14.5.2011 | 16:26
Þessi 1500 fyrirtæki veita mögulega 15.000 manns vinnu - Ósveigjanleiki fjármálafyrirtækjanna þeim til vansa
Í september 2009 birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu og birti ég hana einnig á hér á þessari síðu undir heitinu Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar. Ekki var hlustað á rökstuðning minn þá að best væri að fara í leiðréttingu strax. Leiðréttingu sem hefði getað gert heimilin og fyrirtækin í landinu greiðsluhæf.
Greinin fjallaði vissulega mest um heimilin, en einnig var minnst á fyrirtækin. Hugmyndafræðin var sú sama fyrir báða hópa, þ.e. að betra væri að leiðrétta strax en bíða með að afskrifa síðar. Tekið skal fram að nokkrum dögum eftir birtingu greinarinnar hélt Seðlabankinn málstofu, þar sem tekið var nánast orðrétt undir innihald hennar. Þar var niðurstaðan að þær þjóðir, sem unnið hefðu hratt að endurskipulagningu skulda, hefðu stigið hraðast upp úr fjármálakreppum. Að sjálfsögðu fóru fjármálafyrirtækin ekki eftir þessum ábendingum og af þeim sökum erum við ennþá á bólakafi ofan í skítnum.
Ég hef aldrei getað skilið þessa aðferðafræði fjármálafyrirtækjanna, að ganga eins hart að fólki og fyrirtækjum og kostur er. Jafnvel núna 11 mánuðum eftir að Hæstiréttur staðfesti ólögmæti gengistryggingarinnar, þá eru fjármálafyrirtæki ennþá að freista þess að rukka lánin eins og þessir dómar hafi ekki fallið. Í hverri viku (liggur við) falla dómar í héraði eða Hæstarétti þar sem slegið er á fingur fjármálafyrirtækjanna, ef ekki rass, og bent á að gengistrygging er ólögleg. Annað hvort eru þessir aðilar masókistar eða þeir eru að vona til þess að dómstólar gefist upp á þrákellni þeirra og dæmi þeim í vil.
Samkvæmt svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem fjallað er um í fréttinni, þá er talið að 1500 fyrirtæki fari í þrot. Hvað ætli fjármálafyrirtækin tapi miklu á þroti þessara fyrirtækja? Hvað ætli margir einstaklingar verði keyrðir í þrot vegna persónulegra ábyrgða fari fyrirtækin í gjaldþrot? Hvað ætli fjármálafyrirtækin tapi miklu á gjaldþroti þessara einstaklinga? Hvað ætli margir missi vinnuna við það að þessi fyrirtæki fari í þrot? Hvað ætli margir þeirra þurfi að nýta sér sértæk úrræði fjármálafyrirtækjanna vegna tekjumissisins sem atvinnuleysið hefur í för með sér?
Ég veit um marga aðila sem eru búnir í yfir 2 ár að fá fjármálafyrirtækin til að semja um uppgjör skulda, einhverja leiðréttingu og þó ekki væri nema að frysta skuldir þar til betur árar eða búið er að fá á hreint hverjar skuldirnar eru í raun og veru. Því miður er vilji fjármálafyrirtækjanna til að koma til móts við viðskiptavini sína nánast enginn. Séu þau ekki gjörsamlega neydd til þess, þá virðist ekkert vera gert. Og þegar einstaklingar og fyrirtæki reyna að nýta sér úrræði fjármálafyrirtækjanna, þá veltur túlkun fjármálafyrirtækjanna alveg á því hvoru megin borðsins þau sitja.
Um daginn fékk ég vitneskju um mál einstaklings sem ætlaði að nýta sér 110% leiðina. Viðkomandi er með 50 fm íbúð á góðum stað, en hann átti aldrei von á því verðmati sem lagt var fyrir hann af bankanum. Fermetraverð var sagt tæplega 313 þúsund kr. og hafði eigandinn að orði, að jafnvel á toppi verðbólunnar hafi hann ekki fengið slíkt verðmat. En fjármálafyrirtækin ráða. Skelli þau fram svona biluðu verðmati, þá getur fasteignaeigandinn lítið gert. Síðan eru taldar til allar eignir, þannig að ofan á þetta verðmat er bætt eignarhluti í bifreið (eins og hægt er að treysta slíku) og allt það annar sem hægt er að finna. Þannig verður 110% leiðin ekki 110% af verðmati fasteignar heldur 130% eða 150%. Í öðru tilfelli frétti ég af einstaklingi sem ætlaði að semja við banka um uppgjör með því að setja fasteign upp í skuldir. Í því tilfelli kom mat bankans á eigninni sem var undir fasteignamati.
Fjármálafyrirtækin virðast halda allt of oft að þau beri enga ábyrgð á því sem gerðist á árunum fyrir hrun. Mér er alveg sama þó þau heiti nýjum nöfnum og beri nýjar kennitölurnar. Kröfurnar sem þau eru að halda á lofti, eru frá gömlu kennitölunum og því oft ekki sú innstæða bak við þær og fjármálafyrirtækin vilja vera láta. Mér finnst að fjármálafyrirtæki eigi að sjá sóma sinn í því að halda ekki á lofti hærri kröfum, en óyggjandi séu og samþykktar eru af báðum aðilum. Annað verði sett á ís þar til leyst hefur verið úr ágreiningi. Þetta er ekki ósvipuð tillaga og ég setti fram í lok september og byrjun október 2008 og held ég ennþá að sé besta lausnin. Mér finnst það a.m.k. ósiðlegt að fjármálafyrirtækin séu að gegna hlutverki handrukkarar fyrir erlenda kröfuhafa. Þessara sömu kröfuhafa og okkur hefur verið talin trú um að hafi veitt afslátt af lánasöfnum við flutning þeirra frá gömlu kennitölunni til þeirrar nýju. Eins og ég benti í fyrir ári eða svo var þessi afsláttur að hluta til blekking vegna samninga um hlutdeild kröfuhafanna í betri heimtum.
Rétt er að taka fram, að fjármálafyrirtækin eru misjöfn og þannig berast fæstar kvartanir vegna Íslandsbanka. Flest dómsmálin virðast vera með NBI/Landsbankann sem annan málsaðila og Landsbankinn og Arion banki eru að fá verstu skellina hjá dómstólum. Mest er kvartað undan þeim tíma sem Drómi/Frjálsi taka sér að svara erindum og hafa sumir viðmælenda minna líkt þessu við svarthol - sama er hvað fer inn, ekkert kemur til baka. Byr er nefndur oftar núna í seinni tíð. Af þessum lýsingum sem mér hafa borist, þá virðist sem mörg fjármálafyrirtæki gleymi því að þau og gömlu kennitölur þeirra voru í viðskiptasambandi við lántaka, en ekki að viðskiptavinurinn hafi átt/eigi að koma einu sinni eða oftar í mánuði til að láta tæma vasa sína. Við viðskiptavinirnir erum ekki mjólkurkýr fjármálafyrirtækjanna, þó þau virðist helst halda það.
Velta má því fyrir sér hvers vegna viðskiptavinir eigi að viðhalda viðskiptasambandi sínu við fjármálafyrirtæki, sem telja sig eitt hafa rétt fyrir sér, þegar ágreiningur kemur upp. Ég hef oft sagt að fjármálafyrirtækin þurfi að átta sig á því hvað þurfi að vera til staðar svo viðskiptavinurinn kjósi ekki einfaldlega að fara eitthvað annað. Vandinn er að ekkert þokkalega stórt fjármálafyrirtæki er að komast óskaddað út úr hruninu. Menn benda á MP-banka, en hann hefur líka sinn djöful að draga.
Ég eins og fleiri bíð spenntur eftir því að hér á höfuðborgarsvæðinu opni nýr banki eða sparisjóður. Ástæðan er einfaldlega sú, að ég get ekki hugsað mér að vera í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa rétt minn að engu. Fyrirtæki sem héldu áfram að krefjast greiðslu eins af áður gengistryggðum lánum, eins og dómar Hæstaréttar 16. júní 2010 hafi ekki fallið allt þar til í apríl á þessu ári. Fyrirtæki sem fengu háa afslætti af lánunum mínum við flutning þeirra frá gömlu kennitölunni, en telja mig ekki eiga neinn rétt á að fá þennan afslátt til mín. Fyrirtæki sem halda að þau geti rukkað mig um vexti allt að 7 ár aftur í tímann, þó ég hafi staðið í skilum allt þar til að í september 2009, en þá neitaði ég að viðurkenna rétt þeirra til að krefjast gengistryggingar á lánin. Fyrirtæki sem svara bréfum eftir dúk og disk, vegna þess að þau vita að meðan þau svara ekki þá geta þau samt krafið mig um vexti. Fyrirtæki sem hunsað hafa andmælarétt minn, þó í ljós hafi komið að ég hafi almennt haft rétt fyrir. Fyrirtæki sem hafa mátt þola niðurlægjandi dóma Hæstaréttar skipti eftir skipti, þar sem Hæstiréttur bendir þeim á að þegar séu komnir fordæmisgefandi dómar. Breyti þessi fyrirtæki sér, þá er ég tilbúinn að hugsa málið upp á nýtt. Sýni þessi fyrirtæki af sér auðmýkt og lítillæti í samskiptum við viðskiptavini sína, þá er ég tilbúinn að hugsa málið upp á nýtt. Hlusti þessi fyrirtæki á raddir viðskiptavina sinna og taki gagnrýni þeirra til sín, þá er ég tilbúinn að hugsa málið upp á nýtt. Annars mun ég nota fyrsta tækifæri til að færa öll mín viðskipti til fjármálafyrirtækis sem er traustsins vert.
1500 fyrirtæki stefna í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fjármálafyrirtækin hafa sýnt að þau skilja ekki siðferðishugtök eins og sóma, heiður, heiðarleika eða sanngirni. Þau virðast ekki einu sinni skilja réttlæti og ranglæti - dómstólar og stjórnvöld verða að troða dómum ofan í kokið á þessum fyrirtækjum. En stjórnvöld vilja síðan sem minnst skipta sér af. Það er eitthvað afar bogið við þetta allt saman.
Hrannar Baldursson, 14.5.2011 kl. 17:14
Sæll Marinó,
góð færsla. Sífellt fjölgar sögum af misgjörðum fjármálafyrirtækja gagnvart viðskipta-vinum þeirra. Ég tek undir með Hrannari að það sé eitthvað bogið við þetta.
Spurninginn er hver sé hvatinn því ekki eru samlandar okkar svona illa innrætt fólk. Það er augljóslega um stefnu eigenda að ræða. Hugsanlega berjast viðkomandi stofnanir fyrir lífi sínu og í því stríði erum við fórnarkostnaðurinn. Ef mið er tekið af hagnaði bankanna þá er þessi kenning ekki sennileg.
Ef hagnaður er þokkalegur virðist ekki vera forsenda fyrir græðgi gagnvart almenningi nem um sé að ræða fíkn hjá eigendum(hubris).
Fíkill tekur ekki tillit til neins nema sín. Það er þó svo frumstæð skýring að erfitt er setja hana á mörg hundruð ára stofnanir eins og banka.
Verðum við ekki að gera ráð fyrir einhverri hugsun á bak við þessa hegðun. Ef fram heldur sem horfir munu mjög margir Íslendingar vera eigna og atvinnulausir og hagkerfinu ekki að neinu gagni. Ísland mun verða mun viðkvæmar en ella og efnahagsbati síður á forsendum okkar sjálfra. Það er fáranlegt markmið að gera landið enn háðara lánsfé en ella en kannski hugsa bankar svona, hver veit?
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.5.2011 kl. 19:54
Gunnar: Það eru ekki bankarnir sem hugsa ekki, enda er banki ekki hugsandi vera, heldur eru það stjórnendur og eigendur bankanna sem hugsa ekki.
Hrannar Baldursson, 14.5.2011 kl. 20:06
Sæll Hrannar ég veit en tek mér leyfi til að taka svona til orða til einföldunar. En hvernig fannst þér vangavelturnar að öðru leiti?
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.5.2011 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.