samræmi við millifærslur lánanna frá gömlu til nýrra.
Eggert Guðmundsson, 5.6.2011 kl. 12:24
Ég hlustaði "með öðru eyranu" á Bylgjan í bítið í morgun. Þar voru tveir Guðmundar saman í viðræðum við þáttastjórnendur og þar sem ég var að vinna fylgdist ég ekki nógu vel með því hvor þeirra sagði hvað.
Varðandi gengislánin sagði annar hvor þeirra að fólk ætti að nýta sér upprunalegu greiðsluáætlun lánanna. Deponera afborganir samkvæmt henni og eftirláta viðkomandi lánveitenda að sækja málið. Því Hæstiréttur hefði enn ekki fengið mál viðfangs til þess að dæma réttmæti afturvirkra okur-/stýrivaxta Seðlabanka.
En Seðlabankinn er í slæmum málum núna; lýgur bankastjórinn og ef svo - fyrir hvern?
Kolbrún Hilmars, 5.6.2011 kl. 15:10
Þessi frétt á ekki alveg við efni þessa blogs, en er allt að verða endalega snarvitlaust hér á klakanum.
Pælið bara í umræðunni hjá SJS og hans vitringum , nú fer maður að láta sig hverfa af klakanum með alla fjölskylduna, það er ekki verandi hér lengur
http://visir.is/til-skodunar-ad-skattleggja-skuldanidurfellingu-hja-landsbanka/article/2011110609522
Kristinn M (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 21:43
Kristinn, ég var einmitt að skrifa færslu um þetta. Það þarf að senda þetta lið í endurhæfingu.
Marinó G. Njálsson, 5.6.2011 kl. 22:04
Seðlabanki Íslands ber HÖFUÐÁBYRGÐ á efnahagshruninu sem eftirlitsaðili með því að bankar og fjármálakerfið færi eftir settum lögum og reglum.
1. Seðlabankinn lét gengistryggingu krónulána viðgangast um langt árabil eftir að hún var gerð ólögleg árið 2001.
2. Seðlabankinn lét viðskiptabankana komast upp með að virða að vettugi reglur SÍ um gjaldeyrisjöfnuð - þegar bankarnir hrundu var gjaldeyrisstaða þeirra neikvæð um 2800 milljarða króna eða um 28-falt það hámark sem reglur leyfðu.
3. Seðlabankinn hélt uppi glórulausri hávaxtastefnu um langt árabil til þess eins að "styrkja" gjaldeyrisstöðuna. Afleiðingin er m.a. sú að Ísland býr nú við gjaldeyrishöft - og gerir það væntanlega um ófyrirsjáanlega framtíð - til ómælds skaða fyrir hagvöxt á komandi tíð vegna krónueigna aðila sem ástunduðu vaxtamunarviðskipti í boði Seðlabanka Íslands.
4. Seðlabankinn hefur haldið uppi glórulausri vaxtastefnu í kjölfar hrunsins - vaxtakjörin hindra lánfjármagnaða fjárfestingu í atvinnulífinu enda býðst ágæta ávöxtun á óvirkum innstæðum lánastofnana hjá Seðlabankanum.
Svo eitthvað sé nefnt!
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 00:56
Gunnar, ég hef fylgst reglulega með upplýsingagjöf Seðlabankans í svo kölluðum hagtölum. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki ósamræmið í þessum tölum. Ég átta mig á því að nýjar upplýsingar geta komið upp, en maður skoðar sömu upplýsingar í tveimur töflum hjá þeim og þær eru gjörólíkar. Mér finnst alveg lágmark að menn samræmi aðferðafræðina hjá sér eða skýri út fyrir notendum hvers vegna tölurnar eru svona mismunandi. Eins og í því tilfelli sem ég er að fjalla um þá er munurinn upp á 90-140% frá fyrri töflu og það er ekki einu sinni sett athugasemd um að það sé munur, hvað þá gefin skýring á því hvers vegna munurinn sé eða sýnt dæmi svo notendur skilji hvað breyttist og hvernig. Ég á til alls konar nöfn yfir þetta, en kýs að halda þeim fyrir mig.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2011 kl. 01:23
Ég á til nafn yfir þetta: Stórfelld fölsun þjóðhagsreikninga
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2011 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.