Leita í fréttum mbl.is

Olíuverð lækkar um 8,6 - 8,8% á heimsmarkaði - Ætli íslensku olíufélögin viti af þessu?

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um 8,6% í New York og um 8,9% í London.  Á sama tíma hækkaði dollarinn um 1,14% gagnvart krónunni.  Skili þetta sér í verði við dæluna hér á landi, þá má búast við 20 kr. lækkun á bensínverði.  En það er víst til of mikils mælst, að verðið fari jafn hratt niður og það fer upp.

Ef íslensku olíufélögin bregðast ekki strax við þessari lækkun, þá hafa þau endanlega afhjúpað sig.  Mér sýnist, samkvæmt upplýsingum á gsmbensin.is, að einhverjir hafi lækkað um rúma krónu, en þegar tilefnið er 20 kr., þá er krónulækkun ekkert annað gefa neytendum langt nef.  Raunar er tilefni til meiri lækkunar, þar sem verð á hráolíuhefur lækkað úr USD113,89 í byrjun viku niður í USD99,44 í lok dags í dag, sem er 12,7% lækkun á fjórum dögum.  12,7% af 241 gerir lítraverð upp á rétt rúmlega 210 kr.  Á móti hefur dollarinn hækkað úr 110,88 í 112,67 eða 1,6%, þannig að olíufélögin gætu réttlætt að lítraverðið væri 213,2 kr.

En það var fleira en olían sem lækkaði á mörkuðum í dag.  Samkvæmt vefnum CNNMoney.com lækkaði nær öll hrávara verulega í dag.  Í frétt á vefnum er skýring á lækkun olíuverðs sögð vera aukning atvinnuleysis í Bandaríkjunum og að mikill samdráttur hafi orðið í bensínnotkun sem nemur ríflega 2% á einni viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það verður spennand að sjá hversu vel olíufélögin fylgjast vel með heimsmarkaðsverði þegar það lækkar.

Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 08:15

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er nú samt svo að öll þessi heimsmarkaðsverð-lækkun uppá 10% sé ekki nema 3kr þegar hingað til lands er komið. Það sést á lækkunum olíufélaganna...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.5.2011 kl. 10:27

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hver krónulækkun eða -hækkun hefur mikið að segja fyrir efnahagslífið hér á landi. Þetta dreifir sér út í aðra þætti þess, sbr. vörudreifingar og framleiðslu, ferðalög og fleira. Síðast en ekki síst í verðtryggð lán!

Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2011 kl. 10:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta ætti að hafa styrkjandi áhrif á gengi krónunnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1681262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband