Leita í fréttum mbl.is

Straumsmálið, þannig að þetta eru gamlar upplýsingar

Mér sýnist við lestur fréttar Daily Telegraph að um gamla frétt sé að ræða, þ.e. frétt sem var í fjölmiðlum hér fyrir nokkrum vikum.  Hún er um yfirdráttinn sem Straumur virkjaði í Landsbankanum um miðjan dag 6. október, fékk höfnun á, en var síðan virkjaður kl. 16.15, þ.e. 15 mínútum eftir að Geir H. Haarde byrjaði á "Guð hjálpi Íslandi"-ávarpinu sínu.

Skemmtilegt hjá Bretum að koma með sitt innlegg í Icesave kosningabaráttuna.  Get vart ímyndað mér að þetta fjölgi já-sinnum.  (Tekið fram að ég hef ekki tekið afstöðu.)


mbl.is 32 milljarða millfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða hvaða, ekki búinn að taka afstöðu? Ég skal hjálpa við það:

IceSave samingarnir fela í sér brot á EES-samningnum og þeim tilskipunum sem á honum byggja. Þeir sem ætla sér að samþykkja þennan óskapnað verða að bera ábyrgð á því sjálfir. Aðeins ein afstaða er lögmæt: NEI. Að fara eftir lögum er eitthvað sem hefur hingað til ekki þurft að rökstyðja sérstaklega.

Ef við myndum hinsvegar kjósa að semja okkur frá máli sem er í lögreglurannsókn, þá er ég ansi hræddur um að allt sem heitir erlent fjármagn muni framvegis taka stóran sveig framhjá landinu og Ísland muni endanlega verða stimplað bananalýðveldi. Hér á landi eru meira að segja ræktaðir bananar svo hættan á þessu er raunveruleg!

Hættan á dómsmáli hverfur ekki þó að þessi samningur yrði samþykktur, heldur eykst! Hver sem er gæti sent EFTA dómstólnum kæru vegna meintra brota á EES reglum þó svo að Bretar og Hollendingar falli frá slíkum málaferlum. Einnig er vandséð að lögin um ríkisábyrgð standist stjórnarskrá og önnur lög sem gilda á Íslandi. Stórir hópar eru viðbúnir að fara í dómsmál út af því ef lögin verða samþykkt.

Þeir sem vilja samþykkja þessi ólög verða því að gera sér grein fyrir áhættunni á því að á endanum verði einmitt þeir sem merkja við já dæmdir til að greiða bætur (óbeint gegnum ríkissjóð). Löggjafin nýtur ekki ábyrgðarfirringar, hort sem það er Alþingi eða þjóðin eins og í þessu tilviki. Það hefur allan tímann legið á borðinu að þeim sem vilja borga IceSave er fullkomlega frjálst að gera það í friði fyrir okkur hinum. Eina krafan á móti er að það gildi jafnt á báða bóga, að þeir sem vilja fara að lögum fái að gera það í friði fyrir hinum. Þennan valkost hafa borgunarsinnar ekki viljað þiggja heldur ákveðið að reyna að knýja fram ætlunarverk sitt með hörku.. Þeir verða þá um leið að vera tilbúnir að sæta afleiðingum þess að hafa rofið grið við samborgara sína.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2011 kl. 14:19

2 identicon

Sæll Marínó.....ég geri fastlega ráð fyrir að tryggingastærðfræðihlutinn komi við sögu og vegi þungt þegar þú kemst að endanlegri niðurstöðu !

Top up cover: cover provided by the compensation scheme for claims against an incoming EEA firm (which is a credit institution, an IMD insurance intermediary, an top-up cover IMD reinsurance intermediary or an ISD investment firm or a UCITS management company) in relation to the firm's passported activities and in addition to, or due to the absence of, the cover provided by the firm's Home State compensation scheme (see ■ COMP 14 (Participation by EEA firms)).

http://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/COMP/14/4

Under ¦ FEES 6.6, the FSCS is required to

consider whether incoming EEA firms should receive a discount on the amount that they would otherwise pay as their share of the levy, to take account of the availability of their Home State cover. The amount of any discount is recoverable from the other members of the ncoming EEA firm's sub-class.

http://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/FEES/6/6

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:41

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, þetta mál snýst því miður um margt fleira en einfalt réttlæti.  Ég hef allan tímann sagt að þetta snúist hreina rökfræði og ákvörðunarfræði/áhættustjórnun.  Aldrei, allt frá sumri 2009 hef ég kvikað frá því.  Mig langar að benda á punkta sem ég greindi frá snemma í umræðunni:

1.  Neyðarlögin færðu innstæður til í forgangsröð og því er það þrotabú Landsbanka Íslands sem á að greiða.

2.  Neyðarlögin juku möguleika innstæðueigenda á endurheimtum á innstæðum sínum úr því að vera bara lágmarkstrygging í 100%.

3.  Gerð voru mistök við stofnun NBI hf., þar sem gert var ráð fyrir að bankinn ætti bæði fyrir innlendum og erlendum innstæðum, þegar hann átti það ekki.  Þau mistök gætu orðið til þess að íslenska ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu, fái einhverjir innstæðueigendur ekki allar innstæður sínar til baka.  Komi sú staða upp, þá endar það mál fyrir dómsstólum.

4.  Glitnir og Kaupþing mismuna heildsöluinnlánum eftir því hvort þau eru innlend eða erlend.  Landsbankinn gerir það ekki.  Héraðsdómur féllst á túlkun Landsbankans, en Hæstiréttur er eftir.  Snúi Hæstiréttur niðurstöðunni, þá hefur það áhrif á peningamarkaðssjóði Landsbanka Íslands, þar sem þeir teljast heildsöluinnlán.

5.  Ég hef alltaf gert athugasemd við að íslenski tryggingasjóðurinn og þeir erlendu séu jafnréttháir kröfuhafar.

6.  Íslenski tryggingasjóðurinn ber lagalega skyldu til að greiða lágmarkstryggingu, að hámarki jafngildi EUR 20.887 á hvern reikning.  Eigi sjóðurinn ekki fyrir þessu, þá skulu aðildarfyrirtæki sjóðsins greiða það sem upp á vantar.  Ríkið er búið að taka yfir mörg af þessum aðildarfyrirtækjum og eftir þeirri leið þarf það að greiða hlut þeirra í upphæðinni.

7.  Ég tel Breta og Hollendinga ekki eiga kröfu um vexti á greiðslu sem þeir inntu af hendi án samráðs við íslenska tryggingasjóðinn.  Erlendu sjóðirnir gáfu hinum íslenska ekki kost á að greiða, en á hinn bóginn er ég nokkuð viss um að hann hefði ekki geta greitt.

8.  Ég tel samninginn sem slíkan brjóta gegn EES samningnum, þ.e. verið er að færa skuldbindingar yfir á íslenska ríkið, sem það má ekki taka á sig nema um leið brjóta ákvæði um ríkisaðstoð.  Þó skal hafa í huga ábyrgð ríkissjóð skv. lið 6, en efni samningsins nær ekki til þess þáttar.

9.  Útkoma úr dómsmáli er eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu.  Kúlan gæti verið í hólfinu.  Gagnvart dómsmáli erum við að leika okkur að líkum.

10.  Endurheimtur á eignum þrotabús Landsbanka Íslands er ennþá óljósar.  Talað er um að endurheimtur dugi fyrir á bilinu 85 - 100% af Icesavekröfunni.  Líkurnar eru ekki þekktar.

11.  Gengið sem íslenski tryggingasjóðurinn greiðir kröfuna til baka á getur rokkað talsvert.  Líkurnar eru ekki þekktar.

12.  ESA sendi frá sér álit í desember, þar sem færsla innstæðna yfir í forgangskröfur er talin réttlætanleg og feli ekki í sér mismunun.

Ég er þeirrar skoðunar að Icesave samningurinn sé byggður á rangri kröfu og sú krafa eigi sér ekki stoð í lögum.  Raunar að hún sé í andstöðu við EES samninginn.  Ríkið má ekki ábyrgjast greiðslur úr tryggingasjóðnum og því ekki heldur vexti sem af slíkri kröfu myndast.  Hin rétta krafa á að byggjast á a) ábyrgð ríkissjóðs sem eigenda fjármálafyrirtækja sem eru aðilar að tryggingasjóðnum; b) að FME hafi staðið rangt að stofnun NBI með því að færa allar innstæður frá Landsbanka Íslands til NBI án þess að tryggja að til væru eignir í Landsbankanum fyrir þeim innstæðum sem þar urðu eftir, þetta bakar ríkinu skaðabótaskyldu samkvæmt EES samningnum.  En samningurinn var byggður á rangri kröfu og því ætti að hafna honum.

Þá kemur trikkí málið.  Er betra að samþykkja samning byggðan á rangri kröfu, en að fá yfir sig dóm byggðan á réttri kröfu eða þess vegna rangri?  Um þetta getum við deilt.  Eins og ég segi að ofan er niðurstaðan dómsmál gjörsamlega óljós.  Hún gæti orðið að Íslendingum í hag, þ.e. þeim beri ekki að borga eitt eða neitt, eða þeim í óhag og allur pakkinn lendir á Íslendingum/ríkissjóði eða eitthvað þarna á milli.  Innheimtur af eignum þrotabúsins sem renna til greiðslu Icesave gætu orðið 85%, 90%, 95%, 100% eða eitthvað þar á milli.  Í mínum huga er þetta því spurning um líkurnar.  Þar sem ég er ekki búinn að ákveða líkindadreifinguna, er ég ekki búinn að ákveða mig.  Svo einfalt er þetta. Eftir stendur að reikna út hvort betra sé að greiða vexti vegna kröfu Breta og Hollendinga og hugsanlega það sem ekki kemur inn upp í kröfuna á íslenska tryggingasjóðinn eða fara með málið fyrir dóm og fá hugsanlega ennþá hærri kröfu á sig.  Kostirnir eru tveir og ég þarf að finna vænt gildi hvors um sig eða láta tilfinningu ráða för.

Það sem þú, Guðmundur, nefnir um hvað aðrir geta gert, er alveg óháð samningnum og líka óháð dómsmálinu.  Það er því þessari ákvörðun óviðkomandi.  Þetta er utanaðkomandi atvik sem vegur jafnþungt hvort sem samningurinn er samþykktur eða fer fyrir dóm.  Hafa skal í huga álit ESA sem vissulega er bara álit, en það dregur úr líkum á því að ytri aðilum takist að rugga bátnum.

Marinó G. Njálsson, 3.4.2011 kl. 21:07

4 identicon

Takk Marinó fyrir greinagóð skrif.

Allt þetta mál er þvílíkt klúður frá fyrsta degi og eina "alvöru" ástæðan fyrir því að verið er að hamast við að fá meirihluta fyrir þessum samningi er trúlega sú að Nei-ið yrði að þvílíkri háðung, að Já-ararnir læðast sennilega með veggjum, ef Nei-ið verður ofan á...

Ég verð bara að segja að ef ég væri Já-ari... þá grátbæði ég kjósendur að segja já... ég væri á hnjánum rífandi í mitt hár (og skegg ef ég hefði það)....

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:58

5 identicon

ERU ÞEIR SEM HVETJA TIL FYLGNI VIÐ SAMNING með pantaða dóma og því svona handvissir um að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist hjá Hæstarétti og / eða Mannréttindadómstól Evrópu !

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:09

6 identicon

Það er deginum ljósara að þessu hörmungarmáli lýkur alls ekki þótt þjóðin segi "Já" - þótt margir virðist halda að það muni gerast (eða af því þeir nenna þessu ekki lengur).

"Dómstólaleiðin" mun að öllum líkindum verða farin með einum eða öðrum hætti á endanum, óháð niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina.

Málið er að svar okkar um helgina verður ekki orsök þess sem á eftir kemur, heldur ræður það miklu um afleiðingar þess sem á eftir gerist. Það að segja "Já" útilokar nefninlega ekki að allt fari á versta veg og það að segja "Nei" útilokar ekki að allt fari á besta veg.

TJ (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:38

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

TJ, í ákvörðunarfræði segir:

Góð ákvörðun er ekki jafngild góðri útkomu.

Ákvörðunarferlið getur verið gallalaust með áhættumati, kostnaðargreiningu og líkindamati eins og best gerist, en svo fer eitt atriði öðruvísi en ætlað var og niðurstaðan endar á versta veg.  Ákvörðunin sem tekin var, var góð, þó útkoman hafi verið slæm.  Góð ákvörðun eykur líkurnar á góðri útkomu, en tryggir hana ekki.

Mér finnst í eftirmála hrunsins sem menn hafi gleymt þessu.  Mjög margir aðilar tóku vel ígrundaðar ákvarðanir byggðar á bestu vitneskju.  Síðan kom í ljós að upplýsingar voru falsaðar eða þeim haldið frá fólki.  Þetta varð til þess að forsendur ákvörðunarinnar voru ekki réttar og þar með endaði allt á versta veg.

Marinó G. Njálsson, 5.4.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 1679944

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband