Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu batamerkin - en gagnrýnt að ekki hafi verið nóg gert fyrir einkageirann

Ég hef nú ekki verið mesti aðdáandi matsfyrirtækjanna í gegn um tíðina og þetta mat breytir því ekki.  Mér finnst þetta mat þó vera óvenju vel rökstutt miðað við margt sem á undan er komið og ber að fagna því.  Gott er að sjá, að þegar stjórnvöld fara loksins að tala máli okkar Íslendinga og hætta hræðsluáróðri, þá kemur í ljós að þau ná augu og eyrum umheimsins með þann málflutning.  Veltir maður fyrir sér hver staðan væri, ef menn hefðu nú byrjað fyrr að tala fyrir hagsmunum landsins.

Fitch kemur með einn punkt sem ég hef verið óþreytandi að tala um.  Ráðast þarf ekki seinna en núna í að taka á skuldamálum einkageirans.  Skiptir þá ekki máli hvort það er fólk eða fyrirtæki.  Ætli stjórnvöld hlusti þegar þetta kemur frá matsfyrirtæki, því þau hafa ekki hlustað á eigin þingmenn, þau hafa ekki hlustað á stjórnarandstöðuna, þau hafa ekki hlustað á hagsmunaaðila og meira að segja hunsað orð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Þar sem stjórnvöldum er meira í mun að þóknast matsfyrirtækjunum en nokkrum öðrum, þá er spurning hvort þau grípi til raunverulegra úrræða fyrir einkageirann í stað þeirrar sýndarmennsku sem hefur verið í gangi.

Í lokin smá slúður:  Mér er sagt að í nóvember hafi verið haldinn fundur í Svörtuloftum, þar sem mættir voru fulltrúar stjórnvalda, Seðlabankans, FME, bankanna þriggja, Deutsche Bank og hugsanlega fleiri aðila.  Á þeim fundi var rætt til hvaða bragða eigi að grípa verði niðurstaðan varðandi áður gengistryggð lán fjármálafyrirtækjunum í óhag, þ.e. megnið af lánunum falli undir fordæmi dóma 93/2010 og 152/2010 frá 16. júní 2010 og að óheimilt verði að endurreikna vexti mörg ár aftur í tímann.  Slúðrið segir að DB hafi krafist þess að þá verði bankarnir látnir falla aftur og að á þetta hafi verið fallist.  Vissulega er þetta bara slúður, en staðreyndin er að stjórnvöld með herra Svörtulofta og FME í fararbroddi hafa hagað sér eins og allt hrynji verði þetta niðurstaðan.


mbl.is Fitch breytir horfum í stöðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband