Leita í fréttum mbl.is

Hvað hafa dómstólar sagt um áður gengistryggð lán?

Mig langar að rifja upp helstu úrskurði dómstóla varðandi áður gengistryggð lán.  Tekið skal fram að hér er ekki um túlkun mína á þessum dómum að ræða heldur bara hvað sagt er.  Vitnað er í dóma Hæstaréttar í þeim tilvikum sem úrskurðir/dómar réttarins eru komnir, en annars í dóma Héraðsdóms Reykjavíkur.

Dómar Hæstaréttar 92/2010 og 153/2010

1.  Leigusamningar eru lánasamningar - helstu rök að lánasamningar bera vexti, ekki leigusamningar.

2.  Lánin eru í íslenskum krónum, þar sem lánsfjárhæð er í íslenskum krónum, lánið var greitt úr í íslenskum krónum og greiðandi greiðir afborganir í íslenskum krónum.

3.  Gengistrygging er ólögleg form verðtryggingar.

Dómur Hæstaréttar 347/2010

4.  Riftun samnings er óheimil meðan óleystur er ágreiningur um hvort krafa sé í vanskilum eða ekki.

Dómur Hæstaréttar 317/2010

5.  Kyrrsetningargerð, þar sem krafa byggði á gengistryggðu láni, mátti ekki ljúka sem ófullnægjandi án þess að sannreynt væri að veð væru ekki til fyrir kyrrsetningarupphæðinni (til tryggingar kröfunni). - Sýslumanni bar að sannreyna að upphæð kröfu væri rétt.

Dómur Hæstaréttar 471/2010

6.  Vextir Seðlabanka Íslands skulu koma í staðinn fyrir samningsvexti - ekki var tilgreint frá hvaða degi, en vísað til þess að málsaðilar hafi verið sammála um útreikninga.

Dómur Hæstaréttar nr. 603/2010 og 604/2010

7.  Dómar um ólögmæti gengistryggingar gilda óháð lengd láns og tegund veðs þ.e. tilgangi með lántöku.

8.   Ekki var tekið á afturvirkni vaxtaútreiknings, þar sem þeim hluta var ekki vísað til Hæstaréttar.

Dómar Hæstaréttar 30/2011 og 31/2011

9.  Kröfuupphæð má ekki tilgreina uppreiknaðar með gengistryggingu.  Krafan er þó áfram til staðar, en upphæðin er önnur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur E-5215/2010

10.  Fjármálafyrirtæki er ekki aðili að máli nema þann tíma sem lán hefur verið í þess eigu.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur X-77/2011

11.  Ekki er heimilt að reikna á ný afborgun af vöxtum og höfuðstól, ef hún hefur verið greidd að fullu á réttum gjalddaga eins og krafist var.

12.  Mál er ekki reifað nægilega af hálfu sóknaraðila til að unnt sé að reikna skuld varnaraðila, en hún erþó aldrei lægri en upphaflegi höfuðstóll að frá dregnu því sem hefur verið greitt. 

13.  Ekki er hægt að krefja greiðanda um að lýsa gjaldhæfi sínu gagnvart rangri upphæð, þ.e. gengistryggðri upphæð þegar upphæðin á að vera án gengistryggingar.

14.  Fjármálafyrirtæki getur ekki hunsað mótbárur lántaka um upphæð skuldar og knúið fram gjaldþrot þrátt fyrir slíkar mótbárur.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur  X-532/2010

15.  Fjármögnunarleigusamningur er lánssamningur, þar sem afborganir bera vexti.

Fleiri dóma væri örugglega hægt að tiltaka, en þetta eru þeir sem ég tel skipta máli.

Í þessum málum hefur reynt á lánssamninga, kaupleigusamninga og fjármögnunarleigusamninga frá eftirfarandi aðilum:

  • SP fjármögnun
  • Lýsingu
  • Íslandsbanka fjármögnun, áður Glitnir fjármögnun og þar áður Glitnir
  • Landsbankanum áður NBI hf og þar áður Landsbanka Íslands hf.
  • Arion banka, áður Nýi Kaupþing banki, Kaupþing banki, KB banki, Kaupþing-Búnaðarbanki.
  • Frjálsa fjárfestingabankanum
Í tilfelli lána í eigu Arion banka, þá kunna þau að hafa verið um tíma í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands.  Einhver lán sem gefin voru út af Landsbanka Íslands hf. eru núna í eigu lífeyrissjóðanna, en voru þar áður a.m.k. lögð að veði hjá seðlabankanum í Lúxemborg og Seðlabanka Evrópu (þekki þetta flækjustig ekki alveg).  Lán gefin út af Glitni, Glitni fjármögnun og Íslandsbanka (áður en hann hlaut nafnið Glitnir) fóru líka eitthvað á flakk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem að er sameiginlegt með öllum þessum dómum er að ekki er hægt að koma fyrir öðrum vörnum en þeim sem að bréfið ber með sér, en fjármálafyrirtækin reyna og reyna. Þetta er kennt í fyrstu kúrsum sem að fólk lærir í lögfræði og er kallað viðskiptabréfareglur! Annað hvort hafa lögmenn fjármálafyrirækjanna ekki farið í þessa kúrsa eða gleymt þeim...vísvitandi.

Helgi Njálsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband