5.5.2011 | 22:39
Olíuverð lækkar um 8,6 - 8,8% á heimsmarkaði - Ætli íslensku olíufélögin viti af þessu?
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um 8,6% í New York og um 8,9% í London. Á sama tíma hækkaði dollarinn um 1,14% gagnvart krónunni. Skili þetta sér í verði við dæluna hér á landi, þá má búast við 20 kr. lækkun á bensínverði. En það er víst til of mikils mælst, að verðið fari jafn hratt niður og það fer upp.
Ef íslensku olíufélögin bregðast ekki strax við þessari lækkun, þá hafa þau endanlega afhjúpað sig. Mér sýnist, samkvæmt upplýsingum á gsmbensin.is, að einhverjir hafi lækkað um rúma krónu, en þegar tilefnið er 20 kr., þá er krónulækkun ekkert annað gefa neytendum langt nef. Raunar er tilefni til meiri lækkunar, þar sem verð á hráolíuhefur lækkað úr USD113,89 í byrjun viku niður í USD99,44 í lok dags í dag, sem er 12,7% lækkun á fjórum dögum. 12,7% af 241 gerir lítraverð upp á rétt rúmlega 210 kr. Á móti hefur dollarinn hækkað úr 110,88 í 112,67 eða 1,6%, þannig að olíufélögin gætu réttlætt að lítraverðið væri 213,2 kr.
En það var fleira en olían sem lækkaði á mörkuðum í dag. Samkvæmt vefnum CNNMoney.com lækkaði nær öll hrávara verulega í dag. Í frétt á vefnum er skýring á lækkun olíuverðs sögð vera aukning atvinnuleysis í Bandaríkjunum og að mikill samdráttur hafi orðið í bensínnotkun sem nemur ríflega 2% á einni viku.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 1681262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það verður spennand að sjá hversu vel olíufélögin fylgjast vel með heimsmarkaðsverði þegar það lækkar.
Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 08:15
Það er nú samt svo að öll þessi heimsmarkaðsverð-lækkun uppá 10% sé ekki nema 3kr þegar hingað til lands er komið. Það sést á lækkunum olíufélaganna...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 6.5.2011 kl. 10:27
Hver krónulækkun eða -hækkun hefur mikið að segja fyrir efnahagslífið hér á landi. Þetta dreifir sér út í aðra þætti þess, sbr. vörudreifingar og framleiðslu, ferðalög og fleira. Síðast en ekki síst í verðtryggð lán!
Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 10:41
Þetta ætti að hafa styrkjandi áhrif á gengi krónunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.