14.5.2011 | 23:31
Hvað hafa dómstólar sagt um áður gengistryggð lán?
Dómar Hæstaréttar 92/2010 og 153/2010
1. Leigusamningar eru lánasamningar - helstu rök að lánasamningar bera vexti, ekki leigusamningar.
2. Lánin eru í íslenskum krónum, þar sem lánsfjárhæð er í íslenskum krónum, lánið var greitt úr í íslenskum krónum og greiðandi greiðir afborganir í íslenskum krónum.
3. Gengistrygging er ólögleg form verðtryggingar.
Dómur Hæstaréttar 347/2010
4. Riftun samnings er óheimil meðan óleystur er ágreiningur um hvort krafa sé í vanskilum eða ekki.
Dómur Hæstaréttar 317/2010
5. Kyrrsetningargerð, þar sem krafa byggði á gengistryggðu láni, mátti ekki ljúka sem ófullnægjandi án þess að sannreynt væri að veð væru ekki til fyrir kyrrsetningarupphæðinni (til tryggingar kröfunni). - Sýslumanni bar að sannreyna að upphæð kröfu væri rétt.
Dómur Hæstaréttar 471/2010
6. Vextir Seðlabanka Íslands skulu koma í staðinn fyrir samningsvexti - ekki var tilgreint frá hvaða degi, en vísað til þess að málsaðilar hafi verið sammála um útreikninga.
Dómur Hæstaréttar nr. 603/2010 og 604/2010
7. Dómar um ólögmæti gengistryggingar gilda óháð lengd láns og tegund veðs þ.e. tilgangi með lántöku.
8. Ekki var tekið á afturvirkni vaxtaútreiknings, þar sem þeim hluta var ekki vísað til Hæstaréttar.
Dómar Hæstaréttar 30/2011 og 31/2011
9. Kröfuupphæð má ekki tilgreina uppreiknaðar með gengistryggingu. Krafan er þó áfram til staðar, en upphæðin er önnur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur E-5215/2010
10. Fjármálafyrirtæki er ekki aðili að máli nema þann tíma sem lán hefur verið í þess eigu.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur X-77/2011
11. Ekki er heimilt að reikna á ný afborgun af vöxtum og höfuðstól, ef hún hefur verið greidd að fullu á réttum gjalddaga eins og krafist var.
12. Mál er ekki reifað nægilega af hálfu sóknaraðila til að unnt sé að reikna skuld varnaraðila, en hún erþó aldrei lægri en upphaflegi höfuðstóll að frá dregnu því sem hefur verið greitt.
13. Ekki er hægt að krefja greiðanda um að lýsa gjaldhæfi sínu gagnvart rangri upphæð, þ.e. gengistryggðri upphæð þegar upphæðin á að vera án gengistryggingar.
14. Fjármálafyrirtæki getur ekki hunsað mótbárur lántaka um upphæð skuldar og knúið fram gjaldþrot þrátt fyrir slíkar mótbárur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur X-532/2010
15. Fjármögnunarleigusamningur er lánssamningur, þar sem afborganir bera vexti.
Fleiri dóma væri örugglega hægt að tiltaka, en þetta eru þeir sem ég tel skipta máli.
Í þessum málum hefur reynt á lánssamninga, kaupleigusamninga og fjármögnunarleigusamninga frá eftirfarandi aðilum:
- SP fjármögnun
- Lýsingu
- Íslandsbanka fjármögnun, áður Glitnir fjármögnun og þar áður Glitnir
- Landsbankanum áður NBI hf og þar áður Landsbanka Íslands hf.
- Arion banka, áður Nýi Kaupþing banki, Kaupþing banki, KB banki, Kaupþing-Búnaðarbanki.
- Frjálsa fjárfestingabankanum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það sem að er sameiginlegt með öllum þessum dómum er að ekki er hægt að koma fyrir öðrum vörnum en þeim sem að bréfið ber með sér, en fjármálafyrirtækin reyna og reyna. Þetta er kennt í fyrstu kúrsum sem að fólk lærir í lögfræði og er kallað viðskiptabréfareglur! Annað hvort hafa lögmenn fjármálafyrirækjanna ekki farið í þessa kúrsa eða gleymt þeim...vísvitandi.
Helgi Njálsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.